Fréttablaðið - 28.08.2006, Blaðsíða 13
STJÓRNMÁL „Þetta er náttúrulega
stórkostleg afkoma sem kynnt var
í gær [fimmudag] og ég sem fjár-
málaráðherra megnið af síðasta ári
er mjög ánægður með þessa
útkomu á mínu síðasta starfsári,“
sagði Geir H. Haarde forsætisráð-
herra um niðurstöðu ríkisreikn-
ings fyrir árið 2005.
Afgangurinn af ríkisrekstrinum
nam 113 milljörðum króna en helm-
ingur fjárins fékkst við sölu Lands-
símans. Geir segir að engu að síður
sé árangurinn góður. „Auðvitað
skýrist þetta að hluta til af sölu
Landssímans, við vissum það vel,
en burt séð frá því þá er þetta mjög
góður árangur og fagnaðarefni að
sjálfsögðu.“ Geir vill fátt láta uppi
um líklega niðurstöðu þessa árs en
vonast til að afkoman verði góð.
„Nú erum við að horfa fram á veg-
inn en þó er auðvitað gott að hafa
þessa peninga í húsi.“
Sérfræðingar í fjármálum hafa
hvatt til aðhalds í ríkisrekstrinum.
Spurður hvort slíks aðhalds verði
gætt á næsta ári, þegar kosið verð-
ur til þings, svarar Geir að tekjuaf-
gangur undanfarinna ára hafi að
mestu farið í greiðslu erlendra
skulda og að styrkja stöðu Seðla-
bankans. „Þessum fjármunum
hefur verið mjög vel varið í þágu
þjóðarinnar. Nú er verið að undir-
búa fjárlög fyrir næsta ár og þau
verða auðvitað lögð fram af fyllstu
ábyrgð.“ - bþs
Forsætisráðherra segir afkomu ríkissjóðs á síðasta ári stórkostlega:
Tekjuafganginum vel varið
LANDSSÍMINN Um helmingur af tekjuaf-
gangi ríkissjóðs er til kominn vegna sölu
Landssímans.
DANMÖRK Fylgi við danska Jafnað-
armannaflokkinn mælist nú örlít-
ið meira en flokkurinn fékk í
kosningunum í fyrra samkvæmt
nýrri skoðanakönnun Berlingske
tidende. Er þetta mjög mikill við-
snúningur frá því í byrjun árs. Þá
mældist stuðningur við Jafnaðar-
mannaflokkinn minni en hann
hafði verið í rúm hundrað ár.
Sósíalíski þjóðarflokkurinn er
hins vegar hástökkvari könnun-
arinnar og fer úr sex prósentum í
tíu. Íhaldsmenn, sem sitja í ríkis-
stjórn ásamt Venstre, tapa flokka
mest og eru nú sjötti stærsti
flokkur landsins með 8,8 prósenta
fylgi. - ks
Skoðanakönnun í Danmörku:
Jafnaðarmenn
í kjörfylgi
NÍKARAGVA, AP Leiðtogi sandinista,
Daniel Ortega, er líklegastur til
sigurs í fyrstu umferð forseta-
kosninga sem framundan eru í
Níkaragva, samkvæmt nýlegri
skoðanakönnun.
Ortega var forseti lýðveldisins
í langvinnu borgarastríði við
Kontra-skæruliða, sem stóð frá
árinu 1985 til 1990, en skærulið-
arnir nutu ómælds stuðnings
Bandaríkjamanna.
Velgengni vinstrimanna í kosn-
ingum í Rómönsku Ameríku vekur
eftirtekt í Bandaríkjunum og
þykir ekki æskilegt í Hvíta húsinu
að Ortega verði forseti á ný. - kóþ
Enn eitt áfallið fyrir Bush:
Ortega sigur-
stranglegur
DANIEL ORTEGA Leiðtogi sandínista er á
svörtum lista í Hvíta húsinu.
DÓMSMÁL Tveir karlmenn á tví-
tugsaldri hafa verið ákærðir fyrir
brot gegn lögreglumönnum aðfara-
nótt 11. mars 2006.
Fyrri ákærði er ákærður fyrir
að hafa veist að lögreglumönnunum
og hindrað handtöku á ungum pilti
með því að taka í fatnað lögreglu-
mannanna og slá til þeirra. Hinn er
ákærður fyrir að hafa hindrað hand-
töku á fyrri manninum með því að
taka lögreglumann hálstaki. - ap
Veittust að lögreglumönnum:
Hindruðu
handtöku
DÓMSMÁL Karlmaður á fimmtugs-
aldri hefur verið ákærður fyrir
brot sem framið var aðfaranótt 18.
september 2005. Ákærði sparkaði í
andlit lögreglumanns þegar verið
var að færa hann inn í lögreglubíl
fyrir utan veitingastaðinn Players í
Kópavogi. Tvær tennur brotnuðu í
lögreglumanninum við höggið og
krafist er að ákærði verði dæmdur
til refsingar. Málið verður tekið
fyrir í Héraðsdómi Reykjaness. - ap
Karlmaður á fimmtugsaldri:
Sparkaði í and-
lit lögreglu
MÁNUDAGUR 28. ágúst 2006 13
LIFANDI STYTTA Lifandi styttan „Narkissos á
þakinu“ sem leikin er af Teodolindu Varela
frá Portúgal, vann til silfurverðlauna á
fyrstu heimsmeistarakeppni lifandi styttna í
Arnhem í Hollandi í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP