Fréttablaðið - 28.08.2006, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 28.08.2006, Blaðsíða 6
6 28. ágúst 2006 MÁNUDAGUR SAMKVÆMT KÖNNUN ASÍ ER ELÍSABET ALLT AÐ 29.000 KR. ÓDÝRARI EN GÖMLU TRYGGINGAFÉLÖGIN. Vátryggjandi er Tryggingamiðstöðin hf. Reiknaðu þitt dæmi á elisabet.is ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S E LI 3 38 98 0 8/ 20 06 EKKI BORGA MEIRA! ����������������������������������������� ������������ ������������� ������������ ������������������ ���������������������������������������������������������������� ������ ������� ����� �� ������ � ������ ��� KENTUCKY, AP Þota sem var nýlögð af stað til Atlanta frá Blue Grass- flugvelli í Lexington í Kentucky, hrapaði rétt utan við flugbrautina í gær. Einn úr áhöfn vélarinnar komst af, mikið slasaður, en allir aðrir sem í vélinni voru, 49 manns, fórust. Eldur kom upp í vélinni er hún hrapaði, en búkur hennar virtist heill þegar að var komið. Hún var í eigu Comair-flugfélagsins og af gerðinni Bombardier CJR-200 sem mikið er notuð í ferðum milli borga í Bandaríkjunum. „Þeir voru nýkomnir á loft svo að ég er viss um að vélin var full af eldsneyti,“ sagði Gary Ginn, dánardómstjóri Fayette-sýslu sem Lexington tilheyrir. Hann sagðist gera ráð fyrir að dánarorsök flestra sem um borð voru væri að rekja til eldhafsins. Þetta er mannskæðasta flug- slys sem orðið hefur í Bandaríkj- unum í nærri sex ár. Talsmaður lögreglu sagði að verið væri að rannsaka hvort vélin hefði tekið á loft frá rangri flug- braut og flugstjórinn fyrst gert sér grein fyrir því á síðustu stundu að brautin væri of stutt. Laura Brown, talsmaður bandarísku flugöryggisstofnunarinnar FAA, sagði að engar vísbendingar bentu til hryðjuverks. - aa BRUNNU INNI Dánardómstjórinn Gary Ginn skýrir frá rannsókn slyssins í Lexington í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Lögregla rannsakar hvað fór úrskeiðis þegar þota í innanlandsflugi í Bandaríkjunum hrapaði í Kentucky: Einn komst af en 49 fórust í flugslysi CRJ-200 Vélin sem hrapaði var af þessari gerð. FRÉTTABLAÐIÐ/AP VINNUMARKAÐUR Þjóðskráin afgreiðir um eitthundrað nýjar kennitölur fyrir erlenda starfs- menn fyrirtækja á hverjum degi og hefur samt ekki undan. Sex til átta vikur tekur að afgreiða kennitölurnar. Lögum sam- kvæmt á að gera það á tíu virk- um dögum. „Nýju lögin, sem sett voru 1. maí, halda hvorki vatni né vind- um. Eftirlit átti að vera með því hversu margir erlendir starfs- menn kæmu til landsins en eng- inn veit hversu margir útlend- ingarnir eru,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðs- félags Akraness. Fyrirtæki eiga að skila ráðn- ingarsamningum við erlenda starfsmenn til Vinnumálastofn- unar innan tíu daga frá því starfs- maðurinn hefur störf en gera ekki. Fyrirtækin geta ekki held- ur staðið skil á staðgreiðslu skatta þegar kennitölu vantar. Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir nokk- uð til í gagnrýni verkalýðshreyf- ingarinnar en unnið sé ötullega að lausn málsins. Fulltrúar Vinnumálastofnunar eigi þessa dagana fundi með starfsmönnum Þjóðskrárinnar og skattyfir- valda. „Í byrjun september eigum við von á að geta samkeyrt skrár og kennitölur til að finna út hverjir fá greidd laun án þess að vera skráðir. Höfuðmáli skiptir að vinnuveitendur sem leggja inn ósk um kennitölu sendi okkur afrit af ráðningarsamningi en þeir virðast ekki gera það,“ segir Gissur. Hann tekur fram að töf á afgreiðslu kennitölu gefi vinnu- veitendum ekki rétt á að bíða með að senda inn ráðningar- samning en vinnuveitendur virð- ist hafa misskilið þetta. Áhyggjur eru innan verka- lýðshreyfingarinnar um að svört atvinnustarfsemi hafi eða muni aukast vegna ástandsins hjá hinu opinbera. Gissur segir hægt að leiða líkur að því að þeir skipti hundruðum erlendu starfsmenn- irnir sem hafi verið óskráðir hér á landi í sumar. „Við höfum þetta ekki fast í hendi.“ Vinnumálastofnun hefur heimild til að grípa til dagsekta sé ekki farið að lögum. Gissur segir að ekki hafi verið tilefni til að grípa til þessarar heimildar en ekki sé útilokað að það verði gert þegar stofnunin hafi fengið fullvissu sína um að tilkynning- arskyldan sé öllum skýr. ghs@frettabladid.is GISSUR PÉTURSSONVILHJÁLMUR BIRGIS- SON Hundruð erlendra manna óskráð Þjóðskráin hefur ekki undan að afgreiða umsóknir um kennitölur fyrir erlenda starfsmenn. Fyrirtæki geta ekki staðið skil á skatti meðan kennitölu vantar. Vinnuveitendur skila ekki inn ráðningarsamningi til Vinnumálastofnunar. BROTALÖM Í TILKYNNINGASKYLDU Grunur leikur á að vinnuveitendur sinni ekki í nógu ríkum mæli þeirri skyldu sinni að tilkynna erlenda starfsmenn til Vinnumálastofnunar innan tíu daga frá því að þeir hefja störf. Brotalömin er hugsanlega til komin vegna tafa við afgreiðslu kennitalna. VINNUMARKAÐUR Skúli Guðmunds- son, skrifstofustjóri Þjóðskrár, segir að kennitala sé ekki vanda- málið hvað erlenda starfsmenn varðar, vandinn sé sá að vinnu- veitendur skili ekki inn ráðning- arsamningum. Kennitalan fáist og biðtíminn styttist þegar starfs- menn Þjóðskrár verði allir komn- ir úr sumarleyfi. Skrifstofustjóri Þjóðskrár: Samningar eru vanda- málið ekki kennitala KJÖRKASSINN Ætlar þú í berjamó í haust? já 46% nei 54% SPURNING DAGSINS Í DAG? Ertu flughrædd/ur? Segðu þína skoðun á vísir.is Velti bíl á Sæbraut Tvítugur öku- maður velti bíl sínum á tíunda tímanum í gærmorgun á Sæbrautinni til móts við Kalkofnsveg. Ökumann sakaði ekki en bíllinn er mikið skemmdur. Hann var einn í bílnum. LÖGREGLUFRÉTTIR BENSÍN Tölvubilun hjá bensínstöð- um Esso olli því að auglýstur þrett- án krónu afsláttur á eldsneyti tók ekki gildi á tilsettum tíma í gær. Allnokkrir viðskiptavinir olíufé- lagsins létu í ljós gremju sína þegar þeir voru rukkaðir um fullt verð eftir að afsláttur átti að taka gildi. Magnús Ásgeirsson, innkaupastjóri eldsneytis hjá Esso, segir atvikið óheppilegt. Hann vill beina til við- skiptavina sem keyptu bensín á til- boðstímabilinu að halda eftir kassa- kvittun svo að hægt sé að endurgreiða þeim mismuninn. - æþe Tölvubilun hjá Esso: Töf á auglýst- um afslætti MEXÍKÓ, AP Frambjóðandi stærsta vinstriflokksins í Mexíkó, Juan Sabines, vann kosningar til ríkis- stjóra í Chiapas í suðurhluta lands- ins. Hlaut hann samkvæmt opin- berum úrsitum 6.300 fleiri atkvæði en aðalkeppinauturinn, Jose Ant- onio Aguilar, sem var frambjóð- andi borgaralegu flokkanna. Úrslitin gátu vart verið naumari þar sem yfir ellefu hundruð þús- und atkvæði voru greidd í kosn- ingunum. Fulltrúar PRI, flokks Aguilar, sögðust umsvifalaust munu kæra úrslitin og saka and- stæðingana um kosningasvik. Enn er óútkljáð deila um hver sé réttkjörinn forseti Mexíkó eftir að frambjóðandi vinstrimanna í nýlega afstöðnum forsetakosning- um neitaði að játa sig sigraðan. Áfrýjunardómstóll hyggst úrskurða í þeirri deilu í dag. - aa Kosningadeilurnar í Mexíkó: Vinstrimaður vann í Chiapas
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.