Fréttablaðið - 28.08.2006, Blaðsíða 75

Fréttablaðið - 28.08.2006, Blaðsíða 75
MÁNUDAGUR 28. ágúst 2006 35 FÓTBOLTI Chelsea gerði góða ferð til Blackburn í gær og vann 2-0 sigur. Frank Lampard skoraði fyrra markið úr vítaspyrnu og Didier Drogba, sem komið hafði inn á sem varamaður í leiknum, innsiglaði sigurinn undir lokin. „Mér fannst John Terry falla frekar auðveldlega. Þessi víta- spyrnudómur breytti algjörlega gangi leiksins. Ef þetta á alltaf að vera svona þá fáum við þrjár víta- spyrnur á okkur í hverjum leik. Þetta var engin vítaspyrna,“ sagði Mark Hughes, framkvæmdastjóri Blackburn, allt annað en sáttur við dómarinn. „Mér fannst þetta vera víta- spyrna. Dómarinn sá að Andre Ooijer hélt um mig með báðum höndum svo þetta var pottþétt vítaspyrna,“ sagði John Terry, fyr- irliði Chelsea, eftir leikinn. „Það var mjög mikilvægt að fá þessi þrjú stig hérna í dag,“ sagði Jose Mourinho, stjóri Chelsea. „Blackburn er ekki auðveldasti staðurinn til að koma á eftir tapleik af því að liðsmenn eru mjög erfiðir andstæðingar. Þeir eru mjög sterk- ir heima fyrir og gáfu okkur lítið pláss til að spila boltanum í fyrri hálfleik. Við hins vegar stjórnuð- um miðjunni í síðari hálfleik,“ sagði ánægður stjóri Chelsea, Jose Mourinho. Í hinum leik gærdagsins áttust við Aston Villa og Newcastle á Villa Park. Luke Moore kom Aston Villa yfir strax á annarri mínútu og það var svo Juan Pablo Angel sem skoraði annað markið og þar við sat. 2-0 sigur Aston Villa var staðreynd. „Ég hef í raun ekki gert neitt. Leikmennirnir hafa alfarið séð um þetta sjálfir. Það er góður andi í liðinu og leikmennirnir vilja spila góðan fótbolta,“ sagði Martin O’Neill, stjóri Aston Villa, eftir leikinn í gær. „Við lékum illa á köflum og við lékum líka vel á köflum í leiknum en það voru sumir leikmenn sem ollu mér vonbrigðum. Ég hef aldrei þurft að segja það áður. Við höfum núna tvær vikur til að laga þessa hluti og vonandi verða komnir nýir leikmenn til félagsins fyrir fimmtudaginn,“ sagði Glenn Roed- er, framkvæmdastjóri Newcastle. Nýjasti leikmaður Newcastle, Obafemi Martins, fór meiddur af velli í gær. - dsd Frank Lampard og Didier Drogba tryggðu Chelsea góðan sigur í gær: Chelsea vann góðan útisigur á Blackburn í gær OBAFEMI MARTINS Meiddist í sínum fyrsta leik með Newcastle og þurfti að yfirgefa völlinn. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY IMAGES FRANK LAMPARD Sést hér skora fyrra mark Chelsea úr vítaspyrnu sem dæmd var eftir að brotið var á John Terry. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY IMAGES Enska úrvalsdeildin ASTON VILLA - NEWCASTLE UNITED 2-0 1-0 Luke Moore (2.), 2-0 Juan Pablo Angel (38.). BLACKBURN ROVERS - CHELSEA 0-2 0-1 Frank Lampard (49.), 0-2 Didier Drogba (81.) STAÐAN: MAN. UNITED 3 3 0 0 10-2 9 ASTON VILLA 3 2 1 0 5-2 7 EVERTON 3 2 1 0 5-2 7 CHELSEA 3 2 0 1 6-2 6 PORTSMOUTH 2 1 1 0 3-0 4 WEST HAM 3 1 1 1 5-4 4 LIVERPOOL 2 1 1 0 3-2 4 BOLTON 3 1 1 1 3-3 4 MAN CITY 3 1 1 1 1-3 4 FULHAM 3 1 1 1 3-6 4 MIDDLESB. 2 1 0 1 4-4 3 WIGAN 2 1 0 1 2-2 3 READING 3 1 0 2 4-5 3 NEWCASTLE 2 1 0 1 2-3 3 TOTTENHAM 3 1 0 2 2-4 3 CHARLTON 3 1 0 2 3-6 3 ARSENAL 2 0 1 1 1-2 1 WATFORD 3 0 1 2 3-5 1 SHEFF UNITED 3 0 1 2 1-4 1 BLACKBURN 3 0 1 2 1-6 1 Spænska 1-deildin DEPORTIVO - REAL ZARAGOZA 3-2 0-1 Diego Milito (9.), 1-1 Juan Rodriguez (17.), 2- 1 Sergio (38.), 3-1 Arizmendi (75.), 3-2 Ewerthon (81.). OSASUNA - GETAFE CF 0-2 0-1 Fabio Celestini (53.), 0-2 Nacho (75.). RACING SANTANDER - ATLETICO MADRID 0-1 0-1 Fernando Torres (12.). RCD ESPANYOL - GIMNASTIC 0-1 0-1 Campano (51.). RECREATIVO HUELVA - RCD MALLORCA 1-1 0-1 Juan Arango (86.), 1-1 Santi Cazorla (93.) REAL MADRID - VILLARREAL 0-0 ATHLETIC BILBAO - REAL SOCIEDAD 1-1 1-0 Aduritz, víti (38.), 1-1 Aranburu (87.). Norska 1-deildin FC LYN OSLO - SANDEFJORD FOTBALL 2-0 Indriði Sigurðsson var í byrjunarliði Lyn. FREDRIKSTAD FK - IK START 4-0 LILLESTRÖM SK - HAM KAM 3-1 ODD GRENLAND - TROMSÖ 3-2 SK BRANN - MOLDE FK 2-1 Ólafur Örn Bjarnason og Kristján Örn Sigurðsson voru báðir í byrjunarliði Brann. VIKING FK - VALERENGA FOTBALL 1-2 Árni Gautur Arason lék allan leikinn fyrir Valer- enga og Birkir Bjarnason var í byrjunarliði Viking. STAÐAN: SK BRANN 18 10 4 4 27-18 34 LILLESTRÖM 18 9 6 3 33-23 33 ROSENBORG 17 8 6 3 27-18 30 STABÆK 17 7 7 3 30-20 28 O. GRENLAND 18 7 7 4 27-21 28 VALERENGA 18 7 4 7 25-23 25 FC LYN OSLO 18 7 4 7 24-26 25 IK START 18 6 6 6 18-23 24 SANDEFJORD 18 6 4 8 24-31 22 FREDRIKSTAD 18 5 6 7 26-30 21 HAM KAM 18 5 4 9 27-28 19 TROMSÖ¸ IL 18 4 5 9 21-28 17 VIKING FK 18 4 5 9 16-24 17 MOLDE FK 18 5 2 11 18-30 17 Þýski handboltinn: LEMGO-MINDEN 26-19 Logi Geirsson skoraði 4 mörk fyrir Lemgo og Ásgeir Örn Hallgrímsson 2. Einar Örn Jónsson skoraði eitt mark fyrir Minden. ÚRSLIT GÆRDAGSINS FÓTBOLTI Það vakti athygli manna á leik FH og Breiðablik í gær að Marel Jóhann Baldvinsson var ekki með Blikum. „Ég var ekki búinn að ná mér almennilega af þessum meiðslum sem ég hlaut á landsliðsæfing- unni. Ég gat æft síðustu tvo dag- ana fyrir leikinn en án þess þó að taka einhverja spretti eða skjóta á markið og þá er maður bara ekki tilbúinn að spila leik. Maður gleymir sér alltaf í leik og fer á fullt,“ sagði Marel í gær um ástæðu þess að hann hafi ekki spil- að. Marel sagði jafnframt að hann væri bara að pakka niður núna og að hann færi sennilega út á morg- un, en Marel er sem kunnugt er að fara í atvinnumennsku hjá Molde í Noregi. - dsd Marel Jóhann Baldvinsson: Treysti sér ekki til að spila MAREL JÓHANN BALDVINSSON Lék ekki með Breiðablik í sökum meiðsla. KÖRFUBOLTI Bandaríska landsliðið í körfubolta vann öruggan sigur á liði Ástrala í 16 liða úrslitum á HM í körfubolta í Japan í gær. Lokatöl- ur urðu 113-73. Carmelo Anthony skoraði 20 stig, Joe Johnson 18 og Dwyane Wade 15 fyrir bandaríska liðið sem mæti Þjóðverjum í næstu umferð. Önnur úrslit í gær voru þau Þjóðverjar unnu Nígeríu 78-77, Frakkar báru sigurorð á Angóla 68-62 og Grikkir unnu öruggan sigur á Kína 95-64. - dsd HM í körfubolta: Öruggur sigur Bandaríkjanna CARMELO ANTHONY Átti góðan leik í gær og skoraði 20 stig. FÓTBOLTI Markvörður Tottenham, Paul Robinson, undrast það að félagið hafi selt Michael Carrick til Manchester United og segir það hafa verið ranga ákvörðun. „Mér finnst þetta vera skref aftur á bak. Manchester United er mikill andstæðingur Tottenham og ef við ætlum að komast í hóp fjögurra efstu liða þá ættum við ekki að selja leikmenn til helstu andstæðinga okkar,“ sagði Paul Robinson. - dsd Paul Robinson: Af hverju var Carrick seldur?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.