Fréttablaðið - 28.08.2006, Blaðsíða 74
28. ágúst 2006 MÁNUDAGUR34
Kaplakrikavöllur, áhorf.: 2.490
FH Breiðablik
TÖLFRÆÐIN
Skot (á mark) 16–6 (6–4)
Varin skot Daði 3 – Hjörvar 5
Horn 12–3
Aukaspyrnur fengnar 11–15
Rangstöður 3–0
BREIÐAB. 4–5–1
Hjörvar Hafliða. 8
Árni Kristinn 7
Guðmann Þóris. 8
Gasic 7
Stig Haaland 7
Podzemsky 7
Arnar Grétars. 6
*Olgeir Sigurgeirs. 8
Kristján Óli 3
Steinþór Freyr 4
Ellert Hreins. 5
(59. Ragnar Heimir 4)
(80. Magnús Páll -)
*Maður leiksins
FH 4–3–3
Daði Lárusson 7
Ásgeir Gunnar 6
Tommy Nielsen 7
Ármann Smári 7
Hermann Alberts. 6
(73. Atli Guðna. -)
Sigurvin Ólafsson 3
(83. Dyring -)
Baldur Bett 2
Dennis Siim 3
Ólafur Páll Snorra. 2
Tryggvi Guðm. 4
André Lindbaek 2
0-1 Olgeir Sigurgeirsson (39.)
1-1 Allan Dyring (90.)
1-1
Ólafur Ragnarsson (8)
STAÐAN Í LANDSBANKADEILDINNI
FH 15 9 4 2 25-12 31
VALUR 15 6 6 3 22-14 24
KR 15 7 2 6 17-25 23
KEFLAVÍK 15 6 4 5 27-16 22
VÍKINGUR 15 5 5 5 20-12 20
FYLKIR 15 5 4 6 20-21 19
GRINDAVÍK 15 4 6 5 22-20 18
BREIÐABLIK 15 5 3 7 22-29 18
ÍA 15 5 2 8 20-25 17
ÍBV 15 4 2 9 13-34 14
Fylkisvöllur, áhorf.: 1.015
Fylkir Valur
TÖLFRÆÐIN
Skot (á mark) 9–9 (2–2)
Varin skot Fjalar 1 – Kjartan 2
Horn 5–1
Aukaspyrnur fengnar 15–18
Rangstöður 2–2
VALUR 4–4–2
*Kjartan Sturlu. 7
Steinþór Gísla. 7
Barry Smith 7
Atli Sveinn 6
Birkir Már 7
Baldur Ingimar 6
Sigurbjörn Örn 5
(90. Þorvaldur M. -)
Pálmi Rafn 4
Kristinn Hafliða. 3
Guðmundur Ben. 3
(87. Örn Kató -)
Matthías Guðm. 6
*Maður leiksins
FYLKIR 4–3–3
Fjalar 3
Arnar Þór 4
Guðni Rúnar 5
Ragnar Sig. 6
Þórir Hannes. 5
Páll Einarsson 2
(81. Hermann Aðal. -)
Ólafur Stígs. 3
Eyjólfur Héðins. 4
Sævar Þór 4
Haukur Ingi 3
Albert Brynjar 3
0-1 Barry Smith (34.)
0-1
Eyjólfur Kristinsson (5)
FÓTBOLTI „Við gátum ekki neitt í
dag. Ég veit ekki hvað er að ger-
ast í hausnum á mönnum, við
erum værukærir og það er bara
eins og við nennum þessu ekki,“
sagði Tryggvi Guðmundsson,
leikmaður FH, eftir slakan leik
FH-liðsins í gær.
Tryggvi sagði að það jákvæða
við leikinn hefði verið það að
liðið hélt áfram að pressa og náði
í eitt stig. „Það neikvæða á
Íslandi í dag finnst mér vera
dómgæslan. Ég er ekki að kenna
dómaranum um tapið hérna í
leiknum en ef maðurinn sér ekki
að ég er dúndraður niður inni í
teig, 5 eða 10 metra frá honum,
þá verður hann bara að skila inn
skirteininu. Þetta er ekki hægt.
Það sáu þetta allir nema þetta
blessaða tríó,“ sagði Tryggvi í
lokin.
„Það er svekkjandi að fá á sig
mark í uppbótartíma en við
höfum líka skorað mark í upp-
bótartíma og fengið stig þannig.
Svona er þetta stundum,“ sagði
Ólafur H. Kristjánsson, þjálfari
Breiðabliks, eftir leikinn. Ólafur
tók það fram að fyrir leikinn
hefði hann alveg sætt sig við eitt
stig. „Við spiluðum vel í 93 mín-
útur og 50 sekúndur en 1 sek-
únda varð til þess að við fengum
eitt stig en ekki þrjú. Fyrir leik-
inn hefði ég þegið stigið en eins
og leikurinn spilaðist þá vildi ég
þrjú,“ sagði Ólafur.
Breiðablik á nú 3 leiki eftir í
deildinni og ljóst er að hver leik-
ur er gríðarlega þýðingarmikill.
„Næsti leikur er gegn Skaga-
mönnum og það er leikur sem við
hreinlega ætlum að vinna. Og
vinnum,“ sagði kokhraustur
þjálfari Breiðabliks, Ólafur H.
Kristjánsson. - dsd
Tryggvi Guðmundsson, leikmaður FH, var allt annað en sáttur við dómara leiksins í gær:
Það neikvæða á Íslandi í dag er dómgæslan
LOK, LOK OG LÆS Guðmann Þórisson stöðvar hér Tryggva Guðmundsson einu sinni sem
oftar í gær. Það er engu líkara en að Tryggvi slái Guðmann í andlitið á myndinni.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
FÓTBOLTI Það var frítt í Kaplakrik-
ann í gær og var engu líkara en
leikmenn tækju það sem svo að
þeir ættu ekki að bjóða áhorfend-
um upp á nokkurn skapaðan hlut.
Fyrstu 20 mínútur leiksins eru
hugsanlega einhverjar leiðinleg-
ustu mínútur í sögu Landsbanka-
deildarinnar.
Það gerðist nákvæmlega ekki
neitt þessar mínútur og bestu til-
þrifin átti Guðmundur Árni Stef-
ánsson, sendiherra og fyrrum for-
maður knattspyrnudeildar FH,
þegar hann sporðrenndi einni
pylsu með öllu á listilegan hátt og
var rétt rúma mínútu að verkinu.
Vel að verki staðið hjá sendiherr-
anum. Eins gaman og það var að
fylgjast með honum var jafn sorg-
legt að fylgjast með úrvalsdeild-
arleikmönnum eiga í vandræðum
með 3 metra sendingar. Þetta var
í einu orði sagt grátlegt.
Fyrsta skottilraun leiksins kom
á 21. mínútu þegar Olgeir Sigur-
geirsson skaut yfir FH-markið.
Það kom eins og þruma úr heið-
skíru lofti þegar Blikar tóku for-
ystuna sex mínútum fyrir hlé.
Árni Kristinn átti þá góðan sprett
upp hægri kantinn, hann renndi
boltanum á Olgeir sem skoraði
með laglegu innanfótarskoti.
Þegar rúmur klukkutími var
liðinn fengu Blikar tvö dauðafæri
sem nýttust ekki og það átti eftir
að koma í bakið á þeim.
Eftir færin ákváðu Blikar ein-
hverra hluta vegna að pakka í
vörn. Furðuleg ákvörðun því þeir
voru með leikinn í höndunum. FH
byrjaði að stýra umferðinni en
skapaði ekki neitt af viti og eina
hættan kom úr langskotum. Undir
lokin komu dauðakippir hjá FH.
Tommy Nielsen fékk dauðafæri á
88. mínútu og jöfnunarmarkið lá í
loftinu. Það kom í uppbótartíma
þegar varamaðurinn Allan Dyr-
ing, sem hefur meira minnt á
langhlaupara en knattspyrnu-
mann í sumar, skallaði í netið eftir
hornspyrnu. Blikar ætluðu allan
tímann að liggja til baka og þeirra
leikaðferð gekk nánast upp.
Hjörvar var öruggur í markinu,
Guðmann frábær í miðri vörninni
og Olgeir drifkafturinn þar fyrir
framan. Meiri trú vantaði á eigin
getu og hefði hún verið til staðar
hefðu Blikar stungið af með öll
stigin í pokanum.
FH-ingar voru mjög slakir í
þessum leik en fá samt stig og það
segir sitt um liðið. Það hefur mikil
deyfð verið yfir FH síðustu vikur
og leikmenn virðast hafa tak-
markaðan áhuga á verkefninu.
Vissulega getur verið erfitt að
„mótivera“ sig þar sem liðið er
löngu búið að klára mótið en tvö
stig í fimm leikjum er ekki
sæmandi fyrir meistara. Þegar
leikmenn nenna vart að tækla og
fórna sér fyrir stigin þá fá stuðn-
ingsmennirnir ástæðu til að
kvarta. Það er verk Ólafs þjálfara
að fá menn aftur á tærnar fyrir
leikinn gegn ÍBV.
Við þennan leik verður ekki
skilið án þess að minnast á
frammistöðu Ólafs Ragnarssonar
dómara sem dæmdi frábærlega
fyrir utan atvik undir lokin er
hann skorti kjark til að henda
Dennis Siim af velli.
henry@frettabladid.is
Tvö töpuð stig hjá Breiðablik
FH fagnaði ekki sigri á Íslandsmótinu í gær en meistararnir voru afspyrnuslakir gegn Blikum á heimavelli.
Gestirnir úr Kópavogi voru klaufar og hefðu hæglega getað tryggt sér öll stigin þrjú í 1-1 jafntefli.
FELLUR ÞETTA MARK BLIKA? Hjörvar Hafliðason horfir hér á eftir boltanum í netið í upp-
bótartíma í gær. Blikar misstu þarna af tveim dýrmætum stigum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
FÓTBOLTI Fylkismenn eru í miklum
vandræðum eftir 0-1 tapleik gegn
Valsmönnum á heimavelli í gær.
Liðið hefur ekki náð miklu úr síð-
ustu leikjum sínum og af leik liðs-
ins að dæma í gær er það einfald-
lega ekki líklegt til frekari afreka
á vellinum í haust. Valsmenn ein-
beittu sér að varnarleiknum í gær
og uppskáru dýrmæt þrjú stig.
„Við vorum slakir í fyrri hálf-
leik og komum betur inn í leikinn
í seinni hálfleik og stjórnuðum
honum að miklu leyti,“ sagði Leif-
ur Garðarsson, þjálfari Fylkis, og
var heldur niðurlútur að leik lokn-
um. „Við bara nýttum ekki þau
færi sem við fengum í leiknum til
að skora mark og er það ekki í
fyrsta skiptið í sumar. Við spiluð-
um ekki vel í dag en við mættum
liði sem leggur áherslu á að drepa
leikinn niður, hanga til baka og
grenja í grasinu. Ég hef aldrei
mætt jafn slæmu liði hvað þetta
varðar áður. En þeir komust upp
með þetta og unnu leikinn. Þetta
greinilega virkar fyrir þá,“ sagði
Leifur.
Það er óvarlega áætlað að segja
að leikur Fylkis og Vals hafi verið
einn versti leikur sumarsins. Það
var hreint með ólíkindum að sjá
leikmenn beggja liða framkvæma
hvert klúðrið á fætur öðru enda
bauð spil og samleikur manna
ekki upp á mikið. Síendurteknar
háloftasendingar og illa útfært
miðjuspil var einkennandi fyrir
leikinn sem og klaufagangur sókn-
armanna þegar upp að marki and-
stæðingsins var komið. Átti þetta
sérstaklega við um Fylkisliðið.
Valsmenn áttu nokkrar ágætar
sóknir í leiknum og var Matthías
Guðmundsson nærri því að skora
í þau skipti. Það var þó varnar-
maðurinn Barry Smith sem skor-
aði eina mark leiksins þegar
Fjalar Þorgeirsson, markvörður
Fylkis, kýldi boltann beint fyrir
framan fætur hans í glórulausu
úthlaupi. Smith skoraði í autt
markið.
Fjalar átti reyndar afleitan dag
og var stálheppinn að hafa ekki
fengið fleiri mörk á sig og einnig
var hann í tvígang afar nálægt því
að handleika knöttinn utan víta-
teigs. Bjarni Halldórsson vara-
markvörður átti fína innkomu í
síðasta leik Fylkis og hlýtur að
gera tilkall til byrjunarliðssætis í
næsta leik.
Gamli Fylkismaðurinn hinum
megin á vellinum, Kjartan Sturlu-
son, steig ekki feilspor í leiknum
en það reyndi heldur ekki mikið á
hann. Þeir Albert Ingason og
Haukur Ingi Guðnason áttu bestu
færi heimamanna með skömmu
millibili í síðari hálfleik en í bæði
skiptin fór boltinn hárfínt fram
hjá marki Vals.
„Þetta var vinnusigur og afar
ljúfur sigur. Nú erum við í 2. sæti
og endanlega lausir við fallhætt-
una. Það er mikill léttir og er mikil
gleði í hópnum,“ sagði Matthías
Guðmundsson Valsari. „Deildin
býður upp á svona leiki enda
spennan mikil í neðri hluta deild-
arinnar. Núna ætlum við að berj-
ast fyrir því að halda 2. sætinu.“
„Við þurfum á sigrinum að
halda og var ég að vonast til að
hann hefði komið í dag,“ sagði
Leifur. „Við erum enn í fallhættu
og þurfum við að gera okkur betur
grein fyrir því.“
- esá
Valur skaust upp í annað sæti Landsbankadeildarinnar eftir sigur á arfaslökum Fylkismönnum:
Fylkismenn komnir í bullandi fallbaráttuslag
BARÁTTA Það var fast tekist í þegar Fylkir tók á móti Val og hér tæklar Valsarinn Baldur
Aðalsteinsson einn leikmanna Fylkis. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
SIGURMARKIÐ Barry Smith fagnar hér
marki sínu í Árbænum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON