Fréttablaðið - 28.08.2006, Blaðsíða 68

Fréttablaðið - 28.08.2006, Blaðsíða 68
 28. ágúst 2006 MÁNUDAGUR28 Eins og flestir vita eiga Sir Paul McCartney og Heather Mills í harðvítugum skiln- aði sem enn sér ekki fyrir endann á. Af þeim sökum rótaði Fréttablaðið í mold- inni og gróf upp nokkra af eftirminnilegustu skiln- uðum tónlistarmanna hin síðari ár. Eminem og Kim Mathers Rapparinn Marshall Mathers II, eða Eminem, kvænt- ist æskuást sinni Kim árið 1999 um svipað leyti og fyrsta plata hans, The Slim Shady LP, fór að vekja athygli. Í júní ári síðar gekk Eminem af göflunum þegar hann sá Kim kyssa annan mann og lamdi hann með skamm- byssu. Ekki löngu síðar reyndi Kim að fremja sjálfsvíg og í framhaldinu sótti Eminem um skilnað. Kim svaraði með því að höfða mál gegn honum þar sem hún krafðist 700 milljóna króna í skaðabætur vegna þess til- finningalega skaða sem hún varð fyrir þegar lag Eminem, Kim, varð heimsfrægt. Þar syngur hann um að myrða hana á grimmilegan hátt. Í janúar á þessu ári grófu þau heldur betur óvænt stríðsöxina og giftust aftur. Sá ráðahagur entist þó ekki lengi því þau skildu þremur mánuðum seinna. Britney Spears og Jason Alexander Britney og æskuástin henn- ar Jason Alexander giftust eftir nýársfyllerí í Las Vegas árið 2004. Eftir tveggja daga hjónaband óskaði Britney eftir skilnaði og sagðist ekki hafa verið með sjálfri sér þegar hún játaðist Jason. Nokkrum mánuðum síðar ákvað Jason að tjá sig um atvikið og sagði Britney hafa beðið sín eftir að þau höfðu átt nokkrar sjóðheitar nætur saman. Sagðist hann hafa fengið borgaðar um 35 milljónir króna fyrir að vera góður drengur og skrifa undir skilnaðarpappírana. Britney er nú gift Kevin Federline og er ófrísk að öðru barni þeirra. Michael Jackson og Debbie Rowe Eftir tuttugu mánaða samband sitt við Lisu Marie Presley kvæntist poppkóngurinn fyrrverandi Michael Jackson hjúkrunarkon- unni Debbie Rowe árið 1996. Margir töldu að hjónabandið yrði ekki langlíft og kom það því fáum á óvart þegar þau skildu þremur árum seinna. Jackson fékk for- ræðið yfir börnum þeirra en í stað- inn fékk Rowe litlar 350 milljónir króna í sárabætur. Skrifaði hún jafnframt undir samning þar sem henni var strang- lega bannað að tjá sig um sam- band sitt við Jackson. Eftir að Jackson var ákærður fyrir kyn- ferðis- lega misnotkun gegn ungum dreng gekk Rowe á lagið og hefur nú krafist þess að fá forræði barna sinna á nýjan leik. Jessica Simpson og Nick Lachey Eftir að hafa eytt hveitibrauðs- dögum sínum í raunveruleika- þætti með þeim sjálfum í aðalhlut- verki voru margir á því að hjónabandið Lachey og Simpson myndi fara út um þúfur. Enginn átti þó von á því að skilnaðurinn gengi í gegn svona fljótt. Lachey var lengi grunaður um að hafa haldið fram hjá Simpson, meðal annars með klám- myndastjörnu, og um leið og þau hættu saman kast- aði hann sér í fang bomb- unnar Cavallari og MTV- gellunnar Vanessu Minnillo. Lachey á rétt á helmingi eigna Simpson eftir skilnaðinn og sam- kvæmt nýjustu fregnum ætlar hann að sækj- ast eftir þeim. Með stríðsöxina á lofti PAUL OG HEATHER Bítillinn fyrrverandi á í harðvítugum skilnaði við Heather Mills. KIM MATHERS Fyrrum eiginkona Eminem var ekki sátt þegar hann samdi lag um hana. JACKSON OG DEBBIE Mörgum þótti það afar undarlegt þegar Michael Jackson kvæntist Debbie Rowe. Tom Cruise hefur verið kosinn mesta karlremban í Hollywood vegna afskipta sinna af ferli eig- inkonu sinnar, Katie Holmes. Holmes var á góðri leið með að skapa sér stórt nafn í kvikmynda- borginni með frammistöðu sinni í Batman Begins þegar hún kynntist Cruise og síðan þá hefur lítið til hennar spurst. Holmes eignaðist sitt fyrsta barn fyrir skömmu og sér nú um að ala stúlkuna Suri upp á heimili skötu- hjúanna. Nicole Kidman, sem var gift Cruise í rúman áratug, hefur sjálf viðurkennt að hafa sett sig í annað sætið til að ala upp börnin þeirra tvö, Connor og Isabellu. Síðan Kidman skildi við leikar- ann hefur henni gengið allt í hag- inn í kvikmyndaleik sínum og er nú meðal virtustu leikkvenna í Hollywood. Cruise hlaut nafnbótina á Ernie-verðlaunahátíðinni en þar eru útnefndar verstu fréttatil- kynningar og yfirlýsingar árs- ins. Cruise hlaut nafnbótina „Karlremba ársins“ fyrir yfir- lýsinguna: „Ég er búinn að setja Holmes á afvikinn stað þar til fæðingin er yfirstaðin þannig að enginn getur náð til okkar.“ Tom Cruise er mesta karlremban KARLREMBA Tom Cruise hefur verið kosinn mesta karlremban í Hollywood. FERILLINN Í PÁSU Nicole Kidman hefur viðurkennt að hafa sett sig í annað sætið á meðan hjónaband hennar og Cruise stóð yfir. Angelina Jolie beið útí bíl í klukku- tíma fyrir utan samkvæmisstað í Hollywood vegna þess að hún vildi ekki hitta föður sinn, Jon Voight. Lengi hefur verið stirt milli þeirra feðgina og hefur Jolie sakað föður sinn um að hafa eyðilagt móður sína með stöðugu framhjáhaldi. Atvikið átti sér stað fyrir utan skemmtistað þar sem Scott Caan, meðleikari Brads Pitt í Ocean‘s 13, hélt stórt teiti. Þegar stjörnuparið mætti á svæðið kom kona aðvífandi að bíl skötuhjúanna og tilkynnti Jolie að faðir hennar væri staddur á staðn- um. Pitt og Jolie keyrðu nokkra hringi í kringum húsið og að end- ingu steig Pitt út úr bílnum og hvarf inn í mannfjöldann. Skömmu síðar yfirgaf Voight samkvæmið og Jolie sást lauma sér inn um bakdyrnar. „Ég hata ekki pabba minn, ég vil bara ekki sjá mömmu mína gráta enn einu sinni,“ sagði Jolie við fjölmiðla fyrir ekki margt löngu. Jolie beið í bílnum JOLIE Vildi ekki hitta pabba sinn í sam- kvæmi sem haldið var í Hollywood og beið þess í stað fyrir utan í bíl. FRÉTTABLAÐIÐ / GETTY IMAGES Skoski leikarinn Sean Connery til- kynnti á blaðamannafundi sem haldinn var vegna kvikmyndahá- tíðarinnar í Edinborg að hann væri hættur að leika í Hollywood. Yfir- lýsingin var nokkuð harkaleg og ásakaði Connery kvikmyndaiðnað- inn um að hafa eyðilagt síðustu mynd hans, The League of Extra- ordinary Gentlemen. Connery fékk fyrr um daginn Bafta-verðlaun Skotlands fyrir ævilangt starf í þágu kvikmynd- anna og sendi kvikmyndaiðnaðin- um í Hollywood tóninn. Sagði hann kvikmyndaborgina vera keyrða áfram af græðgi og skorti á fag- mennsku. „Minn tími er liðinn og ég dreg mig í hlé vegna slaks geng- is á síðustu mynd minni. Örvænt- ing mín er slík að ef ég hætti ekki núna gæti ég drepið einhvern,“ lýsti Connery yfir. „Ef við tökum sem dæmi leikstjóra The League, Stephen Norrington, þá var hann ungur og fullur eldmóðs. Ég reikn- aði hins vegar aldrei með því að hann yrði sendur til hinnar fallegu borgar Prag með fulla vasa fjár án þess að vita hvað hann væri að gera,“ sagði Connery sem fagnar 76 ára afmæli sínu um þessar mundir. Hann er þekktastur fyrir túlkun sína á James Bond. Connery er hættur SEAN CONNERY Segir kvikmyndaiðnaðinn í Hollywood gráðugan og skorta fag- mennsku. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY IMAGES Í BRÚÐARKJÓLNUM Britney Spears hefur gift sig tvisvar á frekar skömm- um tíma. JASON ALEXANDER Jason var aðeins kvæntur poppprinsessunni Britney Spears í tvo daga. SIMPSON OG LACHEY Sætt par en því miður entist hjónabandið engan veginn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.