Fréttablaðið - 28.08.2006, Blaðsíða 15
MÁNUDAGUR 28. ágúst 2006 15
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA
-
7
0
5
0
Halla Tómasdóttir
Framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands
stýrir fundinum.
LEIÐIN AÐ JAFNVÆGI
Ingólfur Bender, forstöðumaður Greiningar Glitnis,
kynnir spá Greiningar Glitnis um helstu efnahagsstærðir,
s.s. vexti, verðbólgu og laun, í umhverfi íslenskra heimila
og fyrirtækja 2006–2010.
HVERT STEFNIR KRÓNAN?
Jón Bjarki Bentsson, hagfræðingur hjá Greiningu Glitnis,
kynnir spá Greiningar Glitnis um þróun gengis krónunnar
á næstu misserum.
HVERT STEFNIR ÍBÚÐAVERÐ?
Ingvar Arnarson, hagfræðingur hjá Greiningu Glitnis,
kynnir spá Greiningar Glitnis um þróun íbúðaverðs
á næstu misserum.
FRAMÞRÓUN Á INNLENDUM
FJÁRMÁLAMARKAÐI
Þórður Már Jóhannesson, fyrrverandi forstjóri
Straums-Burðaráss, fjallar um framþróun á innlendum
fjármálamarkaði og þróun íslenska bankakerfisins.
Skráning fer fram á www.glitnir.is og í þjónustuveri bankans
í síma 440 4000.
Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.
FJÁRHAGSLEG VELGENGNI ÞÍN
ER OKKAR VERKEFNI
Í ÁTT AÐ JAFNVÆGI?
Morgunverðarfundur Glitnis þriðjudaginn 29. ágúst kl. 8.15–10.00.
HORFUR Í EFNAHAGSMÁLUM
Glitnir efnir til opins kynningarfundar um horfur í efnahagsmálum og hvernig þær snerta fyrirtæki og heimili.
Fundurinn verður haldinn á Hótel Nordica í sal A/B.
MAÓRÍSKIR STRÍÐSMENN Frumbyggjar
Nýja-Sjálands voru prýddir andlitshúðflúri
við útför drottningar þeirra, á dögunum.
Nokkur þúsund frumbyggjar mættu í
útförina.
ATVINNUMÁL „Ég fullyrði að slíkt
tíðkast hvergi annars staðar í
hinum vestræna heimi og er til
háborinnar skammar,“ segir
Páll E. Winkel, framkvæmda-
stjóri Landssambands lögreglu-
manna. Mikill skortur er á fag-
menntuðum lögreglumönnum,
sérstaklega í Reykjavík, og
getur nánast hver sem er sótt
um starf og fengið án þess að
hljóta til þess nokkra menntun.
Þetta gagnrýnir Páll harð-
lega og fullyrðir að slík vinnu-
brögð tíðkist aðeins hérlendis.
Margir þeir sem klári nám við
Lögregluskólann hverfi fljót-
lega til annarra starfa og telur
Páll allnokkrar ástæður fyrir
því. „Lág laun fyrir erfiða vinnu
er líklegast stærsta ástæðan að
mínu mati enda laun lögreglu-
manna skammarlega lág. Önnur
ástæða er eflaust sú að fólk á
misgott með að læra að taka á
því sem fyrir getur komið í
starfinu og það kemur ekki í
ljós fyrr en á reynir. En það er
dapurlegt að vita að ófaglært
fólk starfi sem lögreglumenn
því starfið er afar krefjandi og
það þarf að stunda af mikilli
fagmennsku. Laun lögreglu-
manna þurfa að hækka svo hægt
verði að ráða til starfans mennt-
að fólk sem hefur vilja og metn-
að til að stunda þessi erfiðu
störf.“
Mánaðartekjur lögreglu-
manns á fyrsta ári sem útskrif-
aður er úr lögregluskólanum
eru í dag tæpar 170 þúsund
krónur að meðaltali og laun lög-
reglumanns eftir fimmtán ára
starf eru kringum 250 þúsund
krónur á mánuði. - aöe
LENDA Í ÝMSU Störf lögreglumanna eru
krefjandi andlega og líkamlega en laun
þeirra endurspegla það ekki.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Mikill skortur er á menntuðum lögreglumönnum í Reykjavík:
Ófaglærðir ráðnir til starfa
SKÓLASTARF Vel hefur gengið að
manna heilsdagsskóla í Hafnarfirði
og í Setbergsskóla bíða engin börn
eftir plássi.
Guðríður Óskarsdóttir, skóla-
stjóri Setbergsskóla, segir starfs-
fólk skólans, eins og til dæmis skóla-
liða, starfa við heilsdagsskólann og
að hann sé fullmannaður nú í haust.
„Börn í 1-4 bekk eiga rétt á heils-
dagsvistun og sótt er um fyrir nán-
ast öll börn á þessum aldri,“ segir
Guðríður og bætir við að þetta sé
breyting frá því fyrir nokkrum
árum þegar fleiri börn fóru heim
eftir hefðbundinn skóladag. Sömu
sögu má segja í Kópavogi en þar
greina skólastjórnendur einnig
aukna eftirspurn eftir heilsdags-
vistun fyrir börn.
Samkvæmt upplýsingum Árna
Þórs Hilmarssonar, framkvæmda-
stjóra fræðslusviðs í Kópavogi, er
staðan góð og búið að útvega flest-
um börnum bæjarfélagsins pláss í
heilsdagsvistun. „Enn bíða þó fjór-
tán börn eftir vistun við Snælands-
skóla og þar er verið að auglýsa
eftir starfsfólki.“
Samkvæmt upplýsingum hjá
Akureyrarbæ er nánast búið að
manna allar stöður heilsdagsskóla í
bænum. Einungis 37 prósent barna í
1.-4. bekk eru í heilsdagsvistun á
vegum skólanna og flest þeirra eru í
fyrsta og öðrum bekk. -hs
Mjög vel hefur gengið að manna pláss í heilsdagsskóla í Hafnarfirði og á Akureyri og er enginn á biðlista:
Fleiri börn í heilsdagsvistun en áður
SETBERGSSKÓLI Nær öll börn í 1.-4. bekk skólans eru í heilsdagsvistun.
ÚGANDA, AP Ríkisstjórn Úganda
hefur sammælst við Andspyrnu-
her Drottins um vopnahlé en fylk-
ingarnar hafa borist á banaspjót í
ein nítján ár. Talsmaður stjórnar-
innar sagði viðbúið að Andspyrnu-
herinn tilkynnti um hlé á hernað-
arátökum af sinni hálfu í síðasta
lagi á morgun þriðjudag. Þá tæki
vopnahléð gildi. Ríkisstjórnin
hafði áður hafnað vopnahlésvið-
ræðum, á þeim grundvelli að And-
spyrnuherinn hefði ítrekað brotið
gerða samninga. - kóþ
Eftir 19 ára langt borgarastríð:
Horfur á friði
í Úganda
BANDARÍKIN, AP Ríkisstjóri Alaska,
Frank Murkowski, fær ekki að
bjóða sig fram til starfans á ný.
Flokkssystur- og
bræður hans í
Repúblikana-
flokknum kusu
Söruh Palin, fyrr-
um borgarstýru
Wasilla, með 51
prósenti atkvæða
á þriðjudags-
kvöld.
Murkowski hefur skapað sér
miklar óvinsældir undanfarið og
er hann einn verst látni ríkisstjóri
allra tíma í Alaska. Sást það greini-
lega í þeim 19 prósentum atkvæða
sem hann hlaut í forkosningunum.
Óvinsældirnar hefur hann
bakað sér með umdeildum ákvörð-
unum og meintri auðsveipni við
olíu- og gasfyrirtæki. - smk
Forkosningar í Alaska:
Murkowski tap-
ar fyrir Palin
SARAH PALIN
Breti felldur Breskur hermaður féll og
sjö aðrir særðust í árásum skæruliða í
Afganistan í gær. Tíu meintir uppreisnar-
menn talibana féllu þegar lögregla hrinti
árás á stjórnarbyggingar í Helmand-
héraði.
AFGANISTAN