Fréttablaðið - 28.08.2006, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 28.08.2006, Blaðsíða 15
MÁNUDAGUR 28. ágúst 2006 15 H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA - 7 0 5 0 Halla Tómasdóttir Framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands stýrir fundinum. LEIÐIN AÐ JAFNVÆGI Ingólfur Bender, forstöðumaður Greiningar Glitnis, kynnir spá Greiningar Glitnis um helstu efnahagsstærðir, s.s. vexti, verðbólgu og laun, í umhverfi íslenskra heimila og fyrirtækja 2006–2010. HVERT STEFNIR KRÓNAN? Jón Bjarki Bentsson, hagfræðingur hjá Greiningu Glitnis, kynnir spá Greiningar Glitnis um þróun gengis krónunnar á næstu misserum. HVERT STEFNIR ÍBÚÐAVERÐ? Ingvar Arnarson, hagfræðingur hjá Greiningu Glitnis, kynnir spá Greiningar Glitnis um þróun íbúðaverðs á næstu misserum. FRAMÞRÓUN Á INNLENDUM FJÁRMÁLAMARKAÐI Þórður Már Jóhannesson, fyrrverandi forstjóri Straums-Burðaráss, fjallar um framþróun á innlendum fjármálamarkaði og þróun íslenska bankakerfisins. Skráning fer fram á www.glitnir.is og í þjónustuveri bankans í síma 440 4000. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. FJÁRHAGSLEG VELGENGNI ÞÍN ER OKKAR VERKEFNI Í ÁTT AÐ JAFNVÆGI? Morgunverðarfundur Glitnis þriðjudaginn 29. ágúst kl. 8.15–10.00. HORFUR Í EFNAHAGSMÁLUM Glitnir efnir til opins kynningarfundar um horfur í efnahagsmálum og hvernig þær snerta fyrirtæki og heimili. Fundurinn verður haldinn á Hótel Nordica í sal A/B. MAÓRÍSKIR STRÍÐSMENN Frumbyggjar Nýja-Sjálands voru prýddir andlitshúðflúri við útför drottningar þeirra, á dögunum. Nokkur þúsund frumbyggjar mættu í útförina. ATVINNUMÁL „Ég fullyrði að slíkt tíðkast hvergi annars staðar í hinum vestræna heimi og er til háborinnar skammar,“ segir Páll E. Winkel, framkvæmda- stjóri Landssambands lögreglu- manna. Mikill skortur er á fag- menntuðum lögreglumönnum, sérstaklega í Reykjavík, og getur nánast hver sem er sótt um starf og fengið án þess að hljóta til þess nokkra menntun. Þetta gagnrýnir Páll harð- lega og fullyrðir að slík vinnu- brögð tíðkist aðeins hérlendis. Margir þeir sem klári nám við Lögregluskólann hverfi fljót- lega til annarra starfa og telur Páll allnokkrar ástæður fyrir því. „Lág laun fyrir erfiða vinnu er líklegast stærsta ástæðan að mínu mati enda laun lögreglu- manna skammarlega lág. Önnur ástæða er eflaust sú að fólk á misgott með að læra að taka á því sem fyrir getur komið í starfinu og það kemur ekki í ljós fyrr en á reynir. En það er dapurlegt að vita að ófaglært fólk starfi sem lögreglumenn því starfið er afar krefjandi og það þarf að stunda af mikilli fagmennsku. Laun lögreglu- manna þurfa að hækka svo hægt verði að ráða til starfans mennt- að fólk sem hefur vilja og metn- að til að stunda þessi erfiðu störf.“ Mánaðartekjur lögreglu- manns á fyrsta ári sem útskrif- aður er úr lögregluskólanum eru í dag tæpar 170 þúsund krónur að meðaltali og laun lög- reglumanns eftir fimmtán ára starf eru kringum 250 þúsund krónur á mánuði. - aöe LENDA Í ÝMSU Störf lögreglumanna eru krefjandi andlega og líkamlega en laun þeirra endurspegla það ekki. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Mikill skortur er á menntuðum lögreglumönnum í Reykjavík: Ófaglærðir ráðnir til starfa SKÓLASTARF Vel hefur gengið að manna heilsdagsskóla í Hafnarfirði og í Setbergsskóla bíða engin börn eftir plássi. Guðríður Óskarsdóttir, skóla- stjóri Setbergsskóla, segir starfs- fólk skólans, eins og til dæmis skóla- liða, starfa við heilsdagsskólann og að hann sé fullmannaður nú í haust. „Börn í 1-4 bekk eiga rétt á heils- dagsvistun og sótt er um fyrir nán- ast öll börn á þessum aldri,“ segir Guðríður og bætir við að þetta sé breyting frá því fyrir nokkrum árum þegar fleiri börn fóru heim eftir hefðbundinn skóladag. Sömu sögu má segja í Kópavogi en þar greina skólastjórnendur einnig aukna eftirspurn eftir heilsdags- vistun fyrir börn. Samkvæmt upplýsingum Árna Þórs Hilmarssonar, framkvæmda- stjóra fræðslusviðs í Kópavogi, er staðan góð og búið að útvega flest- um börnum bæjarfélagsins pláss í heilsdagsvistun. „Enn bíða þó fjór- tán börn eftir vistun við Snælands- skóla og þar er verið að auglýsa eftir starfsfólki.“ Samkvæmt upplýsingum hjá Akureyrarbæ er nánast búið að manna allar stöður heilsdagsskóla í bænum. Einungis 37 prósent barna í 1.-4. bekk eru í heilsdagsvistun á vegum skólanna og flest þeirra eru í fyrsta og öðrum bekk. -hs Mjög vel hefur gengið að manna pláss í heilsdagsskóla í Hafnarfirði og á Akureyri og er enginn á biðlista: Fleiri börn í heilsdagsvistun en áður SETBERGSSKÓLI Nær öll börn í 1.-4. bekk skólans eru í heilsdagsvistun. ÚGANDA, AP Ríkisstjórn Úganda hefur sammælst við Andspyrnu- her Drottins um vopnahlé en fylk- ingarnar hafa borist á banaspjót í ein nítján ár. Talsmaður stjórnar- innar sagði viðbúið að Andspyrnu- herinn tilkynnti um hlé á hernað- arátökum af sinni hálfu í síðasta lagi á morgun þriðjudag. Þá tæki vopnahléð gildi. Ríkisstjórnin hafði áður hafnað vopnahlésvið- ræðum, á þeim grundvelli að And- spyrnuherinn hefði ítrekað brotið gerða samninga. - kóþ Eftir 19 ára langt borgarastríð: Horfur á friði í Úganda BANDARÍKIN, AP Ríkisstjóri Alaska, Frank Murkowski, fær ekki að bjóða sig fram til starfans á ný. Flokkssystur- og bræður hans í Repúblikana- flokknum kusu Söruh Palin, fyrr- um borgarstýru Wasilla, með 51 prósenti atkvæða á þriðjudags- kvöld. Murkowski hefur skapað sér miklar óvinsældir undanfarið og er hann einn verst látni ríkisstjóri allra tíma í Alaska. Sást það greini- lega í þeim 19 prósentum atkvæða sem hann hlaut í forkosningunum. Óvinsældirnar hefur hann bakað sér með umdeildum ákvörð- unum og meintri auðsveipni við olíu- og gasfyrirtæki. - smk Forkosningar í Alaska: Murkowski tap- ar fyrir Palin SARAH PALIN Breti felldur Breskur hermaður féll og sjö aðrir særðust í árásum skæruliða í Afganistan í gær. Tíu meintir uppreisnar- menn talibana féllu þegar lögregla hrinti árás á stjórnarbyggingar í Helmand- héraði. AFGANISTAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.