Fréttablaðið - 28.08.2006, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 28.08.2006, Blaðsíða 4
4 28. ágúst 2006 MÁNUDAGUR GENGIÐ GENGI GJALDMIÐLA 25.8.2006 Bandaríkjadalur 69,91 70,25 Sterlingspund 132,16 132,80 Evra 89,26 89,76 Dönsk króna 11,962 12,032 Norsk króna 11,006 11,126 Sænsk króna 9,682 9,738 Japanskt jen 0,5963 0,5997 SDR 103,65 104,27 HEIMILD: Seðlabanki Íslands KAUP SALA 123,3903 Gengisvísitala krónunnar SKOÐANAKÖNNUN Um 68 prósent svarenda í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins vilja annað stjórn- arsamstarf en núverandi stjórnarflokka eftir næstu kosn- ingar. Tæpur þriðjungur aðspurðra vill Sjálfstæðisflokk og Fram- sóknarflokk áfram í ríkisstjórn, en það er um 19 prósentustigum minna en samanlagt fylgi þessara tveggja flokka samkvæmt könnun blaðsins sem birt var í gær. Þá sögðust 10,7 prósent myndu kjósa Framsóknarflokkinn ef boðað yrði til kosninga nú, en 39.8 prósent sögðust myndu kjósa Sjálfstæðis- flokkinn. Mun fleiri karlar en konur vilja áframhaldandi samstarf ríkis- stjórnarflokkanna eftir næstu kosningar. 37,6 prósent karla sögð- ust helst vilja slíkt ríkisstjórnar- samstarf, en 25,3 prósent kvenna. Þá líst íbúum á landsbyggðinni betur á áframhaldandi samstarfi Sjálfstæðisflokks og Framsóknar- flokks en íbúum höfuðborgar- svæðisins. 36,0 prósent íbúa á landsbyggðinni vilja slíkt meiri- hlutasamstarf, en 30,1 prósent íbúa á höfuðborgarsvæðinu. Svör dreifðust aðallega á sex mögu- leika: meirihlutasamstarf Sjálf- stæðisflokks og Framsóknar- flokks; Frjálslynda flokksins, Samfylkingar og Vinstri grænna; Sjálfstæðisflokks og Samfylking- ar; Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna; Framsóknarflokks, Sam- fylkingar og Vinstri grænna og samstarf Samfylkingar og Vinstri grænna. Þá voru um tíu prósent sem vildu aðra möguleika í ríkis- stjórnarsamstarfi. Meðal þeirra voru nokkrir sem vildu meirihluta- stjórn eins flokks. Af þessum val- kostum nefndu flestir áframhald- andi samstarf núverandi ríkisstjórnarflokka. Tæplega 15 prósent vilja að núverandi stjórnarandstöðuflokk- ar myndi ríkisstjórn eftir næstu kosningar, en samanlagt fylgi þeirra flokka í könnun blaðsins í gær var 48,9 prósent. Aðeins fleiri konur en karlar vilja ríkisstjórn núverandi stjórn- arandstöðuflokka, eða 18,4 prósent kvenna og 11,8 prósent karla. Um 36 prósent svarenda sögð- ust vilja vinstri stjórn eftir næstu kosningar, myndaða af bæði Sam- fylkingu og Vinstri grænum og mögulega Framsóknarflokki eða Frjálslynda flokknum. Þar af vildu tæplega 15 prósent meirihluta- samstarf með Frjálslynda flokkn- um. Rúmlega sex prósent vildu samstarf með Framsóknarflokkn- um, en 15 prósent vildi ríkisstjórn sem í væru einungis þessir tveir flokkar. Mun fleiri konur en karlar sögðust vilja Samfylkingu og Vinstri græn í ríkisstjórn, ýmist þá tvo flokka eða með þriðja flokknum. 27,7 prósent karla sögð- ust vilja slíka vinstri stjórn eftir kosningar, en 46,1 prósent kvenna. Þá eru mun fleiri á höfuðborg- arsvæðinu sem vilja vinstri stjórn eftir næstu kosningar en íbúar á landsbyggðinni. 39,3 prósent íbúa á höfðuðborgarsvæðinu sögðust vilja ríkisstjórn eftir næstu kosn- ingar sem innihéldi bæði Samfylk- ingu og Vinstri græn. Þar af vildu 15,8 prósent samstarf við Frjáls- lynda flokkinn. 5,1 prósent vildi samstarf við Framsóknarflokkinn og 18,4 prósent vildu að einungis Samfylking og Vinstri græn mynd- uðu stjórn. 29,6 prósent íbúa á landsbyggð- inni sögðust vilja vinstri stjórn með samstarfi Samfylkingar og Vinstri grænna. Þar af vildu 12,8 prósent að Frjálslyndi flokkurinn væri jafnframt í stjórn, 8,1 pró- sent vildi einnig hafa Framsóknar- flokkinn í stjórn en 8,7 prósent sögðust vilja tveggja flokka stjórn Samfylkingar og Vinstri grænna. Tæp 22 prósent svarenda segj- ast vilja blöndu af hægri og vinstri flokkum í næstu ríkisstjórn. Þar af segjast 12,3 prósent vilja ríkis- stjórnarsamstarf Sjálfstæðis- flokks og Samfylkingar og 9,2 pró- sent vilja samstarf Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna. Mjög lítill munur er á afstöðu til þessara kosta eftir kyni eða búsetu. Hringt var í 800 kjósendur laug- ardaginn 26. ágúst og skiptust svarendur jafnt eftir kyni og hlut- fallslega eftir kjördæmum. Spurt var; Eftir næstu kosningar, hvaða stjórnmálaflokkar vilt þú að myndi næstu ríkisstjórn? 61,0 prósent svarenda tók afstöðu til spurning- arinnar. svanborg@frettabladid.is 68 prósent vilja aðra stjórn Flestir, eða tæplega 36 prósent, vilja vinstri stjórn eftir næstu kosningar, samkvæmt nýrri könnun Frétta- blaðsins. Rúm 32 prósent vilja hægri stjórn en rúmlega 22 prósent vilja samstarf hægri og vinstri afla. HVAÐA STJÓRNMÁLAFLOKKA VILT ÞÚ AÐ MYNDI RÍKISSTJÓRN EFTIR NÆSTU KOSNINGAR? Samkvæmt skoðana- könnun Fréttablaðsins 26. ágúst 2006 32,2% 14,8% 12,3% 9,2% ANNAÐ 10,5% 15,0% 6,1% NÆSTA RÍKISSTJÓRN Hægri stjórn, vinstri stjórn eða blönduð stjórn Samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins 26. ágúst 2006. Hægri stjórn (D+B) Vinstri stjórn (S+V+?) Blönduð stjórn (D+S eða D+V) Annað 32,2% 35,9% 21,5% 10,5% HEILBRIGÐISMÁL Niðurrif á húsnæði Lýsis við Grandaveg er langt á veg komið og til stendur að bjóða út byggingu hjúkrunarheimilis fyrir aldraða með níutíu rýmum fyrir Reykvíkinga og Seltirninga. Jónmundur Guðmarsson, bæj- arstjóri á Seltjarnaresi, segir að sóst verði eftir því hjá heilbrigðis- ráðuneytinu að framkvæmdinni verði flýtt. „Hugmyndin var sú að hjúkrunarheimilið yrði tekið í notkun snemma árs 2009. Við vilj- um flýta verkinu, ef hægt er,“ segir Jónmundur. Seltjarnarnes- bær á lóðina og mun fá um þrjátíu af hjúkrunarrýmunum til sinna afnota. Telur Jónmundur að það muni uppfylla framtíðarþörf bæj- arins fyrir hjúkrunarrými. - sgj Bæjarstjóri á Seltjarnarnesi: Vill flýta bygg- ingu á Lýsisreit NIÐURRIF LÝSISHÚSSINS Í stað hússins mun rísa hjúkrunarheimili með níutíu hjúkrunarrýmum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Sundlaugarpartí Lögregla fékk tilkynningu um þrjú leytið í fyrrinótt, að hópur fólks væri að skemmta sér í Breiðholtssundlaug. Þegar lögregla kom á vettvang voru um fimmtán manns í lauginni og flúðu margir þeirra þegar lögregla mætti. Þrír þeirra hreyfðu sig aftur á móti hvergi og neituðu að koma sér upp úr lauginni. Þeir voru að lokum handteknir og færðir í fangageymslur. LÖGREGLUFRÉTTIR Geimferjuskoti seinkað Allt benti til þess í gær að áformuðu geimskoti geimferjunnar Atlantis frá Kanaveralhöfða á Flórída á morgun yrði seinkað fram í næstu viku vegna fellibyljarins Ernesto sem nálgast strendur Flórída. BANDARÍKIN LÖGREGLUMÁL Aðfaranótt sunnu- dags stöðvaði lögreglan í Reykja- vík níu ökumenn sem eru grunaðir um ölvun við akstur. Þar af var einn fimmtán ára ökumaður sem lögregla stöðvaði í austurhluta Reykjavíkur um níuleytið um morguninn. Drengurinn stal bifreið frá for- eldrum sínum og ákvað að fara í ökuferð eftir að hafa setið að sumbli. Drengurinn var stöðvaður af lögreglu við eftirlit og vegna aldurs var foreldrum hans gert viðvart til að vera viðstaddir skýrslutöku. Lögregla kýs að tjá sig ekki um viðbrögð foreldranna. - æþe Fimmtán ára ökumaður: Tekinn fullur á bíl foreldranna SKOÐANAKÖNNUN Greinilegt er að hópur kjósenda Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks vill ekki halda áfram með ríkisstjórnarsamstarfið. Þetta les Baldur Þórhallsson stjórn- málafræðingur úr skoðanakönnun Fréttablaðsins sem birtist í blaðinu í dag. „Það vekur strax athygli að 32,2 prósent vilja stjórnarsamstarf rík- isstjórnarflokkanna sem er langt frá því fylgi sem flokkarnir fengu samanlagt í þessari skoðanakönn- un,“ segir Baldur sem bætir við að greinilegt sé að þó nokkur hópur úr öðrum hvorum flokknum, eða báðum, vilji leita á önnur mið í stjórnarsamstarfi. Baldur segir einnig að veki athygli að ekki fleiri en 14,8 prósent skuli nefna stjórnarandstöðuna sem besta kostinn í ríkisstjórnarsam- starfi, „Stjórnarandstaðan þarf að gera mun betur til þess að fella rík- isstjórnina í kosningunum. Sjálf- stæðisflokkurinn stendur mjög vel að vígi,“ segir Baldur og vísar í nið- urstöður skoðanakönnunarinnar í gær og það að 53,7 prósent þeirra sem tóku afstöðu í könnuninni vildu að Sjálfstæðisflokkurinn kæmi að ríkisstjórnarsamastarfi. 48,2 prósent þeirra sem tóku afstöðu vilja að Samfylkingin taki þátt í ríkisstjórnarsamstarfi. „Þetta endurspeglar þessar tvær blokkir, annars vegar hægri blokkina og vinstri blokkina, sem eru tvær nokkuð jafnar blokkir sem takast á,“ segir Baldur Þórhallsson. - at Kjósendur Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks vilja nýtt stjórnarsamstarf: Hópur sem vill á önnur mið BALDUR ÞÓRHALLSSON STJÓRNMÁLA- FRÆÐINGUR Segir niðurstöður skoðana- könnunarinnar endurspegla tvær blokkir á sviði stjórnmálanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.