Fréttablaðið - 28.08.2006, Blaðsíða 62
28. ágúst 2006 MÁNUDAGUR22
timamot@frettabladid.is
Útfararþjónustan ehf.
Stofnað 1990
Þegar andlát ber að
Síðastliðin 15 ár höfum við feðgar
aðstoðað við undirbúning útfara.
Alhliða útfararþjónusta
Símar: 567 9110,
893 8638 og 897 3020
Rúnar
Geirmundsson
Sigurður
Rúnarsson
Elís
Rúnarsson
Maðurinn minn, faðir, tengadfaðir og afi,
Garðar Pétur Ingjaldsson
fyrrverandi iðnkennari, Valagili 11
Akureyri
lést föstudaginn 18. ágúst á Fjórðungssjúkrahúsi
Akureyrar. Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju
miðvikudaginn 30. ágúst kl. 13:30. Blóm og kransar
afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hins látna láti
Fjórðungssjúkrahús Akureyrar njóta þess.
Svava Svavarsdóttir
Steindór Helgason Lára Þorvaldsdótir
Andri Steindórsson
��������������������������������������
����������������������������
����� �������� ������
����� ������������������������
���������������������������������� �����������
����������������������������������
�������������������� ������������������
��������������������
����������� ������������� ������������������
����������������������
Á þessum degi árið 1963 lýsti
blökkumannaleiðtoginn Martin
Luther King draumi sínum um
betri veröld í sögufrægri ræðu
sem hann hélt við minnisvarða
Lincolns í Washington. 250.000
manns hlýddu á orð mannrétt-
indafrömuðarins en orðin sem
hann lét falla við þetta tækifæri
eru ódauðleg og bergmála enn
um allan heim.
„Ég á mér draum,“ sagði séra
King. „Ég á mér draum um að
börnin mín fjögur muni dag einn
búa í landi þar sem þau eru ekki
dæmd af litarhætti sínum heldur
persónuleika.“ King hét því að
baráttan fyrir jafnrétti myndi halda
áfram þar til réttlætið myndi sigrast
á reglugerðum og kynþáttahatri
hvítra manna.
King vakti fyrst athygli árið 1955
þegar hann stóð fyrir 382 daga
mótmælum gegn kynþáttaaðskiln-
aði í strætisvögnum. Þau mótmæli,
sem og önnur sem hann stóð fyrir,
voru ávallt friðsamleg. King þurfti
margoft að þola ýmiss konar hótanir
og ofbeldi vegna skoðana sinna.
Þar á meðal var gerð sprengjuárás á
heimili hans.
Tæpu ári eftir að King flutti ræðuna
sögufrægu í Washington, eða árið
1964, hlaut hann friðarverðlaun
Nóbels. Fjórum árum síðar var King
skotinn til bana í borginni Memphis.
ÞETTA GERÐIST 28. ÁGÚST
Draumur um betri heim
MERKISATBURÐIR
1818 Landsbókasafn Íslands er
stofnað. Það hét upphaf-
lega Íslands Stiftisbókasafn.
1910 Vígslubiskupar eru vígðir í
fyrsta sinn á Íslandi.
1967 Tólf manna áhöfn Stíganda
frá Ólafsfirði finnst heil á
húfi eftir að hafa verið í
björgunarbátum á fimmta
sólarhring.
1981 Hallgrímur Marinósson
lýkur við að bakka hring-
veginn til styrktar Þroska-
hjálp. Ferðin tók tvær vikur.
1986 Bylgjan hefur útsendingar.
Hún var fyrsta útvarps-
stöðin í einkaeign eftir að
einkaréttur Ríkisútvarpsins
var afnuminn.
1996 Skilnaður Karls prins og
Díönu prinsessu gengur í
gegn.
JASON PRIESTLEY FÆDDIST ÞENNAN
DAG ÁRIÐ 1969
„Mér finnst það frábært að
við séum komin á það stig
að samkymhneigð sé
viðurkennd. Ég held að
ekkert samfélag hafi átt í
jafn miklum erfiðleikum
með þetta og Bandaríkin.“
Jason Priestley er ekki síður
meðvitaður en Brandon sem hann lék í
Beverly Hills 90210.
Útvarpsstöðin Bylgjan er
tvítug í dag. Undanfarna
daga hefur stöðin haldið upp
á afmælið með pompi og
prakt. Gamlir starfsmenn
stöðvarinnar hafa meðal
annars hreiðrað um sig fyrir
framan hljóðnemann á nýjan
leik og í dag mun Páll Þor-
steinsson, fyrsti dagskrár-
stjóri stöðvarinnar og síðar
útvarpsstjóri, slást í þeirra
hóp.
Páll hóf störf hjá Ríkisút-
varpinu árið 1980 og vann á
Rás 2 frá stofnun hennar.
Árið 1986 gekk hann til liðs
við Íslenska útvarpsfélagið
og tók þátt í stofnun Bylgj-
unnar.
„Þetta var skemmtilegur
tími og mikið ævintýri.
Bylgjan var fyrsta einka-
rekna útvarpsstöðin í 50 ár
en það gleymist oft í þessu
samhengi að sú fyrsta var
stofnuð árið 1926 af einka-
aðilum,“ segir Páll.
Aðspurður segist hann
alveg hafa átt von á því að
Bylgjan myndi halda velli
eins lengi og raun ber vitni.
„Það var svo mikil uppsöfn-
un búin að vera og mikil eft-
irspurn sem var verið að
sinna. Það hvarflaði aldrei
að mér annað en að þetta
yrði langlíft og farsælt,“
segir hann. „Það var langt
seilst því margir höfðu van-
trú á að það væri hægt að
vera með útvarp í einka-
rekstri. Okkur var mikið í
mun að sýna fram á að við
gætum gert það sem RÚV
var að gera og jafnvel betur.
Dagskráin var nokkuð flók-
in fyrst og öllu tjaldað til,
bara til að sýna að við gætum
þetta líka. Þetta var mikill
rekstur strax í upphafi.“
Páll hlakkar mikið til að
setjast við hljóðnemann í
dag. „Það eru orðin fimmtán
ár síðan ég hætti í útvarpi
en útvarpið kitlar mig alltaf
því þetta er alveg frábær
miðill og hann hefur haldið
velli þótt nýir miðlar hafi
komið til eins og aukið sjón-
varp og netið. Útvarpið
stendur alltaf fyrir sínu,“
segir Páll, sem er einn af
eigendum almannatengsla-
fyrirtækisins Inntaks.
freyr@frettabladid.is
BYLGJAN 20 ÁRA: PÁLL ÞORSTEINSSON FYRSTI DAGSKRÁRSTJÓRINN
Mikið ævintýri í útvarpinu
PÁLL ÞORSTEINSSON
Páll tók þátt í stofnun Bylgjunnar
þann 28. ágúst árið 1986.
FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
AFMÆLI
Hjördís Hákonar-
dóttir hæstaréttar-
dómari er 62 ára.
Magnús Þór Sig-
mundsson tónlistar-
maður er 58 ára.
Örlygur Hnefill
Jónsson lögmaður
og varaþingmaður er
53 ára.
Björgólfur Jóhanns-
son forstjóri Iceland-
ic Group er 51 árs.
Hjálmar Hjálmars-
son leikari er 43 ára.
JARÐARFARIR
13.00 Oddný Sigbjörnsdóttir,
Álfheimum 30, Reykjavík,
verður jarðsungin frá Lang-
holtskirkju.
13.00 Birna Fjóla Valdimars-
dóttir, Rauðagerði 35,
Reykjavík, verður jarðsungin
frá Bústaðakirkju.
13.00 Magnús Jónsson, Jökul-
grunni 6, Reykjavík, verður
jarðsunginn frá Áskirkju.
13.30 Höskuldur Kristjánsson
verður jarðsunginn frá
Höfðakapellu á Akureyri.
14.00 Guðmundur Adam Ómars-
son, Heiðarbraut 9, Sand-
gerði, verður jarðsunginn frá
safnaðarheimilinu Sandgerði.
„Við erum ekki búin að dag-
setja það en þetta er á stefnu-
skránni hjá okkur,“ svarar
Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri
í Hafnarfirði, þegar hann er
inntur eftir því hvort til
standi að rífa Dvergshúsið
svokallaða við Lækjargötu.
Húsið hefur lengi verið þyrn-
ir í augum bæjarbúa þar sem
það gnæfir yfir öllum þeim
gömlu timburhúsum og fal-
legu nýbyggingum sem eru í
miðbæ bæjarins. „Þetta er
eitt mesta skipulagsslys sem
orðið hefur í bænum,“ viður-
kennir Lúðvík, en húsið var
byggt á sjöunda áratugnum
og hefur að undanförnu verið
notað undir kennslu Flens-
borgarskólans sem vígði í
gær glænýtt húsnæði og þarf
því ekki að notast lengur við
húsið.
Dvergshúsið er því annar
stóri „steypuklumpurinn“,
eins og bæjarbúar orða það,
sem hverfur á vit feðra sinna
því ekki er langt síðan Bæj-
arútgerðin hvarf af sjónar-
sviðinu þegar byrjað var að
rýma fyrir nýrri byggð á
Norðurbakkanum. „Þetta
eru hús sem hafa þjónað
sínum tilgangi,“ segir Lúð-
vík en reikna má með að
Hafnfirðingar eigi ekki
eftir að sakna þessara
húsa mikið þegar fram
líða stundir.
Þó að enn sé ekki
búið að ákveða neinn
tíma hafa þegar komið fram
nokkrar hugmyndir um hvað
eigi að rísa í staðinn. Ein-
hverjir hafa viljað sjá gamla
Dvergshúsið endurreist en
öðrum þykir það prýðisgóð
hugmynd að tengja notkun á
nýju húsi við tónlistarskól-
ann sem þarna er í grennd
enda hafa margar ungar
hljómsveitir haft aðgang að
æfingahúsnæði í húsinu.
„Þetta er mjög viðkvæmur
staður og nálægt mikilli
umferðargötu en við viljum
helst halda samkeppni um
hvað koma skal,“ segir Lúð-
vík. -fgg
Skipulagsslys fjarlægt í Hafnarfirði
LÚÐVÍK GEIRSSON Viðurkennir að
Dvergshúsið sé eitt mesta skipu-
lagsslys sem hafi orðið í bænum.
DVERGSHÚSIÐ Hefur lengi verið þyrnir í augum bæjarbúa þar sem það gnæfir yfir fallegum
byggingum í miðbænum.