Fréttablaðið - 06.09.2006, Síða 50
Fischer Partners var stofnað árið
1984 í Stokkhólmi og var upphaf-
lega ætlað að selja útlendingum
sænsk verðbréf. Karl Otto Eidem
segir Fischer Partners hafa verið
brautryðjanda á þessu sviði.
„Á þessum tíma var mjög lítið
um erlenda fjárfesta í Svíþjóð
og Fischer því nánast einráðir á
markaðnum fyrst um sinn. Þetta
gekk mjög vel og önnur sænsk
verðbréfafyrirtæki fylgdu í kjöl-
farið. Í dag er mikið af erlend-
um fjárfestum, bæði í Svíþjóð og
Noregi.“
Fischer Partners er nú
fimmti stærsti hlutabréfa-
miðlarinn í norrænu kauphöll-
unum með 5,1 prósent af sam-
anlagðri veltu og er aðili að
kauphöllunum í Stokkhólmi,
Helsinki, Ósló, Kaupmannahöfn
og Eystrasaltslöndunum, auk
afleiðumarkaðarins Eurex í
Þýskalandi. Fyrirtækið er með
skrifstofur í Stokkhólmi og Ósló.
Eidem segir sænskan verð-
bréfamarkað mjög skiptan og að
sérhæfing sé mikil; sum fyrir-
tæki einblíni á innlenda fjárfesta
meðan önnur þjónusti útlendinga.
Þannig komi áttatíu til níutíu
prósent allra viðskipta Fischer
Partners í Svíþjóð að utan. Fischer
er í dag með tæplega 5,5 prósenta
markaðshlutdeild í Svíþjóð, þá
fjórðu mestu. „Svíþjóð er okkar
stærsti markaður. Hraðasti vöxt-
urinn hefur hins vegar verið í
Noregi.“
Eidem vill þó ekki meina að
með kaupum Glitnis á Fischer
hafi fylgt meiri áhersla á norsk-
an markað, þar sem stór hluti af
starfsemi Glitnis fer fram. Hann
segir hátt olíuverð og mikla veltu
á norska markaðnum leiða kúnn-
ana þangað. „Norski markaðurinn
hefur gefið góða ávöxtun á undan-
förnum misserum. Við fylgjum í
rauninni bara kúnnanum, ef hann
vill til Noregs förum við þangað.“
Eidem segir þess gæta í vax-
andi mæli að talað sé um sam-
norrænan markað. Fjárfestar
skilgreini markaði nú frekar
eftir svæðum en einstökum lönd-
um. Þannig sé gjarnan vísað til
Norðurlandanna sem eins mark-
aðssvæðis og Eystrasaltsríkjanna
sem annars. „Með kaupunum á
Fischer Partners varð Glitnir
alvöru þátttakandi á þessum sam-
norræna verðbréfamarkaði. Ég
held að Glitnir hafi verið í þrí-
tugasta sæti á Norðurlöndunum
hvað varðar markaðshlutdeild
fyrir kaupin á Fischer, en er í dag
númer fimm.“
ÞJÓNUSTA EKKI ÞJÓÐERNI
Nafnbreyting Glitnis fyrr á árinu
vakti talsverða athygli, enda
Íslandsbankanafnið rótgróið í
vitund Íslendinga. Eidem telur
þó ekki að nafnið og tengslin við
Ísland hafi verið bankanum fjöt-
ur um fót erlendis. Hann telur
þó hafa sýnt sig að betra sé að
hafa nafn sem ekki er beintengt
við land eða þjóð og bendir á að
Glitnir hafi breytt nafni Norse
Securities í Glitnir Securities
eftir kaup á fyrirtækinu.
Glitnir sé þannig alls ekki að
slíta öll tengsl við heimalandið og
upprunann. „Viðskiptavinirnir
horfa fyrst og fremst á þjónust-
una sem við veitum. Glitnisnafnið
gefur okkur þó einstakt tæki-
færi á að byggja upp nýtt og
spennandi vörumerki.“
Í kjölfarið berst talið að
Óslóarmaraþoninu sem Glitnir
styrkir næstu árin. Eidem
segir það einmitt lið í því að
festa vörumerki Glitnis í vit-
und Norðmanna. „Glitnismerkið
er vissulega þekkt á ákveðnum
sviðum í Noregi en er ekki enn
í almannavitund, ef svo má að
orði komast. Ég held að með
því að styrkja Óslóarmaraþonið
fáum við jákvæða umfjöllun og
þar með auglýsingu. Síðan virð-
ast Norðmenn vera að fá áhuga á
víðavangshlaupum á ný.“
Eidem segist heldur ekki telja
að neikvæð umræða um íslenskt
viðskiptalíf hafi haft teljan-
leg áhrif á starfsemi Fischer
Partners. „Viðskiptavinir okkar
sáu strax að um traustan kaup-
anda var að ræða með gott láns-
hæfismat. Svo lengi sem kúnnar
okkar fá þá þjónustu sem þeir
eru vanir spyrja þeir einskis.
Þetta eru fagmenn sem stjórnast
af beinhörðum staðreyndum.“
Karl Otto Eidem er þaulvan-
ur að vinna með Íslendingum
og segir reynslu sína mjög
jákvæða. Íslendingarnir séu
gjarnan ungir, jákvæðir, opnir
fyrir hugmyndum og fljótir að
vinna. Hann segir fjármálaum-
hverfið í Svíþjóð fremur íhalds-
samt. „Menn kynnu kannski að
búast við einhverju menning-
arsjokki þegar Íslendingarnir
mæta til Svíþjóðar. Ég hef ekki
orðið var við það en það kann
að vera vegna þess að Fischer
hefur alltaf verið talið mjög
framsækið fyrirtæki á sænskan
mælikvarða.“
Eidem segir heldur ekkert sem
bendir til þess að Glitnismenn
falli undir þá mynd sem erlendir
fjölmiðlar, þá sérstaklega dansk-
ir, hafa dregið upp af hinum
dæmigerða íslenska fjárfesti.
„Ég hef ekki orðið var við að
menn fari of geyst. Norski bank-
inn BN Bank sem Glitnir keypti
í fyrra hefur raunar ávallt verið
álitinn fremur íhaldssamur banki
með rótgróinn viðskiptagrunn.
Glitnir hefur vaxið jafnt og þétt
og gerir það vonandi áfram.“
6. SEPTEMBER 2006 MIÐVIKUDAGUR16 MARKAÐURINN
F Y R I R T Æ K I
Stórir á samnorrænum verðbréfamarkaði
Glitnir keypti á vordögum sænska verðbréfafyrirtækið Fischer Partners. Fyrirtækið er nú fimmti stærsti hlutabréfamiðlari á
Norðurlöndum. Karl Otto Eidem, starfandi framkvæmdastjóri Fischer, var staddur hér á landi á dögunum og spjallaði við Jón
Skaftason. Karl Otto telur neikvæða umfjöllun um íslenskt efnahagslíf ekki hafa haft áhrif á starfsemi Fischer og segir Glitni
hafa einstakt tækifæri á að byggja upp nýtt og spennandi vörumerki á Norðurlöndum.
KARL OTTO EIDEM, FRAMKVÆMDASTJÓRI FISCHER PARTNERS Eidem segir nú
tíðkast í auknum mæli að tala um markaðssvæði fremur en einstök lönd. Með kaupunum á
Fischer hafi Glitnir þannig orðið alvöru þátttakandi á samnorrænum verðbréfamarkaði. „Ég
held að Glitnir hafi verið í þrítugasta sæti á Norðurlöndunum hvað varðar markaðshlutdeild
fyrir kaupin á Fischer, en er í dag númer fimm.” FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR
„Viðskiptavinir okkar sáu strax að um traustan kaupanda var að ræða
með gott lánshæfismat. Svo lengi sem kúnnar okkar fá þá þjónustu sem
þeir eru vanir spyrja þeir einskis. Þetta eru fagmenn sem stjórnast af
beinhörðum staðreyndum.“
Vantar diskapláss?
Þessi er 2 Terabyte og stækkanleg í 42 !
Tölvuþjónustan SecurStore - 575 9200
Hitachi Tagmastore WMS100 iSCSI
- Single Controller
- 2 x 2 ISCSI interfaces með 2 GigE ports.
- 2 TB SATA diskar (4 x 500 GB) stækkanleg í 42 Tb
- 512 MB Cache
- 12 mánaða viðhaldssamningur
iSCSI sameinar tvo samkiptastaðla (SCSI og
TCP/IP) sem gerir þér kleift að tengja diskastæður við
netkerfi þitt á einfaldan og hagkvæman hátt og nýta þar
með núverandi fjáfestingu í netkerfi fyrirtækisins betur.
Hitachi Data Systems hafa undanfarin
ár verið leiðandi framleiðandi á diska-
stæðum fyrir stórfyrirtæki. Nú hefur
fyrirtækið einbeitt sér að lausnum
fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki sem
sameina háþróaða tækni, stækkanleika,
hátt þjónustustig og gott verð.
Afhendingartími á lausnum frá Hitachi
er mjög skammur (oftast innan við
vika) og 12 mánaða viðhaldssamningur
er alltaf innifalinn.
HDS framleiðir diskastæður sem
henta öllum stærðum fyrirtækja.
Nánari upplýsingar eru á:
www.hds.com eða í síma
575 9200.
Verð
833.222*
m.vsk
* Verð sem
m
iðast við gengi D
KK þann 24.08.06.
Athugið að 19" skápur sem
sýndur er á m
ynd er ekki innifalinn í verði.