Fréttablaðið - 06.09.2006, Page 82
38 6. september 2006 MIÐVIKUDAGUR
FÓTBOLTI Í gær voru veittar viður-
kenningar fyrir umferðir 8-14 í
Landsbankadeild kvenna; síðari
hluta Íslandsmótsins. Lið umferð-
anna var valið og einnig voru veitt-
ar viðurkenningar fyrir leikmann
umferða 8-14, þjálfara umferða 8-
14 og stuðningsmannaverðlaun
umferða 8-14.
Lið umferða 8-14 er þannig
skipað: Í markinu er Guðbjörg
Gunnarsdóttir (Val). Varnarmenn
eru Ásta Árnadóttir (Val), Guð-
laug Jónsdóttir (Breiðabliki),
Guðný B. Óðinsdóttir (Val) og
Ólína G. Viðarsdóttir (Breiða-
bliki). Miðjumenn eru Erna B. Sig-
urðardóttir (Breiðabliki), Fjóla
Dröfn Friðriksdóttir (KR), Hólm-
fríður Magnúsdóttir (KR) og Katr-
ín Ómarsdóttir (KR). Framherjar
eru Margrét Lára Viðarsdóttir
(Val) og Nína Ósk Kristinsdóttir
(Keflavík).
Margrét Lára Viðarsdóttir var
valin leikmaður umferðanna og er
vel að þeirri viðurkenningu komin.
„Þetta er alveg frábært. Ég hef
aldrei fengið þessa viðurkenn-
ingu,“ sagði Margrét Lára. Mar-
grét Lára setti markamet í sumar
en hún skoraði 35 mörk í deildinni
og hefur átt frábært sumar með
Val. En er Margrét á leið út í
atvinnumennsku?
„Já, ég ætla að reyna að fara út
í haust. Ég held að það sé bara
nauðsynlegt fyrir mig sjálfa að
komast út og spila í sterkari deild
þar sem maður fær kannski að
finna meira fyrir því. Ég held að
það sé nauðsynlegt fyrir mig og
líka íslenska landsliðið. Ég er rosa-
lega spennt að geta farið að skoða
mín mál,“ sagði Margrét Lára.
Bikarúrslitaleikurinn er um næstu
helgi þegar Valur mætir Breiða-
bliki og menn eru greinilega með
hugann við það. „Við þurfum bara
að fara að koma okkur niður á
jörðina. Það eru allir leikmenn
klárir á því að við ætlum að vinna
leikinn á laugardaginn og það
tekst ekki með einhverri 90 pró-
senta getu, við þurfum að vera 100
prósent klárar í verkefnið,“ sagði
Margrét Lára Viðarsdóttir.
Elísabet Gunnarsdóttir, þjálf-
ari Vals, var valin þjálfari síðari
hluta Íslandsmótsins. „Það er allt-
af gaman að fá viðurkenningu.
Árangurinn hefur verið mjög
góður hjá liðinu og það að einhver
úr liðinu fái viðurkenningu er bara
gott fyrir alla,“ sagði Elísabet.
Hún sagði að undirbúningur fyrir
bikarleikinn væri nokkuð hefð-
bundinn.
„Við ætlum að vera eitthvað
saman á föstudaginn og laugar-
dagsmorguninn en fólk sefur bara
heima hjá sér,“ sagði Elísabet
Gunnarsdóttir.
Ólína G. Viðarsdóttir var ánægð
með viðurkenninguna. „Það er
alltaf gaman að fá viðurkenningu
fyrir það sem maður er að gera ef
maður er að leggja sig fram,“
sagði Ólína. Hún bætti því líka við
Breiðablik stefndi á að ná fram
hefndum gegn Val í bikarúrslitun-
um um næstu helgi. „Það er ekk-
ert annað en sigur sem kemur til
greina í úrslitaleiknum. Báðir leik-
ir liðanna í sumar hafa verið
hörkuleikir, Valur unnið einn og
Breiðablik einn. Þetta verður mjög
spennandi leikur,“ sagði Ólína G.
Viðardóttir, fyrirliði Breiðabliks.
dagur@frettabladid.is
Það er nauðsynlegt að komast út
Margrét Lára Viðarsdóttir var valin besti leikmaður umferða 8-14 í Landsbankadeild kvenna í knattspyrnu.
Elísabet Gunnarsdóttir var valin þjálfari umferðanna og stuðningsmenn Vals fengu einnig verðlaun.
LIÐ UMFERÐA 8-14 Efri röð frá vinstri: Katrín Ómarsdóttir, Guðbjörg Gunnarsdóttir,
Guðlaug Jónsdóttir, Nína Ósk Kristinsdóttir, Ólína Guðrún Viðarsdóttir, Elísabet
Gunnarsdóttir. Neðri röð frá vinstri: Guðný Björk Óðinsdóttir, Fjóla Dröfn Friðriksdótt-
ir, Margrét Lára Viðarsdóttir, Ásta Árnadóttir, Erna Björk Sigurðardóttir. Á myndina
vantar Hólmfríði Magnúsdóttur. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
DROTTNINGIN Margrét Lára Viðarsdóttir er drottningin í íslenskri kvennaknattspyrnu í
dag og hefur verið best allra leikmanna í deildinni í sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
KÖRFUBOLTI Ísland mætir í dag
Finnum í fyrsta leik liðsins í B-
deild Evrópukeppninnar í körfu-
bolta. Finnar hafa á að skipa
sterku liði og sigruðu t.d. Austur-
ríkismenn með 27 stiga mun á
heimavelli um síðustu helgi. Það
er því ljóst að íslenska liðið þarf
að taka á honum stóra sínum í
kvöld og þar kemur stuðningur
áhorfenda inn í.
Jón Arnór Stefánsson býst við
mjög erfiðum leik.
„Það er mjög góð stemning í
hópnum og vonandi fáum við
góðan stuðning, það skapar meiri
stemningu hjá okkur. Ég held að
það sé okkar möguleiki á að vinna
leikinn. Það er rosalega mikilvægt
fyrir íslenskt landslið, svona litla
þjóð, að skapa mikla stemningu,
hafa gaman af þessu og berjast
alveg eins og ljón. Þá getur allt
gerst. Þeir eru kannski með meiri
hæfileika en við og meiri hæð
þannig að þessi barátta skiptir öllu
máli fyrir okkur,“ sagði Jón
Arnór.
Jón Arnór sagði að ástandið á
hópnum væri gott og engin alvar-
leg meiðsli. „Það eru kannski ein-
hver lítil hnémeiðsli hér og þar en
við erum bara vel stemmdir og
hópurinn er heill. Við erum bara
mjög spenntir og getum ekki beðið
eftir því að byrja að spila,“ sagði
Jón Arnór Stefánsson en það er
vonandi að fólk fjölmenni af
Laugardalsvellinum og upp í
Laugardalshöll í kvöld.
Ísland er eitt af fjórtán liðum í
B-deild Evrópukeppninnar sem
berjast um tvö laus sæti í A-deild-
inni.
Ísland er í riðli með Finnlandi,
Georgíu, Austurríki og Lúxem-
borg en hvert lið leikur fjóra leiki
nú í september og fjóra leiki í
september á næsta ári. Leikurinn í
kvöld er í Laugardalshöllinni og
hefst kl. 20.30. Næsti leikur liðsins
er síðan gegn Georgíu ytra. - dsd
Ísland mætir í dag Finnum í Evrópukeppni karla í körfubolta, B-deild:
Við verðum að berjast eins og ljón gegn Finnum
JÓN ARNÓR STEFÁNSSON Íslenska liðið
þarf á miklum stuðningi að halda í
kvöld þegar Finnar koma í heimsókn.
FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY IMAGES
FÓTBOLTI Ítalski varnarmaðurinn
Marco Materazzi hefur loksins
rofið þögnina um viðskipti sín við
Zinedine Zidane í úrslitaleik HM.
Þá skallaði Zidane Materazzi í
bringuna eftir að Ítalinn hafði
sagt eitthvað við hann sem ekki
hefur enn verið greint frá en
Materazzi sagði sína sögu í
ítölskum fjölmiðlum um helgina.
„Ég var að toga í skyrtuna
hans og þá sagði hann við mig að
ef mig langaði svona í skyrtuna
hans þá myndi hann gefa mér
hana eftir leikinn. Ég sagðist þá
frekar vilja fá systur hans,“ sagði
Materazzi. „Þetta er kannski ekki
fallega sagt, ég geri mér grein
fyrir því. En það eru samt sagðir
miklu verri hlutir á vellinum en
þetta. Það má reyndar geta þess
að ég vissi ekki einu sinni hvort
hann ætti systur þegar ég sagði
þetta.“ - hbg
Marco Materazzi:
Rýfur þögnina
SKALLINN FRÆGI Materazzi fellur hér
með tilþrifum eftir skallann í Berlín.
FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY IMAGES
FÓTBOLTI Það varð allt vitlaust á
Englandi á mánudag þegar
Chelsea gaf út yfirlýsingu um
William Gallas en í yfirlýsing-
unni kom meðal annars fram að
Gallas hefði hótað að skora
sjálfsmark ef Chelsea hefði
neytt hann til að spila með liðinu
í upphafi leiktíðar. Eins og búast
mátti við vísaði Gallas ásökun-
unum á bug í gær.
„Ég er hissa og hreinlega í
áfalli yfir þessum ásökunum. Ég
sagðist aldrei ætla að skora
sjálfsmark ef ég þyrfti að spila
aftur fyrir Chelsea. Ég var
ákveðinn í því að komast frá
félaginu, það er satt, og ég mun
greina frá því síðar af hverju,
en ég gekk aldrei svona langt.
Ef fólk vill fela sig bak við
falskar ásakanir til að róa
stuðningsmenn sína þá verður
að hafa það,“ sagði Gallas og
hélt áfram:
„Þetta er allt frekar lélegt hjá
Chelsea. Engu að síður koma
viðbrögð stjórnar félagsins mér
ekki á óvart því þótt félagið eigi
nóg af peningum vantar stjórn-
armenn félagsins alla reisn.“ - hbg
William Gallas:
Hafnar ásökun-
um Chelsea
WILLIAM GALLAS Er í stríði við Chelsea.
FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY IMAGES
FÓTBOLTI Bandaríski milljarða-
mæringurinn Randy Lerner mun
líklega ganga frá kaupum á öllum
hlutabréfum í Aston Villa síðar í
þessum mánuði en hann á nú 85,5
prósenta hlut í félaginu. Lerner
þarf að eignast 90 prósenta hlut í
félaginu fyrir 18. september til að
yfirtakan geti átt sér stað en fram
að því situr núverandi stjórn
áfram í brúnni. - dsd
Aston Villa:
Lerner kaupir
allt félagið
GOLF Lengi getur gott batnað
stendur einhvers staðar og það á
svo sannarlega við í tilviki kylf-
ingsins Tigers Woods sem er enn
að bæta sig þótt hann hafi fyrir
verið miklu betri en allir keppi-
nautar hans. Á mánudag gerði
hann sér lítið fyrir og vann sitt
fimmta mót í röð en það hefur
Tiger aldrei tekist áður á sama
tímabili. Slíkur stöðugleiki þekk-
ist heldur ekki í golfsögunni.
Hann var nokkrum höggum á
eftir efsta manni, Vijay Singh,
fyrir lokadaginn en tveir ernir á
fyrstu sjö holunum gerðu það að
verkum að lokadagurinn var ekki
einu sinni spennandi. Fimmti
sigurinn í röð staðreynd og hans
sjöundi í fjórtán mótum á þessu
ári. „Það var ótrúlegt að fylgjast
með Tiger spila,“ sagði Singh,
sem átti sér ekki viðreisnar von
en sjálfstraust hans hrundi þegar
hann fylgdist með Tiger.
„Það er mjög gaman þegar
maður kemst á slíkt skrið,“ sagði
Tiger brosandi eftir mótið en
hann hefur mest unnið sex mót í
röð. Sá sem hefur unnið flest
mót í röð er Byron Nelson með
11 sigra í röð árið 1945. Næstir á
eftir koma Tiger og Ben Hogan
með sex sigra. „Í dag, miðað við
hve sterk mótaröðin er, er nán-
ast ekki hægt að vinna ellefu
mót í röð. Það yrði kannski hægt
ef margir kylfingar hættu við að
spila,“ sagði Tiger og hló.
Sigurganga Tigers hófst á
Opna breska í júlí, sem var fyrsta
mótið sem Tiger vann eftir að
faðir hans lést. Hann hefur ekki
horft um öxl síðan. Hann hefur nú
unnið 53 mót á ferlinum, sem er
fimmti besti árangur sögunnar.
Sam Snead situr þar á toppnum
með 82 sigra en Jack Nicklaus er
annar með 73.
- hbg
Tiger Woods heldur áfram að heilla golfunnendur:
Ekkert fær stöðvað Tiger
ÓSTÖÐVANDI Tiger Woods er búinn að vinna fimm golfmót í röð og þar af eru tvö
stórmót. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY IMAGES