Fréttablaðið


Fréttablaðið - 29.09.2006, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 29.09.2006, Qupperneq 2
2 29. september 2006 FÖSTUDAGUR SPURNING DAGSINS Er Guðlaugur daufur og hrokafullur leiðindagaur? Nei. Ef hann er ekki að semja frábær frumvörp er hann með ryk- suguna á lofti. Capacent mælir um þessar mundir afstöðu fólks til sex þingmanna Sjálfs- stæðismanna. Þátttakendur eru m.a. spurðir um hvort þingmennirnir séu skemmtilegir eða leiðinlegir, alþýðlegir eða hrokafullir, líflegir eða daufir. Guð- laugur Þór Þórðarson er einn þeirra sem spurt er um. Ágústa Johnson er konan hans. RÉTTINDAMÁL Forsendur fyrir því að skylda fólk til þess að borga í lífeyrissjóði eru brostnar ef þeir geta ekki staðið við skyldur sínar um að koma til móts við fólk sem verður fyrir tekjuskerðingu vegna slysa eða sjúkdóma. Þetta segir Hafdís Gísladóttir, framkvæmd- arstjóri Öryrkjabandalagsins. Öryrkjabandalagið hefur sent fjármálaráðherra stjórnsýslu- kæru fyrir hönd tíu félagsmanna sinna vegna lækkunar greiðslna úr lífeyrissjóðum. Tildrög málsins eru þau að í júlí fengu 2.300 örorkulífeyrisþeg- ar send bréf frá Greiðslustofu líf- eyrissjóða um að heildarathugun á tekjum hafi leitt í ljós að sumir hafi fengið greitt umfram viðmið- unarmörk lífeyrissjóða. Ákveðið hafi verið að leiðrétta þetta með því skerða eða fella niður greiðsl- ur. Örorkubandalagið segir lífeyr- issjóðina hafa fundið út viðmiðun- artöluna með því að kanna laun einstaklinga síðustu þrjú árin áður en örorkumat fór fram. Þá aðferð segir hún fráleita því yfirleitt taki þrjú ár að fá úrskurð um örorku. Því sé athugun á tekjum þessi ár mjög ósann- gjörn þar sem fólk hafi þá þegar orðið fyrir skertri starfsgetu með tilheyrandi launaskerð- ingu. „Lífeyris- sjóðirnir rugla saman hugtök- unum orkutapi og örorkumati. Orkutap felur í sér að maður hefur skerta starfsgetu en þýðir ekki að örorkumat hafi farið fram. Það kemur yfirleitt alltaf þremur árum eftir að fólk veikist. Viðmið- unartala stenst því engan veg- inn.“ Í kærunum segir meðal annars að það sé óumdeilt að réttur til líf- eyris njóti verndar eignarréttará- kvæðis stjórnarskrárinnar. Einnig er bent á að enga heimild sé að finna um að lækka megi örorkulífeyri vegna greiðslna úr almannatrygg- ingum eins og gert hafi verið. Þó að heimild um aðgerðir lífeyrissjóð- anna væri að finna í lögum hefði framkvæmd ákvörðunar þeirra verið með það miklum hnökrum að ekki hefði átt að taka hana gilda. Hafdís segir að með aðgerðunum sé smá saman verið að færa rétt- indi örorkulífeyrisþega frá lífeyr- issjóðum yfir í almannatrygginga- kerfið. Það þýði mikla kjaraskerðingu því í hvert sinn sem stjórnvöld ákveði að bæta hag lífeyrisþega lækki lífeyrissjóðirn- ir greiðslurnar á móti. Víxlverk- unin festi fólk í fátækragildrum. karen@frettabladid.is Forsendur fyrir lífeyr- issjóðunum brostnar Víxlverkun milli lífeyrissjóða og almannatryggingakerfisins festir fólk í fá- tækragildrum, að mati framkvæmdastjóra Öryrkjabandalagsins. Hún segir engar forsendur fyrir skyldulífeyrissjóðum ef þeir standi ekki við skyldur sínar. FJÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐ Öryrkjabandalagið hefur setn Árna M. Mathiesen stjórnsýslu- kæru fyrir hönd tíu félagsmanna sinna. FRAKKLAND Ungt fólk ætti að fá meiri æfingu í akstri áður en það fær ökuskírteini og ríkisstjórnir ættu að herða viðurlög við akstri undir áhrifum áfengis til muna, svo hægt sé að fækka fjölda þess unga fólks sem deyr í bílslysum. Þetta kemur fram í skýrslu Efnahags- og framfarastofnunar- innar í París (OECD) og evr- ópskra samgönguráðherra, sem birt var í gær. Bílslys eru algengasta banamein 15 til 24 ára gamals fólks í iðnvæddum ríkjum og eru ungir karlmenn þrisvar sinnum líklegri til að deyja í bílslysi en ungar konur. - smk Skýrsla OECD: Herða ber regl- ur um ökunám RÚSSLAND, AP Dagmar Danaprins- essa, betur þekkt sem rússneska keisaraynjan Maria Feodorovna, var í gær borin til grafar á ný, 78 árum eftir andlát hennar. Nú hvílir hún við hlið eiginmanns síns, Alexanders III Rússakeisara, í Pétursborg, að eigin ósk. Dagmar var móðir síðasta keisara Rússlands, Nikulásar II, sem bolsévíkar tóku af lífi árið 1918, ári áður en Dagmar flúði til fæðingarlands síns þar sem hún lést níu árum síðar. Fjölmargir mættu í jarðarför keisaraynjunnar, þar með talið kóngafólk alls staðar að úr Evrópu. - smk Dagmar Danaprinsessa: Grafin á ný VIÐHAFNARÚTFÖR Dagmar Danaprins- essa var í gær jarðsett við hlið eigin- manns síns, Alexanders III Rússakeisara. Logandi kamar Slökkviliðið var kallað á Eiðistorg á Seltjarnarnesi í fyrradag eftir að eldur kom upp í kamri inni í verslunarmið- stöðinni. Lögreglan segir þetta líklega vera íkveikju, logandi ruslafötu hafi verið komið fyrir í innkaupakerru sem síðan var ýtt inn í kamarinn. Mikinn og illaþefjandi reyk lagði um allt. VIÐSKIPTI Nýtt verðmat alþjóðlega bankans ABN AMRO á Actavis er sjö prósentum yfir markaðsgengi félagsins, eða 72 krónur á hlut. Í úttekt á samheitalyfjamark- aði sem bankinn sendi frá sér í gær er Actavis sagt verðskulda góða einkunn vegna verulegra vaxtarmöguleika og skynsamlegr- ar viðskiptaáætlunar. „Ánægjulegt er að sjá að bank- inn telur að Actavis sé eitt áhuga- verðasta félagið í okkar iðnaði,“ segir Halldór Kristmannson, framkvæmdastjóri innri og ytri samskipta hjá Actavis. - óká ABN Amro greinir Actavis: Segir félagið í góðri stöðu LISTIR Listasafn Íslands mun sýna liðlega sjötíu málverk franskra expressjónista, þar á meðal verk eftir Henri Matisse og Auguste Renoir, í tengslum við franska menningarhátíð sem haldin verður hér á landi. Þetta er í fyrsta sinn sem verk frönsku expressjónistanna verða sýnd eða kynnt hér á landi. Ólafur Kvaran, forstöðumaður Listasafns Íslands, kveðst bjartsýnn á að aðsóknin á sýninguna verði góð. Sýningin verður opnuð 15. desember og mun standa fram í febrúrar. - khh / sjá síðu 32 Í fyrsta sinn á Íslandi: Verk Matisse og Renoir sýnd KÁRAHNJÚKAR „Ég verð hérna á hverjum degi og hverri nóttu, og nota örkina til þess að flýja undan lóninu um leið og það myndast,“ sagði Ómar Ragnarsson þar sem hann var við bát sinn á bökkum Jöklu, rétt innan við Sauðá. „Ég hef borið þessa hugmynd með mér lengi, í næstum þrjú ár, vegna þess að ég trúi því að þetta ferli allt saman eigi að vera gegnsætt á 21. öldinni en ekki eins og það var þegar Blöndulón myndaðist en þá fór ég eina ferð að lóninu þegar það var orðið hálffullt, svo ekki söguna meir. Fólk gerði sér ekki grein fyrir því hvað var að gerast. Núna ætla ég mér að fylgjast með nýju landslagi verða til, og hverfa síðan endanlega, á sama tíma. Þetta hefur ekki verið gert, svo ég viti til, síðan Nói sigldi á örkinni sinni forðum.“ Ómar hafði með sér kassa og safnaði plöntum og sandi af vænt- anlegum botni Hálslóns. „Þetta er minnisvarði um land, sem í eðli sínu er ómetanlegt, og verður senn drekkt vegna skammsýni stjórn- málamanna.“ – mh Ómar Ragnarsson hyggst sigla báti sínum á Hálslóni á nýjum slóðum: Siglir örk sinni á Hálslóni ÓMAR Í ÖRKINNI Ómar er týndi gróðursýni sem hann er með í kassa um borð í bátnum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA STJÓRNMÁL Árni Johnsen tilkynnti í gær að hann hefði ákveðið að gefa kost á sér í prófkjöri sjálfstæði- manna í Suðurkjördæmi og setur stefnuna á forystusæti. Hann seg- ist hafa fengið mikla hvatningu um að snúa aftur og nú síðast und- irskriftarlista með á tólfta hundr- uð undirskriftum víðsvegar að úr kjördæminu. „Ég tek þessari áskorun og geng vígreifur til leiks. Ég er nátt- úrulega ekki alveg hefðbundinn stjórnmálamaður í þessum efnum. Ég er frægur kjördæmapotari og þannig vinn ég og þannig vinnur maður oft til árangurs, en tekur þá auðvitað tillit til annarra.“ Árni telur ekki að fortíðin eigi eftir að há honum í prófkjörinu. „Ef maður gerir mistök þá reynir maður að bæta fyrir þau bæði í orði og verki. Að öðru leyti heldur lífið áfram og ég er ekkert út af þessari jörðu ennþá. Ég er nú líklega ekki eini maðurinn í heiminum sem hefur gert mistök.“ Árni segir af mörgu að taka í stjórnmálunum. Meðal annars vill hann flytja Landhelgis- gæsluna til Keflavíkur í kjölfar brotthvarfs varnarliðsins, stuðla að byggingu álvers í Helguvík og afnema tekjutengingu lífeyris eldri borgara. Árni segist ekki vera að fara gegn neinum í próf- kjörinu heldur einungis vera að bjóða sig fram sem valkost. „Nú er ég mættur til leiks á ný og tilbú- inn í slaginn ef fólk vill.“ - þsj Árni Johnsen gaf í gær kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi: Geng vígreifur til leiks KOMINN AFTUR Árni Johnsen tilkynnti um endurkomu sína í stjórnmálin í Kastljósinu í gær. HAFDÍS GÍSLADÓTTIR STJÓRNMÁL Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, boðaði í gær til þriggja funda í ráðuneyti sínu um stöðu öryggis- mála þjóðarinnar við brottför varnarliðsins. Fyrsta fundinn sat ríkislögreglu- stjóri og samstarfsmenn hans. Á öðrum fundinum voru fulltrúar Landhelgisgæslu Íslands og þriðja fundinn sátu fulltrúar Landssambands lögreglumanna. Á fundunum fór ráðherra yfir yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um ný verkefni vegna brottfarar varnarliðsins. Dómsmálaráðherra: Fundað um öryggismál LÖGREGLUFRÉTTIR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.