Fréttablaðið - 29.09.2006, Síða 40
SIRKUS29.09.06
Það er hálftími liðinn og hann hefur
ekki enn látið sjá sig. Skyndilega
hringir síminn fyrir aftan barborðið á
Dillon. „Það er til þín,“ segir ljóshærð
stúlka á barnum og réttir mér tólið. Á
enda línunnar heyri ég sjálfan Dr.
Mister öskra: „Ég var búinn að fokk-
ing gleyma þessu viðtali. Hittu mig
niðrá Dubliners eftir tíu.“
Komnir í bæinn
„Það var geðveikt gaman á Akur-
eyri. Fyrsta mega ferðalagið. Alvöru
Road Trip. Fimmtán dópistar saman í
rútu, grúppíur og massíf stemning,“
segir Ívar Örn og brosir út í annað.
Hann stendur upp og klæðir sig úr
bolnum. Segir hlæjandi: „Ég er fokk-
ing klóraður eftir stelpurnar. Þær voru
brjálaður. Ein þeirra rúnkaði mér bak-
sviðs skömmu áður en fíknó mætti
með hund og gómaði einn okkar með
dóp. Við enduðum svo í brjáluðu eft-
irpartýi, duttum herfilega í það og
flugum svo beint í bæinn til að spila á
styrktartónleikum Forma, illa góðir
því.“
Sjálfur er Ívar illa góður á því. Mér
hafði tekist að draga hann af Dublin-
ers yfir á Hornið þar sem við sitjum í
fámennum sal með bjórglas, dikta-
fón og öskubakka á borði. Ég spyr
Ívar hvernig honum finnist að vera
orðinn kynlífstákn, elskaður af öskr-
andi unglingsstelpum.
„Ég dýrka það að fólk sé að fíla
músíkina. Og ég veit að ég er sexý
strákur. En mér finnst óþolandi þegar
tussurnar rífa í mig,“ segir Ívar en
bætir svo við. „Æ, það er samt fynd-
ið. Ég fíla það í botn.“
Næsta spurning liggur því beint við.
Er Dr. Mister á lausu?
Hann hristir hausinn og glottir.
„Og hver er sú heppna?“ spyr ég,
„stúlka í Reykjavík?“
„Nei,“ segir Ívar og horfir í augu mér.
„Það er kókið.“
Strákur úr Hafnarfirði
Miðað við útlitið á Ívari virðist það
vera sönn ást. Óhóflegt líferni,
ofbeldi og dóp er sú ímynd sem fylg-
ir rokkhundunum Dr. Mister og Mist-
er handsome. Færri vita þó að bak
við grímuna er Ívar Örn einfaldlega
venjulegur strákur úr Hafnarfirði.
„Ég er fæddur og uppalinn í Firðin-
um. Var bully í skóla og lagði krakka í
einelti. Átti nokkur fórnarlömb sem ég
hef beðið afsökunar í dag. Svona var
maður bara. Ég vissi samt alltaf að ég
yrði rokkstjarna. Mamma fór einusinni
til miðils með myndir af mér og systkin-
um mínum. Miðillinn benti á myndina
af mér og sagði: „Þessi á eftir að vinna
á sviði.“ Nú hef ég staðið fyrir framan
þúsundir manns í New York og Laug-
ardalshöllinni og spilað úti um allt.“
Spádómurinn hefur ræst. Nýjasta
plata Dr. Mister og Mister handsome
selst í bílförmum. En tónlistin verður
ekki til úr engu. Ívar var sextán ára
gamall þegar hann flutti til New York
til hálfbróður síns og kynntist raftón-
listinni. Hann seldi stef í auglýsingar
og græddi milljónir.
„Pabbi yfirgaf okkur þegar ég var
sjö, átta ára gamall. Mamma kynntist
öðrum manni, stjúpa, sem hefur
verið mjög góður við okkur. Ég hef
samt aldrei kallað hann pabba. Svo
hitti ég reyndar alvöru pabba minn
fyrr í kvöld. Hann var að koma frá
Flórída til að fara í aðgerð hérna
heima. Hef ekki séð hann í mörg ár.
Það var fokkíng brilljant. Ég var ein-
lægur og sagði
honum frá mínu
lífi. Hann sagðist
fíla músíkina en
ekki lífernið.“
Dópdíler á
Njálsgötunni
„Hvernig varð
hljómsveitin til?“
segir Ívar og fær
sér stórann sopa
af bjórnum. Spyr
mig hvort ég eigi
sígarettu og blót-
ar í sand og ösku
þegar ég segist
hættur. Stendur
upp og hleypur út
í búð. Tíu mínút-
um síðar kemur
hann aftur inn,
skælbrosandi
með nýjan pakka
af Marlboro
Lights.
„Þetta byrjaði
þegar ég leigði
íbúð á Njálsgötunni. Var að selja kók,
spítt og...“ Ívar þagnar og heldur svo
áfram. „Ég var bara að fokking dópa
og díla með endalaust partý í gangi.
Eitt kvöldið kveikti ég á tölvunni. Var
búinn að gera Kókalóga bítið. Guðni
situr við hliðina á mér og við höfðum
verið að gera grín að lagi með Kim
Larsen, De smukke unge mennesker.
Ég rétti Guðni mækinn og segi:
„Segðu eitthvað“ Og hann kemur
skyndilega með setninguna: „Kóka-
lóga dancing like a Maniac,“ sem
hljómar eins og
viðlagið hjá Kim
Larsen.
Þannig varð
Dr. Mister til. Ívar
segist hafa ætlað
að hafa karakter-
inn skáldaðan.
Ímyndaða per-
sónu eins og Sil-
víu Nótt. „En á
endanum dropp-
aði ég því. Raun-
veruleikinn er
miklu skemmti-
legri en eitthvað
djöfulsins leikrit.“
Stoltur faðir
Einkalíf Ívars hefur
verið mikið í
umræðunni. Hann
er orðaður við
flottustu píur bæj-
arins. Fáir vita að
fyrir fjórum mán-
uðum fæddist
annað barn Ívars
sem heitir í höfuðið á honum: Ívar
Örn Ívarsson.
„Ég á tvö börn og er viðbjóðslega
stoltur af þeim. Þó ég hafi ekki verið
faðir number one,“ segir Ívar þegar ég
spyr hverju hann sé mest stoltur af í
lífinu. „Ég var líka rosalega stoltur
þegar platan kom út og seldist upp,“
bætir Ívar við og fer að hlæja. „Svo var
ég 17 ára gamall í New York og nældi
mér í ótrúlega fallega píu sem var tíu
árum eldri en ég og var með henni í
hálft ár. Báðar barnsmæður mínar eru
líka frábærar og ég er stoltur yfir að
þær hafi viljað eignast barn með mér.
Og svo er ég stoltur af sjálfum mér að
lifa af músíkinni. Ég er hættur að díla
og krimmast en þó ég sé dópisti get
ég borgað mínar dópskuldir sjálfur.“
Vill ekki hætta
En langar Ívar ekki til að breyta um
líferni. Skömmu fyrir menningarnótt
fór Ívar á Vog en sú vist entist ekki
lengi. „Ég var þarna í sex daga,“ segir
Ívar. „Það er ekkert grín að halda
svona skrokki gangandi. Þegar ég
kom inn svaf ég í þrjá sólarhringa.
Vaknaði bara til að fá mat og libríum.
Svo var ég þrjá daga á fundum en á
sjötta degi lenti ég í slagsmálum og
var hent út. Ég vil taka það fram að
ég byrjaði ekki þó ég hafi látið fyrsta
höggið fjúka.“
Ég horfi í augu Ívars og spyr hvort
hann langi raunverulega til að hætta?
Ívar hugsar sig lengi um en svarar
hreinskilnislega að lokum: „Nei. Þetta
er lífið í kringum bandið. Það fylgir
þessu veisla og geðveiki. Ég fíla
þetta í botn og ætla að halda þessu
partýi gangandi þar til ég dey.“
Ég horfi á eftir Ívari Erni rölta út í
myrkrið og vona að hann muni sigr-
ast á eigin djöflum, áður en þeir yfir-
buga hann.
SÍMON BIRGISSON RÆDDI VIÐ ÍVAR ÖRN ANNAN HELMING HLJÓMSVEITARINNAR DR.MISTER &
MISTER HANDSOME UM ROKKLÍFERNIÐ, GRÚPPÍURNAR OG FRÆGÐINA
viðtalið
Pabbi minn yfirgaf mig
„Ég á tvö börn og er við-
bjóðslega stoltur af
þeim, þó ég hafi ekki
verið faðir number one.“
„Raunveruleikinn
er miklu skemmti-
legri en eitthvað
djöfulsins leikrit.“
8
S
irk
us
m
yn
d:
H
ei
ða