Fréttablaðið - 29.09.2006, Side 60

Fréttablaðið - 29.09.2006, Side 60
 29. september 2006 FÖSTUDAGUR28 timamot@frettabladid.is MERKISATBURÐIR 1567 Húgenottar reyna að ræna Karli IX Frakklands- konungi í trúarbragða- stríðunum. 1906 Landssími Íslands tekur til starfa við hátíðlega athöfn. 1938 Adolf Hitler, Benito Muss- olini, Édouard Daladier og Neville Chamberlain undirrita München-sam- komulagið. 1974 Auður Eir Vilhjálmsdóttir tekur prestvígslu, fyrst íslenskra kvenna. 1978 Jóhannes Páll I páfi deyr eftir aðeins 33 daga í embætti. 1988 Bandaríkjamenn skjóta fyrstu mönnuðu geimferjunni á loft eftir Challenger-slysið hálfu þriðja ári fyrr. HORATIO NELSON (1758-1805) FÆDDIST Á ÞESSUM DEGI Þegar í óefni er komið þarf að grípa til örþrifaráða. Nelson flotaforingi var helsta hetja Breta í Napóleonsstríðunum. Á þessum degi árið 1997 staðfestu breskir vísinda- menn að þeim hefði tekist að sýna fram á tengsl milli heilasjúkdóma í mönn- um og kúm. Þá sögðu þeir líklegt að 21 einstaklingur í Bretlandi, sem hafði fengið nýtt afbrigði af Creutzfeldt- Jakob heilasjúkdómnum, hefði líklega veikst eftir að hafa borðað nautakjöt sýkt af kúariðu. Vísindamennirnir töldu sig einnig geta sýnt fram á að líkurnar á því að sýkjast af Creutzfeldt-Jakob yltu að einhverju leyti á erfðasamsetningu fólks. Um 38 prósent landsmanna í Bretlandi voru með erfðasamsetningu sem gerði þá líklegri til að fá sjúkdóminn. Kúariða greindist fyrst í Bretlandi árið 1986 og áratug síðar vöknuðu grunsemdir um tengsl veikinnar og Creutzfeldt-Jakob sjúkdóms- ins. Evrópusambandið lét setja útflutningsbann á breskt nautakjöt í kjölfarið. Árið 1998 leiddi opinber rannsókn í ljós 3.253 tilfelli af kúariðu og að átján hefðu látist úr Creutzfeldt-Jakob eftir að hafa borðað sýkt kjöt. Kúariða hefur hingað til ekki valdið nærri eins miklum búsifjum og til dæmis gin- og klaufaveiki, en hefur engu að síður vakið athygli og ótta meðal manna vegna smithættunnar og hinna hræðulegu afleiðinga sem hún hefur í för með sér. Kúariða og Creutzfeldt-Jakob valda heilarýrnun sem leiðir að lokum til dauða. ÞETTA GERÐIST: 29. SEPTEMBER 1997 Tengsl kúariðu og Creutzfeldt-Jakob Útvarpsþátturinn Víðsjá á Rás eitt fagnar tíu ára afmæli sunnudaginn 1. október. Guðni Tómasson og Hauk- ur Ingvarsson, umsjónarmenn þátt- arins, taka hins vegar forskot á sæl- una í dag með sérstakri afmælisútgáfu. „Við gleðjumst með okkar hætti,“ segir Guðni. „Það verða sjálfsagt ekki miklar flugeldasýningar enda væri það ekki í anda þáttarins, en við ætlum að fá til okkar góða gesti og líta yfir farinn veg. Við höfðum hugs- að okkur að taka sérstaklega fyrir fár í íslensku samfélagi, upphlaup og hneyksli. Þegar maður lítur yfir svið- ið skjóta einkennilegir hlutir reglu- lega upp kollinum sem þjóðin virðist fá æði fyrir. Nýjasta dæmið er auð- vitað Magni Ásgeirsson.“ Auk þess að fá spaka menn og konur til að rýna í þjóðarsálina stíga nokkrir af fremstu djassleikurum landsins á svið og flytja íslensk lög í nýjum búningi. Ævar Kjartansson og og Halldóra Friðjónsdóttir ýttu Víðsjá úr vör á sínum tíma í þeim tilgangi að fylgjast með menningarlífinu á Íslandi. „Mér skilst að þau hafi gert með sér sam- komulag, eins konar stefnuskrá þátt- arins, um að fylgjast með menningar- lífinu vel fram á 21. öld,“ segir Guðni. Mannabreytingar hafa orðið í áranna rás. Undanfarin ár hefur Eiríkur Guð- mundsson haft umsjón með þættinum en hann tók sér hlé frá störfum til að sinna skriftum og lagði stjórntaum- ana í hendur Guðna og Hauks. „Við höldum boltanum rúllandi en margt gott fólk hleypur undir bagga,“ segir Guðni og telur gott að nota tíu ára afmælið til að fara í smá naflaskoðun. „Ég held að flestir séu sammála um að hófleg íhaldssemi virki best á Rás eitt, þannig að það verða engar kúvendingar. En við stöldrum ábyggi- lega við þessi tímamót og skoðum hvort það er eitthvað sem við viljum breyta.“ Víðsjá er að öllu jöfnu á dagskrá alla virka daga milli klukkan 17 og 18. Afmælisútgáfan verður hins vegar í lengri kantinum og hefst klukkan 16.13 en Guðni minnir á að þættina má líka nálgast á heimasíðu Ríkisútvarps- ins í tólf daga á eftir útsendingu. bergsteinn@frettabladid.is ÚTVARPSÞÁTTURINN VÍÐSJÁ: FAGNAR TÍU ÁRA AFMÆLI Fár, upphlaup og hneyksli GUÐNI TÓMASSON, ÆVAR KJARTANSSON OG HAUKUR INGVARSSON. Ævar ýtti þættinum úr vör ásamt Halldóru Friðjónsdóttur fyrir áratug en Haukur og Guðni halda boltanum rúllandi í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/PÁLL Ástkær sonur okkar, fóstursonur, bróðir, mágur og frændi, Kristján Þórðarson varð bráðkvaddur á heimili sínu laugardaginn 23. september. Jarðarför auglýst síðar. Aðalheiður Kristjánsdóttir Vigfús Árnason Þórður Rafn Guðjónsson Jónína Björnsdóttir Guðjón Þórðarson Jensína Helga Finnbjarnardóttir Ingvar H. Þórðarson Elísa Vigfúsdóttir Guðmundur Þorleifsson Sigrún Óladóttir Hafsteinn Stefánsson Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, systir og mágkona, Inga Björk Halldórsdóttir Fellaskjóli, Grundarfirði, verður jarðsungin frá Borgarneskirkju laugardaginn 30. september kl. 14.00. Anna Dóra Markúsdóttir Jón Bjarni Þorvarðarson Benjamín Markússon Anna María Hedman Kristín Markúsdóttir barnabörn Jenný Halldórsdóttir Guðmundur Finnsson Ása Helga Halldórsdóttir Ingvi Árnason Sigurbjörg Halldórsdóttir Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, dóttir, systir, mágkona og amma, Sigrún Magnúsdóttir Meistaravöllum 9, Reykjavík, verður jarðsungin frá Langholtskirkju þriðjudaginn 3. október kl. 13.00. Harpa Jónsdóttir Andrea Jónsdóttir Marinó Njálsson Magnús Gunnlaugsson Ólöf Steinunn Einarsdóttir Gunnlaugur Magnússon Valdís Sveinbjörnsdóttir Helgi Grétar Magnússon Nadezda Klimenko Svanhvít Magnúsdóttir Ægir Magnússon Anna Bragadóttir Katrín, Freyja og Nói Jón Eiginmaður minn og faðir okkar Dr. Jakob Sigurðsson Hraunteigi 28 Reykjavík er látinn. Katrín Sívertsen Hildur Jakobsdóttir Deakin Björg Jakobsdóttir Jón Örn Jakobsson Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Kristjana Margrét Sigurðardóttir Granaskjóli 12, Reykjavík, verður jarðsungin frá Neskirkju mánudaginn 2. október kl. 15.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Parkinsonsamtökin. Guðmundur Pétursson Þórunn Kristjánsdóttir Ingibjörg Pétursdóttir Einar Gylfi Jónsson Sigurður Pétursson Hansína Hrönn Jóhannesdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengda- faðir og afi, Henning Þorvaldsson húsasmíðameistari, Hamrabyggð 14, Hafnarfirði, andaðist á heimili sínu sunnudaginn 24. september. Útför fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju, mánudaginn 2. október kl. 13:00. Þeim sem vilja minnast hans er vin- samlegast bent á heimahlynningu Krabbameinsfélagsins s: 540 1900. J. Steinunn Alfreðsdóttir Jóna Júlía Henningsdóttir Adólf Adólfsson Henning Henningsson Ása Karin Hólm Þorvaldur Jón Henningsson Henný Jóna, Vigfús, Arnar Hólm, Lovísa Björt og Hilmar Smári.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.