Fréttablaðið - 29.09.2006, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 29.09.2006, Blaðsíða 36
SIRKUS29.09.06 Ég var að heyra... „Hann er orðinn 72 ár, nei ég segi nú bara svona. Ég byrjaði í þessu þegar ég var 17 ára gamall og ég er 37, þar sérðu það.“ Björgvin Halldórsson aðspurður um lengd ferilsins í viðtali við Ragnheiði Guðfinnu í Hér & nú þættinum. „Ef ég myndi detta í það með Össuri og trúa honum fyrir einhverju yfir einum til tveimur glös- um, eins og við gerðum reynd- ar í gamla daga, þá væri það komið á heimasíðuna hans daginn eftir. Maður verður að geta treyst mönnum.“ Hannes Hólmsteinn um Össur Skarphéðinsson í Kastljósinu „Bubbi varð náttúrlega alveg brjálaður og hringdi á lögguna.“ Auðunn Blöndal um hrekk sem hann gerði í kónginum fyrir þáttinn Tekinn. ÞETTA HEYRÐIST Í VIKUNNI... Að þjóðfélagsrýnirinn Egill Helga- son væri ekki bara að byrja aftur með þáttinn sinn Silfur Egils á Stöð 2. Hann hefur víst slegist í hóp með Reyni Traustasyni og ætlar að skrifa um pólitík í nýja blaðið hans Reynis sem kemur brátt út / Að Egill Ólafsson hefði keypt sér nýjan jeppa. / Að úttekt Séð og heyrt á ástandinu á NFS hefði lagst vel í landann. Blaðið er eitt það söluhæsta og er greinilega mikill áhugi fyrir málefn- um Nýju fréttastofunnar. Séð og heyrt menn höfðu víst ekki mikla trú á blaðinu í byrjun en sumir segja að umræður á barna- land.is hafi hjálpað til við söl- una. / Að Kaupfélagið sé að opna í Kringlunni og Smáralind. / Að skilnaður skæki Skjá einn. Samkvæmt títt nefndu Séð og heyrt er sjónvarps- stjórinn, Magnús Ragnarsson, skilinn. Orri Hauksson, stjórnar- formaður Skjás eins, er víst líka skilinn. Þeir félagar hafa sést mikið saman á djamminu, þar sem þeir hafa væntanlega verið að kanna markaðinn. / Að Helgi Seljan fréttamað- ur sem er á leiðinni í Kastljósið gangi um í nýjum skóm. Er þetta „dýrari týpan“ af skóm með stáltá sem hann fékk þegar hann fór í myndatöku fyrir Mannlíf. 4 Handboltakappinn Sigfús Sigurðsson held- ur úti skemmtilegu bloggi á minnsirkus. Í einni færslunni er Sigfús með skemmtilegar pælingar um íslensk sambönd og hittir nagl- ann nokkuð á höfuðið. „Það hefur komið fyrir að ég skelli mér út á lífið, þá á einhverja skemmtistaði, bari eða í partý í heimahúsum. Og eiginlega undan- tekningarlaust koma minnst 3-8 konur sem eru giftar eða í sambúð til mín og eru að daðra og reyna við mig. Þetta endar oftast á því að þær spyrja hvort ég vilji koma heim með þeim að ríða og ég afþakka pent með því að segja þeim að láta karlinn þeirra hnoða í þær hræru! Er þetta merki um að stór hluti af íslenskum sambönd- um byrja á röngum forsendum eða þá að fólk kynnist á röng- um vetfangi?“ Giftar konur vilja Fúsa Eyrún Magnúsdóttir mælir með Bók Condensed Knowledge Þessi bók ætti að vera til á hverju heimili. Stútfull af alls konar fánýtum fróðleik. Bendi einnig á tímaritið Mental Floss sem er gefið út af sama liði. Plata Aparnir í Eden með Baggalúti Baggalútsmenn eiga fáa sína líka. Textarnir þeirra eru slík snilld og svo sannir að það er ekki annað hægt en að elska þessa menn. Kvik- mynd United 93 Myndin leiðir mann í gegnum atburð- ina 11. september á áhrifameiri hátt en ég hef áður upplif- að. Snilldarlega leik- in og blessunarlega laus við allan Holly- woodbrag. „Það var bara uppselt á allar sýningar,“ segir Ólafur Darri Ólafsson, einn af aðalleikurunum í kvikmyndinni Börn eftir Ragnar Bragason. Myndin var sýnd í vikunni á St. Sebastian kvik- myndahátíðinni á Spáni sem er á sama stalli og kvikmyndahátíðin í Feneyjum og Berlín. Ólafur Darri segir gríðarlegan áhuga á mynd- inni, sem fjallar um blákaldan íslenskan raun- veruleika, dóp, handrukkanir og ást og er leik- in af krökkunum í Vesturporti sem hafa lagt heiminn að fótum sér með sýningum eins og Rómeu og Júlíu og Woyzeck. „Eitt kvöldið var myndin sýnd í þremur sölum í einu. Hún sló í gegn,“ segir Ólafur Darri. „Því miður komst ég sjálfur ekki út. Þurfti að vinna en fékk fréttirnar beint í hæð. Þessi hátíð er merkt sem A-hátíð. Eins kvikmyndahátíðin í Feneyjum og Berlín og í næstu viku mun myndin fara í kvikmyndahátíðina í Hamborg og svo til Suður Kóreu á stærstu kvikmynda- hátíð Asíu. Hún virðist því vera að spyrjast ágætlega út.“ Ólafur Darri segir þó sorglegt hve litla aðsókn myndin fær hér heima en aðeins um átta þús- und manns hafa lagt leið sína í Háskólabíó til að berja Vesturportsbörnin augum. „Við sett- um markið á tuttugu þúsund áhorfendur,“ segir Ólafur Darri og hvetur fólk til að mæta. „Manni finnst eiginlega fáránlegt að fólk komi ekki í bíó þegar mynd hefur fengið svona klikk- aða dóma og spyrst vel út.“ KVIKMYNDIN BÖRN SÝND FYRIR FULLU HÚSI Á HÁTÍÐUM UM ALLAN HEIM Vesturportsbörnin slá í gegn Börn Aðeins átta þúsund manns hafa séð myndina hér heima. Gísli Örn, Ólafur Darri Ólafsson og Ragnar Bragason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.