Fréttablaðið - 29.09.2006, Page 36
SIRKUS29.09.06
Ég var að heyra...
„Hann er orðinn 72 ár, nei
ég segi nú bara svona.
Ég byrjaði í þessu þegar
ég var 17 ára gamall og
ég er 37, þar sérðu það.“
Björgvin Halldórsson
aðspurður um lengd
ferilsins í viðtali við
Ragnheiði Guðfinnu í
Hér & nú þættinum.
„Ef ég myndi
detta í það
með Össuri og
trúa honum
fyrir einhverju
yfir einum til
tveimur glös-
um, eins og við
gerðum reynd-
ar í gamla
daga, þá væri
það komið á heimasíðuna hans daginn eftir.
Maður verður að geta treyst mönnum.“
Hannes Hólmsteinn um Össur Skarphéðinsson
í Kastljósinu
„Bubbi varð náttúrlega
alveg brjálaður og
hringdi á lögguna.“
Auðunn Blöndal um
hrekk sem hann
gerði í kónginum
fyrir þáttinn Tekinn.
ÞETTA HEYRÐIST Í VIKUNNI...
Að þjóðfélagsrýnirinn Egill Helga-
son væri ekki bara að byrja aftur
með þáttinn sinn Silfur Egils á
Stöð 2. Hann hefur víst slegist
í hóp með Reyni Traustasyni
og ætlar að skrifa um pólitík í
nýja blaðið hans Reynis sem
kemur brátt út / Að Egill Ólafsson hefði keypt sér
nýjan jeppa. / Að úttekt Séð og heyrt á ástandinu á
NFS hefði lagst vel í landann. Blaðið er eitt það
söluhæsta og er greinilega mikill áhugi fyrir málefn-
um Nýju fréttastofunnar. Séð og
heyrt menn höfðu víst ekki mikla
trú á blaðinu í byrjun en sumir
segja að umræður á barna-
land.is hafi hjálpað til við söl-
una. / Að Kaupfélagið sé að
opna í Kringlunni og Smáralind. /
Að skilnaður skæki Skjá einn. Samkvæmt títt
nefndu Séð og heyrt er sjónvarps-
stjórinn, Magnús Ragnarsson,
skilinn. Orri Hauksson, stjórnar-
formaður Skjás eins, er víst líka
skilinn. Þeir félagar hafa sést
mikið saman á djamminu, þar
sem þeir hafa væntanlega verið
að kanna markaðinn. / Að Helgi Seljan fréttamað-
ur sem er á leiðinni í Kastljósið gangi um í nýjum
skóm. Er þetta „dýrari týpan“ af skóm með stáltá
sem hann fékk þegar hann fór í myndatöku fyrir
Mannlíf.
4
Handboltakappinn Sigfús Sigurðsson held-
ur úti skemmtilegu bloggi á minnsirkus. Í
einni færslunni er Sigfús með skemmtilegar
pælingar um íslensk sambönd og hittir nagl-
ann nokkuð á höfuðið.
„Það hefur komið fyrir að ég skelli mér út á
lífið, þá á einhverja skemmtistaði, bari eða í
partý í heimahúsum. Og eiginlega undan-
tekningarlaust koma minnst 3-8 konur sem
eru giftar eða í sambúð til mín og eru að
daðra og reyna við mig. Þetta endar
oftast á því að þær spyrja hvort ég vilji
koma heim með þeim að ríða og ég
afþakka pent með því að segja
þeim að láta karlinn þeirra hnoða í
þær hræru! Er þetta merki um að
stór hluti af íslenskum sambönd-
um byrja á röngum forsendum
eða þá að fólk kynnist á röng-
um vetfangi?“
Giftar konur vilja Fúsa
Eyrún Magnúsdóttir mælir með
Bók
Condensed
Knowledge
Þessi bók ætti að
vera til á hverju
heimili. Stútfull af
alls konar fánýtum
fróðleik. Bendi
einnig á tímaritið
Mental Floss sem
er gefið út af sama
liði.
Plata
Aparnir í Eden
með Baggalúti
Baggalútsmenn
eiga fáa sína líka.
Textarnir þeirra eru
slík snilld og svo
sannir að það er
ekki annað hægt
en að elska þessa
menn.
Kvik-
mynd
United 93
Myndin leiðir mann
í gegnum atburð-
ina 11. september
á áhrifameiri hátt en
ég hef áður upplif-
að. Snilldarlega leik-
in og blessunarlega
laus við allan Holly-
woodbrag.
„Það var bara uppselt á allar sýningar,“ segir
Ólafur Darri Ólafsson, einn af aðalleikurunum
í kvikmyndinni Börn eftir Ragnar Bragason.
Myndin var sýnd í vikunni á St. Sebastian kvik-
myndahátíðinni á Spáni sem er á sama stalli
og kvikmyndahátíðin í Feneyjum og Berlín.
Ólafur Darri segir gríðarlegan áhuga á mynd-
inni, sem fjallar um blákaldan íslenskan raun-
veruleika, dóp, handrukkanir og ást og er leik-
in af krökkunum í Vesturporti sem hafa lagt
heiminn að fótum sér með sýningum eins og
Rómeu og Júlíu og Woyzeck.
„Eitt kvöldið var myndin sýnd í þremur sölum í
einu. Hún sló í gegn,“ segir Ólafur Darri. „Því
miður komst ég sjálfur ekki út. Þurfti að vinna
en fékk fréttirnar beint í hæð. Þessi hátíð er
merkt sem A-hátíð. Eins kvikmyndahátíðin í
Feneyjum og Berlín og í næstu viku mun
myndin fara í kvikmyndahátíðina í Hamborg
og svo til Suður Kóreu á stærstu kvikmynda-
hátíð Asíu. Hún virðist því vera að spyrjast
ágætlega út.“
Ólafur Darri segir þó sorglegt hve litla aðsókn
myndin fær hér heima en aðeins um átta þús-
und manns hafa lagt leið sína í Háskólabíó til
að berja Vesturportsbörnin augum. „Við sett-
um markið á tuttugu þúsund áhorfendur,“
segir Ólafur Darri og hvetur fólk til að mæta.
„Manni finnst eiginlega fáránlegt að fólk komi
ekki í bíó þegar mynd hefur fengið svona klikk-
aða dóma og spyrst vel út.“
KVIKMYNDIN BÖRN SÝND FYRIR FULLU HÚSI Á HÁTÍÐUM UM ALLAN HEIM
Vesturportsbörnin slá í gegn
Börn Aðeins átta þúsund manns
hafa séð myndina hér heima.
Gísli Örn, Ólafur Darri
Ólafsson og Ragnar Bragason