Fréttablaðið - 29.09.2006, Blaðsíða 78

Fréttablaðið - 29.09.2006, Blaðsíða 78
 29. september 2006 FÖSTUDAGUR46 HRÓSIÐ … 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 FRÉTTIR AF FÓLKI Auður Jónsdóttir rithöfundur stendur í ströngu þessa dagana. Ný skáldsaga lítur brátt dagsins ljós og ber heitið Tryggðapantur. Þetta er fyrsta skáldsaga Auðar síðan Fólkið í kjallaranum kom fyrir tveimur árum en svo vill til að hún kemur einmitt út í danskri þýðingu í dag. Og eins og það sé ekki nóg að bisast í jólabókaflóðinu á Íslandi og fylgja eftir útgáfu í Danmörku, ætlar Auður að flytja til Barcelona í nóvember. „Ég hugsa að ég haldi bara áfram að vinna þar og læri kannski smá spænsku í leiðinni,“ segir Auður, sem hefur búið í Kaup- mannahöfn undanfarin ár. „Ég von- ast þó til að geta komið heim fyrir jólin, hitta fjölskylduna og fylgja nýju bókinni eitthvað eftir.“ Stutt er síðan Auður rak smiðs- höggið á Tryggðapant. Að sögn er hér á ferð áleitin nútímasaga sem tekur á brýnum og umdeildum samfélagsmálum líðandi stundar. Hún fjallar um ríka konu sem upp- götvar að arfurinn er á þrotum og grípur til óvenjulegra ráða til þess að afla fjár. Fólkið í kjallaranum, hlaut mikið lof þegar hún kom út árið 2004 og fékk Auður meðal ann- ars Íslensku bókmenntaverðlaun- in fyrir. Sem fyrr er það Edda sem gefur bækur Auðar út. -bs Auður flytur til Barcelona AUÐUR JÓNSDÓTTIR Rak smiðshöggið á nýja skáldsögu fyrir skömmu og hyggur nú á búferlaflutninga. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Eins og Fréttablaðið hefur þegar greint frá ætlar Ólafur Jóhann- esson að gera kvikmynd eftir bók Þorvalds Þorsteinssonar, Við fótskör meistarans. Þegar hefur verið staðfest að Eggert Þorleifs- son muni leika aðalhlutverkið í myndinni og á heimasíðu kvik- myndafyrirtækis Ólafs, Poppoli, má sjá að fleiri hafa bæst í hópinn því Hjálmar Hjálmarsson og Jóhann G. Jóhannsson, betur þekktur sem Bárður úr Stundinni okkar, eru orðaðir við hlutverk í myndinni auk Péturs Jóhanns Sigfússon- ar úr Strákunum, en áætlað er að myndin fari í tökur á næsta ári. Brúðuþátturinn Búbbarnir hefur valdið stjórnendum Stöðvar 2 miklum vonbrigðum samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Upp- haflega var gert ráð fyrir að þeir yrðu aðaltromp stöðvarinnar á laugardögum en það herbragð virðist ekki hafa heppnast. Þættirnir hafa nú verið færðir yfir á fimmtu- dagskvöld, á undan Hemma Gunn og leika jafnframt stórt hlutverk í morgunsjónvarpi stöðvarinnar en þeir þykja ekki hafa náð að fanga eldri áhorfendahópinn að skjánum. Samkvæmt heim- ildum blaðsins er ekki líklegt að farið verði í fram- hald af Búbb- unum enda virðist Stöð 2 ætla einbeita sér að framleiðslu leikins efnis í framtíðinni. Nafnið X-Factor hefur eitthvað farið fyrir brjóstið á fólkið í landinu. Sagan segir að sumir hverjir haldi að þau Páll Óskar, Ellý í Q4Y og Einar Bárðarson ætli að bjóða upp á köngulóarát og sporðdreka- bardaga að hætti annars þáttar að nafni Fear Factor. Þetta er því miður alls kostar ekki rétt þótt óneitanlega hefði verið gaman að sjá þrenning- una hvetja lands- menn til að éta alls kyns viðbjóð ásamt öðrum hættum. -fgg LÁRÉTT 2 réttur 6 ryk 8 rangl 9 loka 11 tveir eins 12 ofreyna 14 yndis 16 skóli 17 fát 18 for 20 slá 21 tryggur. LÓÐRÉTT 1 kvenflík 3 rykkorn 4 greindur 5 upphrópun 7 málglaður 10 taug 13 útdeildi 15 lítill 16 flík 19 óreiða. LAUSN ... fær Sunna Dögg Ásgeirsdótt- ir sem sigraði í fatahönnunar- keppni Hagkaups og selur nú hönnun sína í versluninni. Vasa línan Fer vel í veski Útvarpsmaðurinn góð- kunni Sigurður G. Tóm- asson mun hefja upp raust sína á Útvarpi Sögu á mánudaginn eftir nokkra fjarveru. Endurkoma Sigurðar er ekki síst athygli verð fyrir þær sakir að hann yfir- gaf Sögu á sínum tíma í fússi ásamt félögum sínum og meðeig- endum Hallgrími Thorsteinssyni og Ingva Hrafni Jónssyni þegar þeim sinnaðist við fjórða eigand- ann, Arnþrúði Karlsdótt- ur, sem hefur verið ein- valdur á Sögu síðan. „Það er nú dálítið síðan við náðum sáttum í þessu máli og mér finnst allt í lagi að prófa þetta enda finnst mér gaman í útvarpi“ segir Sigurð- ur sem telur sér óhætt að ráða sig í vinnu hjá Arnþrúði og verður í loftinu alla virka daga á milli klukkan 9 og 11 á morgnana. Litlar líkur eru á því að þeir Hall- grímur og Ingvi Hrafn muni fylgja Sigurði á fornar slóðir enda hvorgur á förum frá 365 miðlum. „Nei, mér hefur ekki boðist sá faðmur eins og Bubba og ég held ekki að mig myndi langa að hvíla í honum,“ segir Ingvi Hrafn aðspurður um hvort hann sé á leið- inni í faðm Arnþrúðar á Sögu líkt og Sigurður G. Tómasson. Hann segist hafa vitað til þess að Arnþrúður hafi hringt í Sigurð og boðið honum að koma á nýjan leik. Og fagnar því í sjálfu sér. En sjálfur er hann ekki á leiðinni. „Það er verið að ýta Hrafnaþingi inn í Ísland í dag. Við Sigmundur [Ernir Rúnarsson] erum að brjóta heilann um það, hvor í sínu lagi, nú um helgina hvaða flöt við finn- um á því.“ -þþ/jbg Sigurður G. snýr aftur á Sögu INGVI HRAFN JÓNSSON Ætlar ekki að fylgja í kjölfar Sigurðar G. ARNÞRÚÐUR KARLS- DÓTTIR OG SIGURÐUR G. TÓMAS- SON Hafa lagt gamlar væringar til hliðar og Sig- urður telur sér óhætt að ráða sig í vinnu hjá Arnþrúði. LÁRÉTT: 2 ragú, 6 im, 8 ráf, 9 lás, 11 ff, 12 sliga, 14 unaðs, 16 fg, 17 fum, 18 aur, 20 rá, 21 trúr. LÓÐRÉTT: 1 pils, 3 ar, 4 gáfaður, 5 úff, 7 málugur, 10 sin, 13 gaf, 15 smár, 16 fat, 19 rú. AUGL†SINGASÍMI 550 5000 Sögurnar, tölurnar, fólki›. FYLGIR FRÉTTABLA‹INU ALLA MI‹VIKUDAGA Breska dagblaðið The Guardian hefur keypt birtingarréttinn á örmyndasögum Hugleiks Dags- sonar og meinfyndnar teikningar hans munu byrja að birtast á síðum blaðsins strax í næsta mánuði. Þar fyrir utan hefur bókaútgefandinn HarperCollins keypt útgáfuréttinn á myndasögubókinni Forðist okkur í Bandaríkjunum og sömu sögu er að segja af Gyldendahl í Noregi. Það er því óhætt að segja að skammt sé stórra högga milli hjá Hugleiki en Penguin útgáfurisinn tryggði sér útgáfurétt bókarinnar í Bretlandi ekki alls fyrir löngu og hún kemur á markað þar í landi í nóvember. „Þessi nýjustu tíðindi hafa bara verið að gerast á síðustu fjórum eða fimm dögum,“ segir Egill Örn Jóhannsson, útgefandi Hugleiks hjá JPV. „Við þetta allt bætist svo að tímaritið Bookseller, sem er nokkurs konar biblía, fagtímarit bóksala og útgefenda, segir að Forðist okkur sé myndasaga árs- ins. Egill segir að sig hafi ekki órað fyrir því að frægðin myndi banka svona hressilega upp á hjá Hug- leiki þegar hann tók hann upp á sína arma fyrir nokkrum mánuð- um. „Þetta er auðvitað með alger- um ólíkindum ef maður hugsar út í þetta. Það er ekki ár síðan hann var sjálfur að hefta saman og líma bækurnar sínar og selja á förnum vegi. Nú er búið að selja hann til Penguin, HarperCollins, Gyld- endahl og Guardian. Þá er búið að setja upp leikverk byggt á sögum hans og hann er að semja áramóta- skaupið og söngleik fyrir Þjóðleik- húsið. Þetta er eiginlega algerlega út í hött en sýnir bara hvað hann er ofboðslega ferskur.“ Hugleikur sjálfur er alltaf jafn rólegur og kippir sér ekki upp við þessi tíðindi og kann engar skýr- ingar á viðbrögðunum sem verk hans hafa fengið. „Ég veit ekki hvað ég á að segja annað en að það er voðalega gleðilegt að þetta skuli vera að gerast en ég kann enga útskýringu á þessu.“ Hugleikur staðfestir að sögur hans hafi vakið mikla hrifningu hjá The Guardian og segir að á tímabili hafi staðið til að senda blaðamann til Íslands til þess að taka við hann viðtal. „Þeir róuðust svo eitthvað aðeins og þetta verð- ur gert í gegnum síma.“ Hugleikur segist aðspurður ekki telja sig vera að taka niður fyrir sig með því að skrifa efni fyrir áramótaskaup Sjónvarpsins nú þegar heimfrægðin kveður dyra. „Maður getur ekki sagt nei við skaupinu enda er þetta senni- lega eitthvað sem gerist bara einu sinni og þetta er nú ekki beint gúrkuárið,“ segir hann og fullyrðir að það sé enginn skortur á uppákomum sem hægt sé að gant- ast með í lok ársins. thorarinn@frettabladid.is HUGLEIKUR DAGSSON: FORÐIST OKKUR SÖGÐ MYNDASAGA ÁRSINS Verður fastur liður í bresku stórblaði HUGLEIKUR DAGSSON Myndasögubókin Avoid us kemur út í Bretlandi i nóvember. „Ég hef ekki enn séð krónu af þessu en peningarnir eru á leiðinni,“ segir hann og tekur velgengninni með stakri ró.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.