Fréttablaðið - 29.09.2006, Blaðsíða 64

Fréttablaðið - 29.09.2006, Blaðsíða 64
 29. september 2006 FÖSTUDAGUR32 menning@frettabladid.is ! Kl. 21.00Leiksýningin Mávur verður flutt í galleríinu Populus Tremula á Akureyri. Verkið, sem byggir á smásögu Halldórs Laxness, Jón í Brauðhúsum, er samið og flutt af Kötlu Aðalsteinsdóttur og Rögnu Gestsdóttur. Hljóðmaður er Ingimar Björn Davíðsson. Húsið verður opn- að kl. 20.30, aðgangur er ókeypis. > Ekki missa af ... föstudagskvöldi með djasstríó- inu Jagodinzinski sem leikur í Þjóðleikhúskjallaranum í tilefni af Pólskum menningardögum. Þeir félagar eru þekktir fyrir að djassa upp sjálfan Chopin. laugardegi í Listasafni Reykja- víkur. Í Hafnarhúsi fremja listakonurnar Ingibjörg Magna- dóttir og Kristín Eiríksdóttir óborganlegan gjörning með utanaðkomandi aðstoð. sunnudegi í Norræna húsinu þar sem rússnesku tónlistar- mennirnir Alexander Dimitriev og Vitaliy Dimitriev frá Péturs- borg leika listir sínar á dragspilið kl. 16. Listasafn Íslands mun sýna liðlega sjötíu listaverk franskra expressjónista, þar á meðal verk eftir Henri Matisse og Auguste Renoir, í tengslum við menningar- hátíð sem Frakkar halda á Íslandi. Sýningin „Un Regard Fauve“ ferð- ast hingað frá Musée des Beaux- Arts listasafninu í Bordeaux í Frakklandi og verður opnuð um miðjan desember en hún mun standa fram í febrúarmánuð. Franski expressjónisminn, fau- visminn, var afdrifaríkur tími innan málaralistarinnar og náði stefnan hámarki sínu í kringum 1905. Málverkið var skilgreint að nýju en öll túlkun viðfangsefnis- ins og róttæk litameðferð ein- kenndist í grundvallaratriðum af þörf málarans til að nota litinn sem tjáningarleið fyrir tilfinning- ar og skoðanir. Sýningin endur- speglar markvissa söfnun Lista- safnsins í Bordeaux á málverkum fauvistanna, og má rekja í henni upphaf og þróun uppreisnar litar- ins við lok 19. aldar og í byrjun 20. aldar. Ólafur Kvaran, forstöðumaður Listasafns Íslands, segist eiga vona á góðri aðsókn á sýninguna enda sé það ávallt viðburður þegar verk hinna miklu meistara lista- heimsins séu sýnd hér á landi. ,,Þetta verður í fyrsta sinn sem fauvisminn eða franski expressj- ónisminn verður sýndur eða kynnt- ur sérstaklega hér á landi. Þessir listamenn eru auðvitað vel þekktir og vinsælir en það er dálítið annað að sjá verk þeirra hér eða í heim- kynnum þeirra erlendis,“ segir hann og áréttar að mikilvægt sé að skoða sýningu sem sýninguna í víð- ara samhengi. ,,Þessi sýning varp- ar ákveðnu ljósi á alþjóðleg tengsl íslenskra listamanna við strauma og stefnur erlendis. Kynslóð íslenskra myndlistarmanna á millistríðsárunum tengdist þess- um listamönnum talsvert og því munum við til dæmis verða með sérsýningu á verkum Jóns Stefáns- sonar, en hann var eini íslenski nemandi Henri Matisse.“ Undanfarin ár hefur Listasafn Íslands unnið markvisst að því að byggja upp alþjóðleg tengsl við erlend söfn og því hafa stórar sýn- ingar á meistaraverkum ratað hingað til lands, til dæmis sýning á franskri 19. aldar myndlist. Fjöl- margir aðilar koma að skipulagn- ingu þessa listviðburðar, þar á meðal menntamálaráðuneytið og franska sendiráðið en sýningin þjófstartar menningarhátíð sem haldin verður á þeirra vegum eftir áramót. -khh Málverk Matisse og Renoir á Íslandi VERK HENRIS MATISSE Frönsku expressj- ónistarnir til sýnis á Íslandi í fyrsta sinn. Látbragðsleikarinn Iren- eusz Krosny brúar öll landamæri tungumála í list sinni, en hann er nú staddur hér á landi í tilefni af Pólskum menn- ingardögum og sýnir þrjár sýningar í Þjóðleikhús- inu. Krosny hefur haft hina orðlausu list að aðalstarfi síðan 1992, þegar hann stofnaði eins manns leik- hópinn One Mime Theatre. Hann hefur getið sér gott orð víða um Evrópu fyrir sýningar sínar og hlotið fjölda verðlauna. Frumleiki Krosnys nær bæði til viðfangsefna hans og tækni en hann hefur um árabil þróað sinn persónulega stíl sem gefur að sögn til kynna að látbragðið sé leikur einn, sem þó er ekki raunin enda um mikla nákvæmnislist að ræða. Krosny kitlar hláturtaug- ar gesta Þjóðleikhússins kl. 20 í kvöld en hinar tvær sýningarnar verða á sama tíma, laugardags- og sunnudagskvöld. Frekari upplýsingar um dagskrá Pólsku menn- ingardaganna má finna á heimasíðunni, www. polska.is. Svartklætt séní frá Póllandi Nú eru síðustu forvöð að skoða verk Valgerðar Briem á sýning- unni „AND-LIT“ í Gerðarsafni, sem hefur vakið mikla athygli og umtal að undanförnu. Valgerður var einn áhrifamesti teiknikennari þjóðarinnar og skildi eftir sig safn merkilegra teikninga sem voru þó sjaldan sýndar opinberlega meðan hún var á lífi. Hefur Valgerður verið kölluð huldukona í íslenskri myndlist og er löngu tímabært að hún fái þann sess í íslenskri lista- sögu sem henni ber. Sýningunni lýkur sunnudaginn 1. október. Dóttir Valgerðar Briem, Val- gerður Bergsdóttir, býður upp á leiðsögn um verk móður sinnar um helgina og eru listunnendur hvattir til að láta þessa merki- legu sýningu ekki fram hjá sér fara. Valgerður Bergsdóttir fjallar einnig um eigin verk, sem sýnd eru á neðri hæð safnsins en sýning hennar hefur yfirskriftina „Teikn og hnit“. Gerðarsafn er opið frá 11-17 en Valgerður Bergsdóttir verður með leiðsögn kl. 15, laugardag og sunnudag. -khh Mæðgur í Gerðarsafni VALGERÐUR BERGSDÓTTIR Sýningu á verkum mæðgnanna Valgerðar Briem og dóttur hennar Bergsdóttur er að ljúka í Gerðarsafni. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA LEIKLIST ÁN ORÐA Í ÞJÓÐLEIKHÚSINU Krosny heim- sækir Ísland í tilefni af Pólskum menningardögum. ÓLAFUR KVARAN, FRAMKVÆMDASTJÓRI LISTASAFNS ÍSLANDS Segir mikilvægt að skoða sýninguna í samhengi við íslenska listasögu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Gestir Þjóðminjasafnsins geta sett sig í spæjarastellingarnar því á morgun verða opnaðar tvær for- vitnilegar sýningar sem virkja athyglisgáfurnar ekki síður en minnið. Í Myndasalnum verður sýningin „Ókunn sjónarhorn“ en þar gefur að líta myndir í eigu Þjóðminjasafnsins af óþekktum stöðum, húsum og fólki sem gestir eru vinsamlegast beðnir um að bera kennsl á ef mögulegt er. Á hverju ári berst Þjóðminja- safni Íslands fjöldi ljósmynda til varðveislu en mjög misjafnt er hve vel og nákvæmlega myndirnar eru skráðar og þótt allar myndir hafi ákveðið gildi í sjálfu sér eykst það og margfaldast við að þekkja það sem myndin sýnir. Þjóðminjasafn- ið hefur áður brugðið á það ráð með góðum árangri að sýna óþekkt- ar myndir og leita eftir liðsinni safngesta við að þekkja og greina myndefnið og hefur það spurst vel fyrir. Á sýningunni verða tæplega 150 ljósmyndir víða að af landinu sem þarf að greina, flestar teknar á tímabilinu 1930-1950. Skráningar- blöð liggja frammi við sýninguna. Hjálp frá gestum Þjóðminjasafns- ins getur gefið þessum myndum nýtt líf og gert þær að mikilsverð- ari heimildum um fortíðina. Samtímis verður opnuð sýning á ljósmyndum Gunnlaugs P. Kristinssonar á Veggnum fyrir framan Myndasal Þjóðminjasafns- ins. Gunnlaugur var virkur áhuga- ljósmyndari á Akureyri upp úr miðri 20. öld. Hann tók myndir af samfélaginu sem hann lifði og starfaði í, umhverfinu, viðburðun- um og hversdagsleikanum heima og heiman. Gunnlaugur veitti sam- tímamönnum sínum hlutdeild í þessum myndum með því að birta þær í bæjarblöðum en hann var auk þess fréttaritari sjónvarpsins á Akureyri um fjórtán ára skeið og birtust þá svarthvítar myndir hans í fréttum. Sýningin Myndir úr lífi mínu kemur frá Minjasafninu á Akur- eyri en þar er ljósmyndasafn Gunnlaugs P. Kristinssonar varð- veitt. Sýningarnar verða opnaðar kl. 16 á morgun en þær standa til 26. nóvember. Að greina fortíðina HVER ER ÞESSI SIPPANDI KONA? Þjóðminjasafnið leitar til gesta sinna og leitar liðsinnis við að bera kennsl á fólk, byggingar og staðhætti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.