Fréttablaðið


Fréttablaðið - 29.09.2006, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 29.09.2006, Qupperneq 6
6 29. september 2006 FÖSTUDAGUR KJÖRKASSINN �������������������������������������������� ����������������������������������� ������ ������������������ ������������������������������� �������������������������������� ��������������������������������������������������� ��������������� ������������������ RÍKISÚTVARPIÐ Hlutfall innlends dagskrárefnis á kjörtíma (19.00- 23.00) Sjónvarpsins eykst úr 44 prósentum nú í 65 prósent á næstu fimm árum. Á sama tíma skal Sjónvarpið kaupa innlent dag- skrárefni af sjálfstæðum fram- leiðendum fyrir meira en tvöfalda þá upphæð sem nú er keypt fyrir. Þetta er meðal þess sem kveðið er á um í nýjum samningi mennta- málaráðuneytisins og Ríkisút- varpsins um þjónustu RÚV. Samningurinn, sem nær til árs- ins 2011, hefur ekki verið undar- ritaður og öðlast ekki gildi fyrr en Ríkisútvarpið er orðið að hlutafé- lagi í eigu ríksins. Frumvarp þar að lútandi verður lagt fram í næstu viku. Þorgerður Katrín Gunnarsdótt- ir menntamálaráðherra segir samninginn ekki nauðsynlegan fylgifisk nýrra laga um RÚV en telur efni hans skerpa hlutverk þess. „Þarna kemur fram til hvers við ætlumst af RÚV og að for- gangsraðað verði í þágu innlendr- ar dagskrárgerðar, textunar, barnaefnis og svo framvegis.“ Ríkisútvapið kaupir í dag inn- lent sjónvarpsefni af sjálfstæðum framleiðendum fyrir um 100 millj- ónir á ári. Við lok samningstímans 2011 skal RÚV kaupa slíkt efni fyrir 250 milljónir. Um leið er rágðert að RÚV auki eigin fram- leiðslu. Páll Magnússon útvarpsstjóri segir miklar kröfur gerðar til Rík- isútvarpsins í samningnum og hann virki hvetjandi á starfsfólk. „Ég lít á samninginn sem svipu á okkur til að fara markvisst og hraðar í þá átt, sem við öll viljum fara í, að auka innlent efni í dag- skránni.“ Mælikvarðar verði á dagskránni og vel fylgst með hvort kröfurnar séu uppfylltar. „Það verður erfitt að uppfylla þetta enda meira en að segja það að auka hlutdeild innlends efnis á kjörtíma í sjónvarpi um 50 pró- sent. En við gerum það samt,“ segir Páll. Auk almennra ákvæða sem snúa að þjónustu Ríkisútvarpsins í almannaþágu eru einstök atriði í samningnum sem kveða á um breytingar. Fjöldi textaðra klukku- stunda skal aukast að lágmarki um 100 prósent frá upphafi samn- ingstímans til loka hans, leitast skal við að miðla fréttum og upp- lýsingum á erlendu tungumáli og sjónvarpsefni á Norðurlandamál- um skal að jafnaði vera að lág- marki fimm prósent af útsendu efni. bjorn@frettabladid.is Íslenskt sjónvarps- efni aukið á RÚV Sjónvarpinu er gert að stórauka kaup á innlendu efni á næstu árum. Textað efni verður tvöfaldað. Frumvarp um breytingu Ríkisútvarpsins í hlutafélag verður lagt fram í næstu viku. Afnotagjöld verða aflögð en skattur lagður á í staðinn. NÚ VERÐA SAGÐAR FRÉTTIR Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra og Páll Magnússon útvarpsstjóri fluttu fréttir af nýjum samningi um hlutverk og skyldur RÚV í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA BRETLAND, AP John Prescott, aðstoð- arforsætisráðherra Bretlands og varaformaður breska Verka- mannaflokksins, ætlar að hætta um leið og Tony Blair forsætisráð- herra lætur af embætti, sem verð- ur í síðasta lagi næsta haust. Prescott skýrði frá þessu í ræðu sinni á síðasta degi flokksþings Verkamannaflokksins í gær. Jafnframt bað hann flokksmenn sína fyrirgefningar á vandræða- málum sem hafa tengst honum undanfarið, meðal annars fram- hjáhaldi sem hann hefur viðurkennt að hefði átt sér stað. „Ég veit að ég brást sjálf- um mér á síð- asta ári, ég brást ykkur,“ sagði hann og bætti við: „Mig langar bara til að segja að mér þyki það leitt.“ Flokksþingi Verkamannaflokks- ins lauk í gær, en þetta verður þá síðasta þingið sem þeir Blair og Prescott sitja. Á þinginu gerði Gordon Brown fjármálaráðherra lýðum ljóst að hann muni sækjast eftir því að verða eftirmaður Blairs. Mestu athyglina á þinginu vöktu þó ummæli Cherie Blair, eiginkonu forsætisráðherrans, sem einhverj- um heyrðist segja: „Það er lygi“, þegar Brown talaði um það í ræðu sinni á þinginu hve samvinna þeirra Blairs hefði verið góð. - gb Prescott boðar starfslok sín á lokadegi flokksþings breska Verkamannaflokksins: Biður félaga sína fyrirgefningar LITHÁEN „Stundum er erfitt að skilja hvernig lítil þjóð eins og þið gat verið jafn ákveðin og hugrökk að taka þetta skref og styðja sjálf- stæði Litháens þegar önnur ríki þorðu ekki að gera það,“ segir Viktoras Muntianas, forseti lithá- íska þingsins. Hann er í opinberri heimsókn hér á landi í boði Sólveigar Péturs- dóttur, forseta Alþingis, og vildi nota tækifærið til þess að þakka íslensku þjóðinni fyrir „að gera okkur kleift að verða fullgildir þátttakendur í alþjóðasamfélag- inu“. Litháar hafa greinilega ekki gleymt því að Alþingi Íslendinga samþykkti einróma stuðning við sjálfstæðisbaráttu Litháens snemma árs 1990, og síðan sam- þykkti þingið aftur ári síðar að við- urkenna sjálfstæði Litháens með formlegum hætti. Muntianas segir að sú viðurkenning hafi skipt sköp- um. Við litla athöfn í Alþingishúsinu í gær afhenti Sólveg Pétursdóttir honum afrit af þessum tveimur sögulegu ályktunum Alþingis, und- irritaðar og innrammaðar, og sagð- ist vonast til þess að Muntianas gæti fundið þeim viðeigandi stað í þinghúsi Litháens. Með Muntianas í för hér á landi eru þingmennirnir Justinas Karos- as, formaður utanríkismálanefnd- ar og Marija Ausrine Pavilioniene, varaformaður Evrópunefndar. - gb Forseti litháíska þingsins sem er í opinberri heimsókn á Íslandi segist þakklátur: Íslendingar hugrakkir að styðja sjálfstæði ÞINGFORSETAR SKIPTAST Á GJÖFUM Sólveig Pétursdóttir afhendir Viktoras Muntianas tvær sögulegar þingsályktanir. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR JOHN PRESCOTT 550 5600 Hringdu ef blaðið berst ekki - mest lesið Ertu sátt/sáttur við nýja varnar- samninginn? Já 35,8% Nei 64,2% SPURNING DAGSINS Í DAG: Er haustið uppáhalds árstíðin þín? Segðu skoðun þína á visir.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.