Fréttablaðið - 29.09.2006, Síða 6
6 29. september 2006 FÖSTUDAGUR
KJÖRKASSINN
��������������������������������������������
�����������������������������������
������
������������������
�������������������������������
��������������������������������
���������������������������������������������������
��������������� ������������������
RÍKISÚTVARPIÐ Hlutfall innlends
dagskrárefnis á kjörtíma (19.00-
23.00) Sjónvarpsins eykst úr 44
prósentum nú í 65 prósent á næstu
fimm árum. Á sama tíma skal
Sjónvarpið kaupa innlent dag-
skrárefni af sjálfstæðum fram-
leiðendum fyrir meira en tvöfalda
þá upphæð sem nú er keypt fyrir.
Þetta er meðal þess sem kveðið
er á um í nýjum samningi mennta-
málaráðuneytisins og Ríkisút-
varpsins um þjónustu RÚV.
Samningurinn, sem nær til árs-
ins 2011, hefur ekki verið undar-
ritaður og öðlast ekki gildi fyrr en
Ríkisútvarpið er orðið að hlutafé-
lagi í eigu ríksins. Frumvarp þar
að lútandi verður lagt fram í næstu
viku.
Þorgerður Katrín Gunnarsdótt-
ir menntamálaráðherra segir
samninginn ekki nauðsynlegan
fylgifisk nýrra laga um RÚV en
telur efni hans skerpa hlutverk
þess. „Þarna kemur fram til hvers
við ætlumst af RÚV og að for-
gangsraðað verði í þágu innlendr-
ar dagskrárgerðar, textunar,
barnaefnis og svo framvegis.“
Ríkisútvapið kaupir í dag inn-
lent sjónvarpsefni af sjálfstæðum
framleiðendum fyrir um 100 millj-
ónir á ári. Við lok samningstímans
2011 skal RÚV kaupa slíkt efni
fyrir 250 milljónir. Um leið er
rágðert að RÚV auki eigin fram-
leiðslu.
Páll Magnússon útvarpsstjóri
segir miklar kröfur gerðar til Rík-
isútvarpsins í samningnum og
hann virki hvetjandi á starfsfólk.
„Ég lít á samninginn sem svipu á
okkur til að fara markvisst og
hraðar í þá átt, sem við öll viljum
fara í, að auka innlent efni í dag-
skránni.“ Mælikvarðar verði á
dagskránni og vel fylgst með
hvort kröfurnar séu uppfylltar.
„Það verður erfitt að uppfylla
þetta enda meira en að segja það
að auka hlutdeild innlends efnis á
kjörtíma í sjónvarpi um 50 pró-
sent. En við gerum það samt,“
segir Páll.
Auk almennra ákvæða sem
snúa að þjónustu Ríkisútvarpsins í
almannaþágu eru einstök atriði í
samningnum sem kveða á um
breytingar. Fjöldi textaðra klukku-
stunda skal aukast að lágmarki
um 100 prósent frá upphafi samn-
ingstímans til loka hans, leitast
skal við að miðla fréttum og upp-
lýsingum á erlendu tungumáli og
sjónvarpsefni á Norðurlandamál-
um skal að jafnaði vera að lág-
marki fimm prósent af útsendu
efni. bjorn@frettabladid.is
Íslenskt sjónvarps-
efni aukið á RÚV
Sjónvarpinu er gert að stórauka kaup á innlendu efni á næstu árum. Textað efni
verður tvöfaldað. Frumvarp um breytingu Ríkisútvarpsins í hlutafélag verður
lagt fram í næstu viku. Afnotagjöld verða aflögð en skattur lagður á í staðinn.
NÚ VERÐA SAGÐAR FRÉTTIR Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra og Páll Magnússon útvarpsstjóri fluttu fréttir af
nýjum samningi um hlutverk og skyldur RÚV í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA
BRETLAND, AP John Prescott, aðstoð-
arforsætisráðherra Bretlands og
varaformaður breska Verka-
mannaflokksins, ætlar að hætta
um leið og Tony Blair forsætisráð-
herra lætur af embætti, sem verð-
ur í síðasta lagi næsta haust.
Prescott skýrði frá þessu í ræðu
sinni á síðasta degi flokksþings
Verkamannaflokksins í gær.
Jafnframt bað hann flokksmenn
sína fyrirgefningar á vandræða-
málum sem hafa tengst honum
undanfarið, meðal annars fram-
hjáhaldi sem
hann hefur
viðurkennt að
hefði átt sér
stað.
„Ég veit að
ég brást sjálf-
um mér á síð-
asta ári, ég
brást ykkur,“
sagði hann og
bætti við: „Mig langar bara til að
segja að mér þyki það leitt.“
Flokksþingi Verkamannaflokks-
ins lauk í gær, en þetta verður þá
síðasta þingið sem þeir Blair og
Prescott sitja.
Á þinginu gerði Gordon Brown
fjármálaráðherra lýðum ljóst að
hann muni sækjast eftir því að
verða eftirmaður Blairs.
Mestu athyglina á þinginu vöktu
þó ummæli Cherie Blair, eiginkonu
forsætisráðherrans, sem einhverj-
um heyrðist segja: „Það er lygi“,
þegar Brown talaði um það í ræðu
sinni á þinginu hve samvinna
þeirra Blairs hefði verið góð. - gb
Prescott boðar starfslok sín á lokadegi flokksþings breska Verkamannaflokksins:
Biður félaga sína fyrirgefningar
LITHÁEN „Stundum er erfitt að
skilja hvernig lítil þjóð eins og þið
gat verið jafn ákveðin og hugrökk
að taka þetta skref og styðja sjálf-
stæði Litháens þegar önnur ríki
þorðu ekki að gera það,“ segir
Viktoras Muntianas, forseti lithá-
íska þingsins.
Hann er í opinberri heimsókn
hér á landi í boði Sólveigar Péturs-
dóttur, forseta Alþingis, og vildi
nota tækifærið til þess að þakka
íslensku þjóðinni fyrir „að gera
okkur kleift að verða fullgildir
þátttakendur í alþjóðasamfélag-
inu“.
Litháar hafa greinilega ekki
gleymt því að Alþingi Íslendinga
samþykkti einróma stuðning við
sjálfstæðisbaráttu Litháens
snemma árs 1990, og síðan sam-
þykkti þingið aftur ári síðar að við-
urkenna sjálfstæði Litháens með
formlegum hætti. Muntianas segir
að sú viðurkenning hafi skipt sköp-
um.
Við litla athöfn í Alþingishúsinu
í gær afhenti Sólveg Pétursdóttir
honum afrit af þessum tveimur
sögulegu ályktunum Alþingis, und-
irritaðar og innrammaðar, og sagð-
ist vonast til þess að Muntianas
gæti fundið þeim viðeigandi stað í
þinghúsi Litháens.
Með Muntianas í för hér á landi
eru þingmennirnir Justinas Karos-
as, formaður utanríkismálanefnd-
ar og Marija Ausrine Pavilioniene,
varaformaður Evrópunefndar. - gb
Forseti litháíska þingsins sem er í opinberri heimsókn á Íslandi segist þakklátur:
Íslendingar hugrakkir að styðja sjálfstæði
ÞINGFORSETAR SKIPTAST Á GJÖFUM Sólveig Pétursdóttir afhendir Viktoras Muntianas
tvær sögulegar þingsályktanir. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR
JOHN PRESCOTT
550 5600
Hringdu ef blaðið berst ekki
- mest lesið
Ertu sátt/sáttur við nýja varnar-
samninginn?
Já 35,8%
Nei 64,2%
SPURNING DAGSINS Í DAG:
Er haustið uppáhalds árstíðin
þín?
Segðu skoðun þína á visir.is