Fréttablaðið - 29.09.2006, Síða 49
FÖSTUDAGUR 29. september 2006
Benedikt Hermann Hermanns-
son, betur þekktur sem Benni
Hemm Hemm, hugsar ekki
mikið um sparnaðinn. Það sést
best á forláta minidisc-upp-
tökutæki sem hann keypti en
hefur lítið getað notað.
Fyrir tíu árum keypti Benni fjög-
urra rása minidisc-upptökutæki í
Tónabúðinni. „Tækið þurfti sér-
staka tegund af mínídiskum sem
voru eiginlega hvergi til á landinu,
og heldur ekki neins staðar í heim-
inum að ég held. Það var alla vega
voðalega erfitt að nálgast þá,“
segir Benni. „Þetta var eitthvað
svona format-mutant sem ekki
náði sér á strik.“
Tækið var ekki ódýrt en vegna
sérstöðu diskanna gat Benni lítið
notað það. Hann á það ennþá en
það liggur niðri í skúffu þar sem
það safnar ryki og mun að öllum
líkindum gera um ómuna tíð.
Það þarf engum að koma á
óvart að Benna finnst hann hafa
gert bestu kaup sín á tónlistar-
sviðinu. „Bestu kaupin eru Martin-
gítar sem ég keypti mér í vetur,“
segir Benni. „Þetta er fyrsti
almennilegi gítarinn minn og
verða að teljast góð kaup.“ Gítar-
inn fékk Benni á mjög góðum kjör-
um í Tónastöðinni. „Þeir eru svo
skemmtilegir þar og ég fékk gítar-
inn á fínu verði gegnum hressi-
leika þeirra,“ bætir Benni við.
Benni segist lítið hugsa um að
spara en þvertekur í sömu andrá
fyrir að vera eyðslukló. „Maður
reynir að fara í Bónus eins oft og
maður getur en maður á heima
nálægt Krambúðinni og hún freist-
ar manns alltaf,“ segir Benni.
„Annars er ég eins og flestir í
þessu, reyni að fara með öll stór-
innkaup í Bónus en fer annars bara
út í næstu búð.“ tryggvi@frettabladid.is
Gítar á góðum kjörum
Góð hljóðfæri eru nauðsynleg fyrir góða tónlistarmenn. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR
Heilsustúdíó
Grennum, stinnum, losum þig við
appelsínuhúð, afeitrum líkamann,
Fakebake brúnkumeðferð, leirvafningar,
jurtavafningar og margt fl eira.
4,6 og 8 vikna átak í boði!
Frábær opnunartilboð!
Þú nærð árangri hjá okkur!
Ókeypis prufutími og greining.
Pantaðu tíma
í s. 587-3750
Líka fyrir karlmenn!
www.englakroppar.is
Langarima 21-23
(Miðgarði)
sími 587-3750
ERUM FLUTT!!
Í Langarima 21-23 (Miðgarði)
�����������
������������������������
����������������������������������������������
Faxafeni 5 • Reykjavík • Sími 588 8477 • betrabak@betrabak.is • www.betrabak.is
Opið virka daga frá kl. 10-18 • Laugardaga frá kl. 11-16
w
w
w
.d
es
ig
n.
is
©
20
06