Fréttablaðið - 29.10.2006, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 29.10.2006, Blaðsíða 11
SUNNUDAGUR 29. október 2006 11 SENDIÐ OKKUR LÍNU Við hvetjum lesendur til að senda okkur línu og leggja orð í belg um málefni líðandi stundar. Greinar og bréf skulu vera stutt og gagn- orð. Eingöngu er tekið á móti efni sem sent er frá Skoðanasíðunni á visir.is. Þar eru nánari leiðbein- ingar. Ritstjórn ákveður hvort efni birtist í Fréttablaðinu eða Vísi eða í báðum miðlunum að hluta eða í heild. Áskilinn er réttur til leiðrétt- inga og til að stytta efni. UMRÆÐAN Menntamál Það eru merkileg tíðindi að á örfáum árum skuli Íslendingar hafa farið fram úr Norðmönnum og Dönum og náð Svíum þegar kemur að fjölda ungmenna sem stunda háskólanám. Í nýjasta hefti Norrænna hagtalna kemur fram að árið 2000 hafi 10,5% Íslendinga á aldrinum 20-40 ára stundað háskólanám. Árið 2004, einungis fjórum árum síðar, var þetta hlut- fall komið upp í 15%. Háskóla- nemum hefur enn haldið áfram að fjölga frá árinu 2004 en við eigum þó nokkuð í land með að ná Finn- um þar sem hlutfallið er tæp 20%. Þegar norrænu hagtölurnar eru skoðaðar sést einnig að hlutfalls- lega margir Íslendingar stunda nám utan heimalandsins og íslensku námslánin eru hærri en gengur og gerist annars staðar á Norðurlöndunum. Ef við skoðum aldurshópinn 15- 74 ára sést að hvergi eru hlutfalls- lega fleiri skráðir í einhvers konar nám en á Íslandi. Hér er hlutfallið 19,9% en næstir koma Finnar með 18,5%. Lægst er hlutfallið í Dan- mörku eða 13,2%. Við sjáum þessa miklu mennta- sókn einnig endurspeglast í íslenskum hagtölum um útgjöld til menntamála. Á dögunum kynnti Hagstofa Íslands uppfærðar tölur fyrir síðustu ár þar sem í fyrsta skipti er tekið mið af samevrópsk- um staðli við framsetningu slíkra talna. Í þessum tölum kemur fram að árið 1998 voru útgjöld til fræðslumála 6,56% af vergri landsframleiðslu en þetta hlutfall er komið upp í 7,56% árið 2005 þrátt fyrir mikla aukningu á landsfram- leiðslu á sama tímabili. Það má því segja að á sama tíma og þjóðarka- kan stækkar hratt sker- um við einnig hlutfalls- lega sífellt stærri sneið af henni til menntamála. Þá kemur einnig fram að útgjöld til háskólamála voru 1,59% af vlf. á síðasta ári. Hafa þau verið að vaxa jafnt og þétt hlutfallslega þrátt fyrir mikinn hagvöxt. Má nefna sem dæmi að hag- vöxtur nam 7,7% árið 2004 og 7,5% árið 2005. Aðrir útreikningar sýna aukninguna betur. Hagstofan reiknar líka þróun útgjalda til háskóla- stigsins á mann á verðlagi ársins 2005. Sá samanburður er gagnlegur því að mannfjöldaþróun er ekki eins miklum sveiflum háð og landsframleiðsla. Í ljós kemur að útgjöld á mann til háskóla árið 2003 námu 50.700 kr. en voru komin upp í 54.300 kr. árið 2005. Þessar tölur sýna svo ekki verður um villst þá miklu áherslu sem lögð hefur verið á menntun undanfarin ár. Menntun sem mun skila þjóðinni ómældum ávinn- ingi á næstu áratugum. Því má þó ekki gleyma að aukin fjárframlög ein og sér tryggja ekki árangur. Samhliða því sem við aukum fjármagn til menntamála verður að efla áherslu á gæði og eftirlit með kennslu og rannsóknum í skóla- kerfinu. Á næstu árum er mikil- vægt að áfram verði haldið á þessari braut, til að festa árang- urinn í sessi og tryggja að Ísland verði eitt helsta þekkingarþjóð- félag veraldar. Höfundur er menntamálaráðherra. Einstök menntasókn ÞORGERÐUR KATRÍN GUNNARSDÓTTIR Þessar tölur sýna svo ekki verð- ur um villst þá miklu áherslu sem lögð hefur verið á mennt- un undanfarin ár. UMRÆÐAN Meintar hleranir Umræður um hleranir hafa yfirskyggt pólitíska umræðu að undanförnu. Sagnfræðingar hafa komist í skjöl um hleranir fyrr á árum og hafa þær upplýs- ingar vakið mikla athygli. Er hér einkum um að ræða hleranir á símum forustumanna Sósialista- flokksins og Alþýðubanda- lagsins. En einn- ig hefur komið fram, að sími Jóns Baldvins Hannibalssson- ar fyrrum utan- ríkisráðhera, hafi verið hler- aður á meðan hann var utan- ríkisráðherra. Það þykir ekki miklum tíðindum sæta, að símar forustumanna Sós- ialistaflokksins hafi verið hleraðir en hitt eru miklar fréttir, að sími Jóns Baldvins hafi verið hleraður á meðan hann var utanríkisráð- herra. Þessi mál þarf að rannsaka öll ofan í kjölinn og er eðlilegast, að þingnefnd á vegum Alþingis rannsaki málið. Á meðan mál þessi eru ekki fullrannsökuð þýðir ekk- ert að ræða um að stofna íslenska leyniþjónustu eða eftirlitsstofnun. Umræðan um hleranir hefur vald- ið miklum taugatitringi í Sjálf- stæðisflokknum. Böndin hafa bor- ist að Sjálfstæðisflokknum í þessu máli. Upplýst hefur verið, að tveir dómsmálaráðherrar Sjálfstæðis- flokksins létu hlera síma þing- manns Alþýðubandalagsins. En ekki er vitað enn hver lét hlera síma Jóns Baldvins Hannibalsson- ar. Fróðlegt verður að frétta hver þar var að verki. Höfundur er viðskiptafræðingur. Hleranir afhjúpaðar BJÖRGVIN GUÐMUNDSSON 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.