Fréttablaðið - 30.10.2006, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 30.10.2006, Blaðsíða 6
6 30. október 2006 MÁNUDAGUR PRÓFKJÖR 10.846 manns kusu í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík um helgina, en 21.317 voru á kjörskrá þegar kosningu lauk. Prófkjörsreglur Sjálfstæðis- flokksins mæla svo fyrir að hafi kjörsókn verið yfir 50 prósent sé kjörnefnd skylt að leggja það fram við fulltrúaráðsfund sjálfstæðis- félaganna í Reykjavík að niður- staða prófkjörsins verði bindandi. Samkvæmt því mun Geir H. Haarde, formaður flokksins, taka 1. sæti á lista í öðru hvoru Reykja- víkurkjördæmanna, en Guðlaugur Þór Þórðarsson alþingismaður, sem lenti í 2. sæti í prófkjörinu, mun leiða listann í hinu kjördæm- inu. Geir fékk 9.126 atkvæði í 1. sætið, en 1.655 kjósendur vildu ekki að hann mundi leiða annan hvorn listann. Björn Bjarnason dómsmálaráð- herra lenti í þriðja sæti í prófkjör- inu, sem þýðir að hann mun, að öllu óbreyttu, taka 2. sæti á fram- boðslista í öðru hvoru kjördæm- inu. 3.257, eða um þriðjungur kjós- enda, vildi ekki að Björn sæti á framboðslista flokksins í komandi þingkosningum. Hann fékk hins vegar 360 atkvæði, næstflest á eftir Geir Haarde, í 1. sæti. Guðfinna S. Bjarnadóttir, rekt- or Háskólans í Reykjavík, lenti í 4. sæti í prófkjörinu og mun því skipa 2. sætið á öðrum hvorum listanum. Ásta Möller, eina konan sem nú er í þingflokki Sjálfstæðis- flokksins, lenti í 7. sæti í prófkjör- inu og mun því skipa 4. sætið í öðru hvoru kjördæminu. Konur lentu í 10., 11. og 12. sæti í próf- kjörinu. Fái Sjálfstæðisflokkurinn jafn marga þingmenn í alþingis- kosningunum í vor og hann fékk árið 2003, mun þingflokkur hans verða skipaður sjö karlmönnum og tveimur konum. Pétur Blöndal alþingismaður, sem sóttist eftir 2.-3. sæti í próf- kjörinu, lenti í 6. sæti. 2.599 kjós- endur vildu ekki að hann tæki sæti á lista fyrir þingkosningarnar. Dögg Pálsdóttir lögmaður lenti í 1l. sæti, eða 7 sætum neðar en hún hafði óskað. Birgir Ármanns- son þingmaður lenti fjórum sætum neðar en hann hafði sóst eftir. Sig- ríður Á. Andersen hlaut 10. sætið en hafði óskað eftir 5.-7. sæti. Sig- urður Kári Kristjánsson var tvö- falt neðar en hann hafði sóst eftir, eða í 8. sæti. steindor@frettabladid.is KJÖRKASSINN Guðlaugur Þór Þórðarsson hlaut rúmlega 1.400 fleiri atkvæði en Björn Bjarnason: Yfir 3.000 kjósendur vildu Björn burt RÖÐ FRAMBJÓÐENDA EFTIR ATKVÆÐAFJÖLDA 1. Geir H. Haarde 9.825 2. Guðlaugur Þór Þórðarson 8.428 3. Guðfinna S. Bjarnadóttir 8.297 4. Illugi Gunnarsson 8.187 5. Ásta Möller 8.153 6. Sigurður Kári Kristjánsson 7.888 7. Birgir Ármannsson 7.746 8. Pétur Blöndal 7.683 9. Björn Bjarnason 7.025 10. Sigríður Á. Andersen 6.328 11. Dögg Pálsdóttir 5.991 12. Grazyna M. Okuniewska 3.514 „Ég get ekki sagt neitt um prófkjörið í sjálfu sér, það er ekki mitt verkefni að ráða því hvernig sjálfstæðis- menn haga sínum málum,“ segir Jón Sigurðsson, formaður Framsóknar- flokksins. „Ég hef fyrst og fremst áhuga á því að framsóknarmenn hafi sterkan lista. Ég óska bara sjálfstæðis- mönnum til hamingju með listann og vona að þeir séu ánægðir með hann. Þetta eru ágætis samstarfs- menn mínir í ríkisstjórninni sem ég ber virðingu fyrir. Ég hef unnið mörg ár með Guðfinnu Bjarnadóttur og Illugi er ágætis maður sem ég hef þekkt um skeið,“ segir Jón. ■ Jón Sigurðsson: Ber virðingu fyrir þessu fólki „Það eru að sjálfsögðu nokkur tíðindi að Björn þurfi að láta í minni pokann fyrir yngri manni, maður sem er ráðherra og í forystusveit flokksins,“ segir Stein- grímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna. „Það má líka segja að núverandi þingflokkur Sjálfstæð- isflokksins í Reykjavík fái ekki sérstaklega góða útkomu þarna. Það er að koma frambærilegt nýtt fólk inn, en sumir þingmannanna, jafnvel þeir reyndari, fá slæma kosningu,“ segir Steingrímur. „Hlutur kvenna er ívið skárri en var slakur síðast. En þrír efstu menn eru karlar, svo það er varla hægt að tala um breytingar.“ „En auðvitað skilja svona átök alltaf eftir sig sár og menn eyddu óhugnanlegum fjármunum í slag við félaga sína um sæti. ■ Steingrímur J. Sigfússon: Prófkjörsslagur skilur eftir sár Guðjón Arnar Kristjánsson, þingflokksformaður Frjálslynda flokksins, vildi lítið tjá sig um úrslit prófkjörs sjálfstæðis- manna, annað en að greinilegt væri að sjálfstæðisfólk væri að velja nýtt fólk í fremstu víglínu. „Ég óska bara sigur- vegurunum í þessu prófkjöri til hamingju og vona að þeir reynist þjóðinni vel.“ Aðspurður um útkomu Björns Bjarnasonar sagði Guðjón að flokksmenn hefðu líklega verið að senda ákveðin skilaboð um að endurnýjunar hafi verið þörf í forystusveitinni, með því að kjósa hann í þriðja sætið. ■ Guðjón A. Kristjánsson: Skilaboð um endurnýjun Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, telur hlut kvenna í prófkjöri sjálfstæðis- manna ansi rýran. „Þetta er gömul saga og ný í Sjálfstæð- isflokknum hér í Reykjavík að konur bera þar jafnan skarðan hlut frá borði.“ Ingibjörg telur skýringuna hljóta að liggja í hugmyndum flokksmanna um jafnréttismál. „Þegar þetta gerist æ ofan í æ er ekki hægt að sjá það öðruvísi en að flokksmenn leggi litla áherslu á jafnréttismál. Það er ekki hægt að segja að ekki hafi verið góðra kvenna völ,“ segir Ingibjörg en óskar þó sjálfstæðismönnum til hamingju með að hafa fengið Guðfinnu S. Bjarnadóttur í raðir sínar. ■ Ingibjörg Sólrún Gísladóttir: Rýr hlutur sjálf- stæðiskvenna PRÓFKJÖR Björn Bjarnason telur sig hafa unnið góðan varnarsigur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík um helgina. Á heima- síðu sinni, bjorn.is, skrifar hann pistil um prófkjörið, þar sem kemur fram að hann hafi fundað með Guðlaugi Þór Þórðarsyni, sem hlaut 2. sætið í prófkjörinu, áður en Guðlaugur hafði skilað inn framboði. Björn sagði Guðlaugi að átök „gætu orðið flokknum hættuleg“ og að „andstæðingar flokksins myndu leitast við að færa sér þau í nyt til að ýta undir flokkadrætti“. Björn segir að atlaga andstæð- inga flokksins hafi orðið til þess að hann og Geir H. Haarde, formaður flokksins, hafi haldið sameiginleg- an fund um öryggismál. Björn segir að á kjörtímabilinu hafi hann velt fyrir sér að hætta beinum stjórnmálaafskiptum og snúa sér að öðru. Helsta ástæðan hafi verið brottför varnarliðsins. Hann hafi þó verið sáttur við þriðja sætið, það sæti sem hann hafi fengið í öllum prófkjörum síðan hann hafi fyrst gefið kost á sér árið 1990, og sérstaklega hafi stuðningur lögreglumanna glatt hann. - sgj Björn Bjarnason: Bað Guðlaug um að bakka BJÖRN BJARNASON STJÓRNMÁL Hlutur kvenna að loknu prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík er ekki góður að mati Gunnars Helga Kristinssonar, prófessors í stjórnmálafræði, sem telur niðurstöðurnar að einhverju leyti skýrast af því að konur styðja Sjálfstæðisflokkinn í minna mæli heldur en karlar og eru færri meðal kjósenda flokksins. „Og það má kannski gera ráð fyrir að það séu fleiri karlar en konur í flokknum sem taka þátt í prófkjörum. Ég myndi telja líklegra að konur kjósi kynsystur sínar í meira mæli.“ Af þeim sjö konum sem buðu sig fram í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavíkur- kjördæmunum sitja þrjár í tíu efstu sætunum. Alls buðu 19 manns sig fram. Á Alþingi sitja nú níu þingmenn Sjálfstæðis- flokksins úr Reykjavíkurkjördæmunum. Í aðdraganda þingkosninganna árið 2003 buðu 126 frambjóðendur sig fram hjá Sjálfstæðisflokknum og voru konur þar af tæplega helmingur eða 47 prósent. Af þeim 23 þingmönnum Sjálfstæðisflokksins sem sitja nú á Alþingi eru sjö konur eða um 30 prósent þingflokksins. Gunnar Helgi segir úrslitin í seinustu kosningum hafa verið reiðarslag fyrir konur í Sjálfstæðisflokknum. „Og þó ég myndi ekki segja að þetta hafi verið stórkostleg framför hjá konum í þessu prófkjöri þá eru þessi úrslit heldur betri.“ - sdg GUNNAR HELGI KRISTINSSON PRÓFESSOR Í STJÓRNMÁLAFRÆÐI Segir ákveðna slagsíðu í kynjahlutföllum einkenna Sjálfstæðisflokkinn. Þrjár konur í tíu efstu sætum að loknu prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík: Hlutur kvenna er ekki góður Úrslitin í prófkjöri sjálfstæðismanna hafa vakið mikla athygli. Fréttablaðið leitaði eftir áliti formanna stjórnmálaflokkanna um úrslitin í prófkjörinu. Prófkjör Sjálfstæðisflokksins Tókst þú þátt í prófkjöri sjálf- stæðismanna í Reykjavík? Já 18,6% Nei 81,4% SPURNING DAGSINS Í DAG: Hefur þú lent í árekstri? Segðu skoðun þína á visir.is FORSÆTISRÁÐHERRA OG DÓMSMÁLARÁÐHERRA Björn Bjarnason mun ekki leiða lista í Reykjavíkurkjördæmi eins og hann hafði vonast til.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.