Fréttablaðið - 30.10.2006, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 30.10.2006, Blaðsíða 8
8 30. október 2006 MÁNUDAGUR VEISTU SVARIÐ? Dögg Pálsdóttir www.dogg.is Kæru sjálfstæðismenn í Reykjavík. Ég þakka kærlega fyrir frábæran stuðning í prófkjöri okkar um helgina. Með kærum kveðjum, 1 Hvaðan er stjórnmálakonan sem hlaut tólfta sætið í próf- kjöri sjálfstæðismanna? 2 Hvaða rómaði karlakór fagn- aði 90 ára afmæli um helgina? 3 Hversu gömul er Dómkirkjan í Reykjavík? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 38 FJÁRLÖG Fjárframlög til Útlend- ingastofnunar miðast við aðstæð- ur sem hér ríktu árið 1999. Þá veitti Útlendingastofnun um 4.576 dvalarleyfi til útlendinga. Það sem liðið er af þessu ári hafa verið útgefin tæplega 10.500 leyfi. Að auki hefur stofnunin þurft að veita fé til umönnunar hælisleitenda sem hingað koma og borið nokk- urn kostnað af erlendum refsi- föngum. Hildur Dungal, forstjóri Útlendingastofnunar, neitar því ekki að stofnunin sé í mikilli fjár- þörf. „Árið 1999 voru verkefni vegna útlendinga tiltölulega lítil en síðan hefur þessi málaflokkur stækkað gífurlega. Lítið samræmi hefur verið á milli fjárframlaga og gífurlegrar fjölgunar umsókna og annarra verkefna sem tengjast stækkandi innflytjendasamfé- lagi.“ Samkvæmt fjárlögum 2007 eru 165,8 milljónir ætlaðar í Útlend- ingastofnun. Hildur telur að stofn- unin þurfi minnst fimmtíu millj- ónir til viðbótar til að halda höfði og undirstrikar að stofnunin leit- ist ekki við að endurnýja tækni- búnað eða slíkt, heldur einfaldlega að hafa mannskap til að sinna hlut- verki sínu. „Þetta er stofnun sem þarf 30 starfsmenn, en þeir verða 23 í lok þessa árs.“ Mikilvægustu málin sitja á hak- anum vegna þessa, segir Hildur. „Við berum allan kostnað af umönn- un þeirra sem leita hælis á landinu, hvort sem þau mál eru hjá okkur eða ekki og í fyrra þurftum við til dæmis að taka um 30 milljónir úr okkar rekstri í þau. Okkur skortir því svigrúm til að leggja áherslu á þau atriði sem skipta mestu máli, það er sjálfa ákvarðanatökuna við leyfisveitingar og að kanna gildi þeirra gagna sem eru lögð fram í umsóknum. Einnig fjölgar ýmsum afleiddum verkefnum við það að útlendingasamfélagið stækkar, til dæmis vegna erlendra refsifanga. Það var ekki hugsað út í þessi mál við fjárlagagerð. Það þarf því í raun að endurskoða þann grunn sem fjárframlögin byggja á,“ segir Hildur. Björn Bjarnason dómsmálaráð- herra staðfesti í gær að málefni Útlendingastofnunar væru í skoð- un hjá dómsmálaráðuneytinu, en vildi lítið tjá sig að öðru leyti. klemens@frettabladid.is Mikilvæg mál- efni út undan Fjárframlög til Útlendingastofnunar eru ekki í sam- ræmi við gjörbreyttan veruleika innflytjendamála. Stofnunina skortir minnst fimmtíu milljónir. BIÐRÖÐ Í ÚTLENDINGASTOFNUN Verkefni stofnunarinnar eru mun viðameiri en fjárlög gera ráð fyrir og vantar um sjö starfsmenn til að hún geti sinnt þeim öllum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN DANMÖRK Um þúsund leigubíl- stjórar í Kaupmannahöfn ætla að loka öllum leiðum að Ráðhústorg- inu og Bella Center ráðstefnu- höllinni þegar tónlistarhátíð MTV-sjónvarpsstöðvarinnar fer þar fram á fimmtudag. Eru bílstjórarnir ósáttir við að fá engin verkefni í tengslum við hátíðina þar sem allur akstur verður í höndum bílstjóra sem ekki hafa leyfi til að starfa sem slíkir. Samkvæmt frétt á vefsíðu Pol- itiken í gær hefur stéttarfélag leigubílstjóranna einnig uppi áform um samskonar aðgerðir við Kastrup-flugvöll. - ks Danskir leigubílstjórar: Setja MTV-há- tíðina í herkví ÍSRAEL, AP Forseti Ísraels, Moshe Katsav, ætti að segja af sér tíma- bundið meðan á meðferð saka- mála hans stendur, en hann hefur verið sakaður um nauðganir og fleiri glæpi. Þetta kom fram í máli ríkissaksóknara Ísraels í gær. Saksóknarinn lét orð sín falla fyrir hæstarétti Ísraels, en hann hafði verið beðinn um að segja álit sitt á málinu. „Það er rangt og óviðeigandi“ að Katsav haldi áfram að starfa sem forseti undir þessum kringumstæðum, að sögn Meni Mazuz, ríkissaksóknara. Katsav, sem er sextugur, hefur verið sakaður um að hafa nauðg- að konum sem unnu fyrir hann og hefur rannsóknarlögreglan lagt til að hann verði ákærður fyrir þessa meintu glæpi. Eins hefur lögreglan sagt að Katsav skyldi ákærður fyrir fjársvik, embætt- isafglöp og ólöglegar hleranir. Sjálfur hefur forsetinn neitað allri sök og sagt samsæri vera í gangi gegn sér. Lítið vald fylgir forsetaemb- ættinu í Ísrael en ríkisstjórnin getur skipað honum að segja af sér sé talin þörf á. Mælti Mazuz með því að hún gerði það, sjái Katsav ekki að sér og láti tíma- bundið af störfum vegna þessa máls. - smk Forseti Ísraels sætir hörðum ásökunum vegna meintra nauðgana: Kasav ætti að segja af sér MOSHE KATSAV Forseti Ísraels hefur verið sakaður um alvarlega glæpi, meðal annars nauðganir. FRÉTTABLAÐIÐ/AP RÚSSLAND, AP Samstarfsmenn rúss- neska rannsóknarblaðamannsins Önnu Politkovskaju, sem myrt var við heimili sitt í Moskvu fyrr í mánuðinum, birtu á fimmtudag sextán síðna aukablað tileinkað minn- ingu hennar. Nutu þeir stuðnings rússneska blaða- mannasambandsins og erlendra fjölmiðla við verkið. Í hinu sextán síðna aukablaði Novaja Gazeta eru minningargreinar um Politkovskaju og sýnis- horn af verkum hennar, auk lista með nöfnum þeirra 211 blaðamanna sem látið hafa lífið með voveiflegum hætti í Rússlandi síðan árið 1992. Einnig er í blaðinu viðtal við móður blaðakonunnar þar sem haft er eftir henni að hún hafi grátbeðið dóttur sína að sýna meiri aðgætni í starfi sínu. Politkovskaja gat sér einkum orð fyrir að vekja athygli á pyntingum, mannrán- um og öðrum mannrétt- indabrotum í Tsjetsjen- íu, en með því bakaði hún sér óvild ráða- manna. Í aukablaðinu er sett ofan í við Vladimír Pútín Rússlandsforseta, sem á útfarardegi Polit- kovskaju gerði lítið úr áhrifum hennar á stjórn- málalíf í Rússlandi. Þessi ummæli hans eru hrakin með því að benda á að nærri 40 sakarannsóknir hafi verið hafnar á grundvelli upplýs- inga sem Politkovskaja kom á framfæri í greinum sínum. - aa Aukablað gefið út um Önnu Politkovskaju: Sett ofan í við Pútín HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Fram- kvæmdasvið Reykjavíkurborgar hefur samþykkt stöðubann á nýrri hjólarein milli Eskitorgs og Lönguhlíðar í Reykjavík. Stöðubannið tekur gildi þegar lögreglan hefur samþykkt það og auglýst það í Stjórnartíðindum. Stefán Finnsson, deildarstjóri hjá framkvæmdasviði, segir að stöðubannið þýði að hjólareinin sé ekki ætluð sem bílastæði. Þeir sem leggi þar bílum fái sekt eftir að viðeigandi skilti hafi verið sett upp. - ghs Langahlíð: Stöðubann samþykkt VLADIMÍR PÚTÍN Gerði lítið úr áhrif- um blaðakonunnar. Okkur skortir svigrúm til að leggja áherslu á þau atriði sem skipta mestu máli. HILDUR DUNGAL FORSTJÓRI ÚTLENDINGASTOFNUNAR Forsetinn endurkjörinn Georgi Parvanov, forseti Búlgaríu, var endurkjörinn í embættið í seinni umferð forsetakosninga landsins í gær. Samkvæmt útgönguspám fékk Parvanov tæp 80 prósent atkvæða. BÚLGARÍA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.