Fréttablaðið


Fréttablaðið - 30.10.2006, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 30.10.2006, Qupperneq 10
10 30. október 2006 MÁNUDAGUR SKIPULAGSMÁL „Þær tillögur sem nú liggja fyrir munu gera allt starf okkar til þessa að engu, því samkvæmt þeim mun rísa háhýsi við lóð okkar sem kæfir garðinn,“ segja Jóhannes Ágústsson og Lárus Jóhannesson, eigendur hljómplötuverslunarinnar 12 Tóna. 12 Tónar eru á Skólavörðustíg 15. Þar fyrir neðan hafa lóðirnar númer 13 og 13a verið sameinaðar í eina lóð. Gera á húsin tvö þar að einni byggingu og reisa auk þess nýja þriggja hæða viðbyggingu á baklóðinni að hluta til yfir bílastæðið aftan við SPRON. Viðbyggingin er Jóhannesi og Lárusi mikill þyrnir í augum. „Við eigendur 12 Tóna höfum tekið þátt í því undanfarin ár að byggja upp, ásamt ná- grönnum okkar og borgaryfirvöldum, Skóla- vörðustíginn sem mestu ferðamannagötu Reykjavíkur. Allt okkar kynningarstarf, sem byggist meðal annars á staðfestu skipulagi frá árinu 2003, hefur gengið út frá notkun á þeirri aðstöðu sem við keyptum hér á sínum tíma. Þar er garðurinn okkar stór hluti og laðar að sér fjölda manns á tónleika og ýmsar uppákomur sem við stöndum reglulega fyrir,“ segja Jóhannes og Lárus í yfirlýsingu sem þeir sendu Frétta- blaðinu eftir að blaðið leitaði viðbragða þeirra við framkvæmdunum fyrirhuguðu á nágrannalóðinni. Eigandi Skólavörðustígs 13 er fjárfest- ingafélagið Eyrir ehf. sem er félag feðg- anna Þórðar Magnússonar og Árna Odds Þórðarsonar. Arkitektastofan Argos hefur hannað teikningar að breytingum á húsun- um og viðbyggingunni. „Það sem skiptir aðalmáli er að yfirbragð götunnar mun taka stakkaskiptum,“ segir Stefán Örn Stefánsson, arkitekt hjá Argos. „Húsið verður fallegra og það kemur meiri heildarsvipur. Ég held að allir muni hafa gott af því.“ Þeir Jóhannes og Lárus hafa formlega mótmælt fyrirhugaðri byggingu. Það gerðu líka fleiri nágrannar við Skólavörðustíginn sem óttuðust meðal annars að verða af góðu útsýni. Forsendur að því leyti hafa þó breyst því hætt hefur verið við að hækka efra húsið um tæpa tvo metra eins og til stóð. Eigendum 12 Tóna var boðið á fund hjá Argos til að skoða nýja hönnun arkitektanna. „Það er allt í góðu bróðerni,“ segir Stefán. „Við höfum talið að hljómburðurinn verði nú ekki lakari á eftir heldur myndi frekar batna.“ En Jóhannes og Lárus segja að þrátt fyrir breytingu á fyrri tillögu standi allar þeirra athugasemdir óbreyttar. „Við trúum því ekki að það verði algjör viðsnúningur hjá borgaryfirvöldum og þau muni halda áfram að efla sérstöðu Skóla- vörðustígsins. Það sjá allir sem horfa hlutlaust á málið hve tillagan er í hrópandi ósamræmi við umhverfi sitt.“ Tillögur Argos arkitekta eiga enn eftir að hljóta afgreiðslu hjá borgaryfirvöldum. - gar Háhýsi byggt við 12 Tóna Jóhannes Ágústsson og Lárus Jóhannesson, eigendur verslunarinnar 12 Tóna á Skólavörðustíg, eru afar ósáttir við byggingu nýs húss við lóðamörkin. Feðgarnir Þórður Magnússon og Árni Oddur Þórðarson í fjárfestingafélaginu Eyri hyggjast stækka skrifstofur sínar. Nýbyggingin er til skoðunar hjá borginni. ARKITEKTARNIR Stefán Örn Stefánsson og Grétar Mark- ússon eru samstarfsfélagar á arkitektastofunni Argos. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM BAKGARÐURINN HJÁ 12 TÓNUM Jóhannes Ágústsson og Lárus Jóhannesson eiga verslunina 12 Tóna. Byggja á nýtt hús í framhaldi af rauða húsinu á myndinni. Í mótmælabréfi til borgaryfirvalda segja þeir að nýja húsið verði til þess að verðfella þeirra eigið hús. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA LÆKNARANNSÓKNIR Algengt afbrigði af ákveðnu geni eykur til muna lík- urnar á því að fólk fái fullorðins- sykursýki, að því er kemur fram í nýrri breskri rannsókn. Fólk sem fær genið TCF7L2 frá báðum foreldrum sínum er tvisv- ar sinnum líklegra til að greinast með týpu II sykursýki en þeir sem ekki hafa genið, að því er segir í niðurstöðum rannsóknarinnar og greint er frá á fréttavef BBC. „Þetta gen fannst fyrst í Íslend- ingum, en þessi rannsókn sýnir að það er til um allan heim,“ segir Simon Howell, prófessor við Kings College í London. Hingað til hefur offita verið talin aðalorsakavaldur fullorðins- sykursýki, en að sögn vísinda- mannanna er þessi genasamsetn- ing jafn líkleg til að valda sjúkdómnum. „Þetta gen virðist valda jafn mörgum tilfellum af sykursýki í Bretlandi og offita gerir,“ segir Steve Humphries, hjartasjúk- dómaprófessor við University College í London. Hann bætir við að um 40 prósent Breta hafi eitt slíkt stökkbreytt gen, en um 10 prósent hafi tvö. Sé sykursýki ekki stjórnað rétt, getur hún valdið óafturkræfum skaða á augum, nýrum, taugum, hjarta og slagæðum. - smk Genarannsóknir Íslendinga teknar lengra í Bretlandi: Gen veldur fullorðinssykursýki BLÓÐSYKUR MÆLDUR Ný bresk rann- sókn sýnir að gen skipta jafn miklu máli og offita þegar kemur að fullorðinssyk- ursýki. NORDICPHOTOS/GETTY IMAGES VELFERÐ Á 41. þingi Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, sem lauk í fyrradag, var samþykkt að láta rannsaka áhrif einkavæðingar á þjónustu og starfsemi íslenskra almannafyrirtækja og stofnana. Fá á hæfa aðila til verksins. Ögmundur Jónasson, formaður BSRB, segir markmið rannsóknar- innar að skera úr um hvort íslensk- ur raunveruleiki samræmist nið- urstöðum erlendra rannsókna á þessu sviði. „Umræðan hefur verið frasakennd og þeirri staðhæfingu haldið fram að hlutafélaga- og einkavæðing sé til góðs. Við viljum rökræða kosti og galla með hlið- sjón af reynslunni.“ Spurður um hvaða þættir almannaþjónustunnar verði skoð- aðir staldrar Ögmundur við þrjú atriði. „Síminn var gerður að hluta- félagi og svo seldur. Hlutar heil- brigðiskerfisins hafa verið færðir út á markaðstorgið og raforkugeir- inn er á leiðinni þangað. Við viljum vita hvað hefur breyst með þess- um aðgerðum.“ Í ályktun þingsins um almanna- þjónustu er kveðið skýrt að orði um að BSRB leggi áherslu á að nýsköpun innan almannaþjónust- unnar fari stöðugt fram. Lýsir bandalagið fullum vilja til sam- starfs við stjórnvöld um þau mál. - bþs Þing BSRB vill samstarf við stjórnvöld um nýsköpun almannaþjónustunnar: Áhrif einkavæðingar rannsökuð ÖGMUNDUR JÓNASSON Formaður BSRB. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR NOREGUR Norskri konu brá heldur betur í brún þegar hún ætlaði á salernið í Kristiansand í síðustu viku. Það lá nefnilega kyrkislanga ofan í skálinni. „Ég ætlaði að setjast á klósettið og opnaði lokið og þá lá þar eitthvað stórt og þykkt,“ hefur fréttavefur Aftenposten eftir Bente Mørch. Hún kallaði á lögregluna sem fjarlægði tveggja metra langa pýtonslönguna. Líklegast þykir að slangan hafi komið upp í klósettið í gegnum skolpræsakerfið, en hvaðan hún kemur er óljóst. - smk Óþægileg upplifun: Kyrkislanga í klósettinu PÝTONSLANGA Það var slanga sem þessi sem birtist í salerni í Kristiansand í síðustu viku. NORDICPHOTOS/AFP BEÐIÐ FYRIR FRIÐI Búddískir lýð- veldissinnar í Mjanmar hófu í gær vikulanga bænavöku þar sem beðið verður fyrir frelsi pólitískra fanga og friðsamlegri lausn ýmissa vandamála landsins. FRÉTTABLAÐIÐ/AP PRÓFKJÖR Níu manns, þrjár konur og sex karlar, hafa boðið sig fram í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi sem fram fer laugardaginn 25. nóvember. Annar núverandi þingmaður kjördæmisins, Arnbjörg Sveins- dóttir þingflokksformaður, gefur kost á sér, en Halldór Blöndal hyggst láta af þingmennsku. Utankjörfundaratkvæða- greiðsla hefst mánudaginn 13. nóvember, en í prófkjörinu eru allir félagsbundnir sjálfstæðis- menn í Norðausturkjördæmi atkvæðisbærir, hafi þeir náð 16 ára aldri á prófkjörsdaginn. - sgj Prófkjör Sjálfstæðisflokksins: Níu fram í Norð- austurkjördæmi PÓLLAND, AP Á Póllandsþingi var á fimmtudag tekin til umræðu tillaga eins stjórnarflokksins um að breyta stjórnarskránni þannig, að enn yrði hert á gildandi lögum um fóstureyðingar. Framvegis skuli fóstureyðingar líka vera bannaðar, þótt fóstrið sé til komið eftir nauðgun eða sifjaspell. Það er Bandalag pólskra fjölskyldna, einn flokkanna í samsteypustjórninni sem Lög og réttlæti, íhaldsflokkur forsætis- ráðherrans Jaroslaws Kaczynski fer fyrir, sem leggur tillöguna fram. Litlar líkur eru taldar á að hún verði samþykkt þar sem tvo þriðju meirihluta þarf á þingi til að samþykkja stjórnarskrár- breytingar. - aa Tillaga á Póllandsþingi: Hert lög gegn fóstureyðingum SVÍÞJÓÐ Nýi menningarmálaráð- herrann í Svíþjóð, Lena Adelsohn Liljeroth, er fáklædd júlístúlka á dagatalinu 2006 sem kvennasam- tök hafa gefið út til stuðnings rannsóknum á heilsu kvenna. Í Aftonbladet kemur fram að ráðherrann telji það alls ekki vinna gegn sér. Lena Adelsohn Liljeroth tekur við ráðherraembættinu af Ceciliu Stegö Chilo, sem sagði af sér meðal annars vegna þess að hún hafði ekki greitt afnotagjöld ríkisútvarpsins. Adelsohn Liljeroth er nær heyrnarlaus og með heyrnartæki í báðum eyrum. Hún ætlar að láta auka textun í sænska sjónvarpinu. - ghs Menningarráðherra Svíþjóðar: Fáklædd júlí- stúlka á dagatali MENNTAMÁL Ný rannsókn sýnir að skipulögð fræðsla um samkyn- hneigð og tvíkynhneigð gerir viðhorf grunnskólakennara til samkynhneigðar og tvíkynhneigð- ar jákvæðari. Þetta kemur fram í rannsókn Kristínar Elvu Viðars- dóttur, sem kannaði málið fyrir meistaraprófsritgerð sína við Kennaraháskóla Íslands. Um samanburðarrannsókn var að ræða og tóku grunnskólakennarar í þremur skólum á landinu þátt í henni. Hluti þátttakenda fékk skipulagða fræðslu og hluti ekki. Niðurstöður sýndu að þekking þeirra sem fengu skipulagða fræðslu jókst markvisst. Engar breytingar í þekkingu eða viðhorfum kom fram hjá þeim sem enga fræðslu fengu. Kristín Elva hefur fengið verðlaun fyrir ritgerð sína hjá Kennaraháskólanum. - ghs Meistaraprófsritgerð: Fræðsla gerir viðhorf jákvæð
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.