Fréttablaðið - 30.10.2006, Síða 12
12 30. október 2006 MÁNUDAGUR
FJÁRVEITINGAR Samkvæmt fjárlaga-
frumvarpi ársins 2007 lækka fram-
lög til Skógræktar ríkisins um tíu
milljónir króna miðað við þetta ár
og um 24 milljónir frá árinu 2005.
Jón Loftsson skógræktarstjóri segir
ekki aðra leið færa en að mæta nið-
urskurðinum með uppsögnum.
Í fjárlagafrumvarpinu eru Skóg-
ræktinni ætlaðar 232 milljónir
króna og áætlaðar sértekjur eru
125 milljónir.
„Fari þetta svona þarf ég að
segja upp fólki,“ segir Jón. „Við
höfum getað varist niðurskurði
undanfarin ár með því að ganga á
uppsafnaðan höfuðstól en nú er
hann búinn.“
Á milli 70 og 80 ársverk eru
unnin hjá Skógræktinni og falla
sumarstörf þar undir.
Á næsta ári verða liðin eitt
hundrað ár síðan sett voru lög um
skógrækt í landinu. Jón segir þetta
kaldar kveðjur á afmælisári. „Ég
ætlaði að horfa bjartur fram á veg-
inn á hundrað ára afmælinu og taldi
ástæðu til að fagna þeim árangri
sem hefur náðst.“
Að sögn Jóns er viðhorf Íslend-
inga til skógræktar mjög jákvætt
en samkvæmt könnun sem gerð var
fyrir tveimur árum fer meðal
Íslendingurinn fjórtán sinnum í
skóg á ári – oftar en í bíó og leik-
hús.
Forsvarsmenn Skógræktarinnar
ræða málið við fjárlaganefnd
Alþingis í byrjun næstu viku. - bþs
Skógræktarstjóri segir erfitt að bregðast við hagræðingarkröfu stjórnvalda:
Uppsagnir á afmælisári
JÓN LOFTSSON Skógræktarstjóri.
EVRÓPUSAMBANDIÐ, AP Evrópusam-
bandið vinnur nú hörðum höndum
að því að leysa Kýpurdeiluna til
þess að hún verði ekki til þess að
aðildarviðræður við Tyrkland stöðv-
ist.
„Ég vona að sanngjörn lausn
finnist, og ég vona að hún finnist nú
í haust,“ sagði Matti Vanhanen, for-
sætisráðherra Finnlands, á Evrópu-
þinginu í síðustu viku. Hann bætti
því við að hann væri bjartsýnn á
lausn deilunnar.
Undanfarið hefur Evrópusam-
bandinu hins vegar lítið orðið
ágengt í því að fá Tyrki til þess að
opna hafnir sínar og flugvelli fyrir
skipum og flugvélum frá Kýpur, en
Tyrkir telja sig með því óbeint vera
að viðurkenna sjálfstætt ríki Kýpur-
Grikkja. Tyrkland er ekki í stjórn-
málasambandi við gríska hluta eyj-
unnar, sem þó er eina ríkið á eynni
sem nýtur alþjóðlegrar viðurkenn-
ingar og er sem slíkt aðildarríki
ESB. Tyrkland er hins vegar eina
ríki heims sem viðurkennir lýðveldi
Kýpur-Tyrkja norðan til á eyjunni.
Tyrkir hafa lengi verið í tolla-
bandalagi við Evrópusambandið og
undirrituðu á síðasta ári samkomu-
lag um að veita ríkjunum tíu, sem
árið 2004 fengu aðild að samband-
inu, þar á meðal gríska hlutanum á
Kýpur, aðgang að flugvöllum og
höfnum í Tyrklandi eigi síðar en
núna í árslok. Bæði Grikkland og
Kýpur hafa hótað því að stöðva
aðildarviðræður Tyrklands við Evr-
ópusambandið standi Tyrkir ekki
við þetta.
Vanhanen sagði Evrópusam-
bandið nú vera með „nýja tegund af
lausn“ í huga til þess að komast út
úr þessari pattstöðu, en lét þó ekk-
ert uppi um í hverju sú lausn væri
fólgin. Hann sagði hins vegar að
lausn þessarar deilu yrði erfiðasta
viðfangsefni sitt nú fram til ára-
móta meðan Finnland fer með for-
mennsku í Evrópusambandinu.
Finnar komu nýverið með tillögu
að málamiðlun sem fælist í því að
Tyrkland myndi opna aðgang fyrir
Kýpur-Grikkjum gegn því að
Kýpur-Grikkir myndu aflétta þeirri
efnahagslegu einangrun sem þeir
hafa beitt tyrkneska hlutann á
Kýpur.
Deila Tyrklands við Evrópusam-
bandið um þessi mál hefur meðal
annars orðið til þess að allar við-
ræður um sameiningu gríska og
tyrkneska hlutans á Kýpur hafa
orðið erfiðari.
Eyjan hefur verið klofin allt frá
því tyrkneski herinn gerði þar inn-
rás árið 1974 eftir að grískir Kýpur-
búar, sem vildu að eyjan sameinað-
ist Grikklandi, gerðu þar tilraun til
valdaráns. gudsteinn@frettabladid.is
Reynt til þrautar að
leysa Kýpurdeiluna
Evrópusambandið, með forsætisráðherra Finnlands í fararbroddi, leggur nú
allt kapp á að fá Tyrkland til þess að opna flugvelli sína og hafnir fyrir Kýpur-
Grikkjum. Að öðrum kosti eru aðildarviðræður Tyrklands við ESB í uppnámi.
FRANSKUR LISTDANS Þetta franska
par dansaði af mikilli list og náði
þriðja sæti í ísdanskeppni sem hald-
inn var í Bandaríkjunum um helgina.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
SAMRÆMDU PRÓFIN Kolbrún Albertsdóttir,
móðir stelpna í sjöunda og tíunda bekk,
gagnrýnir próf fjórðubekkinga í íslensku í
haust og telur svívirðilegt að láta krakka
lesa smásögu um kennderí músa og svara
spurningu um það hvað hófleg drykkja
merki, eins og gert var.
„Sumir eiga kannski erfitt heima og þá
ýfir þetta upp vanlíðan. Sumir þekkja alls
enga drykkju. Mér finnst þeir sem búa til
svona próf ekki starfi sínu vaxnir,“ segir hún.
Kolbrún er mótfallin samræmdum
prófum og gagnrýnir skólayfirvöld og
kennara fyrir að setja pressu á krakkana.
Hún bendir á að sum börn hafi slæman
prófkvíða og ekki bæti úr skák ef kennarar
hræða börnin og gefi skilaboð sem megi
skilja þannig að ekkert líf sé eftir samræmdu
prófin. Það sé ekki rétt.
„Stelpan mín hefur verið á lyfjum í tvö ár
vegna magabólgu út af prófkvíða. Strax í
sumar var hún komin með kvíða fyrir
prófunum sem verða ekki fyrr en næsta vor.
Þetta liggur eins og mara á henni,“ segir
Kolbrún og bendir á að skólarnir bjóði upp á
fjölmarga möguleika fyrir alla krakka. Það
sé víst líf eftir samræmdu prófin. - ghs
KOLBRÚN AÐALSTEINSDÓTTIR „Sumir eiga kannski
erfitt heima og þá ýfir þetta upp vanlíðan,“ segir
Kolbrún Aðalsteinsdóttir, móðir og kennaranemi, um
spurningu um hóflega drykkju í íslenskuprófi níu ára
barna nýlega.
Móðir gagnrýnir samræmdu prófin og telur pressuna á börnin of mikla:
Víst er líf eftir samræmdu
ALMANNATRYGGINGAR Eiginmaður
konu sem haldin er MS-sjúkdómi
má velja hvort hann fær maka-
bætur eða ellilífeyri. Maðurinn
sótti um ellilífeyri þegar hann
varð 67 ára. Við það lækkuðu
bætur til þeirra hjóna um 40
þúsund krónur á mánuði.
Tryggingastofnun neitaði
manninum um að fá að breyta
aftur yfir í makabætur. Hann
kærði til úrskurðarnefndar
almannatrygginga.
Hann sagðist hafa fengið þær
upplýsingar frá Tryggingastofn-
un að bæturnar myndu ekki
skerðast við breytinguna.
Úrskurðarnefndin segir manninn
eiga rétt á að að velja hærri
bæturnar. - gar
Eiginmaður MS-sjúklings:
Makabætur
eða ellilífeyri
© GRAPHIC NEWS
EDS -- DATA CORRECT AS AT 12:00GMT, JANUARY 31, 2006
CurrentAffairs
POL,OVR :Politics
CYPRUS: EU-Turkey trade-off
Duncan Mil, Phil Bainbridge, Jordi Bou, Mario Lendvai, Mike Tyler, Julie Mullins (research)
GRAPHIC NEWS
Adobe Illustrator version 8.01
2 columns by 152mm deep
25/10/2006
Wire agencies
20258
CATEGORY:
IPTC CODE:
SUBJECT:
ARTISTS:
ORIGIN:
TYPE:
SIZE:
DATE:
SOURCES:
GRAPHIC #:
STANDARD MEASURES (SAU)
Picas
12p5
25p7
38p9
52p
65p1
78.p3
millimetres
52.3
107.7
163.2
219.0
274.4
329.7
© Copyright 2006 Graphic News. Reprint by permission only.
The credit “GRAPHIC NEWS” must appear with all uses of this graphic image.
8 Ely Place, London EC1N 6RY, United Kingdom.
Tel: +44 (0)20 7404 4270. Fax: +44 (0)20 7404 4290
Width
1 col
2 col
3 col
4 col
5 col
6 col
Kýpur-deila Tyrklands og Evrópusambandsins
Tillögur frá Finnlandi til þess að bjarga aðildarviðræðum Tyrklands við
Evrópusambandið hafa leitt af sér nýjar deilur um framtíðarstöðu Kýpur. Stjórn
Kýpur-Grikkja hafnar helstu kröfum Kýpur-Tyrkja og hóta því að beita neitunarvaldi
til þess að koma í veg fyrir að Tyrkland fái aðild að Evrópusambandinu.
Myndir: Associated Press
TYRKNESKA LÝÐVELDIÐ Á
NORÐUR-KÝPUR
Forseti er
Mehmet
Ali Talat
Hersetið af Tyrkjum frá
1974 – um 160,000
Kýpur-Grikkir voru
fluttir nauðugir til
suðurhlutans
LÝÐVELDIÐ
KÝPUR
Forseti er
Tassos
Papadopoulos
D e i l u m á l i n
Efnahagur
Fullveldi
FAMAGUSTA
VAROSHA
ERCAN
ESB krefst þess að Tyrkland
opni flugvelli og hafnir fyrir umferð frá
aðildarríkinu Kýpur fyrir lok þessa árs.
ESB vill að Kýpurstjórn aflétti einangrun
Tyrkneska lýðveldisins á Norður-Kýpur
Papadopoulos
segir að viðskipti ESB við N-Kýpur
grafi undan tilkalli suðurhlutans
til yfirráða yfir allri eyjunni.
Tyrkland – eina ríkið sem viðurkennir ríki
Kýpur-Tyrkja – neitar að viðurkenna
stjórn Kýpur-Grikkja í suðurhlutanum.
Tillögur Finna gera ráð
fyrir að bein viðskipti milli Kýpur-Tyrkja
og Evrópusambandsins fari um
afgirta höfn sem verði undir eftirliti S.Þ.
Papadopoulos vill að
að þessi yfirgefni ferðamannabær verði
á ný afhentur Kýpur-Grikkjum
Ali Talat vill að í bráðabirgða-
samkomulagi felist að flugvöllurinn í
Ercan verði opnaður á ný fyrir ferðamenn.
Papadopoulos vill ekki opna Ercan-flugvöll.
Ali Talat neitar að afhenda Kýpur-Grikkjum
Varosha og Famagusta á ný nema sem
hluta af víðtæku friðarsamkomulagi.
Herstöðvar Breta
- Dhekelia SBA
- Akrotiri SBA
Hlutlaust svæði S.Þ.
T r o o d o s - fj ö l l
Miðjarðarhafið 25 km
Kyrenia
Famagusta
Varosha
Ercan
Nikosia
Limassol
Larnaca
Paphos
FR
ÉTTA
B
LA
Ð
IÐ
/VA
LLI
SVÍÞJÓÐ Um þriðjungur Svía telur
Bandaríkin vera hættulegust
heimsfriðinum. Þetta kom fram í
skoðanakönnun sem sjónvarps-
stöðin Axess lét gera og fjallað
var um á fréttavef Dagens
Nyheter í gær.
Eitt þúsund Svíar voru spurðir
hvaða lönd þeir töldu hættulegust
heimsfriði, og 29 prósent svöruðu
Bandaríkin en 28 prósent töldu
Norður-Kóreu háskalegasta.
Átján prósent töldu hins vegar
mestu hættuna stafa af Íran.
Eingöngu þrjú prósent töldu
Rússland ógna heimsfriðinum
mest allra landa.
Athygli vakti að því yngra sem
fólkið var, því hættulegara taldi
það Bandaríkin vera. - smk
Ný sænsk skoðanakönnun:
Bandaríkin
ógna heimsfriði
GEORGE W. BUSH Svíar telja Bandaríkin
hættulegust heimsfriðinum.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
SVEITARSTJÓRNARMÁL Júlíus Vífill
Ingvarsson er ekki vanhæfur til
að gegna formennsku í mennta-
ráði Reykjavík-
ur þótt hann sé
formaður
skólanefndar í
tónlistarskóla.
„Í ljósi þess að
málefni
tónlistarskól-
anna teljast
tæplega
meginverkefni
menntaráðs,
sem og þess að ekki er hægt að
fullyrða um vanhæfi formanns
menntaráðs þegar málefni
tónlistarskólanna eru almennt til
umfjöllunar í ráðinu, verður ekki
séð að það valdi almennu vanhæfi
formanns menntaráðs að hann sé
jafnframt formaður skólanefndar
eins af tónlistarskólunum,“ segir
í svari Gunnars Eydal, skrifstofu-
stjóra borgarstjórnar, vegna
fyrirspurnar frá borgarráðsfull-
trúum Samfylkingarinnar. - gar
Formaður menntaráðs:
Ekki vanhæfur
JÚLÍUS VÍFILL INGV-
ARSSON
SVEITARSTJÓRNIR Veitt verða
verðlaun fyrir sex milljónir króna
í arkitektasamkeppni um
skipulag miðsvæðisins á Álfta-
nesi. Dómnefnd keppninnar má
verja 750 þúsund krónum að auki
til kaupa á öðrum tillögum. Minni-
hluti sjálfstæðismanna í bæjar-
stjórn segir verða mjög erfitt að
sannfæra íbúa sveitarfélagsins
um réttmæti þess að fimm manna
dómnefnd velji lokatillöguna í
stað íbúanna sjálfra eins og áður
hafi verið lofað.
Meirihluti Álftaneshreyfingar-
innar segir hins vegar að ákvæði
um sjónarmið dómnefndar sé í
samræmi við óskir þorra
Álftnesinga um uppbyggingu
svæðisins. - gar
Samkeppni á Álftanesi:
Sex milljónir
í verðlaun
ÁLFTANES Skipuleggja á miðsvæði
Álftaness.
KJARAMÁL Launanefnd sveitarfé-
laganna og Félag grunnskóla-
kennara hafa haldið nokkra
árangurslausa fundi þar sem efni
greinar í kjarasamningi grunn-
skólakennara hefur verið rætt.
Í greininni kemur fram að taka
skuli upp viðræður fyrir 1.
september 2006 til að meta hvort
almenn efnahags- og kjaraþróun
gefi tilefni til viðbragða.
Stjórn og samninganefnd FG
vilja meina að rík ástæða sé til að
bregðast við því sem gerst hefur í
almennri efnahags- og kjaraþró-
un í landinu og benda meðal
annars á bætt kjör annarra hópa
eins og leikskólakennara og
þroskaþjálfa. - hs
Félag grunnskólakennara:
Rík ástæða til
viðbragða
KAUPMANNAHÖFN, AP Tveir þeirra
sjö manna sem handteknir voru í
Óðinsvéum í Danmörku í
september vegna gruns um að
þeir áformuðu hryðjuverk voru
látnir lausir á föstudag, en þeir
liggja þó enn undir grun í málinu.
Stjórnvöld telja sig hafa afstýrt
stórvægilegum hryðjuverkum
með handtökunni, og sagði
dómsmálaráðherrann Lene
Espersen að málið væri það
stærsta á valdatíð hennar. Ekki
var vitað hversu langt undirbún-
ingur mannanna var á veg
kominn, en talið er víst að
hryðjuverkin hafi átt að eiga sér
stað í Danmörku. - sun
Áformuðu hryðjuverk:
Tveimur mönn-
um sleppt