Fréttablaðið - 30.10.2006, Page 15

Fréttablaðið - 30.10.2006, Page 15
MÁNUDAGUR 30. október 2006 15 Skem mtilega sta jóla hla bor i í bænu m! Sjonni og Jói skemmta matar- gestum og flytja brot úr Bítlinu. Bestu Bítlalögin í bland vi allskyns grín, glens og óvæntar uppákomur. Brot úr BÍTLINU! Pantanir og upplýsingar í síma 525 9950 og á hotelsaga@hotelsaga.is SÚL NASA LUR Ver 6.900 kr. á mann , föst udaga Ver 7.400 kr. á mann , laug ardag a Matu r, ske mmtu n og d anslei kur me h ljóms veitin ni Sa ga Cla ss. SÉR SALUR FYRIR HÓPA Hópar sem vilja vera út af fyrir sig geta panta sér sal fyrir jólahla bor , ver 5.900 kr. á mann. Einnig er hægt a panta skemmti- atri i í sér sal. Jólahla bor i í Súlnasal Hótel Sögu sameinar ljúffengan mat og gó a skemmtun. ú gæ ir ér á girnilegu hla bor i, skemmtir ér undir i andi BÍTLI og skellir ér svo út á gólfi og tekur nokkur létt spor. P IP A R • S ÍA • 6 0 5 6 8 DANMÖRK Dönsk fyrirtæki ráða einkaspæjara til að komast að því hver starfsmanna þeirra steli vörum eða upplýsingum. Einka- spæjararnir eru ráðnir til starfa og starfa almennt hjá fyrirtækj- unum í tvo mánuði. Þetta kemur fram í frétt Nyhedsavisens danska. Að sögn Uffe Bodeholt, formanns Félags danskra einkaspæjara, setja þeir GPS-tæki á fyrirtækjabíla og fylgjast með „samverkafólkinu“ og tölvum þeirra. „Við vinnum á gráu svæði, þó við fylgjum að sjálfsögðu lögum,“ sagði Bodeholt. Dönsk stéttarfélög telja hins vegar að um ólöglegt athæfi sé að ræða. - smk Dönsk fyrirtæki: Ráða einkaspæj- ara til njósna BANDARÍKIN, AP George Bush Bandaríkjaforseti deildi harkalega á stefnu demókrata í Íraksmálum á baráttufundi í Indiana-ríki á laugardag, en stutt er í þingkosn- ingar í landinu. „Ég vil að þið hugsið aðeins um stefnu demó- krata til árangurs. Hún er ekki til,“ sagði forsetinn við mikinn fögnuð þúsunda repúblikana á fundinum. „Fimm ár eru liðin frá 11. september, en demókratarnir átta sig ekki á neinu. Til að verja landið þurfum við að leita uppi óvininn og sigra hann í útlöndum,“ sagði Bush. Einnig sakaði hann demó- krata um að ætla að hækka skatta, sigri þeir í kosningunum. - sgj Bush Bandaríkjaforseti: Skýtur fast á demókrata GEORGE BUSH Forsetinn skælbrosti, faðmaði fólk og kyssti börn að fundin- um loknum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP TRYGGINGAR Úrskurðarnefnd almannatrygginga segir að öryrki sem hafði tekjur af ríkisskulda- bréfum verði að sætta sig við að Tryggingastofnun haldi eftir hluta bóta hans. Öryrkinn kærði Tryggingastofnun sem taldi hann hafa fengið 142 þúsund krónur ofgreiddar miðað við að fjár- magnstekjur sem hann hafði við að innleysa ríkisskuldabréf á árinu 2004 en greindi stofnuninni ekki frá. Öryrkinn sagði það hafa komið sér illa fyrir sig að hafa orðið að telja tekjurnar af skuldabréfunum allar fram á árinu 2004 en ekki yfir árabilið 2000 til 2004 þegar tekjurnar hafi myndast. - gar Græddi á ríkisskuldabréfum: Endurgreiði örorkubætur TRYGGINGASTOFNUN Mátti halda eftir af bótum. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR VINNUMARKAÐUR Starfsgreinasam- bandið telur óeðlilegt að starfs- menntasjóðir atvinnulífsins séu notaðir til að styrkja íslensku- kennslu útlendinga jafn mikið og raun beri vitni. Sambandið bendir á að þessa sjóði eigi að nýta til að mennta lægst launaða fólk landsins og þessi kennsla eigi að vera á ábyrgð samfélagsins alls. Samtök atvinnulífsins og Starfs- greinasambandið ætla að óska sameiginlega eftir því að ríkisstjórnin bregðist nú þegar við fyrirsjáanlegum vanda vegna síaukins fjölda útlendinga á vinnumarkaði. - ghs Starfsgreinasambandið: Brugðist verði við íslensku- vandanum ALÞJÓÐAMÁL Íslandsdeild Amnesty International fagnar víðtækum stuðningi ríkja heimsins við gerð alþjóðlegs vopnaviðskiptasátt- mála sem hefur þann tilgang að styrkja eftirlit með vopnaviðskipt- um og koma í veg fyrir ólöglega vopnasölu að því er kemur fram í fréttatilkynningu sem samtökin sendu frá sér í gær. Alþjóðlegur vopnaviðskiptasáttmáli muni tryggja að vopn verði ekki seld til landa þar sem mannréttindabrot eru í hámarki og hætta er á vopn- uðum átökum. Á yfirstandandi allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna greiddu 139 ríki atkvæði með tillögu um gerð alþjóðlegs vopnaviðskiptasátt- mála. Bandaríkin voru eina ríkið sem greiddi atkvæði gegn tillög- unni. Amnesty International í sam- vinnu við Oxfam og IANSA hafa síðan í október árið 2003 staðið fyrir alþjóðlegri herferð sem hefur það að markmiði að gerður verði alþjóðlega bindandi sáttmáli um vopnaviðskipti. Meira en millj- ón manns í 170 löndum hafa tekið þátt í herferðinni og farið fram á gerð slíks sáttmála og að harðar verði tekið á vopnasölu. Ákvörðun allsherjarþingsins sé því mikil- vægur áfangi í baráttunni gegn óheftri vopnasölu sem leiði til fátæktar, átaka og mannréttinda- brota. - sdg ALLSHERJARÞING SÞ Bandaríkin eru stór vopnaframleiðandi og greiddu ein atkvæði gegn tillögunni. Aðrir stórir vopnaframleiðendur á borð við Frakk- land og Bretland greiddu atkvæði með tillögunni. NORDICPHOTOS/AFP Amnesty hefur barist fyrir gerð alþjóðlegs vopnaviðskiptasáttmála: Herferð staðið frá árinu 2003

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.