Fréttablaðið - 30.10.2006, Page 16
30. október 2006 MÁNUDAGUR16
nær og fjær
„ORÐRÉTT“
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
Landbúnaðarháskólinn á Hvann-
eyri tekur þátt í Evrópuverkefn-
inu Building Brigdes þar sem
ætlunin er að koma upp öflugu
tenglaneti kvenna í landbúnaði og
bjóða upp á ýmis námskeið. Á
fundarferð um landið kom upp úr
kafinu að það sem konur til sveita
voru spenntastar fyrir var að fá
námskeið í meðferð búvéla.
„Konur eru oft ragar við að taka
þátt í bústörfunum og stundum
þegar veikindi koma upp á þarf að kaupa vinnukraft
á býlin því konan treystir sér ekki til verkanna þótt
hún hafi svo sem alveg tíma,“ segir Ásdís Helga hjá
endurmenntunardeild Landbúnaðarháskólans. „Því
voru konur æstar í að læra á traktor og aðrar
búvélar og vildu fyrst og fremst fá frið og næði til
að þjálfa sig án þess að húsbóndinn eða sonurinn
væri gargandi yfir þeim.“
Því var riggað upp tveggja daga námskeiði í
síðustu viku sem átti að vera í höndum Grétars
Einarssonar bútæknifræðings. „Því miður varð
þátttakan ekki næg og við hættum við námskeiðið,“
segir Ásdís. „Bæði var tímasetningin slæm og einnig
var þetta námskeið alltof fræðilegt: Kom inn á
vélahlutaþekkingu og öryggismál. Konurnar hafa
mestan áhuga á að keyra og tengja og þessum
verklegu hlutum öllum. Því erum við núna að
undirbúa einfaldara námskeið sem ætti að höfða
betur til áhuga kvennanna. Við stefnum á að bjóða
upp á það bráðlega.“
Hjá endurmenntunardeild Landbúnaðarháskólans
eru ýmis forvitnileg námskeið í boði. Eitt það
skrítnasta er fjarnám í tamningu fjárhunda sem
verður kennt tölvuleiðis frá Danmörku. „Við erum
mjög spennt að sjá
hvernig það
heppnast,“ segir
Ásdís. - glh
Konum býðst námskeið í meðferð búvéla:
Æstar í að læra á traktor
ÁSDÍS HELGA
BJARNADÓTTIR
STERKLEG KONA Á
TRAKTOR Vill læra án
þess að hafa karlinn
gargandi yfir sér.
Atlantsolía hefur um nokk-
urt skeið boðið þeim sem
sækja um dælulykil hjá
fyrirtækinu að snúa lukku-
hjólinu. Viðskiptavinir eru
ánægðir með framtakið og
sumir detta í lukkubensín-
pottinn.
„Ég væri örugglega efnamesti
maður landsins ef auðæfi væru
talin í lukkuhjólum,“ segir Hugi
Hreiðarsson hjá Atlantsolíu, „Við
erum með fjögur hjól samtals. Tvö
eru í samfelldri notkun í Smára-
lind og Kringlunni, en hin tvö drög-
um við fram þegar mikið liggur
við á sýningar og svoleiðis. Við
erum eingöngu með mannlausar
bensínstöðvar svo við höfum ekki
sama aðgang að viðskiptavinum
okkar og hin olíufyrirtækin. Því
má kannski segja að Smáralind og
Kringlan séu okkar hjartastöðvar
þaðan sem við reynum að dæla út
jákvæðum straumum til fólks.“
Þeir sem fá sér dælulykil Atl-
antsolíu í stóru verslunarmið-
stöðvunum fá að snúa lukkuhjól-
inu. „Fyrsti ávinningurinn er
ódýrara bensín sem lykillinn veitir
en svo eru helmingslíkur á að fá
glaðning. Þú getur unnið lottóröð
eða bensín, 10, 15 eða 20 lítra, ef þú
ert heppinn, en svo er núll í ann-
arri hverri rauf.“
Hugi segir þeim alltaf fjölga
sem fá sér dælulykillinn og að
lukkuhjólið eigi ekki síst þátt í því.
„Þess má geta að öll lukkuhjól-
in eru endurnýtt. Eitt var
notað í þættinum Bingó lottó
með Ingva Hrafni hérna á
síðustu öld en hin koma úr
happdrættum DAS og
Háskólans.“
Brynja Sigur-
mundsdóttir stend-
ur vaktina í Smára-
lind og segir hjólið vekja mikla
athygli. „Ég myndi nú segja að það
sé ágætis tímakaup fyrir fólk að fá
20 lítra af bensíni fyrir að snúa
lukkuhjóli,“ segir hún. „Sérstak-
lega þar sem það felst engin skuld-
binding í því að fá sér dælulykil og
það er ekkert nema ávinningur og
þægindi samfara þessu.“
Brynja segir viðmót fólks
jákvætt og að mörgum finn-
ist gott hjá Atlantsolíu að
standa upp í hárinu á olíu-
risunum. „En það eru nú
nánast allir löngu búnir að
gleyma þessu verðsamráðs-
máli þarna um árið. Þú
veist hvernig Íslend-
ingar eru: Við erum
fljót að gleyma,
kannski stundum
sem betur fer.“
gunnarh@frettabladid.is
Bingó lottó gengur aftur í Smáralind
HUGI HREIÐARSSON
Markaðsstjóri
Atlantsolíu.
BRYNJA SIGURMUNDSDÓTTIR Í SMÁRA-
LIND Allir búnir að gleyma verðsam-
ráðinu.
BANKAHJÓLIÐ
Þú stofnar nýjan reikning og færð að snúa lukkuhjóli.
Meðal vinninga:
■ Yfirdráttarheimildin hverfur!
■ Bankinn borgar Visa-reikninginn í febrúar!
■ Vaxtakjör eins og best gerist erlendis!
■ Gróði bankans síðasta klukkutímann beint í vasann þinn!
KIRKJUHJÓLIÐ
Þú mætir í messu utan háannatíma og færð að snúa lukkuhjóli.
Meðal vinninga:
■ Syndaaflausn!
■ Flaska af messuvíni!
■ Sálmur sunginn að þínu vali!
■ Ókeypis jarðarför!
SKATTHJÓLIÐ
Þú skilar skattskýrslunni á réttum tíma og færð að snúa lukkuhjóli.
Meðal vinninga:
■ Skattleysi!
■ Borgar bara tekjuskatt eins og allt alvöru fólk!
■ Þú ræður hvert skatturinn þinn rennur!
■ Öll kosningaloforðin rætast í skattframtalinu þínu!
Margir mættu taka sér lukkuhjól Atlantsolíu til fyrirmyndar:
ÖNNUR LUKKUHJÓL
„Það er allt frábært að frétta,“ segir
Hildur Ingveldardóttir Guðnadóttir
sellóleikari. „Ég var að koma til Sví-
þjóðar og er búsett hérna núna. Bý við
hliðina á vatni í miðbæ Stokkhólms og
horfi á bátana sigla hjá út um glugg-
ann – mjög rómantískt. Hér er öllu
rólegra en á Íslandi, minni þeytingur í
kringum æfingar og tónleika og meiri
tíma í sólódútl sem er ofsalega fínt í
bland. Platan mín (Lost in Hildurness
- Mount A) kom út á afmælisdaginn
minn 4. september og ég hef verið að
stússast í kringum hana. Er til dæmis á
leiðinni á túr með Tilraunaeldhúsinu.
Ég stefni á að halda útgáfutónleika
á Íslandi, veit ekki alveg hvenær en
allavega áður en næsta plata kemur
út. Næstu mánuðina verð ég á miklu
flakki og ég er að spila með
ýmsum. Í vikunni fer ég til
Grikklands með Pan Sonic.
Það eru finnskir raftónlist-
armenn sem ég hef verið
að spila mikið með. Þá er
fyrirhugað að ég fari með
Múm á tónleikaferðalag. Þar
að auki eru ýmis verkefni í
deiglunni sem er of snemmt
að tala um. Það eru bara
rosalega spennandi
tímar framundan.
Maður þarf svo
alltaf að æfa sig á
sellóið. Það þarf að
halda sér í formi
til að geta spilað á
þetta hljóðfæri.“
HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? HILDUR INGVELDARDÓTTIR GUÐNADÓTTIR SELLÓLEIKARI
Spennandi tímar framundan
■ Google
Earth forritið
hefur slegið
í gegn. Með
því má
skoða jörð-
ina alla með
hjálp gervi-
hnatta- og
loftmynda.
Ýmsar sér-
kennilegar loftmyndir hafa komið
í ljós við notkun forritsins. Meðal
annars lítur fjallgarður í Alberta-
fylki í Kanada út eins og indjáni
að hlusta á iPod. Þegar betur er
að gáð er „snúran“ bílvegur og
„heyrnartólið“ olíulind. Forritið er
ókeypis.
FURÐUR:
INDJÁNI MEÐ IPOD
Asnalegar aðferðir
„Kannski hefur aðferð mín
að hringja ekki í fólk ekki
átt upp á pallborðið, en ég
breyti varla mínum aðferð-
um, mér finnst asnalegt að
hringja í fólk.“
PÉTUR BLÖNDAL ALÞINGISMAÐUR
SEM SAGÐI ÞAÐ ÁKVEÐIN VON-
BRIGÐI AÐ HAFA HAFNAÐ Í SJÖTTA
SÆTI Á LISTA SJÁLFSTÆÐISFLOKKS
EFTIR PRÓFKJÖRIÐ.
Fréttablaðið 29. október
Heiladauðir alþingis-
menn
„Það er sorglegt, en því mið-
ur virðist það vera satt, en
hjá sumum flokkum virðist
það vera kostur og jafnvel
skilyrði að menn sem gefa
kost á sér til setu á alþingi
séu heiladauðir.“
EINAR ÞORBERGSSON KENNARI
SEM VILL LÁTA RÁÐAMENN BERA
ÁBYRGÐ Á GJÖRÐUM SÍNUM.
Morgunblaðið 29. október
Erpur Eyvindarson var skráður í
Sjálfstæðisflokkinn eftir vinahrekk
fyrir fjórum árum. Þrátt fyrir að
hann sé genginn úr flokknum
hefur hann ákveðnar skoðanir
á prófkjörsmálum hans. „Ég vil
nú ekki segja að ég hafi mikla
trú á Sjálfstæðisflokknum svona
almennt, en það hlýtur að vera gott
fyrir hann að fá þessa endurnýjun.
Mér fannst hún bráðnauðsynleg.
Það er óhollt fyrir flokkinn að hafa
þarna menn sem eru skaðbrenndir
af kalda stríðinu og eru með fullan
haus af fáránlegum hugmyndum
og samsæriskenningum. Þeir
félagar úr Sjálfstæðisflokknum sem
ég ræði við eru yfirleitt með mikla
orðræðu um frelsi og lýðræði. Ef
þeir ætla að halda þeirri orðræðu
áfram geta þeir ekki verið með
einhverja gæja á listanum sem
eru liggjandi á línunni og hlerandi
eins og einhverjir pervertar. Það
er ekkert sem réttlætir hleranir af
þessu tagi hér á landi, það er ekki
eins og menn hafi verið myrtir hér í
pólitík. Það hlýtur að vera gott fyrir
flokkinn að fá Guðlaug Þór inn. Nú
er Björn Bjarnason ein seinasta
risaeðlan á listanum.“
SJÓNARHÓLL
PRÓFKJÖR
SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS
Björn ein
síðasta
risaeðlan
ERPUR EYVINDARSON
Tónlistarmaður