Fréttablaðið - 30.10.2006, Side 18

Fréttablaðið - 30.10.2006, Side 18
 30. október 2006 MÁNUDAGUR18 fréttir og fróðleikur Svona erum við > Einkaneysla heimilanna Heimild: Hagstofa Íslands 1990 28 5. 59 5 39 9. 96 7 48 6. 55 1 28 6. 65 9 1995 Í milljónum króna á föstu verðlagi 2000 2005 FRÉTTASKÝRING BJÖRN ÞÓR SIGBJÖRNSSON bjorn@frettabladid.is Því hefur verið haldið fram að Íslendingar séu á ,,elliveiðum“ því hvalirnir sem veiddir hafa verið séu allir á sjötugsaldri. Eru Íslendingar á elliveiðum? Í Alþjóðahvalveiðiráðinu voru ásakanirnar þær að við værum að veiða ung dýr, því við hefðum drepið öll gömlu dýrin síðast þegar við stunduðum hvalveiðar, en það virðist ekki alveg standast. Hversu gamlar eru hvalirnir þrír sem Íslendingar hafa veitt? Það vitum við ekki enn. 70 feta hvalurinn gæti verið svona gamall, en hinir eru væntanlega yngri. Er kjötið ætt af svona gömlum dýrum? Japanirnir éta þetta með góðri lyst, en þeir borða nú líka gömul hross – og það hrá. Kjöt af svona gömlum dýrum hefur ekki verið markaðssett hér því það þykir of gróft, og þegar hrefnurnar eru veiddar reyna veiðimennirnir yfirleitt að skjóta ung dýr fyrir innanlandsmarkað. SPURT & SVARAÐ HVALVEIÐAR ÍSLENDINGA Gamalt hvalkjöt er gróft ÞORVALDUR GUNNLAUGSSON Sérfræðingur hjá Hafrannsóknastofnun. Köldu stríði Björns Bjarna- sonar og Guðlaugs Þórs Þórðarsonar um forystu- sæti sjálfstæðismanna í Reykjavík lauk með örugg- um sigri Guðlaugs. Staða Björns innan Sjálfstæðis- flokksins er nú metin veik- ari en áður. Björn íhugaði að hætta í stjórnmálum eftir þetta kjörtímabil en brottför Bandaríkjahers varð til þess að hann ákvað að halda áfram. Björn kveðst hafa unnið varnar- sigur. Slagorð Björns Bjarnasonar – samstaða til sigurs – varð hálf merkingarlaust þegar fyrstu tölur í prófkjöri sjálfstæðismanna voru kynntar í Valhöll klukkan sex á laugardagskvöld. Samstaða hans með öðrum frambjóðendum var ekki meiri en svo að hann var fjar- staddur. Björn hélt sig á kosninga- skrifstofu sinni við Skúlagötu á meðan flestir sem stefndu á efstu sætin voru saman í Valhöll. Dögg, Pétur, Birgir, Ásta, Guðfinna og Guðlaugur áttu erfitt með að leyna spennunni sem greinilega ólgaði í æðum þeirra en Geir Haarde var rólegur að vanda. Við Skúlagötuna hefur væntan- lega brotist út gleði þegar fyrstu tölur voru lesnar því samkvæmt þeim var annað sætið Björns. Að sama skapi fengu tölurnar á Guð- laug Þór. Pétri Blöndal og Dögg Pálsdóttur var augljóslega brugð- ið en Guðfinna Bjarnadóttir ljóm- aði af gleði. Hálftíma síðar náði Guðlaugur aftur vopnum sínum enda hafði hann tekið forystu í kapphlaupinu mikla. Forskot hans jókst svo eftir því sem leið á kvöldið og sigur hans var afgerandi. Gríðarleg átök Einar Mar Þórðarson stjórnmála- fræðingur metur úrslitin sem pól- itískt áfall fyrir Björn og telur stöðu hans innan Sjálfstæðis- flokksins veikari á eftir. Hann sé til dæmis ekki jafn sjálfsagt ráð- herraefni og áður. „Þegar farið verður að útdeila ráðherraemb- ættum er Guðlaugur kominn fram- ar í röðina,“ segir Einar. Sumir stjórnmálaskýrendur hafa sagt baráttu Björns og Guð- laugs ekki einvörðungu keppni tveggja manna heldur miklu held- ur keppni tveggja arma. Einar er þeirrar skoðunar. „Það voru ekki bara tveir menn sem tókust á og þrátt fyrir að þetta hafi virst fara vel fram á yfirborðinu voru gríð- arleg átök á milli fylkinga.“ Hann segir sömu fylkingar hafa tekist á nú og í prófkjöri sjálfstæðismanna vegna borgarstjórnarkosning- anna. Þar hafði Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson betur gegn Gísla Mart- eini Baldurssyni. “„Sami armur vann nú og þá,“ segir Einar. Miklar breytingar hafa orðið á Sjálfstæðisflokknum á skömmum tíma. Nýr formaður var kjörinn á Landsfundi fyrir ári og nú á haust- dögum var tilkynnt um fram- kvæmdastjóraskipti. Einar segir ásýnd flokksins vera allt aðra en áður og metur sigur Guðlaugs yfir Birni sem lokakafla breyting- anna. Af öðrum tíðindum prófkjörs- ins segir Einar athyglisvert að Guðfinna og Illugi skuli skjóta vönum þingmönnum aftur fyrir sig. Ásta Möller, Pétur Blöndal, Sigurður Kári Kristjánsson og Birgir Ármannsson höfnuðu öll neðar en þau. Þó Pétur hafi verið nokkuð fjarri markmiði sínu segir Einar það ekki til merkis um að hann njóti minni vinsælda en áður. „Bæði varð hann á milli fylkinga í baráttunni um annað sætið og eins var uppi krafa um að hlutur kvenna á listanum yrði í lagi. Þetta er ekki merki um að honum hafi verið hafnað.“ Þá telur Einar það ákveðið áfall fyrir þingmennina Birgi Ármanns- son og Sigurð Kára Kristjánsson að ná ekki hærra og hafnar neðar en nýliðinn Illugi Gunnarsson. Varnarsigur Björn Bjarnason var fámáll við fjölmiðla á laugardagskvöldið – hann vildi sem minnst segja áður en endalegar niðurstöður lægju fyrir. Í grein á heimasíðu sinni sem birtist í gær kemur upp úr dúrn- um að Björn telur sig hafa unnið varnarsigur. „Eftir margra ára árásir andstæðinga og geysiharða atlögu innan flokks, þar sem hvorki var sparað fé né fyrirhöfn, fékk ég mjög örugga kosningu í þriðja sætið og raunar mjög mik- inn stuðning í annað sætið,” segir Björn í greininni. Þar getur hann þess raunar líka að hann hafi velt fyrir sér á þessu kjörtímabili að hætta í stjórnmál- um. Meginástæða þess að hann ákvað að halda áfram var ákvörð- un Bandaríkjamanna að flytja her- lið sitt frá Íslandi. Sér sé mikið í mun að Sjálfstæðisflokkurinn haldi forystu við stefnumótun á sviði varnar- og öryggismála. Þá greinir Björn frá því að eftir að fréttir bárust af hugsanlegri sókn Guðlaugs Þórs í annað sætið í prófkjörinu hafi hann stofnað til fundar með Guðlaugi og sagt honum þá skoðun sína að átök sem þar með yrðu gætu orðið flokkn- um hættuleg. Köldu stríði um annað sætið lokið Dagblöð í Chile sögðu frá því í síðustu viku að hershöfðinginn Augusto Pinochet, fyrrum einræðisherra í landinu, ætti gullstangir sem vega níu tonn í banka í Hong Kong. Andvirði gullsins er talið vera um 127 milljón evrur eða tæplega 11 milljarðar íslenskra króna. Hver er Pinochet? Pinochet framdi valdarán í Chile árið 1973 þegar hann kom lýðræðislega kjörinni ríkisstjórn sósíalistans Salvadors Allende frá völdum. Pinochet stjórnaði landinu með harðri hendi til ársins 1990. Málaferli hafa verið höfðuð gegn Pino- chet á liðnum árum vegna glæpa sem hann framdi í stjórnartíð sinni. Talið er að Pinochet hafi staðið fyrir pyntingum og morðum á mörg hundruð pólitískum andstæðingum sínum í Chile á þessum árum. Hann hefur enn ekki verið dæmdur fyrir glæpi sína. Málflutningurinn gegn Pinochet Í fyrra hófst málflutningur gegn Pinochet í Chile þar sem sakarefnin eru fjár- og skattsvik. Málaferlin hófust vegna þess að árið 2004 var komist að því að Pinochet átti rúmlega 26 milljónir evra, eða rúmlega 2,2 milljarða íslenskra króna, á nokkrum bankareikningum í Bandaríkjunum. Nefnd sem vinnur að rannsókn málsins komst á snoðir um gulleign Pinochets í Hong Kong og er fundur þess talin vera frekari sönnun fyrir þeim mikla fjárdrætti sem einræðis- herrann stundaði meðan hann var við völd í Chile. Lögmenn Pinochets neita því að hann eigi gullið, og vísa til þess að eina gull einræðis- herrans fyrrverandi ,,sé giftingarhringurinn á fingri hans“. Aðstandendur Pinochets segja að hann hafi borist í bökkum fjárhags- lega á liðnum árum og hafi þurft að selja orðurnar sínar til að draga fram lífið. Gullið í bankanum í Hong Kong var hins vegar skráð á nafni Pinochets og þykir ekki leika nokkur vafi á því að hann hafi átt það, og er spurning hvort fundur þess leiði til að að hann verði loks dæmdur fyrir einhverja af þeim glæpum sem hann framdi gegn chilesku þjóðinni í valdatíð sinni. FBL-GREINING: GULLIÐ HANS PINOCHETS Á níu tonn af gulli í Hong Kong RÝNT Í TÖLUR Guðlaugur Þór Þórðarson, Ásta Möller og Birgir Ármannsson skoða tölur í Valhöll á laugardagskvöld. Þau eru öll þing- menn Sjálfstæðisflokksins og hlutu öll kosningu í örugg sæti að telja má. BJÖRN BJARNASON Dómsmálaráðherra mætti ekki í Valhöll til að hlýða á úrslit próf- kjörsins. Hann hélt sig á kosningaskrifstofu sinni á laugardagskvöld.EINAR MAR ÞÓRÐARSON Úrslitin eru pólitískt áfall fyrir Björn Bjarnason, segir Einar.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.