Fréttablaðið - 30.10.2006, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 30.10.2006, Blaðsíða 25
MÁNUDAGUR 30. október 2006 Uppþvottavélin er af mörgum talin einn þarfasti heimilis- þjónninn enda spara hún tíma og hlífir mörgum við því heimilisverki sem þeim finnst leiðinlegast af öllu. Ekki er þó sama hvað og hvernig er sett í uppþvottavél svo vel sé. Flestir eru að flýta sér þegar á að setja í uppþvottavélina enda er hún eitt aðal tímasparnaðartæki heimilisins. Smá tími í skipulag kemur hins vegar í veg fyrir að við þurfum að þvo aftur það sem kemur úr vélinni og fer auk þess betur með borðbúnað og hnífapör. Best er að raða hlutum skipu- lega í vélina og hér eru nokkrar leiðbeiningar að farsælli upp- þvotti með vél: ■ Raðið hnífapörum þannig í hnífaparakörfuna að þau snúi til skiptist upp og niður. ■ Setjið diska í neðri skúffuna og látið stóra og litla diska til skipt- is. Raðið pottum og pönnum meðfram hliðunum. ■ Raðið bollum og glösum á efri hill- una á milli teinanna sem stundum standa upp úr skúffunni en ekki yfir þá. Skálar eiga að fara í miðjuna á efri skúff- unni. ■ Veljið stillingu á uppþvotti með tilliti til þess hvað á að þvo, pottar og pönnur þurfa lengri þvott en fínn borð- búnaður. ■ Skolið létt af öllu áður en það er sett í vélina, þá er hægt að bíða lengur með að þvo án þess að komi vond lykt af skemmdum mat. Eftirfarandi á helst ekki að fara í uppþvottavél: álbakkar teflonpönnur, tréskurðarbretti gamlir diskar silfurborðbúnaður eldhúsáhöld með tréskafti kökuform eldhúshnífar kristall málað eða gullhúðað postulín Ef þessum leiðbeiningum er fylgt verður uppþvottavélin þinn þarfasti þjónn og engin þörf á að bölsótast yfir illa þvegnu leir- taui eða skemmdu postulíni. Umgengni við þarfasta þjóninn Þarfasti þjónninn. Postulínsdiskar geta farið illa í uppþvottavélum. Uppvask er mörgum þyrnir í augum en góð uppþvottavél leysir þann vanda. Plastbretti fara vel í uppþvotta- vélum en trébretti eiga hins vegar ekki heima þar. Inn með kerin ÞAR SEM VETUR ER Í NÁND Á OKKAR NORÐLÆGU SLÓÐUM ER VISSARA AÐ KIPPA BLÓMAKERJ- UM Í HÚS. Sumarblómin hafa lokið sínu hlutverki þetta árið og þar með líka ílátin sem þau standa í. Þeir sem ekki hafa þegar tekið inn kerin úr garðinum, pallinum eða svölunum ættu að drífa í því. Sum þeirra þola illa frost og það er lítið gaman að tína upp brotin. Bílskúrar og geymsluskot ættu að verða heimkynni blómapottanna í vetur og þá verða þeir til taks þegar vorið brosir við að nýju. Vissara er að taka blómakerin inn yfir veturinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.