Fréttablaðið - 30.10.2006, Síða 34

Fréttablaðið - 30.10.2006, Síða 34
 30. október 2006 MÁNUDAGUR14 Októbermánuður líður senn að lokum en hann var helgaður brjóstakrabbameini. Af því tilefni voru nokkur þekkt mannvirki á höfuðborgarsvæðinu og víðar lýst upp með bleikum lit. Þessi hefð hófst árið 2000 þegar farið var að lýsa þekkt mannvirki erlendis í bleikum lit. Árið eftir tók Orku- veita Reykjavíkur að sér að kosta lýsingu á einu mannvirki á höfuð- borgarsvæðinu. Þjóðþekkt fólk hefur verið fengið til að kveikja á lýsingunni. Fyrstu dagana í október var Höfði í Reykjavík lýstur upp með bleikum lit. Hallgrímskirkja var lýst upp í október 2001, Perlan 2002, Stjórnarráðshúsið 2003, Ráð- húsið í Reykjavík 2004 og Bessa- staðir 2005. Nú í ár var þó varpað bleikum lit á fleiri byggingar. Þeirra á meðal voru Landspítalinn við Hringbraut, Háskóli Íslands, Glitnishúsið og Alþingishúsið. Einnig var bleik lýsing sýnileg annars staðar á landinu, meðal annars á Akranesi, Ísafirði, í Nes- kaupstað, á Selfossi og í Keflavík. Með hliðstæðum hætti verða lýst upp á annað hundrað mannvirki í ýmsum löndum í tilefni átaksins, meðal annars Empire State í New York, Niagarafossarnir í Kanada, Óperuhúsið í Sydney og Arena í Verona. Ýmsar gagnlegar upplýsingar um brjóstakrabbamein og árvekn- isátakið má finna á vefnum www. bleikaslaufan.is. Í bleikum ljóma Ýmis hús á landsbyggðinni voru einnig lýst upp bleikum ljóma. Þar á meðal var Flateyrarkirkja. MYND/KRABBAMEINSFÉLAG ÍSLANDS Háskóli Íslands er verðugur málsvari brjóstakrabbameins og sómir sér vel í bleiku. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Það er árlegur viðburður að lýsa upp þekktar byggingar með bleikum lit. Stjórnarráðið var bleikt árið 2003. Glitnishúsið fékk á sig bleikan blæ um tíma í október. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Alþingishúsið er alltaf glæsileg bygging og ekki síðra bleikt að lit. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL RÚNARSSON Skálholtskirkja er ljómandi falleg og bleik. MYND/KRABBAMEINSFÉLAG ÍSLANDSHöfði hefur löngum verið talinn eitt fallegasta hús höfuðborgarinnar og ekki er það lakara í bleikum lit. Spurning hvort ekki væri ráð að mála Höfða upp á nýtt.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.