Fréttablaðið


Fréttablaðið - 30.10.2006, Qupperneq 34

Fréttablaðið - 30.10.2006, Qupperneq 34
 30. október 2006 MÁNUDAGUR14 Októbermánuður líður senn að lokum en hann var helgaður brjóstakrabbameini. Af því tilefni voru nokkur þekkt mannvirki á höfuðborgarsvæðinu og víðar lýst upp með bleikum lit. Þessi hefð hófst árið 2000 þegar farið var að lýsa þekkt mannvirki erlendis í bleikum lit. Árið eftir tók Orku- veita Reykjavíkur að sér að kosta lýsingu á einu mannvirki á höfuð- borgarsvæðinu. Þjóðþekkt fólk hefur verið fengið til að kveikja á lýsingunni. Fyrstu dagana í október var Höfði í Reykjavík lýstur upp með bleikum lit. Hallgrímskirkja var lýst upp í október 2001, Perlan 2002, Stjórnarráðshúsið 2003, Ráð- húsið í Reykjavík 2004 og Bessa- staðir 2005. Nú í ár var þó varpað bleikum lit á fleiri byggingar. Þeirra á meðal voru Landspítalinn við Hringbraut, Háskóli Íslands, Glitnishúsið og Alþingishúsið. Einnig var bleik lýsing sýnileg annars staðar á landinu, meðal annars á Akranesi, Ísafirði, í Nes- kaupstað, á Selfossi og í Keflavík. Með hliðstæðum hætti verða lýst upp á annað hundrað mannvirki í ýmsum löndum í tilefni átaksins, meðal annars Empire State í New York, Niagarafossarnir í Kanada, Óperuhúsið í Sydney og Arena í Verona. Ýmsar gagnlegar upplýsingar um brjóstakrabbamein og árvekn- isátakið má finna á vefnum www. bleikaslaufan.is. Í bleikum ljóma Ýmis hús á landsbyggðinni voru einnig lýst upp bleikum ljóma. Þar á meðal var Flateyrarkirkja. MYND/KRABBAMEINSFÉLAG ÍSLANDS Háskóli Íslands er verðugur málsvari brjóstakrabbameins og sómir sér vel í bleiku. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Það er árlegur viðburður að lýsa upp þekktar byggingar með bleikum lit. Stjórnarráðið var bleikt árið 2003. Glitnishúsið fékk á sig bleikan blæ um tíma í október. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Alþingishúsið er alltaf glæsileg bygging og ekki síðra bleikt að lit. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL RÚNARSSON Skálholtskirkja er ljómandi falleg og bleik. MYND/KRABBAMEINSFÉLAG ÍSLANDSHöfði hefur löngum verið talinn eitt fallegasta hús höfuðborgarinnar og ekki er það lakara í bleikum lit. Spurning hvort ekki væri ráð að mála Höfða upp á nýtt.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.