Fréttablaðið - 30.10.2006, Page 61
MÁNUDAGUR 30. október 2006 21
AF NETINU
vaxtaauki!
10%
UMRÆÐAN
Þekkingariðnaður
Það er af sem áður var að Ísland sé fátækt bændasamfélag. Í
dag er Ísland með ríkustu þjóðum
heims. Ástæða þess er að hagvöxt-
ur á Íslandi á síðastliðnum árum
hefur verið mikill.
Fátt skiptir velferð íbúa meira
máli en hagvöxtur og er viðvar-
andi hagvöxtur keppikefli allra
þjóða. Til þess að halda viðvarandi
hagvexti þarf sífellt að leita nýrra
leiða til að auka framleiðni og
skjóta öflugum stoðum undir
atvinnulífið. Í þessu samhengi er
mikilvægt að tryggja fjölbreyti-
leika atvinnulífsins. Á síðustu ára-
tugum hefur samsetning atvinnu-
lífsins tekið miklum breytingum.
Þrátt fyrir vöxt í sjávarútvegi er
sú atvinnugrein ekki jafn mikil-
væg þjóðarbúinu og áður. Aðrar
atvinnugreinar eru farnar að skila
gjaldeyristekjum og fer hlutur
þessara atvinnugreina vaxandi
s.s. stóriðja, ferðaþjónusta, fjár-
málaþjónusta og hátækniiðnaður.
Hátækni og þekkingariðnaðurinn
eru atvinnugreinar sem hafa vaxið
mikið hér á landi á síðustu árum
og brýnt er að tryggja að svo verði
áfram. Til þess þarf starfs- og
nýsköpunarumhverfi fyrirtækj-
anna að vera í fremstu röð,
menntakerfið þarf að vera skil-
virkt og styðja þarf við rannsókn-
ar- og þróunarstarfsemi. Útflutn-
ingur á tækni og þekkingu er
undirstaða öflugs efna-
hagslífs í framtíðinni.
Því er mikilvægt að
auka skilning á mikil-
vægi sprotafyrirtækja
sem byggja á nýrri
tækni og þekkingu.
Stóriðjustefna stjórn-
valda
Á síðustu árum hafa
stjórnvöld lagt áherslu
á uppbyggingu stóriðju
með beinni aðkomu
sinni að þeirri atvinnu-
grein. Það er vissulega
gagnrýnivert að stjórn-
völd beiti sér með þeim hætti.
Stjórnvöld eiga fyrst og fremst að
einbeita sér að því að búa íslensk-
um atvinnugreinum góð starfsskil-
yrði. En sá málflutning-
ur að stóriðjustefna sé
að drepa þekkingariðn-
að á sér ekki stoð í raun-
veruleikanum. Við
eigum ekki að þurfa að
velja á milli þekkingar-
iðnaðar og stóriðju enda
fara þessar tvær
atvinnugreinar vel
saman. Það má til að
mynda segja að sú upp-
bygging sem á sér stað
á Austurlandi þessa
dagana sé gott dæmi
um íslenskan þekking-
ariðnað. Framkvæmdir
Landsvirkjunar við hönnun og
uppbyggingu Kárahnjúkavirkjun-
ar er stærsta dæmið um íslenskan
þekkingariðnað þar sem fjöldi sér-
fræðinga hefur komið að hönnun
og framkvæmd. Þá er ljóst að
hátækniiðnaður þrífst í kjölfar
uppbyggingu Reyðaráls. Innan
álversiðnaðarins er stöðug þróun
og nýsköpun í tækni og verkferl-
um. Auk þess er ljóst að fram-
kvæmdunum fylgja margfeldis-
áhrif í öðrum störfum og nýrri
tækni.
Tryggjum öflugan þekkingariðnað
á Íslandi
Stjórnvöld hafa lykiláhrif á mótun
viðskiptaumhverfis, stoðkerfis og
uppbyggingu innviða samfélags-
ins. Þessir þættir hafa svo afger-
andi áhrif á getu og hvata fyrir-
tækja til að auka samkeppnishæfni
sína. Mikilvægt er að tryggja stöð-
ugleika íslensks efnahagslífs því
það er forsenda þess að sprotafyr-
irtæki geti vaxið og dafnað. Und-
irstaða þekkingariðnaðar og
hátækni er þekking sem er
afsprengi menntunar. Stjórnvöld
þurfa því að standa vörð um okkar
öfluga menntakerfi og tryggja að
íslenskt menntakerfi sé með því
allra besta í heimi.
Sú þekking og sá kraftur sem
felst í mannauðinum er mikilvæg-
asta auðlind Íslands og sú auðlind
sem við verðum að leggja aukna
áherslu á í framtíðinni.
Höfundur er varaþingmaður og
gefur kost á sér í 4.-5. sæti í
prófkjöri sjálfstæðismanna í
Suðvesturkjördæmi.
Þekkingareyjan Ísland
BRYNDÍS
HARALDSDÓTTIR
Sigurvegarinn í prófkjöri
Sjálfstæðisflokksins
Guðmundur Magnússon veltir fyrir
sér úrslitum helgarinnar.
Ákvörðun Björns Bjarnasonar að
láta niðurstöðu prófkjörsins ekki
hafa áhrif á fram-
boð sitt styrkir að
mínu mati Sjálf-
stæðisflokkinn í
komandi kosn-
ingum. Ef hann
hefði dregið sig
í hlé hefði það
varpað ákveðn-
um skugga á það
pólitíska starf
sem framundan
er.
Hvar sem menn standa í pólitík
held ég að allir viðurkenni að fram-
boðslistinn sem varð til í gær er
óvenju sterkur og fjölbreyttur.
Nú verður spennandi að sjá hvernig
mál þróast í öðrum prófkjörum.
Ég held að réttmætt sé að kalla
Guðlaug Þór Þórðarson sigurvegar-
ann í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins. Í
þeim hópi eru reyndar einnig Guð-
finna Bjarnadóttir og Illugi Gunn-
arsson. En Guðlaugur Þór hlýtur að
vera búinn að tryggja sér ráðherra-
embætti verði Sjálfstæðisflokkurinn
í ríkisstjórn eftir næstu kosningar.
Af gudmundurmagnusson.
blogspot.com/
GUÐMUNDUR
MAGNÚSSON