Fréttablaðið - 30.10.2006, Blaðsíða 61

Fréttablaðið - 30.10.2006, Blaðsíða 61
MÁNUDAGUR 30. október 2006 21 AF NETINU vaxtaauki! 10% UMRÆÐAN Þekkingariðnaður Það er af sem áður var að Ísland sé fátækt bændasamfélag. Í dag er Ísland með ríkustu þjóðum heims. Ástæða þess er að hagvöxt- ur á Íslandi á síðastliðnum árum hefur verið mikill. Fátt skiptir velferð íbúa meira máli en hagvöxtur og er viðvar- andi hagvöxtur keppikefli allra þjóða. Til þess að halda viðvarandi hagvexti þarf sífellt að leita nýrra leiða til að auka framleiðni og skjóta öflugum stoðum undir atvinnulífið. Í þessu samhengi er mikilvægt að tryggja fjölbreyti- leika atvinnulífsins. Á síðustu ára- tugum hefur samsetning atvinnu- lífsins tekið miklum breytingum. Þrátt fyrir vöxt í sjávarútvegi er sú atvinnugrein ekki jafn mikil- væg þjóðarbúinu og áður. Aðrar atvinnugreinar eru farnar að skila gjaldeyristekjum og fer hlutur þessara atvinnugreina vaxandi s.s. stóriðja, ferðaþjónusta, fjár- málaþjónusta og hátækniiðnaður. Hátækni og þekkingariðnaðurinn eru atvinnugreinar sem hafa vaxið mikið hér á landi á síðustu árum og brýnt er að tryggja að svo verði áfram. Til þess þarf starfs- og nýsköpunarumhverfi fyrirtækj- anna að vera í fremstu röð, menntakerfið þarf að vera skil- virkt og styðja þarf við rannsókn- ar- og þróunarstarfsemi. Útflutn- ingur á tækni og þekkingu er undirstaða öflugs efna- hagslífs í framtíðinni. Því er mikilvægt að auka skilning á mikil- vægi sprotafyrirtækja sem byggja á nýrri tækni og þekkingu. Stóriðjustefna stjórn- valda Á síðustu árum hafa stjórnvöld lagt áherslu á uppbyggingu stóriðju með beinni aðkomu sinni að þeirri atvinnu- grein. Það er vissulega gagnrýnivert að stjórn- völd beiti sér með þeim hætti. Stjórnvöld eiga fyrst og fremst að einbeita sér að því að búa íslensk- um atvinnugreinum góð starfsskil- yrði. En sá málflutning- ur að stóriðjustefna sé að drepa þekkingariðn- að á sér ekki stoð í raun- veruleikanum. Við eigum ekki að þurfa að velja á milli þekkingar- iðnaðar og stóriðju enda fara þessar tvær atvinnugreinar vel saman. Það má til að mynda segja að sú upp- bygging sem á sér stað á Austurlandi þessa dagana sé gott dæmi um íslenskan þekking- ariðnað. Framkvæmdir Landsvirkjunar við hönnun og uppbyggingu Kárahnjúkavirkjun- ar er stærsta dæmið um íslenskan þekkingariðnað þar sem fjöldi sér- fræðinga hefur komið að hönnun og framkvæmd. Þá er ljóst að hátækniiðnaður þrífst í kjölfar uppbyggingu Reyðaráls. Innan álversiðnaðarins er stöðug þróun og nýsköpun í tækni og verkferl- um. Auk þess er ljóst að fram- kvæmdunum fylgja margfeldis- áhrif í öðrum störfum og nýrri tækni. Tryggjum öflugan þekkingariðnað á Íslandi Stjórnvöld hafa lykiláhrif á mótun viðskiptaumhverfis, stoðkerfis og uppbyggingu innviða samfélags- ins. Þessir þættir hafa svo afger- andi áhrif á getu og hvata fyrir- tækja til að auka samkeppnishæfni sína. Mikilvægt er að tryggja stöð- ugleika íslensks efnahagslífs því það er forsenda þess að sprotafyr- irtæki geti vaxið og dafnað. Und- irstaða þekkingariðnaðar og hátækni er þekking sem er afsprengi menntunar. Stjórnvöld þurfa því að standa vörð um okkar öfluga menntakerfi og tryggja að íslenskt menntakerfi sé með því allra besta í heimi. Sú þekking og sá kraftur sem felst í mannauðinum er mikilvæg- asta auðlind Íslands og sú auðlind sem við verðum að leggja aukna áherslu á í framtíðinni. Höfundur er varaþingmaður og gefur kost á sér í 4.-5. sæti í prófkjöri sjálfstæðismanna í Suðvesturkjördæmi. Þekkingareyjan Ísland BRYNDÍS HARALDSDÓTTIR Sigurvegarinn í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins Guðmundur Magnússon veltir fyrir sér úrslitum helgarinnar. Ákvörðun Björns Bjarnasonar að láta niðurstöðu prófkjörsins ekki hafa áhrif á fram- boð sitt styrkir að mínu mati Sjálf- stæðisflokkinn í komandi kosn- ingum. Ef hann hefði dregið sig í hlé hefði það varpað ákveðn- um skugga á það pólitíska starf sem framundan er. Hvar sem menn standa í pólitík held ég að allir viðurkenni að fram- boðslistinn sem varð til í gær er óvenju sterkur og fjölbreyttur. Nú verður spennandi að sjá hvernig mál þróast í öðrum prófkjörum. Ég held að réttmætt sé að kalla Guðlaug Þór Þórðarson sigurvegar- ann í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins. Í þeim hópi eru reyndar einnig Guð- finna Bjarnadóttir og Illugi Gunn- arsson. En Guðlaugur Þór hlýtur að vera búinn að tryggja sér ráðherra- embætti verði Sjálfstæðisflokkurinn í ríkisstjórn eftir næstu kosningar. Af gudmundurmagnusson. blogspot.com/ GUÐMUNDUR MAGNÚSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.