Fréttablaðið


Fréttablaðið - 30.10.2006, Qupperneq 62

Fréttablaðið - 30.10.2006, Qupperneq 62
 30. október 2006 MÁNUDAGUR22 timamot@frettabladid.is Tilkynningar um merkis- atburði, stórafmæli og útfarir í smáletursdálkinn hér til hliðar má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 550 5000. MERKISATBURÐIR 1611 Karl IX, konungur Svíþjóðar, andast. 1796 Dómkirkjan í Reykjavík er vígð. Hún var átta ár í smíðum og síðar endurbyggð árið 1848. 1811 Bók Jane Austen, Sense and Sensibility, er gefin út í Englandi. 1934 Fyrri hluti sögunnar Sjálfstætt fólk eftir Halldór Kiljan Laxness kemur út. 1998 Vegurinn yfir Gilsfjörð er formlega opnaður fyrir umferð. 2001 Körfuboltahetjan Michael Jordan snýr aftur í NBA deildina eftir að hafa hætt spilamennsku rúmum þremur árum fyrr. Sjálfboðaliðahópur á vegum Rauða krossins mun á næst- unni hefja reglulegar heim- sóknir til hælisleitenda hér á landi einu sinni í viku. Um er að ræða nýtt verkefni innan heimsóknarþjónustu samtakanna og mun Hafnar- fjarðardeild hennar hafa verkefnið á sinni könnu. Hugmyndin er runnin undan rifjum Toshiki Toma, prests innflytjenda, og hóps áhuga- fólks um málefni hælisleit- enda á Íslandi. Rauði krossinn hefur um árabil komið að málefnum hælisleitenda á Íslandi og sá um umönnun þeirra frá árinu 1999 þar til Útlend- ingastofnun gerði samning þar að lútandi við Reykja- nesbæ árið 2003. Samning- urinn felur í sér að veita hælisleitendum húsnæði, fæði og ýmsa aðstoð. Hælisleitendur búa á gistiheimili í Njarðvík á meðan á málsmeðferð stend- ur. Reykjanesbær býður þeim upp á ýmiskonar afþreyingu eins og frían aðgang að listasöfnum, bókasafni og sundlaugum. Þó er talin þörf á því að auka félagsleg samskipti hælis- leitenda á meðan á dvöl þeirra í Njarðvík stendur. Toshiki mun leiða heim- sóknavinahópinn til að byrja með og er gert ráð fyrir að heimsóknir hefjist í nóvem- ber. RKÍ heimsækir hælisleitendur TOSHIKI TOMA, PRESTUR INN- FLYTJENDA Karlakórinn Fóstbræður fagnar 90 ára afmæli á árinu og stígur í tilefni þess á stokk í Háskólabíói í kvöld ásamt Sin- fóníuhljómsveit Íslands. Aðalsteinn Guðlaugsson er starfs- aldursforseti Fóstbræðra, en hann hefur sungið með kórnum frá 1951. Aðalsteinn hefur á áttugasta aldursári fært sig yfir í þá deild Fóstbræðra sem kallast Gamlir Fóstbræður. Þeir æfa sjaldnar en aðalkórinn en koma þó oft fram með honum, eins og í kvöld. „Ég söng síðasta vorkonsertinn með kórnum í vor,“ sagði Aðalsteinn í sam- tali við Fréttablaðið. „Ég hef verið við- loðandi Gamla Fóstbræður lengi, en það tók mig tíma að taka endanlega skrefið,“ sagði Aðalsteinn sem ætlar þó ekki að hætta söngnum í bráð: „Ég verð hér á meðan ég hef heilsu til.“ Aðalsteinn segir mikinn tíma hafa farið í sönginn og mikinn félagsskap hafa hlotist af kórstarfinu. „Það gerir þetta enginn nema hann hafi stuðning frá fjölskyldunni, eins og ég hef notið,“ sagði hann. Á 55 ára söngferli Aðalsteins eru ýmsir hápunktar. „Rétt eftir að ég steig mín fyrstu skref með Fóstbræðr- um var ég valinn í sextán manna hóp til að syngja í Rigoletto, sem var fyrsta óperan sem sýnd var á Íslandi. Ég söng svo með Þjóðleikhúskórnum í fjögur ár eftir það,“ sagði hann. Aðalsteini eru einnig minnisstæðir þættir Svav- ars Gests á sunnudagskvöldum, en þar söng hann með hópnum Fjórtán fóst- bræður. „Þeir gáfu út einar fjórar plöt- ur og þetta var mjög vinsælt. Hefðu menn verið búnir að finna upp gull- plötuna hefði hún örugglega fallið þeim í skaut,“ sagði Aðalsteinn. Kór- ferðalögin standa jafnframt upp úr, en Fóstbræður hafa ferðast víða og unnið til verðlauna á þeim þremur kóramót- um sem þeir hafa farið á. Aðalsteinn sagðist þakklátur þeim sem hann hefur sungið með og vill þakka öllum söng- stjórum sínum fyrir að þola hann svo lengi. „Árni Harðarson er stórgóður stjórnandi og ég vil óska honum alls góðs í framtíðinni,“ sagði Aðalsteinn. Hann sagðist vera á því að söngur sé mannbætandi: „Fyrir sál og líkama. Einhver spekingurinn sagði líka að vondur maður geti ekki sungið,“ sagði hann. Aðspurður hvort hann hljóti þá ekki að vera orðinn óskaplega góður maður eftir svo langan starfsaldur skellti Aðalsteinn upp úr. „Það er kannski ástæðan fyrir því hvað ég hef lifað lengi,“ sagði hann svo hugsi. KARLAKÓRINN FÓSTBRÆÐUR: NÍUTÍU ÁRA STARFSAFMÆLI Í ÁR Vondir menn syngja ekki AÐALSTEINN GUÐLAUGSSON Starfsaldursforseti Fóstbræðra segist ekki hafa haft hug á öðru félagslífi en Fóstbræðrum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM FÓSTBRÆÐUR NÍUTÍU ÁRA Efnisskrá tónleik- anna í kvöld er mjög fjölbreytt. Á þessum degi árið 1938 fylltist bandaríska þjóðin ofsa- hræðslu þegar Orson Welles flutti leikritið Innrásin frá mars í útvarpinu. Orson Welles var aðeins 23 ára þegar Mercury leikhúsið ákvað að endurvekja sögu H.G. Wells um innrásina frá mars í útvarpinu. Þá hafði Welles þegar starfað í útvarpi í nokkur ár en það var hvorki ætlun hans né nokkurs annars að plata íbúa landsins. Leikritið var flutt á besta tíma, klukkan átta um kvöldið þegar milljónir manna sátu og hlustuðu grannt. Hins vegar misstu flestir af byrjun leikrits- ins þar sem spennandi þætti á annarri útvarpsstöð lauk ekki fyrr en rúmlega átta. Mikil skelfing greip um sig um gervöll Bandaríkin þegar sannfærandi rödd Welles lýsti því hvernig geimverur væru að leggja undir sig borgir lands- ins. Í New Jersey myndaðist umferðarteppa þegar ofsa- hræddir íbúar reyndu að flýja borgina undan Marsbúum. Fólk grátbað lögreglumenn um gasgrímur og bað rafveitur um að taka rafmagnið af til að geimverurnar sæju ekki ljósin. Þegar fréttirnar bárust á útvarpsstöðina rauf Welles útsendinguna stutta stund til að minna fólk á að engin alvara væri að baki. ÞETTA GERÐIST: 30. OKTÓBER 1938 Marsbúar ráðast á jörðina ORSON WELLES MÖRÐUR ÁRNASON ALÞINGIS- MAÐUR ER 53 ÁRA Í DAG Ég er farinn að meta kostina við að fullorðn- ast. Hér áður var maður eiginlega smeykur að verða þrítugur og fertugur en núna er ég alveg sáttur. Stofnað hefur verið í Vestmannaeyj- um félag sem hefur það að markmiði að setja á laggirnar og reka setur sem byggir á sögu Tyrkjaránsins í Vest- mannaeyjum árið 1627. Setrinu er ætlað að vera miðstöð rannsókna og fræðslu um Tyrkjaránið sem og að vera liður í menningar- tengdri ferðaþjónustu í Vestmanna- eyjum. Verður öllum þeim sem hafa áhuga gefinn kostur á að gerast stofn- félagar á næstu vikum. „Við sjáum mikla möguleika í sam- bandi við að virkja söguna. Þetta er einn liðurinn í því að sækja fram,“ segir Þórður Svansson, formaður félagsins. „Við vildum gera eitthvað sjálf, enda kemur ekki allt upp í hendurnar á okkur. Sagan er svo mögnuð. Ég hef verið að skoða í kringum landið þessi setur eins og á Siglufirði og Hofsósi og þetta ætti alveg eins að vera hægt í Vestmannaeyjum,“ segir Þórður. Setrið þar sem starfsemin mun fara fram nefnist Dalabú. Er það bóndabýli í suðurjaðri Vestmannaeyjabæjar, skammt norðan við flugvöllinn. Til að hægt verði að halda þar úti sýningum, þar á meðal þrælatorgi, allan ársins hring þarf að ráðast í endurbætur og munu þær verða unnar í skrefum næstu fimm árin. Á næsta ári verða 380 ár liðin frá Tyrkjaráninu. Af því tilefni er stefnt að því að bjóða upp á viðamikla og fjöl- breytta dagskrá frá maí og fram í ágúst, þar sem Tyrkjaránssetrið mun gegna lykilhlutverki. - fb Tyrkjaránssetur í Vestmannaeyjum Innilegar þakkir færum við öllum þeim er sýndu okkur hlýhug og samúð vegna andláts og útfarar Halldórs Þorvaldar Ólafssonar Sérstakar þakkir fær starfsfólk heimahjúkrunar, Landspítala og á K1 á Landakoti fyrir góða umönnun. Fyrir hönd aðstandenda, Ingibjörg Aðalheiður Gestsdóttir. Útfararþjónustan ehf. Stofnað 1990 Þegar andlát ber að Alhliða útfararþjónusta í 16 ár Símar: 567 9110 & 893 8638 www.utfarir.is • utfarir@utfarir.is Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson Elís Rúnarsson Í HLÖÐUNNI Í DALABÚI Setrið um Tyrkjaránið verður í bóndabýli í suðurjaðri Vestmanna- eyjabæjar. MYND/KUBBZI
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.