Fréttablaðið - 30.10.2006, Page 65

Fréttablaðið - 30.10.2006, Page 65
MÁNUDAGUR 30. október 2006 25 Mickey Rourke hefur lýst því yfir að Hollywood hampi hæfileika- lausum leikurum sem komist á forsíður slúðurblaðanna fyrir ást- arsambönd sín frekar en hæfi- leikaríku fólki. Það séu glysgjarn- ar stjörnur sem fái öll bestu hlutverkin í nýjustu myndunum. „Þetta snýst ekki lengur um að leika heldur markaðssetningu,“ sagði Rourke. „Allt hringsnýst í kringum hvaða fífl er með hverju fífli, hvaða asni á hvaða barn með hverjum,“ bætti leikarinn. „Kvik- myndaiðnaðurinn verður að gera sér grein fyrir því að fólkið í raun- veruleikanum á líka börn og að það er ekkert merkilegt út af fyrir sig.“ Hæfileika- leysinu hampað MICKEY ROURKE Segir kvikmynda- iðnaðinn vera heltekinn af slúðri og barneignum. Ný plata með rapparanum Tupac Shakur, Pac´s Life, er væntanleg 20. nóvember. Platan hefur að geyma lög sem aldrei áður hafa heyrst með kappanum. Er þetta áttunda platan sem kemur út með Tupac eftir að hann var skotinn til bana árið 1996. „Tupac skildi eftir sig efni sem ekki hefði verið hægt að gefa út ef allir þessir tónlistamenn, upptöku- stjórar og allir hinir hefðu ekki lagt sitt að mörkum,“ sagði Afeni Shakur, móðir rapparans. Á meðal þeirra sem koma fram á plötunni eru Snoop Dogg, Ludacris og T.I. Ný plata með Tupac TUPAC Pac´s Life er áttunda plata Tupac eftir að hann dó. Gamanleikarinn Will Ferrell hefur tekið að sér hlutverk í myndinni Semi-Pro. Fjallar hún um mann nokkurn sem á og leikur með körfuboltaliði sem á erfitt upp- dráttar í bandarísku ABA-deild- inni. Woody Harrelson leikur einnig í myndinni en margir muna eftir honum úr körfuboltamyndinni White Men Can´t Jump þar sem hann lék á móti Wesley Snipes. Scot Armstrong, sem átti þátt í handritinu að Old School, skrifaði einnig handritið að þessari mynd. Semi-Pro verður fjórða íþrótta- myndin sem Ferrell leikur í á skömmum tíma. Fyrst lék hann fótboltaþjálfara í myndinni Kick- ing and Screaming, síðan kapp- akstursmann í Talladeda Nights og loks listskautakappa í mynd- inni Blades of Glory, sem enn á eftir að frumsýna. Ferrell í Semi-Pro WILL FERRELL Gamanleikarinn vinsæli hefur tekið að sér hlutverk í Semi-Pro. Anna Rakel Róbertsdóttir Glad mun ferðast með starfsmönnum KPMG til Frankfurt um næstu helgi, þar sem hún verður plötu- snúður á árshátíð endurskoðun- arfyrirtækisins. „Ég fer út á föstudegi og kem á sunnudegi, þetta er algjört „jetset“-djobb,“ sagði Anna Rakel kát í samtali við Fréttablaðið. „Þetta kom til á týpískt íslenskan hátt, maður þekkti mann sem benti á mig. Það var búið að bóka einhvern annan til að fara með þeim, en svo var ég svo heppin að komast að,“ sagði hún, en alls fara um tvö hundruð manns frá KPMG til Frankfurt. Anna Rakel kom fyrst fram á sjónarsviðið í líki plötusnúðs fyrir rúmum tveimur árum, en fyrir það var hún þekkt fyrir störf sín sem þáttastjórnandi og fyrirsæta. „Ég hef spilað bæði ein og með öðrum á þessum tíma,“ sagði Anna Rakel, en hún segist alltaf hafa haft mikinn áhuga á tónlist. „Leyndi draum- urinn minn er að vera gítarleik- ari og rokkstjarna í amerískri rokkhljómsveit á áttunda ára- tugnum. Ég er svona skápa- hippi,“ sagði hún. - sun Spilar á árshátíð í Frankfurt ANNA RAKEL VIÐ STÖRF PLÖTU- SNÚÐARINS Finnst skemmtilegt að spila með öðrum: „Maður heldur ekki partí einsamall.“ FRÉTTABLAÐIÐ/ÓMAR Reykjavík: Mörkin 4, sími: 533 3500 Akureyri: Hofsbót 4, sími: 462 3504 Egilsstaðir: Miðvangur 1, sími: 471 2954 Opið virka daga: 10-18 og laugardaga: 11-16 Glæsilegur tilboðspakki fylgir hverju Sealy rúmi. ��������������� 10-40% afsláttur af svefnsófum og hvíldarstólum frá Lane.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.