Fréttablaðið - 30.10.2006, Síða 66
30. október 2006 MÁNUDAGUR26
menning@frettabladid.is
!
Sýnt í Iðnó
Frumsýning Uppselt 28. okt.
Laugardagur 4. nóv.
Sunnudagur 5. nóv.
Föstudagur 10. nóv
Laugardagur 11. nóv
Laugardagur 18. nóv
Sunnudagur 19. nóv
Miðasala er opin virka daga frá kl. 11-16
og 2 tímum fyrir sýningar.
Sími 5629700 www.idno.is Sýningar kl. 20
��������������������������������� ���������������������������������������������������
�� ����������������������������������������� ���������� ��������������������������
������������ �������������� �� �����������
���������������������
�������������������������������������������������
������������
����������������������������������������������
������������������ �������������������
������������������������������
�����������������������������
����������������������������
��������������������������������� �����������������
STÓRA SVIÐIÐ kl. 20:00
Þjóðleikhúsið fyrir alla!
Afgreiðsla er opin kl. 12:30 – 18:00 mán. – þri. Aðra daga kl. 12:30 – 20:00.
STÓRFENGLEG eftir Peter Quilter
4. sýn. lau. 4/11 örfá sæti laus, 5. sýn. sun. 5/11 örfá sæti laus, 6. sýn. lau. 11/11 örfá
sæti laus, 7. sýn. sun. 12/11 örfá sæti laus, 8. sýn. lau. 18/11 örfá sæti laus.
SITJI GUÐS ENGLAR eftir Guðrúnu Helgadóttur. Leikgerð Illugi Jökulsson.
Sun. 5/11 kl. 14:00 uppselt, lau. 11/11 kl. 14:00 örfá sæti laus, sun. 12/11 kl. 14:00
örfá sæti laus, lau. 18/11 kl. 14:00 örfá sæti laus, sun. 19/11 kl. 14:00 uppselt, fös. 29/12
kl. 20:00, lau. 30/12 kl. 14:00, sun. 7/1 kl. 14:00.
PÉTUR GAUTUR eftir Henrik Ibsen. Leikgerð Baltasar Kormákur.
Fim. 2/11 örfá sæti laus, fös. 3/11 örfá sæti laus, fim. 9/11 uppselt, fös. 10/11 örfá
sæti laus, fim 16/11, fös. 17.11.
SMÍÐAVERKSTÆÐIÐ aðalbyggingu Lindargötumegin, kl. 20:00
SKOPPA OG SKRÍTLA eftir Hrefnu Hallgrímsdóttur.
Lau. 4/11 kl. 11:00 uppselt og kl. 12:15 uppselt, sun. 5/11 kl. 11:00 uppselt og kl. 12:15
uppselt, lau. 11/11 kl. 11:00 uppselt og kl. 12:15 uppselt, sun. 12/11 kl. 11:00 uppselt
og kl. 12:15 uppselt.
LEIKHÚSLOFTIÐ aðalbyggingu, kl. 11:00 og 12:15
UMBREYTING – brúðusýning fyrir fullorðna eftir Bernd Ogrodnik.
Lau. 4/11 örfá sæti laus, sun. 5/11 kl. 17:00, sun. 12/11 kl. 17:00.
KÚLAN Lindargötu 7, kl. 20:00
PATREKUR 1,5 eftir Michael Druker.
Lau. 4/11, sun. 5/11, fös. 10/11 örfá sæti laus.
Gjafakort í Þjóðleikhúsið
opnar ævintýraheim!
Miðasala í síma 551 1200 og á netinu www.leikhusid.is
JPV útgáfa hefur gengið frá samningi við
frönsku útgáfuna Gaïa éditions um útgáfu
á bókinni Tröllakirkja eftir Ólaf Gunnarsson.
Sagan kom upphaflega út árið 1992, hlaut
einróma lof gagnrýnenda og var tilnefnd til
Íslensku bókmenntaverðlaunanna það árið.
Síðar var gert leikverk eftir sögunni og flutt í
Þjóðleikhúsinu. Kvikmyndagerðarmenn hafa
haft leyfi til að vinna kvikmynd eftir henni um
nokkurt skeið.
Ensk útgáfa bókarinnar var tilnefnd til IMPAC
verðlaunanna í Dublin. Tröllakirkja var gefin út
á þýsku síðastliðið haust og vakti mikla athygli
í þýsku pressunni. Í dagblaðinu Frankfurter
Allgemeine Zeitung var sagt til dæmis að Ólafur
Gunnarsson sé sá íslenskra samtímahöfunda,
„sem hefur með einna áhrifamestum hætti
tekið upp þráðinn frá honum mikla starfs-
bróður sínum, Halldóri Laxness“. Áður hefur
Tröllakirkja komið út í Bretlandi og útgáfan gekk
nýverið frá samningi
við tékkneskan
útgefanda.
Forlagið Gaïa
éditions gefur út
fjöldann allan af
bókum ár hvert
en fyrirtækið
var upphaf-
lega stofnað í
þeim tilgangi til að
koma verkum danska
verðlaunahöfundinum
Jørn Riel á framfæri.
Frakkar komast í Tröllakirkju
HÖFUNDUR-
INN ÓLAFUR
GUNNARSSON
17.15
Hinn dáði veðurfræðingur Trausti
Jónsson heldur fyrirlestur um veðrið
í Öskju, Náttúrufræðahúsi Há-
skólans, sem hann nefnir: Veður-
farsbreytingar – hækkun hita eða
eitthvað meira? Trausti kann öðrum
mönnum betur að gera hið sígilda
umræðuefni þjóðarinnar að djúpu
athugunarefni og skoðar spár manna
um veðurfarsbreytingar betur í dag.
> Dustaðu rykið af
Ljóðabókum Einars Más
Guðmundssonar ef þú varst
svo heppinn að kaupa þær
á sínum tíma af skáldinu
á götuhorni: Er nokkur í
kórónafötum hér inni?,
Sendisveinninn er einmana,
og Róbinson Krúsó snýr
aftur. Ef ekki þá eru þær
allar í safni hans frá 2002
– Ljóð 1980-1995.
Ný bók er að koma í versl-
anir í vikunni svo gott er
að skoða piltinn frá byrjun.
Einar er jú fyrst og fremst
ljóðskáld.
Þess er nú minnst að Elías
Mar gaf út sína fyrstu bók
fyrir sextíu árum, Eftir
örstuttan leik. Hann var 22
ára gamall, borgarbarn, og
ekki stóð að honum borg-
araskapurinn heldur fólk
sem stóð lágt á strái.
Hann var sprottinn úr lágstétt
bæjar, sem ekki var hægt að kalla
borg með nokkru móti, þótt byggð-
in hefði breiðst út og þést með
braggahverfum erlends setuliðs.
Fyrsta skáldsaga Elíasar var
gefin út 1946 í par hundruðum ein-
taka á forlagi Helgafells í ríki
smjörlíkiskóngsins og menningar-
forkólfsins Ragnars Jónssonar í
Smára.
Á næstu fimmtán árum var
Elías afkastamikill sagnahöfund-
ur: Man ég þig löngum (1949),
Vögguvísa (1950) og Sóleyjarsaga
í tveimur hlutum 1954 og 1959.
Hann beinir í þessum sögum
sínum athyglinni að borgarbörn-
unum, ungum karlmönnum í reiði-
leysi næturlífsins, unglingum í
krimmagengjum, og ungri konu
og umhverfi hennar í bragga-
hverfunum. Og hann er ekki einn:
svipuð og keimlík jaðarefni bæjar
sem er að breytast í borg koma
upp í textum eftir Ástu Sigurðar-
dóttur, Jökul Jakobsson, Agnar
Þórðarson. Þetta eru tímar óvissu
og dauðageigs.
Engar af bókum Elíasar eru
fáanlegar á markaði í dag: lengst
af var hægt að komast yfir seinni
hluta Sóleyjarsögu, en hitt allt rétt
eins og smásagnasöfnin hans var
erfitt að ná í nema á almennings-
söfnum. Að vísu var Vögguvísa
gefin út í skólaútgáfu 1979 með
neðanmálsskýringum á tuttugu
ára gömlu slangri Reykjavíkur,
en að öðru leyti er skáldskapur
Elíasar ófáanlegur á markaði. Og
þar með vantar lesendur stóran
hlekk í samhengi bókmennta um
miðja öldina, rétt eins og það sé
hagsmunamál menningarinnar á
Íslandi að gleyma, þurrka út það
sagnaskáld Reykjavíkur sem
gleggst skráði tilurð borgarinnar.
Hjálmar Sveinsson útvarps-
maður kallar þetta skandal í Les-
bók Morgunblaðsins á laugardag.
Með því vísar hann til þess vanda
sem er að verða æ alvarlegri í
íslensku bókmenntalífi: við viljum
ekki, kunnum ekki að meta eldri
verk höfunda okkar. Svo hefur
nýjungagirnin leikið okkur.
Oft hafa áhugamenn um bók-
menntir hugleitt hvers vegna rödd
Elíasar Mar hljóðnaði. Reyndar
gaf hann út sögur og ljóð eftir sinn
árangursríka tíma við sagnaskáld-
skapinn frá tvítugu til þrjátíu og
fimm ára aldurs. En hann var
búinn að skila sínu. Módernisminn
var að hvolfast yfir sagnaskáldin
og tískan heimtaði aðra og nýrri
spámenn.
Sumir hafa kennt um óblíðum
viðtökum sem síðari hluti Sóleyj-
arsögu hafi fengið hjá gagnrýn-
endum. Víst er að skáldskapur
Elíasar Mar passaði illa inn í þá
mynd sem Viðreisn og stjórn
Reykjavíkurborgar vildu hafa
uppi um svip höfuðborgarinnar.
Elías var vinstrisinnaður og fór
ekki dult með kynvitund sína.
Hann var jaðarmaður og brátt leið
að því að inn á veginn sem hann
hafði farið, gengu Steinar Sigur-
jónsson, Guðbergur Bergsson,
Dagur og Megas. Leiðin kven-
skálda var önnur og hópurinn ekki
stór og misleitur.
Því er hollt að minnast þeirra
tímamóta sem Elías Mar lýsti best
í sögu borgarinnar og þjóðlífsins.
Þess vegna er brýnt að koma
skáldsögum hans aftur á prent. Ef
einhver útgefandinn þorir. - pbb
Gleymt borgarskáld
BÓKMENNTIR Elías Mar, frumkvöðull í
sögum bæjar að breytast í borg.
Al
la
r n
ýj
us
tu
up
pl
ýs
in
ga
r o
g
fr
ét
tir
á
en
sk
u
á
ve
fn
um
re
yk
ja
vi
k.
co
m
og
í
bl
að
in
u
Re
yk
ja
vi
km
ag