Fréttablaðið - 30.10.2006, Side 67

Fréttablaðið - 30.10.2006, Side 67
MÁNUDAGUR 30. október 2006 HERRA KOLBERT Leikfélag Akureyrar Höfundur: David Gieselmann Þýðing: Bjarni Jónsson Leikstjórn: Jón Páll Eyjálfsson Leikmynd og búningar: Íris Eggertsdóttir Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmundsson Tónlist og hljóðmynd: Hallur Ingólfsson Gervi: Ragna Foss- berg Leikendur: Guðjón Davíð Karls- son, Unnur Ösp Stefánsdóttir, Edda Björg Eyjólfsdóttir, Gísli Pétur Hinriks- son, Ólafur Steinn Ingunnarson Það var dimmt yfir í aðfluginu á laugardag er komið var að Akur- eyrarflugvelli. Túnin voru með klakaskán og blautt yfir svo dauf speglun var á öllu. Það var að kólna með kvöldinu og fólk hélt um sig flíkum á hlaupum í skjól. Það var ekki mikið skjól sem David Gieselmann bauð persón- um sínum uppá í lífinu í leiknum síðar um kvöldið. Þær voru nán- ast á berangri og vissu ekki hvert átti að halda í lífinu. Þeim leidd- ist svo í allsnægtum og hvað er þá betra en leggjast í smástríðni, skapa einhver læti, koma óróa af stað. Ralf og Sara eiga von á gest- um heim til sín í hvíta speisið sem þau kalla heimili. Þar er allt uppá stælinn og stílinn. Naum- hyggjan hefur verið ráðandi svo lengi að híbýli eins og þau sem Íris Eggertsdóttir býður upp á er okkur flestum kunn þótt eng- inn vildi búa í þeim. Þau eru svo kuldaleg. Ralf er kaosfræðingur en Sara vinnur í bókhaldsfyrir- tæki, skilst manni. Þau eru bæði grönn og smart og hress og skemmtileg og staðráðin í að leika sér svolítið með gestina sem eru að koma: Elínu sem vinnur með Söru og mann henn- ar, sem þau hafa aldrei hitt, Bastían arkitekt. Og svo koma gestirnir. Þetta virðist við fyrstu kynni vera gamansamt verk um nútímafólk með skarpri skynjun á lífshátt- um ungs fólks. Það er fyndið og víða hlegið og krakkarnir fjórir sem eru á sviðinu mest allan tím- ann eru geðfelld. Sumir soldið bráðir og það er sagt meira og spunnið er skynsamlegt er. Það er pöntuð pitsa því gestgjafarnir elda aldrei og verður úr mikið klúður og skemmtilegt. Aum- ingja sendillinn fær sitt. David Gieselmann hefur skrifað býsna gott leikrit um sið- leysi okkar tíma, lífsleiða og blekkingu undir velsæmi og yfir- borði borgaralegra hátta. Það er undra skarpt í greiningu sinni á persónunum, mest þremur, minna tveimur, og þegar á hólm- inn er komið er höfundurinn algerlega miskunnarlaus. Það var fjári gaman á frum- sýningunni: hlegið dátt og inni- lega á mörgum stöðum, misjafn- lega hátt og lengi en víða kitlaði textinn og leikurinn svipbrigði manna. Svo þegar gamanið tók að kárna sveiflaðist salurinn milli undrunar, furðu, ofboðs og hláturs aftur. Á örskoti var manni hent hornanna á milli. Það er semsagt ekki allt sem sýnist hjá hjónunum ungu og gestum þeirra. Má ekki segja meira og allt það. Sviðsetning Jón Páls Eyjólfs- sonar á þessu nýlega megin- landsverki er vel unnin í þaula. Búningar, gervi, lýsing og leik- mynd – allt er þetta fyrsta flokks og við hæfi. Tónlistarmillikaflar eru notaðir af hugviti og keyra atburðarásina upp. En það sem gerir þessa kvöld- stund að eftirminnilegri reynslu, svo að maður er á háskalegri egg hláturs og ... dapurleika, er frá- bær leikur leikaranna fimm sem þarna eru í miklu návígi allan tímann. Víst hefur leikstjórinn sýnt þeim þann sóma að vinna með þeim í þaula þessar persón- ur, en kvöldið var sannarlega þeirra. Þau hafa misjafna reynslu, persónulegan stíl, sum jafnvel komin með kæki, en Jón Páll hefur stillt þau saman í öfl- uga vél. Það er fyrst til að telja fram- sögnina á textanum, hraða og hæga með fínum blæbrigðum þar sem margt getur verið á kreiki í senn. Í annan stað reynir sýningin mikið á líkamlegt atgervi og það er í henni eitthvað hikleysi sem er í senn hættulegt og lifandi. Í þriðja stað er þetta ósýnilega sem svo erfitt er að festa reiður á í leik án hlés í eina og hálfa klukkustund: hvernig leikarinn byggir allt saman í boga frá upphafi til enda: þar skín Edda Björg Eyjólfsdóttir skærast enda gefið það hlutverk sem býður uppá glæstast boga- smíð í verkinu, hlutverk Elínar. Skapgerð og athafnir Gísla Péturs kalla á brattari ris og meiri stökk í hinum bráða arki- tekt en hann er afbragð, háska- legur í ofbeldinu, yndislega hvekktur þegar á hann er leikið. Andstæða hans er hinn sið- blindi kaosfræðingur. Guðjón Davíð er illa haldinn einkennum hins félagslega pata: sjarmerandi og elskulegur og fær í hvaða ill- virki sem er. Unnur Ösp er honum hæf sem frú Makbeð – nema hér er allt gert til leiks. Ólafur er sendillinn umkomu- lausi og gerir úr litlu afar athygl- isverða mannsmynd. Herra Kolbert er glæsilega unnið sviðsverk með skínandi beittan brodd í umbúðum smart- heita og fáránlegrar skemmtun- ar. Starfshópurinn allur hefur skilað frábæru verki og illa er ég svikinn ef norðanmenn og nágrannar þyrpast ekki í sam- komuhúsið til að sjá þessa fínu vinnu. Páll Baldvin Baldvinsson Niðurstaða Frábær skemmtun – alvöru hrollur. Flott verk, flottur leikur, flott sýning. JÓLAHLAÐBORÐ Í MIÐBORGINNI LÍDÓ VEISLUSALUR Fyrir þá sem vilja njóta jólastemningarinnar í miðbænum til fullnustu er Lídó spennandi, nýr valkostur. Lídó er glæsilegur veislusalur á horni Ingólfsstrætis og Hallveigarstígs sem býður ómótstæðilegt jólahlaðborð. ALLIR FARA GLAÐIR HEIM Á Lídó gengur þú ekki bara að góðum mat og þjónustu vísri heldur einnig skemmtiatriðum sem enginn verður svikinn af. Jóhannes Kristjánsson eftirherma sér um gamanmál eins og honum einum er lagið, og Svitabandið heldur uppi fjörinu af alkunnri snilld. Dekraðu við þig á aðventunni og pantaðu jólahlaðborð á Lídó! Verð 6.700 kr. á mann. JÓHANNES KRISTJÁNSSON OG SVITABANDIÐ SKEMMTA! Nánari upplýsingar og borðapantanir í síma 517 5020 www.idusalir.is Leikir og gleði á Akureyri HERRA KOLBERT Í upphafi kvölds þegar allir eru settlegir, sumir vilja vín, aðrir ekki. GRÍMUR BJARNASON/LA

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.