Fréttablaðið


Fréttablaðið - 30.10.2006, Qupperneq 68

Fréttablaðið - 30.10.2006, Qupperneq 68
 30. október 2006 MÁNUDAGUR28 Á dögunum var opnaður nýr veit- ingastaður sem ber nafnið Deco. Veitingastaðurinn er til húsa í Austurstræti 12 og því nýjasta viðbótin í þessari götu en stöðugur uppgangur er í þessu hjarta mið- borgarinnar. Mikill fjöldi gesta var staddur á opnuninni og munu eflaust enn fleiri forvitnir reka inn nefið á næstu dögum til að kynna sér matseðil staðarins. Fjöldi manns fagnaði opnun Deco EIGENDURNIR Þeir Vésteinn, Einar, Magnús og Geir, eigendur staðarins, voru ánægðir með útkomuna. LÉTU FARA VEL UM SIG Jóhann Alberts- son, Margrét Stefánsdóttir, Magdalena Kristinsdóttir og Ingi Björn Albertsson létu fara vel um sig í horni staðarins. SÆTAR Í SÓFANUM Þær Begga, Hulda og Rán voru hressar í opnunarteiti Deco. FLOTTUR Staðurinn er fallegur ásýndar og var almenn ánægja gesta með hann. Húsvíski trúbadorinn Helgi Valur hefur ákveðið að venda kvæði sínu í kross og hella sér út í rappið. „Ég hef mikla ástríðu fyrir hip- hop-tónlist,“ segir Helgi Valur sem vinnur nú að sinni fyrstu rappplötu. Helgi Valur er hvað þekktastur sem trúbador og vann meðal annars trúbadorakeppni Rásar tvö um árið. Hann sannaði hins vegar svo um munaði á Air- waves-hátíðinni að hann á auðvelt með að flakka milli strauma og stefna. Hingað til hefur hann komið einn fram en mætti í Þjóð- leikhúskjallarann á dögunum með fullskipaða hljómsveit. Framan af hélt hann sig við léttleikandi popp- lög en um miðbik tónleikanna vatt hann kvæði sínu í kross og hóf að rappa af miklum móð, til dæmis lagið Gin&Juice eftir Snoop Dogg. „Þetta er alls ekkert grín,“ áréttar Helgi Valur. „Sumum kemur það kannski spánskt fyrir sjónir að ég skuli vera hugljúfur trúbador eina stundina og harður rappari þá næstu, en þetta er afsprengi póstmódernismans. Það eru ekki lengur nein landamæri innan tónlistarinnar og allt er leyfilegt. Ég vil ekki binda mig við ákveðna kví.“ Helgi Valur byrjaði að hlusta á hiphop-tónlist fyrir röskum ára- tug og annað komst ekki að næstu fjögur árin. Mest dálæti hefur hann á Tupac Shakur og hefur meira að segja látið húðflúra nafn rapparans sáluga á brjóst sitt. „Tupac var stórkostlegur lista- maður, ekki síst sem textasmiður, og hefur oft veitt mér innblástur.“ Helgi vinnur nú að plötunni The Black Man is God, the White Man is the Devil en þar er á ferð trúbadorskotin rappplata. „Ég var orðinn hundleiður á síbylju á borð við James Blunt og ákvað að fara nýjar leiðir. Þannig að á þessari plötu er ég með gítarinn en í stað þess að syngja þá rappa ég.“ bergsteinn@frettabladid.is Helgi Valur gerir rappplötu HELGI VALUR Er með nafn rapparans sáluga Tupac Shakur húðflúrað á brjóst sitt. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Rod Stewart lýsti því yfir í útvarpsviðtali við Chris Evans að þótt McCartney hefði tekið inn ólögleg vímuefni væri hann ekki maður sem lemdi konuna sína. Heather Mills væri bara lygari og að McCartney ætti ekki að gefast upp fyrir henni. „Hann á að berjast fyrir því að endurheimta heiður sinn,“ sagði Stewart. Fjöldi fólks hefur kvatt sér hljóðs í þessu mikla fjölmiðlafári og sagði leikarinn Victor Spanetti, sem lék meðal annars í bítlamyndinni A Hard Day‘s Night, að Heather hefði markvisst reynt að komast uppá milli Pauls og stjúpdóttur hans, Heather Louise, en hún er dóttir Lindu McCartney af fyrra hjónabandi. „Ég held að Heather hafi hald- ið að Paul myndi láta undan fyrir rest og hún yrði við stjórnvölinn en Paul hefur sitt stolt,“ sagði Victor í samtali við breska blaðið The Sun. ROD STEWART Styður sinn mann Paul McCartney og segir að hann sé ekki þannig manngerð að hann myndi lemja konuna sína. PAUL MCCARTNEY Á stuðning flestra í Bretlandi en hefur sjálfur lítið tjáð sig um málið fyrir utan yfirlýsingar í gegnum lögfræðinga sína. HEATHER MILLS Að öllum líkindum hataðasta manneskjan í Bretlandi og verður forvitnilegt að sjá hvernig réttarhöldin þróast en þau hefjast í byrjun næsta árs. Stjörnuparið Angelina Jolie og Brad Pitt eru nú að íhuga að ætt- leiða eitt barn í viðbót og frá Ind- landi í þetta skiptið. Parið á fyrir tvö ættleidd börn, Maddox sem er frá Kambódíu og Zahara frá Eþíópíu ásamt því að eiga hina nýfæddu Shiloh saman. Sam- kvæmt blaðinu Globe Magazine eru Pitt og Jolie búin að leggja inn beiðni til að fá að ættleiða barn frá Indlandi en parið er statt þar á landi þessa dagana við upptökur á myndinni „A Mighty Heart“ þar sem Jolie leikur aðalhlutverkið og að Pitt framleiðir myndina. Brad Pitt mun víst hafa óskað eftir því að fá lítinn indverskan strák en Angelina segist ekki getað lofað honum að hún muni ekki vilja litla stelpu. Pitt og Jolie ættleiða á ný STÓR FJÖLSKYLDA Angelina Jolie og Brad Pitt eru greinilega miklir barnavinir því nú ætla þau að ættleiða í þriðja sinn og mundi það verða fjórða barn þeirra skötuhjúa. Nýtt lag með Sálinni hans Jóns míns, Þú trúir því, er komið í útvarpsspilun. Lagið er eftir Guð- mund Jónsson og Stefán Hilmars- son og syngur Stefán lagið ásamt Þóru Gísladóttur úr Gospelkór Reykjavíkur. Lagið var einmitt frumflutt á vel heppnuðum tónleikum Sálar- innar og Gospelkórsins í Laugar- dalshöll fyrir rúmum mánuði ásamt öðru nýju lagi. Verið er að leggja lokahönd á upptökur frá tónleikunum og koma þeir út á plötu og mynddiski um miðjan næsta mánuð. Sálin með nýtt lag SÁLIN Í HÖLLINNI Nýja lagið var frum- flutt á tónleikum Sálarinnar og Gospel- kórs Reykjavíkur í Laugardalshöll. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A N TO N Leikkonan Kate Winslet segist aldrei líða verr en þegar hún þarf að koma nakin fram á hvíta tjald- inu. Winslet þarf að gera það í nýj- ustu mynd sinni „Little Children“ og segist hún hafa vaknað með hræðilega tilfinningu daginn sem taka átti atriðið upp. „Ég er búin að lofa sjálfri mér að núna ætli ég ekki að koma nakin fram aftur.“ Kate Winslet hefur þó berað sig í nokkrum kvikmyndum, meðal annars Titanic, Holy Smoke og Heavenly Creatures þannig að það má eiginlega segja að þetta séu þó nokkur nýmæli af hálfu Winslet. Ekki nakin KATE WINSLET Segist aldrei ætla að koma nakin fram á hvíta tjaldinu aftur. Leikkonan unga Lindsay Lohan hefur nú þegar lent í deilum við nágranna sína, jafnvel þótt hún sé ekki einu sinni flutt inn. Lohan festi nýlega kaup á íbúð í Sierra Towers í Holly- wood og eru íbúar blokkarinnar ekki par ánægðir með nýjasta með- lim blokkarinnar. Einn íbúinn sagði við bandaríska slúðurblaðið Life and Style Magasine að þau vildu ekki fá Lohan inn í blokkina með papparazzi ljósmyndara og partí- stand sitt. „Hennar líferni passar ekki við aðra íbúa hússins,“ sagði nágranninn en meðalaldur lúxus- blokkarinnar er um 60 ár. „Við vonum að hún hætti bara við að flytja inn,“ segir íbúinn vongóður. Strax komin í vandræði LINDSAY LOHAN Stewart styður McCartney
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.