Fréttablaðið - 30.10.2006, Page 69

Fréttablaðið - 30.10.2006, Page 69
MÁNUDAGUR 30. október 2006 29 Nicole Richie hefur leitað til lækna vegna þyngdar sinnar, eða skorts á þyngd. Simple Life-stjarn- an hefur verið lögð inn til að gang- ast undir ýmiss konar rannsóknir, en hún vill fá svör við því af hverju henni reynist svo erfitt að bæta á sig kílóum. Talsmaður stjörnunn- ar hefur ítrekað að Nicole þjáist ekki af átröskun, heldur hafi hún eðlilegar áhyggjur af heilsu sinni, en Nicole sagði í viðtali við Vanity Fair í maí að hún væri með- vituð um að hún væri of grönn og vildi aðstoð við að þyngjast. Tökur á fimmtu þáttaröð Simple Life standa nú yfir, en þeim verður frestað fram í miðjan nóvember vegna vandræða Nicole. Þreytt á fjaðurvigt NICOLE RICHIE Hefur átt í vök að verjast vegna fjaðurvigtar sinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Nú hefur ný gerð sjálfsala bæst í hóp þeirra sem drottnað hafa yfir almenningsklósettum erlendis um árabil. Frumkvöðlarnir Richard Starrett og Neil Macka hafa búið til sléttujárnssjálfsala sem smell- passar inn á kvennaklósett á fínni börum, líkamsræktarstöðvum og þar fram eftir götunum. Sam- kvæmt springwise.com voru kumpánarnir orðnir þreyttir á að hlusta á vinkonur sínar kvarta yfir „slæmum hárdögum“, en það fyr- irbrigði er vel þekkt kven- kyns íbúum hins vinda- og veðrasama Íslands. Fyrir eitt pund má nú kaupa einnar og hálfrar mínútu afnot af hágæða GHD-sléttujárni og þannig lagfæra úfnar hárgreiðsl- ur eftir nokkurra mínútna bið í röð. Sjálfsalarnir eru nú þegar komnir á fimm hundruð sölustaði í Bretlandi og búast þeir félagar við enn frekari vinsældum. Vel má ímynda sér að sjálfsalarnir hefðu rokið út hér heima við væru þeir komnir á markað, því Airwaves hátíðin sem nú gengur í garð hefur væntanlega langar biðraðir og nokkurn vind í för með sér fyrir vel tilhafð- ar stúlkur. Sléttujárn á börum SLÉTTUJÁRN Selt í sjálfsölum í Bretlandi. Söngvarinn Josh Groban gefur út nýja plötu þann 6. nóvember sem nefnist Awake. Groban sló í gegn hér á landi með sínum tveimur fyrstu plötum, Josh Groban og Closer. Báðar hafa þær selst á heimsvísu í þrettán milljónum ein- taka. Meðal annars er á nýju plöt- unni lagið You Are Loved (Don’t Give Up) sem hefur hljómað í útvarpi að undanförnu. Á plötunni nýtur Groban aðstoð- ar listamanna eins og Ladysmith Black Mambazo, Dave Matthews, Glen Ballard og Herbie Hancock. Þriðja plata Josh Groban JOSH GROBAN Söngvarinn vinsæli er að gefa út sína þriðju plötu. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTYIMAGES Hljómsveitin Genesis ætlar að fara í tónleika- ferð um heiminn, tíu árum eftir að forsprakkinn Phil Collins yfirgaf sveitina. Genesis gerði garðinn frægan á áttunda og níunda áratugn- um og seldi hún yfir 130 milljónir platna um heim allan. Sveitin var stofnuð af Peter Gabriel, Mike Rutherford og Tony Banks á sjöunda áratugn- um. Collins gekk til liðs við sveit- ina árið 1970 sem trommuleik- ari. Eftir að Gabriel hætti 1975 gerðist Collins söngvari og þá náði Genesis fyrst almennum vinsældum með lögum á borð við I Can´t Dance, Mama og Invisible Touch. Eftir að Collins hætti í sveitinni fyrir tíu árum hefur hún legið niðri þar til nú. Saman eftir tíu ár PHIL COLLINS Forsprakki Gen- esis ætlar í tónleikaferð með sinni gömlu sveit. Walt Disney-fyrir- tækið hefur komið Mel Gibson til hjálpar vegna meiðandi ummæli hans um gyðinga. Talsmaður Disney, Dennis Rice, seg- ist vera sannfærð- ur um að ný mynd Gibson muni njóta mikilla vinsælda þrátt fyrir þau skakkaföll sem leikarinn hefur þurft að ganga í gegnum. „Ef myndin er góð á fólk eftir að sjá hana. Mel Gibson hefur sýnt að hann er góður kvikmyndagerðarmaður.“ Disney styð- ur Gibson MEL GIBSON Nýtur fulls stuðnings hjá forráðarmönnum Disney. Kíktu og hlustaðu: www.ftt.is/stebbiogeyfi �� ����� �������� NÝ PLATA FRÁ STEBBA OG EYFA INNIHELDUR M.A. VINSÆLASTA LAG LANDSINS* Í DAG „GÓÐA FERГ EINNIG ÚTGÁFU AF „DRAUMUR UM NÍNU“ OG NÝJA SMELLINN PÍNULÍTIÐ LENGUR *skv. Netlista tonlist.is SOULHEIMAR Skífan fellir niður VS Tónlist tölvuleikjum og DVD myndum Skífan fellir niður VSK af öllum vörum Tónlist, tölvuleikjum og DVD myndum Höfum opnað nýjar og glæsilegar verslanir í Kringlunni, Smáralind og Laugavegi S K Í F A N Í 3 0 Á R - eru komnir í Skífuna STEBBI OG EYFI

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.