Fréttablaðið


Fréttablaðið - 30.10.2006, Qupperneq 71

Fréttablaðið - 30.10.2006, Qupperneq 71
Strandvörðurinn geðþekki, David Hasselhoff, stendur í erfiðum skilnaði við eigin- konu sína Pamelu Bach og ásakanirnar ganga á víxl. Paul McCartney og Heather Mills eru ekki einu stjörnurnar sem standa í ströngu um þessar mund- ir því David Hasselhoff á í mikilli deilu við fyrrum eiginkonu sína Pamelu Bach og virðist standa höllum fæti. The Sun birti fyrir skömmu ítarlega úttekt á skilnaðinum. Samkvæmt Bach á strandvörður- inn að hafa lamið hana og drukkið oft svo ótæpilega að hann hafi átt það til að væta buxurnar sínar. Þá heldur Bach því fram í málskjöl- unum að Hasselhoff hafi smitað sig af kynsjúkdóminum herpes á brúðkaupsnóttina en þau hafi ákveðið að halda því fyrir sig. Ennfremur heldur eiginkonan fyrrverandi því fram að Hassel- hoff hafi svívirt sig opinberlega og meðal annars boðið kirkju- ræknum félaga sínum að stunda hópkynlíf með sér og Bach. Hasselhoff og Bach voru gift í sextán ár en ef marka má þær 66 síður sem hefur verið lekið til fjöl- miðla er ljóst að hjónabandið hefur verið helvíti á jörðu. The Sun greinir ennfremur frá því að Hasselhoff hafi platað Bach til að skrifa undir kaupmála hálftíma fyrir brúðkaupið, hann hafi lagst nakinn við hlið dætra þeirra og uppnefnt þær öllum nöfnum. „Einu sinni varð ein dóttir okkur svo hrædd að hún hringdi á lög- regluna,“ segir Bach en þá hafði Hasselhoff beitt hana miklu ofbeldi. David Hasselhoff hefur stað- fastlega neitað því að hann eigi við drykkjuvandamál að stríða þótt margt bendi vissulega til annars. Strandverðinum var meðal annars vísað frá flugvél á Heathrow-flug- velli og var frekar þvoglumæltur á GMTV-hátíðinni fyrir skömmu. Hann sagði meðal annars að Bach hefði verið full í sextán ára afmæli yngri dóttur þeirra og hún hringdi meira en tuttugu sinnum í hann á dag þrátt fyrir nálgunarbann. Þá fannst kókaín í blóðinu hjá Pamelu en Bach vísar öllu á bug og segir ásakanirnar bera vott um sjúkan huga Hasselhoff. Lögfræðingur Davids, Melvin Goldsman, sagði að hann væri undrandi á þessum leka til fjölmiðla. „Hann myndi aldrei segja neitt sem myndi særa stelpurnar tvær.“ Strandvörður í vandræðum SKELFILEGT HJÓNABAND Ef marka má 66 síðna málskjöl hefur hjónaband Davids Hasselhoff og Pamelu Bach verið hreinasta helvíti fyrir Bach. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTYIMAGES George Clooney hefur verið kos- inn besti fulltrúi karlkynsins af notendum AskMen.com-vefj- arins en alls voru fjörutíu og níu „karlmenni“ nefnd til sög- unnar. Jay-Z fylgdi fast á hæla Clooney en skammt undan voru ofurmillj- arðamæringurinn Richard Branson og fatahönnuðurinn Tom Ford. Meðal annarra á listanum má nefna Bill Clin- ton, Tiger Woods og írska rokkdverginn Bono. Sjónvarpsferða- langurinn Anthony Bour- dain lenti í 19. sæti og sagðist hann ætla að skjóta einhverja hluti, grilla nokkrar steikur, drekka smá bjór og horfa á vel skipu- lagða íþróttagrein í sjónvarp- inu. Þátttakendur voru beðnir um að kjósa þann mann sem þeir teldu að yrði besti sendiherra karlkynsins og var tekið tillit til greind- ar, heiðarleika og persónuleika. Clooney mesta karlmennið SENDIHERRA KARLMANNA George Clooney þótti skara fram úr sem fyrirmynd annarra karlmanna. JAY-Z Rappstjarnan þykir vera mikið karlmenni. Höfundum South Park teiknimyndanna, Trey Par- ker og Matt Stone, hefur tekist að gera allt vitlaust enn eina ferðina. Í næsta South Park- þætti, sem sýndur verður í Banda- ríkjunum á miðvikudag, kemur ástralski dýravin- urinn Steve Irwin við sögu, en hann lést fyrir aðeins tveimur mánuðum þegar stingskata stakk hann í hjartastað. Í þættinum segir frá því þegar Kölski heldur grímuball í helvíti. Meðal gesta er fólk á borð við Díönu prinsessu, Adolf Hitler og síðast en ekki síst Irwin, sem mætir með stinginn úr skötunni í hjartastað. Honum er hins vegar vísað úr veislunni fyrir að vera ekki í grímubúningi. Talsmenn fjölskyldu Irwins segja að ekkja hans og börn séu í upp- námi yfir þessu og að smekkleysi Stone og Parkers taki nú yfir allan þjófabálk. Irwin í South Park IRWIN AÐ HÆTTI SOUTH PARK Fjölskyldu Irwins er stórlega misboðið. [KVIKMYNDIR] UMFJÖLLUN Martin Scorsese er í toppformi í The Departed sem er tvímæla- laust langbesta glæpamynd sem ratað hefur í kvikmyndahús í háa herrans tíð. Hún þolir vel saman- burð við bestu glæpamyndir leik- stjórans, Goodfellas, Casino og Taxi Driver, og er hársbreidd frá því að standa jafnfætis þeim. Það klikkar þó ekkert í The Departed. Sagan er áhugaverð og spennandi, leikurinn í flestum til- fellum frábær, tónlistin vel valin og kvikmyndatakan eins og best verður á kosið. Handritið byggir á Hong Kong myndinni Infernal Affairs og áhrifin eru augljós og hin sérstaka austræna byssubófastemning nýtur sín lygilega vel í vestrænu dulargervi í Boston þar sem írsk- og ítalskættaðar löggur og bófar berast á banaspjót. Glæpaforinginn Frank Costello (Jack Nicholson) er prímusmótor myndarinnar. Atburðarásin hverf- ist um hann og Nicholson, sem er í miklum jötunmóð, keyrir mynd- ina áfram. Hann á fyrstu setning- ar myndarinnar, grípur áhorfand- ann strax traustataki og myndin rígheldur frá fyrsta ramma. Costello er útsmoginn og ofbeldisfullur siðblindingi sem kemur ungum manni úr sínum röðum, Colin Sullivan (Matt Damon), fyrir innan sérsveitar lögreglunnar sem einbeitir sér að því að koma lögum yfir hann. Á sama tíma plantar lögreglan sínum manni, Billy Costigan (Leonardo DiCaprio), við hlið Costigans. Báðir hópar komast að því að svik- ari er meðal þeirra og ungu upp- ljóstrararnir tveir eiga allt undir því að afhjúpa hvor annan, þar sem sá sem fyrr verður flett ofan af mun ekki þurfa að kemba hær- urnar. DiCaprio er að verða óskabarn Scorseses, rétt eins og Robert De Niro á árum áður, og það er sláttur á drengnum í hlutverki löggunnar sem sogast dýpra og dýpra ofan í heim glæpa og ofbeldis. Damon gefur honum lítið eftir sem svik- arinn innan lögreglunnar en sá dagfarsprúði piltur verður æ ógeðfelldari eftir því sem á líður. Það er einnig völlur á gömlu brýnunum Martin Sheen og Alec Baldwin sem standa sig býsna vel. Þá er Mark Wahlberg hörkugóður og þrælskemmtilegur í hlutverki geðstirðrar löggu og breski nagl- inn Ray Winstone skautar í gegn- um rullu ofbeldisfauta. Matreiðsla Scorseses á rudda- legu ofbeldi og drápum er sem fyrr til hreinnar fyrirmyndar en rétt eins og í lífinu sjálfu blossar ofbeldið upp óvænt og hefur ógeðslegar afleiðingar. Ofbeldis- atriðunum er slengt framan í áhorfendur sem komast ekki hjá því að þjást með persónunum. Scorsese hefur alla þræði í styrkri hendi, fléttar þá saman í firnasterka og áhrifaríka heild og skilar fyrsta flokks glæpamynd sem heldur áhorfandanum við efnið hverja mínútu og fylgir honum í það minnsta alla leiðina heim. Þórarinn Þórarinsson Fínn ruddakrimmi THE DEPARTED LEIKSTJÓRI: MARTIN SCORSESE AÐALHLUTVERK: JACK NICHOLSON, LEONARDO DICAPRIO, MATT DAMON, RAY WINSTONE Niðurstaða: The Departed flokkast með bestu myndum Scorseses. Hér klikkar ekkert í firna- sterkri glæpamynd sem rígheldur frá fyrsta ramma. Frábær leikur, spennandi saga, svik, ofbeldi og þjáning. Þetta verður ekki mikið betra. Toppmynd. Munið afsláttinn www.haskolabio.is Stórmynd sem lætur engan ónsnortin. Þegar hættan steðjar að ... fórna þeir öllu Varðveitt líf mitt fyrir ógnum óvinarins KVIKMYND EFTIR BALTASAR KORMÁK 20% AFSLÁTTUR FYFIR VIÐSKIPTAVINI Í GULLVILD OG PLATINÍUM GLITNIS MEÐ GREIÐSLUKORTI FRÁ GLITNI BYGGÐ Á METSÖLUBÓK ARNALDAR INDRIÐASONAR SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI. FRÁBÆR GRÍNTEIKNIMYND FYRIR ALLA FJÖLSKYLDNA Jackass number two BESTA MYND MARTINS SCORSES TIL ÞESSA ����� V.J.V. TOPP5.IS ���� T.V. KVIKMYNDIR.IS SJÁIÐ EINA BESTU MYND ÁRSINS. BETRI LEIKHÓPUR HEFUR EKKI SÉST Í KVIKMYND Í LANGAN TÍM. Sýnd í í SAMbíóunum Kringlunni Ekki missa af kraftmestu spennumynd ársins. Frá leikstjóra “The Fugitive” UPRUNALEGU PARTÝDÝRIN ERU MÆTT HAGATORGI • S. 530 1919 / ÁLFABAKKA / AKUREYRI/ KEFLAVÍK/ KRINGLUNNI THE DEPARTED kl. 5 - 7 - 8 - 10:10 B.i. 16 THE DEPARTED VIP kl. 5 - 8 BÆJARHLAÐIÐ M/- Ísl tal kl. 4 - 6 Leyfð BARNYARD M/- Ensku tal kl. 4 - 8 - 10:10 Leyfð THE GUARDIAN kl. 8 - 10:30 B.i. 12 MATERIAL GIRLS kl. 6 Leyfð JACKASS NUMBER TWO kl. 3:40-5:50-8-10:10 B.i. 12 ÓBYGGÐIRNAR M/- Ísl tal kl. 4 Leyfð THE DEPARTED kl. 5:30-8:30-10 B.i. 16 BÆJARHLAÐIÐ M/- Ísl tal kl. 6 Leyfð THE GUARDIAN kl. 10:10 B.i. 12 MATERIAL GIRLS kl. 8 Leyfð BEERFEST kl. 8 B.i. 12 THE THIEF LORD kl. 6 Leyfð MÝRIN kl. 8 B.i. 12 GUARDIAN kl. 10:10 B.i. 12 THE TEXAS CHAIN... kl. 10 B.i. 18 DEVIL WEARS PRADA kl. 8 Leyfð THE DEPARTED kl. 8 B.i. 16 BÆJARHLAÐIÐ M/- Ísl tal kl. 6 Leyfð MATERIAL GIRLS kl. 6 Leyfð THE GUARDIAN kl. 8 B.i. 12 BESTA MYND MARTINS SCORSES TIL ÞESSA ����� V.J.V. TOPP5.IS ���� T.V. KVIKMYNDIR.IS SJÁIÐ EINA BESTU MYND ÁRSINS. BETRI LEIKHÓPUR HEFUR EKKI SÉST Í KVIKMYND Í LANGAN TÍM. ����� ��� ���� ������������� ������������������� *í bíófyrir2 1 �������������� �����* MÝRIN kl. 5:50-7-9-10:15 B.i. 12 BÖRN kl. 10:10 B.i.12 HINIR TAPSÁRU kl. 8 B.i.16 HINIR TAPSÁRU ÖRFÁAR SÝNINGAR! THE DEPARTED kl. 6 - 9 B.i. 16 WORLD TRADE CENTER kl. 8 - 10:30 B.i. 12 THE QUEEN kl. 5:50 - 8 B.i. 12
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.