Fréttablaðið - 30.10.2006, Síða 72

Fréttablaðið - 30.10.2006, Síða 72
32 30. október 2006 MÁNUDAGUR sport@frettabladid.is FÓTBOLTI Kvennaknattspyrnan á langt í land á Íslandi. Það eru fá góð lið í íslensku deildinni, áhorf- endur á leikjum eru ekki margir og yfir höfuð virðist ekki vera mikil virðing borinn fyrir íslensku knattspyrnustúlkunum eins og mátti til að mynda sjá á umgjörð fyrsta leiks Íslandsmeistara Vals í sumar. Knattspyrnusamband Íslands, KSÍ, hefur stært sig af því að hafa rétt hlut íslenskra knattspyrnu- kvenna með því að jafna verð- launaféð í efstu deildum karla og kvenna meðal annars. Svo virðist sem viðleitnin til jafnréttis nái ekki lengra hjá knattspyrnuforystunni því mun- urinn á þeim greiðslum sem lands- liðsmenn karla og kvenna fá frá KSÍ er hreint sláandi og það á tímum þar sem KSÍ græðir millj- ónir á ári hverju. Hagnaðurinn fyrir rekstarárið 2005 var 27 millj- ónir króna. Eigið fé KSÍ var í árs- lok sama árs 197,4 milljónir króna. Strákarnir fá bónus Leikmenn A-landsliðs karla fá allir greidda dagpeninga sem er eingreiðsla fyrir hvern leik. Hún er 40 þúsund krónur en oftar en ekki spilar landsliðið tvo leiki í röð og þá fær hver leikmaður greidd- ar 80 þúsund krónur í dagpeninga. Liðið er venjulega saman í 3-4 daga í hverju verkefni. Karlalandsliðið er einnig með árangurstengd laun sem eru að fara í 40-50 þúsund krónur á stigið í núverandi undankeppni en samn- ingar eru í gangi á milli leikmanna og KSÍ. Sigurleikur mun því gefa hverj- um landsliðsmanni 120 eða 150 þúsund krónur í vasann sam- kvæmt nýju samningunum þar sem þrjú stig fást fyrir sigur. Liðið hefur verið að fá um 100 þúsund krónur fyrir sigur til þessa. Þessi árangurstengdu laun eru greidd út í lok hverrar keppni. Ekki eru greiddir bónusar fyrir vináttu- landsleiki. Bara dagpeningar erlendis Leikmenn A-landsliðs kvenna bera mjög skarðan hlut frá borði í sam- anburði við strákana. Þær fá, líkt og strákarnir, greidda dagpeninga fyrir hvert verkefni en eingöngu þó fyrir leiki á erlendri grundu. Dagpeningar kvennalandsliðsins í Portúgal á dögunum var 100 evrur eða 8.700 kr. Liðið var úti í fjóra daga sem gerir 2.175 kr. á dag. Það var óvenju há upphæð þar sem stelpurnar fá venjulega ekki meira en 7.000 kr. fyrir verkefnið. Annars er misjafnt hvað stelpurn- ar fá en mest hafa þær fengið 15.000 krónur fyrir verkefni. Engir dagpeningar eru greiddir fyrir vináttulandsleiki. Eins og áður segir greiðir KSÍ stelpunum ekki krónu fyrir heima- leikina en vinnutap stúlknanna í heimaleikjum er það sama enda gista þær á hóteli dagana fyrir leikinn, æfa alla daga og geta því ekki stundað vinnu. Mikið vinnu- og sumarleyfistap Flestir leikmenn íslenska kvenna- landsliðsins spila hér heima en því er öfugt farið með karlaliðið, þar eru flestir leikmenn atvinnu- menn. Strákarnir sem spila hér heima þurfa venjulega að taka sumar- leyfisdaga þegar þeir fara í verk- efni með landsliðinu og því koma þessar greiðslur upp í vinnutapið. Stelpurnar þurfa að gera það sama en munurinn er sá að þær fá engar bætur fyrir vinnutapið og standa oft eftir með fáa sum- arleyfisdaga. Þess má síðan geta að leikmenn kvennalandsliðsins fengu engar greiðslur fyrir þátt- töku sína í landsliðinu fyrr en rétt fyrir aldamótin síðustu. Geir Þorsteinsson, fram- kvæmdastjóri KSÍ, staðfesti í samtali við Fréttablaðið að bæði karla- og kvennaliðið fengju greidda dagpeninga sem og að kvennaliðið fengi engar árang- urstengdar greiðslur. Geir vildi ekki gefa upp hversu háar þessar greiðslur væru. „Þetta eru sáralitlar greiðslur. Upphæð greiðslnanna eru trún- aðarmál en ég get þó sagt að þetta eru ekki háar greiðslur. Það er fyrst og fremst sjálfboðavinna að spila fyrir landsliðið,“ sagði Geir við Fréttablaðið. Engin samninganefnd hjá konun- um Þar sem ekki var hægt að fá þess- ar tölur frá KSÍ hafði Fréttablað- ið samband við reynda leikmenn landsliðanna sem sáu enga ástæðu til að halda tölunum leyndum. Konurnar sögðust vera mjög óánægðar með sitt en viður- kenndu að hafa ekkert gert til þess að rétta sinn hlut. Karlarnir töldu greiðslurnar eðlilegar enda kæmu þær á móti vinnutapi sem og sumarleyfisdögum sem væri fórnað fyrir landsliðið. Þeir græddu samt ekki á að vera í landsliðinu. Það er einnig áhugavert að karlalandsliðið er með samninga- nefnd sem í sitja meðal annars Hermann Hreiðarsson og Jóhann- es Karl Guðjónsson. Engin slík nefnd er hjá kvennalandsliðinu. Þessi ótrúlegi munur á greiðsl- um til karla og kvenna sést einna best ef við setjum upp einfalt dæmi: Það er oft svo að landsliðin spila tvo leiki í röð. Segjum að bæði karla- og kvennaliðið vinni báða sína leiki. Karlarnir labba þá heim með 380 þúsund krónur í vasanum en konurnar geta í besta falli fengið um 17 þúsund krónur, miðað við síðustu greiðslu, og þá yrðu báðir leikir kvennalandsliðsins að vera á útivelli. Annars fengju þær bara um 8.000 kr. Strákarnir í landsliðinu fá greitt en stelpurnar greiða með sér Himinn og haf eru á milli þeirra greiðslna sem landsliðsmenn karla og kvenna í knattspyrnu fá frá KSÍ. Á meðan laun landsliðskarlanna hækka fá konurnar tæpar níu þúsund krónur á landsliðsverkefni og ekki krónu fyrir heimaleiki þótt vinnutapið sé það sama og í útileikjunum. ENGIN HAMINGJA HJÁ LANDSLIÐSSTELPUNUM Leikmenn kvennalandsliðsins fá mjög takmarkaðar greiðslur frá KSÍ fyrir þátttöku sína í landsliðinu þótt þær fórni launum og sumarleyfisdögum. „Munurinn er að við erum ekki með typpi,“ sagði ein landsliðs- konan í samtali við Fréttablaðið. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM TÖLURNAR Dagpeningar vegna heimaleiks: Karlar: 40.000 kr. Konur: 0 kr. Dagpeningar vegna útileiks: Karlar: 40.000 kr. Konur: 8700 kr. Bónusar á stig: Karlar: 40-50.000 kr. Konur: 0 kr. Hæsta mögulega greiðsla í tveggja leikja hrinu: Karlar: 380.000 kr. Konur: 17.400 kr. ÍÞRÓTTALJÓS HENRY BIRGIR GUNNARSSON henry@frettabladid.is Gylfi Einarsson, knattspyrnumaður hjá Leeds á Englandi, hefur ekkert getað leikið með liðinu á tímabilinu vegna meiðsla, en Leeds kom sér úr fallsæti á laugardaginn með góðum sigri á Southend, 2- 0. Leeds réð á dögunum Dennis Wise í starf framkvæmdastjóra, en Wise átti skrautlegan feril sem leikmaður á sínum tíma. „Ég fór í aðgerð fyrir sjö vikum síðan, á mjöðminni á mér. Það þurfti að fjarlægja eitthvert brjósk sem var að angra mig og ég er bara búinn að vera í endurhæfingu síðan. Það geng- ur bara vel. Læknarnir sögðu að ég yrði frá í þrjá mánuði en ég er jafnvel að búast við að ég geti farið að æfa í næstu viku,“ sagði Gylfi í samtali við Fréttablaðið í gær. Eins og áður sagði er Dennis Wise nýráðinn fram- kvæmdastjóri hjá Leeds, en hann tók við því starfi í síðustu viku. Wise hefur lengi haft það orð á sér að vera léttgeggjaður. „Ég er búinn að hitta hann aðeins og mér líst bara vel á hann. Maður hefur heyrt að hann sé léttur á því en ég held að maður þurfi að vera það til að ná einhverjum árangri. En það er allavega almenn ánægja með hann það sem af er,“ sagði Gylfi. Leeds hefur farið illa af stað í deildinni en þetta forn- fræga félag er sem stendur í fjórða neðsta sæti deildarinnar. „Það þurfti að fá einhvern svona nagla þarna inn. Nauð- synlegt að fá nýtt blóð til að rífa þetta aðeins upp. Það var hræðilegt að horfa upp á gengið á liðinu áður en hann tók við en auðvitað gerist allt í einu, það þarf að gefa honum tíma til að ná árangri.“ „Það verður bara að koma í ljós seinna hvort hann sé eins ruglaður og sögur segja en það er bara vonandi að maður fái að sjá eitthvað af þessu sem maður er búinn að lesa um hann frá því að maður var polli. Wise var auðvitað í þessu fræga „crazy gang“ hjá Wimbledon, ásamt Vinny Jones og félögum. Hann hlýtur að luma á einhverju, en hann hefur samt væntanlega róast eitthvað með árunum,“ sagði Gylfi léttur í bragði. „Við unnum í gær og náðum okkur þar með úr fallsæti. Ég held að leiðin liggi bara upp á við hér eftir.“ GYLFI EINARSSON: FÓR Í AÐGERÐ FYRIR UM SJÖ VIKUM EN HANN FÉKK NÝJAN STJÓRA Á DÖGUNUM TIL LEEDS: Get vonandi byrjað að æfa í næstu viku GOLF Heimsmeistaramót áhuga- manna í golfi fór fram í Suður- Afríku síðustu daga og þar stóð íslenska karlalandsliðið sig nokkuð vel og hafnaði í 35. sæti af 70. Magnús Lárusson lék best á lokahringnum eða á einu höggi undir pari en Ísland lék loka- hringinn á 3 höggum yfir pari. Sigmundur Einar Másson lék á 4 yfir pari og Stefán Már Stefáns- son kom í hús á 5 yfir pari. Stefán Már varð þó efstur Íslendinganna í einstaklings- keppninni en hann hafnaði í 79. sæti á 8 höggum yfir pari. Magnús Lárusson varð að gera sér sæti númer 101 að góðu og Sigmundur Einar kom skammt á eftir í 107. sæti. Holland sigraði á mótinu, Kanada varð í öðru sæti og Bandaríkjamenn þriðju. - hbg HM í golfi: Ísland í 35. sæti MAGNÚS LÁRUSSON Lék vel á loka- hringnum. TENNIS Tenniskappinn Arnar Sigurðsson fer víða þessa dagana og keppir grimmt. Hann tók um helgina þátt í móti sem haldið var í Monterrey í Mexíkó. Þar gerði Arnar fína hluti og komst í 16 liða úrslit í einliðaleik. Arnar sigraði aftur á móti tvíliðaleikinn ásamt Bretanum Simon Childs. - hbg Arnar Sigurðsson: Datt út í 16 liða úrslitum ARNAR SIGURÐSSON Gerir það gott þessa dagana. BADMINTON Íslandsmeistarinn Ragna Ingólfsdóttir stóð sig mjög vel á alþjóðlega ungverska meistaramótinu sem haldið var í Búdapest. Þar varð Ragna önnur en hún tapaði í úrslitum fyrir stúlku frá Japan, Chie Umezu, 9-21 og 15-21. - hbg Ragna Ingólfsdóttir: Önnur á móti í Búdapest > Ásthildur varð þriðja markahæst Íslenski landsliðsfyrirliðinn Ásthildur Helgadóttir varð þriðja markahæst í sænsku úrvalsdeildinni sem lauk í gær. Ásthildur skoraði 19 mörk en Lotta Schelin varð markahæst með 21 mark og hin brasilíska Marta varð næstmarkahæst með 20 mörk. Malmö, lið Ásthildar og Dóru Stefánsdóttur, steinlá í lokaumferðinni, 4-0, fyrir meisturum Umea. Malmö varð í fjórða sæti í deildinni og Mallbacken, lið Erlu Steinu Arnardóttur, varð neðst og féll úr deildinni.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.