Fréttablaðið - 30.10.2006, Síða 75
MÁNUDAGUR 30. október 2006 35
KÖRFUBOLTI Forseti Boston Celtics
og fyrrum þjálfari liðsins, Red
Auerbach, lést á laugardaginn, 89
ára að aldri. Auerbach vann alls
níu meistaratitla á sínum
þjálfaraferli hjá Boston og þar af
átta titla í röð á sjötta og sjöunda
áratugnum.
Auerbach þótti harður í horn
að taka og var mikill leiðtogi en
hann leiddi Boston-liðið tíu
sinnum til sigurs í austurdeildinni
á þeim sextán árum sem hann var
við stjórnvölinn. Auerbach var
einungis 48 ára þegar hann hætti
að þjálfa. - dsd
Fyrrum þjálfari Boston:
Red Auerbach
er látinn
AUERBACH Var alltaf með vindil.
FÓTBOLTI Rafa Benitez, fram-
kvæmdastjóri Liverpool, hefur
neitað þeim sögusögnum að
Steven Gerrard, fyrirliði liðsins,
sé óánægður og vilji fara frá
félaginu.
„Það er alveg á hreinu að ég er
ekki að að fara að selja fyrirlið-
ann minn. Það kemur mér alltaf á
óvart að lesa eitthvað sem er ekki
satt. Ég hef verið i viðræðum við
Gerrard og mér finnst hann vera
mjög einbeittur og staðráðinn í að
standa sig vel fyrir félagið,“ sagði
Benitez en Gerrard hefur verið
orðaður við Real Madrid. - dsd
Benitez um Gerrard:
Okkur kemur
vel saman
STEVEN GERRARD Ekki óánægður.
NORDIC PHOTOS/GETTY
FIMLEIKAR Norðurlandamót
drengja, 13-16 ára, var haldið í
Stokkhólmi um helgina og þar fór
Ármenningurinn Bjarki Ásgeirs-
son mikinn en hann vann yfir-
burðasigur á bogahesti en Bjarki
sigraði í sömu grein fyrir tveim
árum. Hann hafnaði síðan í öðru
sæti í fjölþraut.
Bjarki keppti til úrslita á
öllum sex áhöldunum og vann alls
til fimm verðlauna. Hann varð
annar á gólfi, í hringjum, á tvíslá
og í stökki.
Íslenska drengjalandsliðið
varð síðan í fjórða sæti. - hbg
NM í fimleikum:
Bjarki Norður-
landameistari
FÓTBOLTI Hinn skrautlegi eigandi
skoska liðsins Hearts, Vladimir
Romanov, hótaði leikmönnum
liðsins því að þeir yrðu seldir til
Dunfermline eða álíka liða ef þeir
myndu ekki sigra Dunfermline
síðasta laugardag.
Hótunin virkaði ekki því
leiknum lyktaði með jafntefli, 1-1,
en ekkert hefur heyrst frá
Romanov og enginn leikmaður er
kominn á sölulista. - hbg
Leikmenn Hearts:
Fóru ekki á
sölulista
HANDBOLTI Valur endurheimti í
gær efsta sætið í DHL-deild
kvenna í handbolta þegar liðið
vann nokkuð öruggan sigur á
Akureyri, 27-20. Það var þó enginn
glæsibragur yfir þessum sigri
Valsstúlkna sem virkuðu hálf
kærulausar í leik sínum en Akur-
eyri barðist vel allan leikinn. Eini
leikmaður Vals sem spilaði á
eðlilegri getu var Hildigunnur
Einarsdóttir sem skoraði tíu mörk
í jafnmörgum tilraunum.
Leikurinn fór rólega af stað en
þegar sex mínútur voru liðnar af
leiknum var staðan 0-1, gestunum
í vil. Valsstúlkur tóku þó fljótt
yfirhöndina og náðu mest fjögurra
marka forskoti í fyrri hálfleik, en
þeim gekk þó illa að hrista bar-
áttuglaðar Akureyrarstúlkur af
sér. Akureyri náði að minnka mun-
inn í tvö mörk áður en flautað var
til hálfleiks og staðan í hálfleik
var 11-9 fyrir Val.
Markverðir beggja liða voru að
spila vel í fyrri hálfleiknum en
það verður að játast að Valsstúlk-
ur fóru oft illa að ráði sínu og
klúðruðu ófáum hraðaupphlaup-
um.
Valur jók forystu sína jafnt og
þétt í síðari hálfleik en það verður
ekki tekið af Akureyri að baráttan
var til staðar í liðinu. Um miðjan
hálfleikinn var Valur komið með
öruggt forskot og eingöngu spurn-
ing um hve stór sigurinn yrði.
Valsstúlkur náðu mest tíu marka
forskoti en Akureyri náði þó að
klóra aðeins í bakkann í lokin og
lokatölur urðu 27-20 fyrir
heimamenn.
Hildigunnur Einarsdóttir var
langbest í liði Vals og skoraði tíu
mörk í tíu skotum. Hjá Akureyri
var Ester Óskarsdóttir langat-
kvæðamest en hún skoraði rúm-
lega helming marka liðsins, eða
ellefu talsins. Einnig var Sigur-
björg Hjartardóttir að verja vel í
markinu hjá Akureyri.
Þrátt fyrir sigurinn var Ágúst
Jóhannsson, þjálfari Vals, ekki
sáttur við spilamennsku liðsins.
„Þetta eru bara tvö stig unnin og
ekkert umfram það. Við vorum
bara að spila illa og hugarfarið var
lélegt. Við erum klárlega með
betri hóp en Akureyri, án þess að
ég sé að gera lítið úr þeim, en því
miður þá mættum við ekki vel
undirbúin fyrir leikinn. Við vorum
vissulega með yfirhöndina allan
tímann en engu að síður er þetta
langt frá því að vera ásættanleg
frammistaða,“ sagði Ágúst eftir
leikinn en hann bætti því við að
hann hefði ekki stórar áhyggjur af
þessu slæma hugarfari sem hann
talaði um.
„Fyrri hálfleikurinn var ágæt-
ur hjá okkur en við byrjum síðari
hálfleikinn ekki nógu vel. Sofnuð-
um á verðinum og við höfum ekki
efni á því að gera það. Við erum
ekki með sterkasta liðið í deild-
inni, okkur vantar meiri breidd í
hópinn. Stór hluti liðsins er ungl-
ingar. Við bara náðum ekki að nýta
okkur mistök Valsliðsins í síðari
hálfleik en það sem okkur vantar
fyrst og fremst er reynsla,“ sagði
Haddur Stefánsson, þjálfari Akur-
eyrar, en félagið er enn án sigurs
eftir sjö fyrstu leikina.
- dsd
Valur komst í gær í efsta sæti DHL-deildar kvenna með sigri á Akureyri:
Hildigunnur átti stórleik fyrir Val
OG ÞAÐ VAR MARK Hildigunnur er hér í þann mund að skora eitt af tíu mörkum
sínum í leiknum í gær, en hún var nýverið valinn í landsliðið.
FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK