Tíminn - 07.01.1979, Blaðsíða 9

Tíminn - 07.01.1979, Blaðsíða 9
Sunnudagur 7. janúar 1979 9 Þeir sem reka fyrirtæki sín vel meta það og vega í hverju sé sparnaður Kaupfélag Árnesinga eitt best rekna kaupfélag á landinu taldi sér hagkvæmt að kaupa TRABANT enda keyptu þeir ekki aðeins einn heldur fimm Trabantbifreiðar. Þeir sem vilja spara kaupa TRABANT enda hagkvæmustu bílakaupin með tilliti til vaxta, afskrifta, viðhalds og benzínkostnaðar. TRABAIMT/WARTBURG UMBOÐIÐ Vonarlandi við Sogaveg Símar 8-45-TO & 8-45-1 STRÍÐ GEGN SYND EYMD Booth hershöföingi var ein- hver mesti óvinur syndarinn- ar, sem um getur á siöari öld- um, en einhver mesti vinur syndarans. En liklega var hann enn meiri óvinur fátœktai innar og skortsins. Hann sagöi ekki aöeins syndinni striö á hendur heldur Uka skortinum, — hinum geigvænlega skorti sem iamar þrek manna og framkvæmdavilja, jafnframt þvi, sem hann gerir menn sljóa fyrir skortinum sjálfum. Booth hét William aö for- nafni. Hann var af fátæku fólki kominn, — faöir hans haföi veriö húsasmiöur en gengiö illa. William fæddist áriö 1829. Honum var komiö i læri hjá veöbréfamangara, en er hann var fimmtán ára uppliföi hann trúarvakningu f kirkju Meþódista. Þetta breytti iifi hans. Hann varö predikari og var vfgöur til þjónustu I Meþódistasöfnuöi áriö 1858. Hann fór aö tala á torgum og boöa fagnaöarerindiö hvar sem þvi varö viökomiö. Asamt konu sinni, Catherine Mum- ford, stofnaöi hann samtök fólks, sem fyrir hundraö árum hlaut nafniö Salvation army, Hjálpræöisherinn. Booth varö fyrsti foringi hans. Booth var mikill óvinur syndarinnar, en aö sama skapi eiskaöi hann syndarann. En kannski hataöi hann ekk- ert meira en örbirgöina, sem geröi lif svo margra aö viti á jörö Syndin næröist á skortin- uin, fátæktinni, fáviskunni. örbirgöin dró fram allt hiö versta i manninum, auömýkti hann, drap sjálfsviröingu hans og hlekkjaöi hann viö afbrot og grimmd. William Booth var ekki af þeirri gerö manna, sem lætur sitja viö aö gagnrýna og greina sundur hinn marg- slungna vef samfélagsafl- anna. Hann hófst handa, og sagöi synd og örbirgö striö á hendur. Hann lagöi ásamt W.T. Stead fram tillögur um beinar aögeröir I baráttunni viö lesti og fátækt. Hann vildi reisa heimili fyrir þá heimilis- lausu, þjálfunarbúöir fyrir þá, sem ætluöu aö flytjast til framandi landa og setjast þar aö, hjálparstöövar fyrir stúlk- ur, sem höföu lent á glapstig- um, hann vildi efla hjálp viö fyrrverandi fanga, lögfræö- ilega aöstoö viö fátæka og rei- sa afvötnunarstöövar fyrir áfengissjúklinga. Aö öllu þessu vann Booth hershöföingi, kona hans og börn, og þúsundir annarra hermanna í striöinu gegn ör- birgö og óhamingju Eins og venjan er, snerust þeir helst gegn þessum her, sem I mestri þörf voru fyrir aöstoö hans: drykkju- og glæpalýöur stór- borganna réöist á hermenn- ina, hrakti þá og smánaöi. En Hjálpræöisherinn hélt áfram baráttu sinni, og brátt fór hann aö njóta þeirrar viröingar sem hann átti svo margfaldlega inni hjá þeim, sem verst voru settir i þjóö- félaginu. Enn þann dag i dag starfar Hjálpræöisherinn á sama hátt og fyrir hundraö árum. Viöa um lönd sinnir hann þeim, sem illa hafa fariö i lifsbar- áttunni, starfar fyrir lltil laun á jöröu, gleöur og vermir þar, sem sorg rikir og kuldi. Þvegnir I blóöi lambsins halda þessir riddarar ótrauöir út I baráttuna viö syndina, og eymdina, sem hún nærist á. H.ó. Booth hershöföingi Sumar í fjörðum — safn grænlenskra ljóða Ot er komiö safn grænlenskra ljóöa i þýöingu Einars Braga, og nefriist Sumar i fjöröum. í bókinni eru sexti'u ljóö eftir sextán núlif- andi skáld Grænlendinga. Einar Bragi ritar langan eft- irmála aö bókinni, þar sem hann gerir grein fyrir höfuödráttum I þróun grænlenskrar ljóölistar aft- an úr grárri forneskju fram til vorra daga. Grænlensk bók- menntasaga hefur ekki veriö skráö enn, og mun þetta vera ein ýtarlegasta ritgerö sem skrifuö hefur veriö um grænlenska ljóölist. 1 fréttatilkynningu frá útgef- anda segir: „Um Grænland hafa veriö skrifaöar þúsundir bóka. Hitt er fátiöara, aö rödd Grænlendinga sjálfrafái aö heyr- ast. Þó aö þeir séu næstu grannar Islendinga, hefur ekki heyrst i grænlenskum nútimaskáldum á íslandi fyrr en i þessari bók. Hér birtist Islendingum nýr ljóöheim- ur, þar sem litiö fer fyrir dýrkun ljóörænnar tjáningar, en þeim mun meira fyrir þjóöfélags-. ádeilu. Bókin er 106 blaöslöur, útgef- andi er Ljóökynni Leturs.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.