Tíminn - 07.01.1979, Blaðsíða 23

Tíminn - 07.01.1979, Blaðsíða 23
Sunnudagur 7. janúar 1979 23 Ein af ánægjulegri „live” plötuni sem gefnar voru út á síðasta ári er vafalaust „Babyion by Bus” með jamaiska „reggae” snillingnum Bob Marley og hljómsveit hans, The Wailers. Þessi plata, sem er tvöföld, er hljóðrituð á hljóm- leikum Marleys i Paris, Amsterdam, London og kóngsins Kaupmannahöfn s.l. sumar og er hún að minu viti mjög gott sýnishorn af tónlist Marleys i gegn um árin. Reyndar ber hún einnig snilli hans glöggt vitni, þó að maður sakni vitaskuld ýmissa laga, s.s. „No Woman, no Cry” og „I shot the Sheriff”, en það er ekki þar með sagt að ekki sé um auðugan garð að gresja á plötunni, öðru nær. A „Babylon by Bus” eru 14 lög og þar á meðal má nefna perlur eins og „Esodus” og „Jammin", svo að ekki sé minnst á „Positive Vibration” og þegar á heildina er litið, þá held ég að „Babylon by Bus” sé kjörin plata fyrir þá sem vilja kynnast verkum meistarans. Ekki tel ég ástæðu hér til þess að fjölyrða um frammistöðu einstakra liðsmanna B.M. & The Wailers, því að það er kunnara en frá þurfi að segja að þeir hafa allir með tölu getið sér frábært orð og eru þeir þess fullsæmdir aö vera i hljómsveit þess, sem nefndur hefur veriö „Fyrsta súperstjarna þriðja heimsins”. Að lokum er full ástæða til þess að taka undir orð góðra manna og skora á islenska sjónvarpiö að ★ ★ ★ ★ endursýna sjónvarpsþáttinn með Bob Marley & The Wailers, sem sýndur var i sjónvarpinu s.l. sumar, og þvi fyrr sem þaö verður gert, þvi betra. —ESE + ★ ★ ★ ★ ★=Frábær, ★ ★ ★ ★=Ágæt, ★ ★ ★=Sæmileg, ★ ★=Léleg I PL Ö TUDÓMAR_ Richard Wright Wet Dream SHVL 818/Fálkinn Skömmu eftir að Pink Floyd meðlimurinn Dave Gilmour sendir frá sér frábæra „sólóplötu” kemur annar meðlimur hljómsveitarinnar, Richard Wright, með sina „sólóplötu” og það mjög góða. Hér er þó eins og vanti herslumuninn og platan verður að teljast til hinna kölluðu en ekki útvöldu. Hefur Wright enda litið samiö sjálfstætt svo merkt verði á meistarastykkjum Pink Floyd,en nafn hans er nefnt þeim mun oftar ásamt öðrum við mörg hinna ágætustu laga Pink Floyd. Og enda þótt þessi plata geti ekki talist frábær fremur en flestar aörar er hún vissulega mjög góð. Hér svifur greinilega andi Pink Floyd yfir vötnunum og þegar maður hlustar á sólóplötur þeirra I Pink Floyd rennur upp fyrir manni ljós og maður skilur betur hvers vegna þeir eru svona stórkostlegt liö. Þó þeir séu hver I sinu horni aii bauka, fylgir þeim sameiginlegur andi hljómsveitaiinnar. Hver um sig leggur sitt af mörk- unum og læti r taka tii sin og heildin verður lifandi samhljómur. Þeir minna óneitanlega á Bitlana að þessu leyti. Þcir þurftu lika hver á öðrum að halda til að vera snillingar. — Wet Dream er mjög góð plata, afskaplega afslöppuð og vandvirknin situr i fyrirrúmi. KEJ ★ ★ ★ ★ Queen - jazz Fyrir utan fáránlegt nafn nýju Queenplötunnar („Jazz”) er um að ræöa alveg ágæta plötu og frem- ur liklega til vinsælda. Vissulega er þetta ekki djassplata, heldur Queentónlist sem er þungt rokk i bland með léttari melódlum og sérstæðum eft- irhermum óperutónlistar. Annars stendur tónlist Queen og fellur meö sérstökum söngstil Freddy Mercury sem er meö þvi besta I rokkinu I dag. A þessari plötu Queen má merkja náinn skyldleika á köflum við þeirra frægustu plötu „A night at the opera” þó þeir sýni og hafi sýnt þann þroska að reyna ekki aö endurtaka hana. Ég held raunar að Queen fari fram fremur en hitt en skammtarnir af þeim mega ekki vera of stórir i einu. (P.S.) Þess má svo geta að plötunni fylgir ákaflega smekklegt plaggat af einum 60 berrössuðum hnát- um á hjólhestum. KEJ Island - ISLD 11/Fálkina ★ ★ ★ ★-*- Bob Marley ■ Babylon by Bus RÍKISSPÍTALARNIR lausar stðður VÍFILSSTAÐASPÍTALI Borðstofuráðskona óskastsem fyrst til starfa i borðstofu starfsfólks. Umsóknir sendist starfsmanna- stjóra, sem jafnframt veitir nánari upplýsingar i sima 29000. LANDSPÍTALINN STARFSMAÐUR óskast i hálfsdags vinnu i borðstofu Landspitalans. Upplýsingar gefur borðstofuráðs- konan (ekki i sima) og tekur hún við umsóknum. Reykjavik, 5. janúar 1979 SKRIFSTOFA RlKISSPíTALANNA FIRÍKSGÖTU 5, SlMI 29000 Verslunarstjóri — Varahlutaverslun Kaupfélag i nágrenni Reykjavikur óskar að ráða verslunarstjóra í varahluta- verslun. Starfsreynsla nauðsynleg. Umsóknir með upplýsingum um aldur og fyrri störf sendist starfsmannastjóra, sem gefir nánari upplýsingar, fyrir 15. þ.mán. Samband isl. samvinnufélaga ^ SAMBAND ÍSLENZKRA SAMVINNUFÉLAGA Tapast hefur 8 vetra leirljós hestur úr girðingu við Selfoss. Mark standfjöður framan hægra. Er úr Rangárvallasýslu. Þeir sem upplýsingar gætu gefið um hestinn vinsamlegast hafi samband við Simon Grétarsson I sima 99-1301 og 99-1411 á kvöldin. Vörubíll til sölu Enskur Commer V.A.G.W. 841, árgerð 1973. Ekinn 97. þús. km. 7 tonn á pall. Upplýsingar i síma 98-1547. Útvarpsvirki óskast Stórt innflutningsfyrirtæki á sviði sjón- varps og hljómtækja óskar eftir að ráða útvarpsvirkja. Upplýsingar um fyrri störf og launakröfur sendist Timanum fyrir 14.01.79. Merkt „sjálfstætt starf” Hef opnað lækningastofu að Miklubraut 50 Sérgrein háls- nef- og eyrnarsjúkdómar og heyrnarfræði. Viðtalsbeiðnir i sima 19666 mánudaga og miðvikudaga milli 10 og 12 og þriðjudaga milli kl. 2 og 4. Einar Sindrason, læknir

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.