Tíminn - 07.01.1979, Side 32
Sýrð eik er
sígild eign
IIU&CiÖCiil
TRÉSMIDJAN MEIDUR
SÍÐUMÚLA 30 • SÍMI: 86822
1
simi 29800, (5 linur)
Verzlið
sérverzlun með
litasjónvörp
og hljómtæki
Hver er mestur í heimi ?
100 áhrifaríkustu menn mannkynssögunnar
Um áramót er margra siður að líta f rem-
ur til baka en fram á við. Þá eru rif jaðir
upp atburðir liðins árs og reynt að sjá þar
reglu, sem áður sást bara regluleysi, og
kerfi þar, sem allt virtist rekast á annars
horn. Nú um jólin birti bandaríska blaðið
Herald Tribune grein með myndinni, sem
hér birtist Greinin f jallar ekki um liðið ár,
heldur segir þar frá 100 áhrifaríkustu
mönnum (og konum) mannkynssögunnar,
— hvorki meira né minna, og mundi kallast
í talsvert ráðist, ef minna dagblað en Her-
ald Tribune stæði að þessu gríni.
Maður er nefndur Michel Hart. Hann er
kynntur sem stærðfræðingur, stjörnufræð-
ingur, lögfræðingur, eðlisfræðingur, skák-
snillingur og „áhuga-sagnfræðingur".
Þessi margfróði Ameríkani hefur gefið út
bók sem heitir: Hinir 100: áhrifamestu
menn sögunnar í réttri röð.
Hart gerir grein fyrir vali sínu, og segir
þar meðal annars, að þefta sé listi yfir
„áhrifamestu menn" ekki hina „mestu".
Reynt sé að kanna áhrif þeirra á samtíð
sína og ef tirtímann. Þarna er Stalín skipað í
hátt sæti, en dýrlingar ekki hafðir með. Þá
kveðst hann einungis hafa tekið í safn sitt
raunverulegar, nafngreindar persónur,
ekki óþekkta snillinga, eins og þann sem
fann upp hjólið, svo dæmi sé tekið.
Hart kvaðst hafa skipað Múhameð í efsta
sæti og ofar en Jesú Kristi, vegna þess, að
Muhameð hafi haft meiri áhrif á mótun ís-
lam sem trúarbragða, en Kristur hafði á
mótun kristninnar.
En hverjir eru hinir 100? Of langt mál
væri að telja þá upp hér, en fróðir menn
þekkja vafalaust marga á myndinni.
Áhrifamestur er sem sagt Múhameð,
hinn arabiski kaupmaður, sem uppi var á
árunum 570-632. Múhameð ritaði Kóraninn,
sem er ein áhrifamesta trúarbók mann-
kynsins, og reyndar lögbók í fjölmennum
ríkjum enn þann dag i dag. Annar í röðinni
er enski stærðfræðingurinn og eðlisfræð-
ingurinn Isac Newton, sá sem jók skilning
manna á lögmálum alheimsins öðrum
fremur. Þá kemur Jesús Kristur, og síðan
þeir Búddha, Konfúsíus og Páll postuli.
Fimm trúarbragðahöfundar og einn vís-
indamaður skipa efstu sætin hjá Hart. Þá
kom tveir prentlistarmenn, Ts'ai Lun, Kín-
verji sem fann upp að búa til pappír, og
Jóhann Gutenberg, sem fyrstur prentaði
með lausaletri á Vesturlöndum. Kólumbus
og Albert Einstein fylla svo tuginn.
Þá koma Marx, Pasteur, Galileo, Aristo-
teles, Lenin og Móses.
Þegar neðar dregur í listann, fara að
koma allmargir vísindamenn og einstaka
stjórnmálamenn. Af nútíma-stjórnmála-
mönnum eru þeir Maó Tse Tung og Jóhn F.
Kenndy á listanum, og er Kenndy þar vegna
þess, að hann hafi gefið skipun um að
Appollóáætlunin um ferðir manna til
tunglsins skyldi hafin. Hitler og Stalin eru
lika í náðinni, en hvorki Churchill né de
Gaulle, sem ekki er heldur von. örfáir lista-
menn eru þarna: Michelangelo, Shake-
speare, Picasso, Voltaire, Rousseau og
Descarters eru fulltrúar franskrar heim-
speki og snilli. Og Hómer fær að slást í för
með hinum áhrifaríku.
Landvinningamenn skipa talsvert rúm á
þessum lista, trúarleiðtogar sömuleiðis, en
vísindamenn, einkum þó í læknisfræði og
eðlisfræði eru fjölmennir. Eru þó margir
sem f jarri eru, og sumir virðast hreinlega
hafa gleymst.
Ekki er minnst á áhrifaríka heimspek-
inga eins og Aquinas, Kant eða Diderot,
ekki á stærðfræðinga eins og Gauss eða
Fermat, né Pascal eða Bolzmann, einnig
saknar maður Mendeljevs. Og fyrst land-
könnuðir eru fyrirferðarmiklir, hví þá ekki
að hafa þá Nansen, Amundsen, Livinstone
og Magellan með, eða þá James Cook? Er
ekki rangt að útiloka Cecil Rhódes, sem er
einhver áhrifamesti maður, sem á síðari
öldum hefur stigið fæti á afríska jörð?
Þannig mætti lengi telja, og sitt sýnist
hverjum. En einhvern veginn finnst mér
undarlegt að sjá ekki þarna nöf n Dantes og
Leonardos da Vincis.
En nú getur hver og einn spreytt sig á að
þekkja hundrað áhrifaríkustu menn og kon-
ur allra tíma, — og hver og einn getur gert
sinn eigin lista.
Haraldur ólafsson