Tíminn - 07.01.1979, Blaðsíða 20
20
Sunnudagur 7. janúar 1979
j
/
Asgeir Gargani:
FROSKURINN, SEM
/
VILDI FLJUGA
Á eyðieyju langt, langt í
burtu bjó einu sinni
blár páfagaukur sem hét
Palli. Eyjan var skógi
vaxin. Þar uxu bananar,
epli og appelsínur, tómat-
ar fjólublá vínber,
melónur, gráfíkjur,
döðlur, sveskjurog rúsín-
ur. Þar þurfti enginn að
vera svangur. Sólin skein
alla daga og hafið í kring
var oftast lygnt. Þar var
aldrei kalt.
Á eyjunni bjuggu dýr.
Mennirnir höfðu aldrei
fundið þessa eyju. Dýrin
lifðu í sátt og samlyndi og
Palli páfagaukur var
hreppstjóri. Hann lenti í
ýmsum ævintýrum. Þar
bjó moldvarpa sem lifði
neðanjarðar, ugla með
stór kringlótt gleraugu
sem bjó í helli uppi I f jalli
og var með læknisfræði-
dellu. Villi spæta var fugl
sem var allan liðlangan
daginn að höggva holur í
tré. Jói hét ikorni sem
safnaði hnetum og rúsín-
um í holu. Einn froskur
bjó þarna sem hét Hemmi,
einnig skjaldbaka og
nokkrir fuglar af ýmsum
tegundum. Þarna var
einnig gamall og tannlaus
skipsköttur. Hann hafði
borist í land með spýtna-
braki úr sjóræningjaskipi
er strandaði á rifi
skammt frá. Hann var
lúmskur og latur og
borðaði ekki ávexti. Hjá
honum mátti finna það
sem aðra vantaði.
Það var einn morgur.-
inn þegar sólin sekin og
litlar bláar öldur fitluðu
viðskeljasandsf jöruna að
Palli páfagaukur vaknaði
við froskagrát. Hann
settist upp í eldspýtu-
stokknum sem hann
notaði fyrir rúm og svipti
sænginni ofan af sér.
Ibúðin hans var hola í
stærsta trénu sem Villi
spæta hafði höggvið fyrir
hann. Hann opnaði ís-
skápinn og fékk sér
mjólkurglas.
„Það er ekki um það að
villast það er einhver að
skæla þarna fyrir utan,"
sagði hann í hálfum
hljóðum og klæddi sig í
fötin „aldrei er friður."
Hann lagaði fjaðrirnar
sem voru krumpaðar
eftir svefninn og opnaði
útidyrnar. Á gildri grein
sat kjökrandi froskur.
Það vantaði i hann tvær
tennur. Hann var með
blóðnasir og skrámur á
höfði. Græn og slímug
húðin var ötuð skelja-
sandi. Hann var í svartri
sundskýlu. Þetta var
Hemmi froskur.
„Hvað er að sjá þig
Hemmi minn," sagði
Palli páfagaukur.
„Mig langar svo til að
fljúga. En í hvert skipti
sem ég reyni það fell ég
til jarðar með vaxandi
hraða hvernig sem ég
blak þessum froskalöpp-
um mínum," sagði
froskurinn kjökrandi,
„það eina sem skeður er
að höf uðið fer á undan og
ég stanga jörðina."
„Já ég sé að þú ert allur
götóttur á hausnum. En
hvers vegna viltu endi-
lega fljúga af hverju
kafarðu ekki í sjónum?
„Æ,___það er ekkert
gaman. Ég er búinn að
kafa f rá því ég fæddist og
þar er ekkert að sjá nema
blóðlata f iska sem hreyfa
sig ekki nema maður
blási loftbólur. Ég vil
fljúga um loftin blá,"
sagði froskurinn og það
kom glampi í tárvot augu
hans.
,,Já, en hvers vegna í
ósköpunum?"
„Af því ég er viss um
að það er miklu skemmti-
legra."
„ Ég veit ekki hvort það
er hægt að hjálpa þér
mikið því þú getur aldrei
flogið með þessum
froskalöppum."
„Það er einmitt það
sem ég er búinn að
komast að," sagði
Hemmi örvæntingarfull-
ur.
„En ég veit hvað við
gerum. Ég skal fljúga
með þig 'í útsýnisferð
yfir eyjunni og þá
geturðu séð hvernig það
er að fljúga um loftin
blá," sagði Palli hrepp-
stjóri.
„Það væri svo sem allt í
lagi að reyna það," sagði
froskurinn og þurrkaði
tárin úr aúgunum.
Palli viðraði vængina
greip um axlir frosksins
með sterkum klónum og
hóf sig og froskinn til
flugs. Froskurinn var
fullþungur og Palli
neyddi ýtrustu krafta til
að komast upp úr skógar-
þykkninu, vængirnir slóg-
ust í slímug laufblöðin.
En loksins komust
þeir upp úr þykkninu og
Palli gat teygt vængina
betur og rutt loftinu aftur
fyrir sig. Froskurinn
hékk máttlaus í klónum á
Palla.Palli flaug hátt upp
í loftið og fór í hring yfir
eyjunni. Þeir mættu bréf-
dúf u sem var að koma úr
háloftunum. Froskurinn
sá kóralrifið sem umgirti
eyjuna , skeljasands-
strendurnar og lónin þar
sem hann hafði alist upp,
margs konar trjágróður
og stóra klettafjallið
sem trónaði efst á eyj-
unni. Þegar þeir voru
lentir sagði Pálli páfa-
gaukur lafmóður:
„Jæja nú hefurðu séð
allt sem hægt er að sjá úr
háloftinu."
„Já en það er nú ekki
nóg að sjá hlutina. Mig
langar til að fljúga hátt
upp í loftið steypa mér
svo niður í skógarþykknið
og fljúga grein af grein.
Ég vil geta flogið eins og
þú," sagði froskurinn og
setti frekjustút á varirn-
ar.
„Þú ert nú meiri vand-
ræðagemlingurinn. Hvað
á ég að gera við þig? Þú
getur aldrei flogið með
froskalöppum einum,
bakugga og sundfit á
milli fingranna."
„Já það er einmitt
það," sagði froskurinn og
fór að skæla á ný.
„Já allt í lagi allt í lagi.
Ég skal finna einhver
ráð. Þú þarft ekki að fara
að skæla eins og smá-
stelpa. Nú veit ég hvað
við gerum. Ég fer með
þig til hans Bótólfs ugl-
unnar með læknisfræði-
delluna hann kann
áreiðanlega einhver
galdraráð við þessu,"
Og um loftið ferðuðust
þeir í átt að hellinum í
stóra fjallinu.
Þegar þeir höfðu
gengið fimmtán mínútur
inni í hellinum fór að
birta og þeir sáu Bótólf
uglu sem var í hvítum
slopp og með græna
grisju á höfðinu. Undir
hendinni hafði hann
þykka bók og á andlitinu
stór kringlótt svört gler-
augu. Þegar hann sá þá
tók hann þau af sér horfði
utan við sig á þá um stund
og sagði:
„ Hvað get ég gert f yrir
ykkur?"
„Heyrðu Bótólfur þetta
er ég Palli páfagaukur.
Voðalega ertu utan við
þig núna það er eins og þú
hafir misst minnið."
„Nú ert það þú? Ég
þekkti þig ekki. Hvað get
ég gert fyrir þig?"
„Hjálpað þessum
froski. Hann langar til að
fljýga.'
„Nú já," sagði uglan
einblíndi á froskinn og
hreyfði þykkar auga-
brýrnar upp og niður,
„það mætti kannski
græða á hann vængi. En
það er erfið aðgerð."
„Ég hef engu að tapa,"
sagði froskurinn feiminn.
„Jæja ungi froskur.
Það vill nú svo heppilega
til að ég á fuglsvængi í
frystinum. Það væri
kannski reynandi að
græða þá á þig," sagði
Bótólfur og byrjaði að
blaða í bókinni.
Froskurinn var lagður
á skurðarborðið og
svæfður. Bótólfur kom
með vængina og lét þá
þiðna á ofninum. Síðan
brá hann hvítum klút
fyrir munninn og setti á
sig gegnsæma gúmmí-
hanska. Palli páfagaukur
fékk að sitja á stól úti í
horni og fylgjast með.
Bótólfur skar tvo skurði
sinn hvorum megin á baki
frosksins. Síðan saumaði
hann annan vænginn í
skurðinn hann svitnaði á
enninu og þurfti sífellt að
fletta upp í bókinni góðu.
Þegar annar vængurinn
var kominn á sinn stað
fengu þeir sér kaffisopa
hann og Palli froskurinn
hraut eins og gömul
hæna. Það gekk seint með
seinni vænginn en hafðist
að lokum.
Þegar froskurinn
raknaði úr rotinu nokkr-
um dögum seinna var
hann ringlaður og mátt-
vana. Hann mátti ekki
fara f ram úr rúminu f yrr