Tíminn - 18.02.1979, Page 6

Tíminn - 18.02.1979, Page 6
4 t.w Sunnudagur 18. febrúar 1979 r Útgefandi Framsóknarfiokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þóararinsson og Jón Sigurósson. Auglýsinga- stjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmdastjórn og auglýsingar Sióumúla 15. Simi 86300, — Kvöldsimar blaóamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20.00: 86387. Verö I lausasölu kr. 125.00. Askriftargjald kr. 2.500.00 á mánuöi. . Blaöaprent J Eitthvaö býr undir Vitaskuld er það áróður af óvandaðasta tagi þegar Þjóðviljinn og þingmenn Alþýðubandalagsins segja að efnahagsmálafrumvarp Ólafs Jóhannes- sonar miði að þvi að koma á atvinnuleysi i landinu. Það er ástæða til að spyrja þessa menn, hvað fyrir þeim vakir með svo óskammfeilnum áróðri, þegar það liggur yfirlýst fyrir að i frumvarpinu er gert ráð fyrir þvi að atvinnuöryggi hafi algeran forgang og að þegar i stað skuli gripið til aðgerða ef hætta virð- ist steðja að i þessum efnum. Sú ógnun sem þjóðinni stafar af hinni nýju oliu- verðshækkun og horfum um þorskafla ætti að vera nógu stórkostlega alvarlegt mál til þess að koma jafnvel Alþýðubandalagsmönnum niður á jörðina. Annað atriði i hinum andkannalegu viðbrögðum Alþýðubandalagsins við efnahagsmálafrumvarpinu er sú ihaldssemi og fastheldni við kerfið, sem fram kemur i ummælum þeirra um þau ákvæði sem lúta að framlögum rikissjóðs til ýmissa sjóða og lána- stofnana. Verður ekki annað séð en ákveðnir aðilar i sósialistaflokknum séu orðnir katólskari en páfinn i fastheldni sinni við kerfi sem þarf að aðlaga breytt- um aðstæðum. Auðvitað er það bábilja að forsætisráðherra hafi gert tillögu um að fella niður með öllu framlög til fjárfestingarsjóða, lánastofnana atvinnuveganna eða atvinnuleysistryggingasjóðs. Forsætisráðherra hefur þvert á móti gert tillögu um það að þessi framlög fari eftir þjóðhagshorfum og efnahagsástandi hvers árs að mati Alþingis. Lög og reglur um þessar stofnanir lúta hvort eð er lög- gjafarvaldi og fjárveitingavaldi Alþingis. Viðbrögðin við framfaratillögum forsætisráð- herra, sem fyrst og fremst miða að atvinnuöryggi og tryggingu kaupmáttar, eru óskiljanleg ef ekki er um að ræða blinda ihaldssemi og fastheldni við það kerfi sem nú rikir. í frumvarpi forsætisráðherra segir svo um þessi efni: „Fyrir árslok 1979 skulu ákvæði i lögum, sem kveða á um skyldu rikissjóðs til fjárframlaga til sjóða eða einstakra verkefna með föstum, reglu- bundnum hætti, tekin til endurskoðunar með það fyrir augum, að framvegis skuli fjárframlög til þessara þarfa ákveðin með fjárlögum ár hvert”. 1 frumvarpinu er enn fremur kveðið á um að þjóð- hagsspá skuli sérstaklega lögð fyrir Alþingi og fjár- lagafrumvarp samið á grundvelli hennar. Hvaða heilvita maður, sem hefur ögn af þekkingu á efnahagsmálum og þeim erfiðleikum sem hinir „eyrnamörkuðu” tekjustofnar geta valdið, getur snúist gegn þessum tillögum forsætisráðherra — án þess að þar sé þá um að ræða fyrirfram gerða ákvörðun um andstöðu hvað sem það kostar — eða hreina ihaldssemi? Og hver getur látið sér detta i hug að unnt sé að hafa hemil á efnahagslifinu ef ekki er mögulegt að draga saman þegar þensla er of mikil, og að auka framlögin, þegar atvinnuörygginu er stefnt i hættu? Það býr eitthvað undir hinum furðulegu viðbrögð- um Alþýðubandalagsmanna i þessu efni. Þeir eru ekki einu sinni sjálfum sér samkvæmir. Þannig stóðu þeir á sinni tið alveg gegn þvi að framlög rikisins til Byggðasjóðs yrðu ákveðin sem fastur hluti rikisteknanna. JS Erlent yfirlit Býður Kissinger sig fram til þings? Hann er mikið i sviðsljósinu RAÐHERRAR þeir, sem áttu sæti i stjórn Nixons og Fords, eru nií flestir gleymdir, þótt ekki séu liðin nema riím tvö ár siðan Ford lét af forseta- embættinu. Enn frekar gildir þetta um þá ráðherra, sem sátu i stjórnum þeirra Kennedys og Johnsons. Ein undantekning er hér þó. Þaðer Henry Kissinger. Hann vekur enn næstum sömu athygli og áður, þar sem hann kemur fram, og lætur aldrei opinberlega svo tilsín heyra, að fjölmiðlum þyki það ekki eftir- sóknarvert fréttaefni. Enn er vart hægt að dæma um, hvortKissinger hafi haft þá sögulegu þýðingu, að hann verð- skuldi slíka athygli. Það verður verkefni sagnfræðinga siðar að dæma um það. Kissinger er einn þeirra manna, sem vekja á sér athygli og vinna sér álit, án þess að hægt sé að færa verulega haldbær rök fyrir þvf, að hann sé neitt framúrskarandi og beri t.d. af öðrum, sem gegnt hafa embætti utanrlkisráðherra' Bandarikjanna. Hann var hins vegar heppinn að þvi leyti, að umtalsverð breyting varð á sambúð Bandarikjanna og kommúnistisku stórveldanna i stjórnartið hans, ensennilega á sagan eftir að leiða I ljós, að þar var hlutur Nixons ekki minni en Kissingers. En hvað sem þvi veldur, er Kissinger — ólikt flestum fyrir- rennurum hans — áfram i sviðs- ljósinu, þótt hann hafi ekki gegnt neinum ábyrgðarstörfum siðustu tvö árin. KISSINGER þarf ekki aö kvarta undan þvi, að hann hafi ekki haft næg verkefni siðan hann lét af ráöherraembættinu. Eitt þeirra er að skrifa endur- minningar sínarfrá þeim árum, þegar hann var ráðunautur for- setans i öryggismálum og siðar utanrikisráðherra. Þettaverður mikið rit i tveimur bindum. Bandariska útgáfufyrirtækið, sem gefur það út, mun greiða honum eina milljón dollara fyrir útgáfuréttinn i Vestur-Þýzka- landi. Þá hefur útgáfurétturinn verið seldur i mörgum löndum öðrum. Reiknaö er með að fyrra bindiðkomi út á þessuári. Þá hefur Kissinger gert fimm ára samning við bandariska sjónvarpsfyrirtækið NBC, um últekinn fjöldasjónvarpsþátta á þessu ti'mabili og mun hann fá fyrir það eina milljón dollara. Þá hefur hann verið ráðinn fyrirlesari við Georgetown Uni- versity i Washington og fær fyrir það 35 þús. dollara á ári. Auk alls þessa, er hann svo þátt- takandi í stjórnum margra fyrirtækja, sem fást við al- þjóðamál eða alþjóðaviðskipti, t.d. Chase Manhattan Bank, og fær vitanlega laun fyrir það. Fjárhagslega er afkoma hans vafalaust miklu betri en meðan hann var ráðherra. Gizkað Kissinger vi{ hefur verið á, að hann hafi nú um 400 þúsund dollara i árs- tekjur. Frá þessu dregst að visu kostnaður. Þannig hefur hann þrjá fasta aðstoðarmenn og fjórar vélritunarstúlkur i þjón- ustu sinni. Þá hefur hann öryggisverði, sem hann verður aö launa sjálfur, en annað þykir ekki hyggilegt. KISSINGER og kona hans hafa heimili bæði i' Washington og New York. Þau hafa alloft fá- menn kvöldboð og eru gestir þeirra flestir úr hópi fréttaskýr- enda og blaðamanna. Þá eru þau ti'öir gestir I ýmsum boðum, m.a. hjá erlendum sendiherr- um. Einn þeirra sendiherra, sem heldur stöðugu sambandi við Kissinger, er Dobrynin, sendiherraSovétríkjanna. Hann býður Kissinger oft til hadegis- verðar. Þrátt fyrir þaö, aö Kissinger haldi þannig áfram að vera i sviðsljósinu og kunni vel við það, sem áður, æskir hann þó vafalitið að geta látið meira taka til sin. Þannig hefur komið til orða, að hann reyni að ná sæti Jacobs Javits i öldungadeild Bandarikjaþings, ef hann dregur sig i hlé á næsta ári. skrifborö sitt. Javits á i deildinni fyrir New Javits á sæti I deildinni fyrir geta orðið sterkur frambjóðandi þar. Ýmsir fréttaskýrendur telja þó vafasamt, að Kissinger geti orðið nógu alþýðlegur til að reynast góður frambjóöandi. Frægð hans mun hins vegar verða honum mikill styrkur. Þá draga ýmsir i efa, aö hann muni kunna vel viö sig i öldunga- deildinni. Hugur hans mun stefna mest til þess að veröa utanrikisráðherra aftur. Forseti getur hann ekki orðið, þar semhann er ekki fæddur i Bandarlkjunum. Fyrst eftir að Kissinger lét af ráðherrastörfum, sagði hann fátt um alþjóðamál og lét ekki uppi álit sitt á utanrikisstefnu Carters. Þetta hefúr breytztsið- ustu mánuðina. M.a. hefurhann gagnrýnt mannréttindabaráttu Carters eða réttara sagt starfe- aðferöir hans. Hins vegar hefur hann aldrei deilt á Vance, enda eru þeir góðir vinir. Fréttaskýr- endur, sem nýlega hafa hitt Kissinger, segja hann vel hvildan og i góðu skapi. Vel megi þvi vænta, að hann láti meiratil sin taka i náinni fram- tið. Þ.Þ. Kissingerhjónin og Walter Cronkite, frægasti fréttaskýrandi Bandarikjanna.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.