Tíminn - 18.02.1979, Blaðsíða 25

Tíminn - 18.02.1979, Blaðsíða 25
Sunnudagur 18. febrúar 1979 25 Ingólfur Davíösson: Oft er spurt um hvenær fyrst hafi verið ræktuð gluggablóm á Islandi og einnig hvenær byrjað hafi veriö aö rækta laukblóm, t.d. túlipana, innanhúss að vetrarlagi. Ekki kann undir- ritaður viöunandi skil á þessu, en mun þó leitast viö að rekja málið að nokkru. Skýringar og viðbætur þakksamlega þegnar. Þekking Islendinga á ræktun inniblóma mun aðallega komin frá Danmörku og Noregi, bæði með námsmönnum og þó aðal- lega með útlendum f jölskyldum sem settust hér að. Islenskar heimildir eru fáorðar um þetta efni áfyrri öldum, aðþvi ég best veit, og liklega meiri fræðslu að fá i ferðabókum útlendinga. Þannig ritar t.d. Dufferin lávarður, árið 1856, að potta- blóm blasi við i gluggum i Reykjavik. Einhvers staðar hefur undirritaður lesið að pottablóm hafi verið um borð i skipi frá Flatey á öldinni sem leið. Um aldamótin 1900 eru blóm ræktuð á allmörgum heimilum bæði i kaupstöðum og til sveita. Árið 1880 skrifar Schierbeck landlæknir i ársrit Hins islenska garðyrkjufélags: „Þaö er mjög ánægjulegt að lita ræktuö blóm, hvort heldur i garðinum eða glugganum hjá fólki, og gleðiefnið er annaö og meira en ilmur blómanna, þvi aö ræktun og aðhlynning þeirra ber vott um rækt við heimilið og einhverja viðleitni aö gera þaö þægilegt og skemmtilegt. Og þaö vantar ekki að á Islandi er töluverður áhugi á blómrækt. Ég veit ekki hvað oft ég hef veriðspurður ráða i þeirrigrein á Islandi, og það var þá vana- lega kvenfólkið, sem hafði huga á þvi, og langt upp til sveita hef ég á ferðum minum séö blóm i gluggunum, reyndar stundum mjög fátækleg”. Schierbeck ritar leiðbeininga- grein um ræktuninaoggetur um pelagoniur, fúksiur, rósir o.fl. 1 skýrslu i Tfinariti Bókmennta- félagsins 1886 segir einnig: Darwin-túlipan (Couleur Cardinal) „Þær jurtir sem tiðast eru ræktaöar i Ibúðarhúsum hér á landi, eru rósir, nellikur, pela- góniur, fúksiur, amaryllis, levkoj, gullinlakk, hortensiur og bergfiéttur. A einstöku stöðum má jafnvel sjá dáh'tinn pálma, araha eöa ficus elastica, af laukjurtum eru mest ræktaðar hyacintur og túlipanar. Þá hef ég einnig séð bæði crocus, páskaliljur og hinar litlu bláu scilla”. Liklega hefur Schier- beck séð laukjurtirnar úti i görðum, a.m.k. aðallega þær, þó ekki sé loku fyrir þaö skotiö að þær hafi einstöku sinnum verið ræktaðar inni. Arið 1890 bætir Schierbeck við: „Auk krukkujurta, sem ég hef nefnt 1886, þrifast margar sigrænar jurtir ágætlega hér á landi, þannig hin almenna Myrta, Ecualyptus, Ilex og beinviður og t.d. Immantophyllum, Agapanthas, og Calla palustris”. Sést af þessu að snemma hafa verið til duglegar blómakonur hér á landi. Arið 1916 gaf Einar Helgason garðyrkjustjóri út inniblóma- bókina Rósir og bætti úr brýnni nauðsyn um leiðbeiningar. Tegundir inniblóma voru þá orðnar allmargar og áhugi fór mjög vaxandi. Nýr þáttur i ræktun inniblóma hefst svo eftir aö gróðurhús komu til sög- unnar, — aðallega um og eftir 1940. Ragnar Ásgeirsson ráðunaut- ur ritar áriö 1948 i Garðyrkju- ritið fróðlega grein „Fyrsta ræktun vetrarblóma á Islandi”. Segir þar m.a.: „Fyrir 1922 var Reykjavik blómalaus bær að vetrarlagi. — Einn þáttur islenskrar garð- yrkju er óskráður enn, og verður hklega seint frá honum gengið úr þessu. Hann er um blómarækt islenskra hús- mæðra, ræktun stofublómanna þeirra. Ef húsmæðurnar vildu prýða hibýh sin meö blómum, þá var aðeins ein leið fær: að rækta þau sjálfar. Þær höfðu aðeins gluggana fýrir blómin sin og þær voru eins og gerist og gengur misjafnlega duglegar viö þetta starf. En þær voru ekki fáar sem voru sannkallaðar blómakonur. Stofúblómin voru aðalprýði margra heimila. Ég undraðist oft hve sumar þeirra voru lagnar við að hugsa um blómin og uppfylla þarfir þeirra, koma til græölingum af ýmsum tegundum o.s.frv. Mikið var þá ræktaö af rósum og nokkrar af þessum ágætu biómakonum höfðu dálitlar tekjur af blómagluggum sinum með þvi aö selja útsprungin rósablóm. La france rósin var lengi i háum metum, Snjó- drottningin og margar fleiri. Þessar blómakonur höfðu til út- sprungnar rósir náttúrlega snemmaávorin—-ogallt fram i nóvember. Eftirspurnin var oft mikil, þvi notkun þeirra var þá á sama veg og nú, við öll hátið- leg tækifæri, ýmist i gleði eða sorg — þvi margt er þaö sannar- lega sem segja má með blóm- unum. En háveturinn var óhjákvæmilega blómalaus timi. Blómvendir og blómsveigar voruekki til um þaö leyti ársins, allra sist á jólunum”. Ragnar Asgeirssonnam garð- yrkju i Danmörku og var um skeið kennari við garöyrkju- skólann „Vilvarde” i Charlottenlund aö loknu námi. Einn vetur vann hann i Gentofte við ræktun blómlauka. Kom svo heim til Islands, kvæntur danskri konu, og fór að búa i Gróðrarstöðinni viö Laufásveg. Ragnar heldur áfram frásögn sinni: „Fyrsti veturinn þar var blómalaus. Mér datt þá i hug að gaman væri að reyna að fá nokkra lauka til að blómgast næsta vetur, og sumarið eftir pantaði ég nokkur hundruð lauka, aðallega túlipana og hya- cinthur. Setti þá siöast i ágúst i kassa, eins og ég hafði lært hjá Jensen Lundeby i Gentofte og gróf þá á hentugum stað. Þeir mynduðu góðar rætur og þegar 10 dagar voru liðnir af nóvember tók ég 4 kassa inn, sem ég ætlaöi að reyna að koma til fyrir jólin. Með leyfi hús- móðurinnarbjóégtilgrind, sem ég fékk að hafa i eldhúsinu, þó litið væri, — á henni mátti hafa 12 kassa i þremur röðum, hverja yfir annarri, og gat ég breitt þar klæði yfir til þess aö útiloka birtuna fyrsta kastið. I eldhúsinu var miðstöðvarelda- vél, vist ein sú fyrsta sem hingað fluttist, og var þvi vel mögulegt að hafa næga hiýju i þessum fyrsta innigróöurreit fyrir blómlauka á Islandi. Spir- urnar hækkuðu smátt og smátt ogþað var 12. eða 13. desember 1922, sem fyrstu túlipanarnir sprungu út og tóku á sig lit. Það voru Duc van Thell túlipanar, hvitir og rauðir. Það urðu nokkrir túlipanar sem sprungu fyrstu vikuna. Þeir komu i góðar þarfir við jaröarfarir, sem fram fóru rétt fyrir jólin: þeir allra fyrstu á kistu gam- Goðalilja (Hyacynthia) allar vinkonu minnar, Krist- bjargar Einarsdóttur, er andað- ist 12. des. ogvar grafin þann 17. Hin var jarðarför Hannesar Hafstein skálds, fyrrv. ráð- herra. Svo héldu túlípanarnir áfram að springa út og ég setti þá i smápotta ogskreytti með greni- kvistum,'fýrstu jólablómin á Is- iandi — og fengu þau vist færri en vildu. Miili jóla- og nýárs bættust svo við Brilliant starog Prosperhinatúlipanar, rétt eftir hinir gulu Mon tresor, og i janú- ar febrúar og marz ýmislegt enn fallegra og fjölbreytilegra. Man ég ekki heiti þeirra ailra, en þar voru Rose gris de lin.La Reine, Prins van Osterréich, Murillo, Therose, Turnesoll, Cardinal og siðast hinn dökk- rauði Rex ruborum. Af hya- cinthum haföi ég hinar venju- lega snemmvöxnu, hvitar, bláar rauöar og rósrauöur. Enda þótt ég byrjaði þessa blóm- laukaræktun engan veginn i gróðaskyni, þá kom fljótt i ljós að i Reykjavik var full þörf og góður markaður fyrir vetrar- blóm. Ég jók þvi blómlauka- radctina næsta vetur i eidhúsinu, en það var auðséð að þriðja vet- urinn var engin leið að vera þar með þessa starfsemi, senda þótt samkomulagið við húsmóðurina og vinnukonuna væri gott. Ég gekk þá i samband við góðan vin minn Carl Olsen konsúl, sem hafði erföafestuland inni við þvottalaugar og nýbýli þar, er hann nefndi Austurhlíð. Byggði hann þar lftið gróðurhús yfir hitavatnsleiðsl'unni frá þvotta- laugunum til sundlauganna, Framhald á bls. 31 Rósir ofar, Borbónrós neðar gróður og garðar Hjólbaröasólun, hjólbarðasala og öll hjólbarða-þjónusta CUMMI wiMywil VINNU STOFAN Fljot og gód þjónusta Mjög HF Skiphott 35 105 REYKJAVÍK slmi 31055 gott verð POSTSENDUM UM LAND ALLT Nu er rétti tíminn til að senda okkur hjólbarða til sólningar Eigurn fyrirlÍRgjandi flestar stœrdir hjólbaróa, sólaða og Alternatorar 1 Ford Bronco," Maverick, Chevrolet Nova, Blaser, Dodge Dart, Playmouth. Wagoneer Land-Rover, Ford Cortina, Sunbeam, Fiat, Datsun, Toyota, VW, ofl. ofl. Verð frá / kr. 17.500.-. Einnig: Startarar, Cut-Out, Anker, Bendixar, ; Segulrofar, M iös töð v a m ó tor a r ofl. i margar teg. bifreiöa. Póstsendum. Bílaraf h.f. S. 24700. Borgarlúni 19. SANSO PA ÍOO er sjálfvirk, fyiúrferðalitil japönsk vatnsdæla með inn- byggðan 220 volta rafmótor ásamt álagsrofa, þrýsti- rofa, einstrey misloka, loftskammtara og þenslu- kút. Lyftigeta 14 m. afköst 760 1. á kl.st. Verð með sölusk. kr. 74.960,- Stærri gerð væntanleg að vori. ZSTáÉSS iCH U/OUUöf LAGMÚLI 5, SlMI 81555 Framsóknar- VI$T OG DANS framsóknarvist að Hótel Sögu, Súlnasal 22/2 - 8/3 - 22/3 Heildarverðlaun fyrir 3 kvöld 100 þús. kr. vöruúttekt A'ik þess verða veitt góð kvöldverölaun. Ilúsið opnai k!. 20 Anægjuleg kvöldskemmtun Ijiir aúa fjöl- skvlduna Framsóknarfélag Reykjavíkur

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.