Tíminn - 11.03.1979, Page 6

Tíminn - 11.03.1979, Page 6
6 Sunnudagur 11. mars 1979. r V Útgefandi Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson og Jón Sigurðsson. Auglýsinga- stjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmdastjórn og auglýsingar Síöumúla 15. Slmi 86300. — Kvöldsímar blaðamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20.00: 86387. Verö i lausasölu kr. 150.00. Askriftargjald kr. 3.000.00-á mánuði. Blaðaprent Erlent yfirlit Ljubicic er llklegur eftirmaður Títós Almenningur vill að stjórnin haldi áfram Það var ekki ofmælt, sem Ingvar Gislason sagði i útvarpsumræðunum um þingrofstillögu Sjálf- stæðismanna, að hún væri ótimabær og órökstudd. 1 framhaldi af þvi sagði Ingvar: ,,Það er út af fyrir sig rétt að stjórnarsamstarfið hefur að ýmsu leyti verið misbrestasamt, en þvi fer fjarri að það hafi misheppnazt. Þvert á móti verða leidd að þvi rök, að rikisstjórnin hefur náð þeim markmiðum, sem hún stefndi að i fyrstu lotu. En á hitt ætla ég ekki að draga dul, aðóvissa rikir um hinar siðari lotur stjórnarsamstarfsins. Þótt svo sé, þá er of snemmt að ræða um stjórnarslit, hvað þá þingrof og kosningar. Ég held, að ráð- legast sé fyrir núverandi stjórnarflokka að halda áfram samstarfi sinu. Ég álit, að með þvi væri hagsmunum þjóðarinnar bezt borgið. Sannleikur- inn er sá, að þessi rikisstjórn á almennu fylgi að fagna meðal þjóðarinnar. Það er meirihlutafylgi i landinu fyrir stjórnarsamstarfi þeirra flokka, sem nú fara með völdin. Fólk er almennt þeirrar skoð- unar, að rikisstjórn, sem nýtur stuðnings þessara þriggja flokka, sé hæfust til þess að ráða fram úr vanda efnahagsmálanna til nokkurrar frambúðar. Forystumenn stjórnarflokkanna eiga að setjast niður og ræða i hreinskilni þá misbresti, sem kom- ið hafa fram i stjórnarsamstarfinu og verða ásátt- irum að eyða þeim. Almenningur i landinu vill, að stjórnarsamstarfið haldi áfram. Okkur ber skylda til að taka tillit til almenningsálitsins i þessu efni. En ef þetta stjórnarsamstarf á að halda áfram, þá þarf ýmsu að breyta i sambúðarháttum stjórnarflokkanna, eins og þeir hafa verið til þessa. Sannleikurinn er sá, að hinn málefnalegi ágreiningur hefur ekki valdið mestum erfiðleikum i stjórnarsamstarfinu, heldur liggur beinast við að tala um ,,hegðunarvanda”, svo að gripið sé til orðalags, sem oft heyrist i umvöndunarræðum uppeldisfræðinga og skólastjóra. Alþýðuflokkur- inn hlaut mikla fylgisaukningu i siðustu kosn- ingum með þvi að beita lýðskrumsaðferðum. Þvi miður er lýðskrumið enn i hávegum haft hjá viss- um öflum i þessum flokki, og það gerir samvinnu við Alþýðuflokkinn erfiða og e.t.v. ómögulega, ef haldið verður áfram á sömu braut.” Ingvar Gislason vék siðan að stjórnarflokkunum og sagðist á þessa leið: ,,Það er hins vegar þakkarvert, að Alþýðu- flokkurinn hefur fallizt á stefnu Framsóknar- flokksins i efnahagsmálum og er fús til þess að hlita leiðsögu okkar Framsóknarmanna um efna- hagsúrræði til frambúðar, ekki sizt hvað varðar visitölumál og fyrirkomulag verðlagsbóta á laun, svo og vaxtamál og verðtryggingu sparifjár og út- lána. Við Framsóknarmenn teljum það mikilvæg- an ávinning, að okkur skyldi heppnast að fá Alþýðuflokkinn, — sem hélt uppi hatursáróðri gegn okkur fyrir kosningar, — til þess að fallast á grundvallaratriði i efnahagsmálastefnu okkar.” Ingvari Gislasyni fórust svo orð um afstöðu Alþýðubandalagsins, að enn hefði ekki tekizt að sannfæra leiðtoga þess um villu sins vegar. „Kommarnir eru nokkuð seigir undir tönn,” sagði hann. Þó væri engan veginn vonlaust um að beina mætti þeim einnig inn á réttar brautir. Meðan svo stæði, væri með öllu ótimabært að tala um þingrof. Sjálfstæðisflokksmenn ættu lika sizt að krefjast þess, þvi að þeim veitti ekki af að taka til i sinu eigin húsi áður en til kosninga kæmi. Þ.Þ. Hann hefur verið æðsti maður hersins i 12 ár SA orörómur hefur veriö á kreiki aö undanförnu og nokkuö veriö rætt um hann af frétta- skýrendum, aö RUssar hafi flutt talsvert herliö til BUlgarfu. RUssar hafa ekki haft herliö i BUlgariu áður, en sennilega myndu búlgörsk stjörnarvöld leyfa dvöl nokkurs rússnesks herliðs, ef fariö væri fram á þaö, þvi aö lengi hefúr verið vingott miili Búlgara og Rússa og eru Búlgarar að þvi leyti undan- tekning meðal Balkanþjóða. Þaö veröur hins vegar aö teljast mjög óliklegt aö Rússar hafi óskaö eftir aö fá aö hafa herlið i Búlgariu, þvi aö þaö gæti oröiö þeim til álitshnekkis á sama tima og þeir telja sig vera aö berjast fyrir slökunarstefnu i Evrópu. Umræddur orðrómur mun þvi ' tæpast á rökum reistur, en lik- legt er aö hann reki rætur til bollalegginga um framvindu mála i Júgóslaviu eftir fráfall eða brottför Tltós. Titó er nú kominn talsvert á niræöisaldur oghlýtur þvi aö fara aö styttast i valdaferli hans, þótt hann sé enn viö furðugóða heilsu. Marg- ir fréttaskýrendur spá þvi aö al- varlegt og tvisýnt ástand geti skapazt i Júgóslaviu viö fráfall Titos. M.a. geti þaö komið til greina að rikiö liöist i sundur vegna þjóðernislegs ágreinings milli þeirra þjóðahópa, sem byggja landiö. Undir þeim kringumstæðum geti Rússar haft áhuga á aö gripa inn I og þá gæti veriö æskilegt fyrir þá aö hafa herliö til taks i Búlgarfu. Enn sem komiö er er hér þó fyrst og fremst um bollalegg- ingar og ágizkanir aö ræða. ÞAÐ ER merki þessað Titó er enn I fullu f jöri, að hann hélt ný- lega i feröalag til Vestur-Asiu og heimsótti þarm.a. Kuwait,Sýr- land, Irak og Jórdaniu. Þetta ferðalag hans varö styttra en hann haföi fyrirhugaö þvi aö áöur en þvi lauk andaöist nánasti samverkamaöur hans um langt skeiö, Edvard Kardelj og hélt Titó heimleiöis fyrr en ella til þess aö veröa viö jarðar- för hans. Um alllangt skeiö haföi Kardelj veriö talinn lik- legasti eftirmaöur hans en hann var talsvert yngri en Ti'tó. Fyrir nokkrum misserum geröist Kardelj heilsuveill, og var þá farið aö ræöa um ýmsa aöra sem hugsanlega arftaka Titós. Meöal þeirra sem oft hafa veriö nefndir I seinni tfö, er Branko Mikulic sem var meö Titó i áöurnefndu feröalagi hans. Branko Mikulic sem er 51 árs og Bosniumaður aö uppruna hefur veriö talinn eins konar hægri hönd Titós siöustu misserin. Eins og er, þá er Mikulic for- maöur framkvæmdanefndar Kommúnistaflokksins en þeirri stööu gegnir hann ekki nema fram á næsta haust. Titó ákvaö fyrir nokkru aö koma á þeirri skipan aö enginn gegndi neins konar formannsstarfi innan Nikola Ljubicic flokksins nema i eitt ár. Til- gangurinn meö þessu var sá, aö formennska i nefndum eöa félögum yrði ekki til þess að koma fótum undir of mikiö for- mannavald. Þaö var Mikulic sem fékk þaö hlutverk hjá Titó aö koma fram þessari breytingu Iflokkskerfinu og stjórnkerfinu. Ýmsir fréttaskýrendur töldu aö þessari breytingu heföi m.a. veriö beint gegn Stane Dolanc sem einnig er nefndur sem lik- legur eftirmaöur Titós, Dolanc sem er 54ára ogSlöveniumaöur aö þjóöerni, er nú ritari eöa framkvæmdastjóri fram- kvæmdanefndar flokksins og var um skeið formaöur hennar einnig. Ýmsir töldu aö þaö hafi m.a. verið gert til að skerða völd Dolanc aö tekin var upp reglan aö enginn mætti vera formaöur lengur en i eitt- ár. Samkvæmt henni varð Dolanc aö láta af formennskunni á siöasta ári og tók Mikulic þá viö henni. Dolanc hélt þó áfram ritarastarfinu, en þvi fylgir aö koma I verk öllum ákvöröunum fra mkvæmdanefndarinnar. Hann er þvi valdamikill áfram. TVÆR rikisstofnanir hafa verið undanþegnar þeirri breytingu að enginn megi gegna þar lengur formennsku en i eitt Dolanc og Mikulic ár. Þessar stofnanir eru öryggislögreglan og herinn. Þetta hefur beint aukinni at- hygli aö hermálaráðherranum, Nikola Ljubicic, sem margir fréttaskýrendur telja liklegast- an til þess aö taka viö af Titó. Ljubicic virðist njóta óbilandi trausts Titós. eins og m.a. sést á þvi aö hann er búinn að vera hermálaráðherrasiöan 1967 eða itólfár.Siöanhefur veriöskipt i öllum ráðherraembættum öðrum samkvæmt þeirri reglu Titos, að menn af öllum þjóöernum skiptist á um að gegna helztu trúnaöarstörfum rikis og flo ldcs. Þessi regla he fur ekki náö til Ljubicic sem er Ser- biumaður og tilheyrir þvi stærsta þjóöflokknum. Ljubicic sem er 63ára gamall er kominn af fátækum bændaættum og haföi fyrir nokkru lokiö námi viö landbúnaðarskóla, þegar hann gekk i skæruliöasveitir kommúnista 1941. Hann gat sér frægðarorð sem skæruliöi á heimsstyrjaldarárunum. Aö styrjöldinni lokinni gekk hann I herforingjaskóla og hlaut strax að námi loknu áhrifastööu innan hersins. Hann hélt svo áfram að hækka i tign unz Titó geröi hann að hermálaráöherra fyrir 12 ár- um. Ljubicic er eini herforinginn sem á sæti i framkvæmdanefnd flokksins. Hins vegar eiga 22 herforingjar sæti I 144-manna miöstjórn flokksins og geta þeir haft veruleg áhrif þar. Senni- lega verður það hún, sem velur eftirmann Titos, þegar þar að kemur. I þessu sambandi er ekki úr vegi aöminna á nýlokiöforseta- kjör i Alsir. Ýmsir þóttu koma þartil greina, en endalokin uröu þau aö valiö féll á þekktan hers- höföingja sem hafði ekki ósvipaöa aöstööu og Ljubicic I Júgóslaviu. Þaö kæmi ekki á óvart, þótt hann yröi hlut- skarpastur þeirra manna, sem liklegir eru taldir tfl aö erfa sæti Titos. Þ.Þ.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.