Tíminn - 11.03.1979, Page 7
Sunnudagur 11. mars 1979.
7
Wvsmm___________________
JON SIGURDSSON:_____________
Fórnarbálið mikla enn á dagskrá
Um þessar mundir er veriö aö
sýna I sjónvarpsstöövum
Evrópulandanna myndaþáttu
sem vakiö hafa meiri athygii og
umræöur en menn hafa átt aö
venjast. Hér er um aö ræöa
þætti um þaö ógnarlega fórnar-
bál sem nasistarnir brenndu á
Gyöingum f Evrópu fyrr á þess-
ari öld og nefnist mynda-
flokkurinn „Holocaust”, en þaö
merkir brennifórn eöa fórnar-
bál.
Þessi myndaflokkur mun
vera saman settur af allri þeirri
tækni og list sem sjónvarpsefni
hlýöir, og þar fæst til sparaö
Hefur þaö ekki heldur vantaö aö
milljónir manna hafa fylgst
með honum sem dæmdir væru á
heimilum sinum. Einhverjir
hafa reynt að gera litiö úr efni
þáttanna vegna þess hversu
kunnáttusamlega þeir eru gerö-
ir og talaö um „bandariska
væmni” og annaö þvi líkt i þessu
sambandi.en reyndar er slíkt tal
aöeins staöfesting þess aö hér
hefur veriö vel aö verki staöiö
og haft i huga aö þættirnir næöu
þvi ætlunarverki sinu aö fanga
hug áhorfenda og hafa raun-
veruleg áhrif á þá.
Sýning þáttanna um fórnar-
báliö hefur leitt ýmislegt undar-
legt og ótrúlegt i ljós. Þannig
hafa þeir vakið stórkostlega at-
hygli meöal þýsks almennings
og reyndar almenna skelfingu,
— og er svo að skilja að þar I
landi hafi gögnum og upplýsing-
um um hiö hroðalega framferöi
nasistanna ýmist veriö stungiö
undir stól eöa sökkt niöur i
óminni. Einkanlega hefur þaö
komiö fram hversu æskan I
Þýskalandi hefur verið „varin”
fyrir ógeöslegri vitneskju um
þann skepnuskap og djöfulæöi
sem réö geröum nasistanna
andspænis varnarlausum
milljónum Gyöinga.
Furðuleg viðbrögð
Ekki er þaö siöur undarlegt og
ógnvekjandi sannast sagna aö i
umræöunum um fórnarbáliö
hefur þaö komiö fram aö enn
eru i Evrópu menn sem engu
trúa og ekkert hafa lært. Jafn-
vel á Noröurlöndunum hafa
birst i blöðum lesendabréf þar
sem sagt er aö allt tal um
Gyöingaofsóknir og eyðingar-
búöir nasista sé einber
þvættingur og lygi. 1 Sviþjóö og
Danmörku hafa heyrst raddir
sem segja sem svo: — Hvaöa
bull er þetta um sex milljónir
manna! Þaö getur veriö aö þeir
hafi drepið kannski svona nokk-
ur hundruð þúsund, en sex
milljónir er bara þvæla! Og i
Frakklandi, landi gamalgróins
Gyöingahaturs, bætti einn viö
þessum sviviröilegu oröum: —
Hvaö er þetta? Eruö þið vissir
um aö Júöarnir hafi ekki átt ein-
hverja sök á þessu sjálfir?
Sýning þáttanna um fórnar-
báliö hefur meö öörum orðum
enn einu sinni vakiö upp hina
illu fylgju Evrópumenningar-
innar, Gyöingahatriö, öfundina
og mannúöarleysiö. Sem betur
fer hafa þættirnir oröið til þess
aö vekja til umhugsunar, upp-
rifjunar og áminnningar um
þessa voðalegu atburöi, og i
leiðinni hafa þeir sýnt fram á
þaö hversu mikið er enn ógert
aö þvi aö leiöa fólk i sannleika
um atburöi sem áttu sér staö
fyrr á þessari öld, atburði sem
alltof margir viröast hafa reynt
aö gleyma.
Fáheyrö eru þau viðbrögö
sumra i þeim löndum þar sem
þættirnir hafa verið sýndir aö
ekkert sé aö marka þetta allt,
utanrikisþjónusta og leyniþjón-
usta ísraelsrikis hafi einfald-
lega sniöuga bandariska
kaupahéöna og sjónvarpsmenn
til þess aö hnoða þessu saman
til þess aö græöa á þvi bæöi fjár-
hagslega og pólitiskt. Þessu
hefur m.a. verið svaraö
meö þvi aö benda á að þættirnir
byggjast á nákvæmum rann-
sóknum, vitnisburði fjölda
manna sem liföu þessa atburöi
og þó einkum endurminningum
úr Gyöingafjölskyldu annars
vegar og dagbókum böðuls hins
vegar.
Þaö yröi allt of langt mál aö
fara aö rekja sorgargöngu
Gyöinga um lönd Evrópu um
aldir. Enda þótt þaö væri harla
hæpiö aö halda þvi fram að
Gyðingar hafi verið „kynþátt-
ur”, a.m.k. nú um margra alda
skeiö, þá mætti e.t.v. segja aö
þeir hafi veriö orönir „þjóö”
löngu áöur en nútimahugtakiö
„þjóöerni” varö til. Sé svo fer
ekki á milli mála að þeir eru
„elsta” þjóö veraldar. A sama
hátt má aö visu halda þvi fram
ast handa um boöun fagnaöar-
erindisins meöal annarra þjóöa.
Fastheldni Gyöinga viö lögmál-
ið vakti gremju hans, en um leiö
fann hann, aö til árangurs þurfti
aö taka þaö sérstaklega fram aö
hiö nýja afkvæmi Gyöingdóms-
ins, sem hann boðaði, væri
öörum ætlaö og skildi sig ræki-
lega frá arfleifö sinni. Goösögn-
in um „ábyrgö” Gyðinga en
ekki Rómverja á krossfesting-
unni, sem siöar varö aö al-
mennri trú um alla Evrópu, var
vissulega hentugt tól i þvi skyni
aö allur lýöur Rómarrikis, sem
áöur var, gæti tekiö hinum nýja
siö tveim höndum.
Ein refsingin fyrir aö leyfa
sér frávik i samfélögum trú-
skyldu og siöskyldu fyrri tima
var sú aö meina sérhópum aö
bjarga sér á sama hátt og aðrir
þegnar máttu. Gyöingum var
tækist aö komast til efna, eink-
um um vestanverða álfuna á
siöari öldum og þrátt fyrir alls
kyns mótlæti, þá voru
milljónirnar bláfátækt fólk. Og
þær bjuggu um austanveröa álf-
una, þar sem áöur haföi verið
Litháiska og Pólska rfkið og til-
heyröi Rússneska keisaradæm:
inu.
Ferill Gyöingahatursins eins
og þaö birtist nú á siöustu tim-
um veröur e.t.v. rakinn af slóö
bókar nokkurrar sem um skeið
var nokkurs konar „trúar- og
lærdómsrit” þeirra sem geng-
ust upp i fantaskap og ofsókn-
um. Falsrit þetta , „Fundar-
geröir öldungaráös Sions”, mun
upprunniö 1 Frakklandi og átti
einkum aö sýna aö franska
fórnarlamb finnist. Þegar þaö
er fundiö er siöan hægt aö kenna
þvi um allt sem aflaga hefur
fariö, jafna reikningana á
kostnaö þess.
1 þessum skilningi var sjón-
varpsþáttunum valiö nafniö
„Holocaust”, sem er griskt orö
og merkir fórnarbál eða brenni-
fórn eins og að framan greinir.
Og meö þvi hugarfari tók
Gyöingafjöldinn ósköpunum
sem yfir dundu, — sem enn einni
brennifórn sem hann varö aö
færa meö sjálfum sér, enn einni
þjáningu sem á hann var lögö til
viöbótar öllum hinum sem voru
i fersku minni.
Andúð
róttæklinga
Nú á dögum hefur afstaöa rót-
tækra manna til Gyöinga og
Israelsrikis vakiö furöu
margra. Hvernig getur staöiö á
þvi algera skilningsleysi sem
einkennir afstööu þessara
manna til þessarar þjóöar?
Sennilega er skýringin á
þessu ekki einfalt mál. Rót-
tæklingar hafa þurft nýja
bandamenn I baráttunni viö
„heimsauövaldiö”. Arabar og
einkum Palestinumenn hafa
komiö þar aö góöu gagni. Rót-
tæklingar hafa 1 grundvallarat-
riðum andúö á rikjum sem hvila
á þjóðernislegum eöa trúarleg-
um grunni á einhvern hátt. Slikt
er andstætt „alþjóöahyggju”
róttæklinganna.og Israel er ein-
mitt slikt riki. Róttæklingar eru
andstæöir Bandarikjunum, en
Gyöingar eru þar margir og
áhrifarikir og tengsl tsraeis
náin viö Bandarikin.
Þannig mætti lengi telja
skýringar,sem þó þurfa ekki aö
vera tæmandi þar fyrir. Ein
skýring enn mun sjálfsagt geta
hjálpað til skilnings. Róttæk-
lingar hafa erft andúö og for-
dóma miöaldaþjóöfélagsins
gegn viöskiptum og fésýslu,og
þegar fyrri atriöin,sem nefnd
voru,tengjast „auövaldinu” og
Gyöingum, þá er ekki lengur aö
sökum aö spyrja. Þá fellur allt i
ljúfa löö. Ennfremur er þess aö
geta aö róttæklingar trúa á þús-
undárariki og þúsundárarikiö
þarf hreinsun og fórn...
Dapurlegasti
þátturinn
Þaö er haft á móti tsraelsríki
aö þaö sé ekki sáttfúst og vilji
ekkert af hendi leggja. Þessi af-
staöa lýsir takmörkuöum skiln-
ingi á sögu Gyöinga, og einkum
á hörmungum þeim sem yfir þá
dundu á dögum nasistanna.
Þessi afstaöa lýsir einnig tak-
mörkuöum skilningi á þeim
þætti i sjálfskoöun Gyöinga aö
sjá allt sögulegum skilningi.
Sannleikurinn er sá, aö eir-
dapurlegasti þátturinn i sögu
Gyöinga á þessari ægilegu öld,
aö þeirra eigin mati.er reynslan
af málamiðlun, undanslætti og
sanngirni i garö annarra. Um
gervalla austanveröa Evrópu
settu nasistar upp Gyöingaráö,
Judenrat, sem átti aö sjá um
alla sambúö og samskipti viö
yfirvöldin. Þessi ráö notuöu þeir
siöan til þess aö velja út þá sem
átti aö myrða, aö skipuleggja
niöurlægingu og áþján meö-
bræöra og systra og vera I fyrir-
svari bæöi andspænis Gyöinga-
alþýöunni og yfirvöldum böðl-
anna.
Þegar allt var fullkomnaö
frömdu ráösmenn Gyöingaráö-
anna sjálfsmorö hver um ann-
an. Allar sættargeröir höföu aö-
eins veriö nokkurs konar
þvinguð þátttaka i ósköpunum.
Og þegar lesiö er ýmislegt þaö
sem óorövarir andstæöingar
Israelsrikis umhverfis þá hafa
sagt og skrifaö á siöustu árum,
veröur þaö engin furöa aö Gyö-
ingar séu varir um sig. js
„Llk lifenda” heitir þessi mynd. Dönsk kona Olly Ritterband, málaði hana I minningu þeirra sem
létu llfið I fangabúöunum i Bergen-Belsen en þar var hún einnig fangi.
aö þeir hafi veriö trúfélag svo
öldum skipti, en þó eru nú
nokkrar aldir siöan Gyöing-
dómurinn tók aö skiptast I mis-
munandi trúfélög „rétt-
trúaöra”, „endurbótasinna”
eöa dulhyggjumanna af ýmsu
tagi, og sist hefur þaö vantaö aö
Gyöingar „gengju af trú feöra
sinna” rétt eins og menn af
öörum þjóöum.
Vafalaust felst eitthvaö af for-
dómunum gegn Gyöingum i þvi
aö þeir eru orönir „sérstök
þjóö” löngu áöur en almennt er
fariö aö viöurkenna umhverfis
þá aö slikt fyrirbæri eigi rétt á
sér, hvað þá aö einhver tiltekinn
hópur þegna sama þjóö-
höföingja geti leyft sér slik frá-
vik frá þvi sem ella tiökast i rik-
inu. A sama hátt guldu þeir þess
greipilega aö játa ekki þá trú
sem rikja skyldi I landi, og þaö
löngu áöur en menn fundu upp á
hugtakinu trúfrelsi. A þaö er
sjaldan bent, hvaö raunveru-
lega felst i þeirri yfirlýsingu
sem Þorgeir Ljósvetningagoöi
gaf á Alþingi á sinni tiö um
„lögin” og „friöinn”. 1 henni
felst þaö ekki sist aö ekki sé
unnt að viöurkenna frelsi
manna til aö „velja” sér trú,
trúfélag eöa siöu: i sama landi,
riki, samfélagi veröi ein trú að
rikja meö öllu.
Þegar hópur manna „leyfir”
sér frávik viö slikar aöstæöur er
ekki aö sökum aö spyrja. Og
þegar slikt hefur „viögengist”
um nokkrar kynslóöir er þaö
segin saga aö upp eru komnir
alls kyns furöulegir fordómar,
fáránlegar ævintýrasögur, ægi-
legar frásagnir sem m.a. eru
notaöar til að hræöa börn i svefn
eöa til hlýöni, og langsóttar
skýringar sem eiga aö sýna I
sjónhending hvernig „þetta er”
og réttlæta þaö. Og á liönum
öldum var Drottni alltaf kennt
um allt slikt, allt var aö Hans
ráöstöfun og samkvæmt Hans
vilja i slikum efnum.
„Ábyrgð” Gyðinga
Viöskipti kirkju og Kristni viö
Gyöinga, móöursöfnuö sinn, er
einhver dekksti þáttur kristni-
sögunnar um aldir og eiga þar
þó ekki allir kristnir menn
óskipt mál nema siöur væri. Að
einhverju leyti er þaö rétt, sem
oft er bent á, að Gyöingahatur
eigi rætur I ummælum Páls
postula þegar hann var aö hef j-
bannaö aö eiga land: þeir máttu
ekki stunda landbúnaö viöa:
þeir gátu ekki komist til em-
bættametoröa: þeir voru ekki
tækir til herþjónustu, og svo
mætti áfram telja. Þeir voru
lokaöir inni i borgum og bæjum
og þá i sérstökum hverfum
„ghettóum” og annars staöar
uröu þeir aö mynda sérstök
þorpssamfélög og lifa þar án
daglegra tengsla viö aöra. Upp
úr þessu voru svo soönir nýir
fordómar: Gyöingar vilja ekki
þekkja neina aöra, Gyöingar
giftast aldrei út fyrir hópinn,
Gyöingar eru skrýtnir — o.s.frv.
Fátækastir allra
Miðaldakirk jan forbauö
mönnum lengi vel aö ávaxta fé
og hélt þvi fram aö aöeins
náttúrurentan væri Guöi
þóknanleg. Avöxtun fjár var
Gyöingum ekki forboöin aö
þeirra siö og þvi fór þaö svo
margviöa að þeir tóku aö sér hiö
mikilsveröa hlutverk i þjóö-
félögunum aö lyfta undir at-
vinnulif, verslun og iönaö hinna
kristnu meö þvi aö ávaxta fé
þeirra, lána þeim og ábyrgjast
fyrir þá, gæta fjár og miöla þvi.
En böggull fylgdi þessu
skammrifi heldur en ekki. Rikj-
andi sjónarmiö þessa sam-
félags voru sjónarmiö aöals-
manna i sveit, kirkju sem viö þá
studdist og studdi þá og haföi
tök á hugsunarhætti fólksins.
Þetta þjóðfélag „fyrirleit” viö-
skiptastörf og hataði þá sem
áttu peninga en ekki landar-
eignir eöa búfé. Og „náttúr-
lega” bitnaði þetta á Gyöingum
og varö undirrót lifseigustu for-
dómanna gegn þeim, tilhæfu-
lausrar Imyndunar sem enn
virðist lifa góöu lifi.
Sannleikurinn var sá að
Gyöingar i Evrópu voru um all-
ar aldir fátækastir allra fá-
tækra. Enda þótt sumum þeirra
stjórnarbyltingin mikla væri
samsæri Gyðinga undir forystu
„öldunga sinna”, til aö brjóta
niöur kristinn sið og menningu
Evrópu meö heimsyfirráö aö
markmiöi. Frá Frakklandi
barst ritiö til Rússlands og kem-
ur þaö upp úr kafinu sem leiöar-
visir i þeim hroöalegu Gyöinga-
ofsóknum sem þar stóöu undir
lok siöustu aldar.
Meö aöalsmönnum sem flýöu
Rússland efiir byltinguna þar,
barst lygabók þessi siöan til
Miö-Evrópu,var þýdd hiö snar-
asta yfir á þýsku og átti miklum
vinsældum aö fagna meöal
„fræðimanna” nasismans.
Þarna var þá komin
staöfestingin, útleggingin og
hinn heilagi texti sem
„sannaði” alla fordómana og
„rökstuddi” þörfina á viöeig-
andi aðgeröum.
Og eins og bæöi fyrri daginn
og þann siöari var enn hægt aö
hleypa út allri spennu og
óánægju i þjóöfélögunum meö
þvi aö benda á Gyöinginn.
Nasistarnir áttu það sam-
eiginlegt ýmsum öörum aö þeir
hugöust reisa þúsundárariki á
jörö. Draumurinn um þúsund-
árarikiö er vitanlega af Gyöing-
legum uppruna. eins og svo
margt og margt i menningu
Vesturlanda, en um þaö var
auðvitaö ekki talaö. En hug-
myndin um þúsundárarikiö
hefur haft sinu mikla hlutverki
aö gegna I þjáningum Gyöinga,
eins og svo margra annarra
sem taldir hafa veriö „ööruvisi”
en aörir.
öllum hugmyndum um þús-
undárariki.hvort sem um er aö
ræöa nasista, kommúnista eöa
aöra, fylgir krafan um „hreins-
un” og kröfunni um hreinsunina
fylgir þörfin fyrir „fórnar-
lamb”. Þaö þarf að hreinsa
kynstofninn; þaö þarf aö
hreinsa menninguna: þaö þarf
að hreinsa flokkinn; þaö þarf aö
hreinsa þjóöfélagiö. Og þetta
veröur ekki gert nema eitthvert
menn og málefni
Leyfðu sér frávik
„Öldungar Síons”